Það er svo gaman þegar maður veit að það styttist í eitthvað skemmtilegt. Ég er að fara til Växjö á morgun, við stöllurnar ætlum að kíkja á uppistand. Hann heitir Magnus Betnér og er svo yndislega cool og kaldhæðinn, algjörlega minn húmor, ekki verra að hann er myndarlegur líka;-)
Ég fæ aftur að taka þá í kafbátabjörgunaræfingu með hernum, í viku 12 eða 16. mars hefst æfingin, verður spennandi og skemmtilegt. Æfingin stendur yfir í viku, fyrirlestrar og svo sólarhringsæfing þar sem áhöfn verður bjargað úr sökkvandi kafbát. Hversu kúl er ekki það að fá að búa um borð í risastóru herskipi...
Annars er bara afslöppun framundan, er í helgarfríi og fer ekki að vinna fyrr en aðfaranótt þriðjudags. Verð með nema núna næstu 6 vikurnar, strákur sem er að læra svæfingar, ég verð reyndar mikið á næturvöktum þannig að sá sem er handleiðari með mér þarf að sjá um nemann að mestu leyti, ekki það að ég sé sár yfir því, not at all.
Góða helgi
Friday, January 30, 2009
Sunday, January 25, 2009

Í dag líður mér betur en ég á skilið. Búið að djamma alla helgina og ég er sprækur sem lækur í dag, skellti mér meira að segja í ræktina áðan. Jessica var í heimsókn um helgina og hún færði mér voodoo dúkku jepp þið lásuð rétt. Ég fékk Stella Posh sem elskar að skemmta sér og drekka góða drykki, hún gefur þér kraft til að vera glæsileg alla nóttina án þess að verða þunn daginn eftir ;-) einhver sem sér samhengið!!
kram
Friday, January 16, 2009
Úff, í morgun var smá upprifjunarnámskeið í súrefniskútnum sem var bara gott og blessað, alltaf fínt að fá smá upprifjun. Síðan var smá brunaæfing í kútnum og ég get sagt ykkur að það var kallt. Við köfuðum niður á 5 metra og þá voru slökkviúðararnir inni í kútnum settir í gang og við fengum smá sturtu í leiðinni brrrr. Til að gera allt saman raunverulegt þá tóku þeir rafmagnið af í leiðinni þannig að allt varð svart. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er allavega hreint í kútnum núna og við vitum að slökkvikerfið virkar on the downside þá er mér ennþá kallt.
Er í fríi það sem eftir lifir dags, síðan taka við 3 næturvaktir=) Ég elska að vera komin á 3skiptar vaktir segi eins og í McDonalds auglýsingunni barababbabbaaaa I'm loving it......
kram
Er í fríi það sem eftir lifir dags, síðan taka við 3 næturvaktir=) Ég elska að vera komin á 3skiptar vaktir segi eins og í McDonalds auglýsingunni barababbabbaaaa I'm loving it......
kram
Sunday, January 11, 2009
Ég er komin heim og það gekk svosem ekki áfallalaust fyrir sig. Ekkert alvarlegt samt, ferðataskan mín ákvað að prófa hvernig það er að verða viðskila við eigandann. Það voru mjög kærir endurfundir í dag þegar við sameinuðumst á ný=) Ég beið heillengi við færibandið á Kastrup, hugsandi týbískt, taskan mín hefur farið fyrst inn í vélina og kemur síðust út (þegar ég var farin að horfa á alla aðra úr sama flugi hverfa). Allt í einu stoppar bandið og svo kom maður og byrjaði að taka burtu þær töskur sem voru eftir á bandinu ehhh segi ég og spyr hvort það séu örugglega allar töskur komnar, Jújú allar töskur komnar, vinsamlegast snúið yður að þjónustuborðinu. Ég þangað og fylli út tilkynningu um að við höfum því miður orðið viðskila ég og taskan. Sá mest eftir að hafa ekki sett myndarammana sem drengirnir mínir gerðu í handfarangurinn. En í dag fékk ég svo samtal frá SAS að taskan væri komin í leitirnar, hvort ég væri heima því þeir ætluðu að keyra töskuna heim. Ég spurði síðan gaurinn sem kom með töskuna hvað hefði orðið um hana en hann vissi það ekki, þeir fá víst ekki að vita slíkt, eru bara ánægðir að finna eigendurna.
Get reyndar mælt með Australia, við erum að tala um ágætismynd með the sexiest man alive!!! Ég fór næstum í hjartastopp yfir ákveðnu sturtuatriði í myndinni og vorkenndi sjálfri mér MJÖG mikið að þurfa sofa ein þá nótt.
Kram
Get reyndar mælt með Australia, við erum að tala um ágætismynd með the sexiest man alive!!! Ég fór næstum í hjartastopp yfir ákveðnu sturtuatriði í myndinni og vorkenndi sjálfri mér MJÖG mikið að þurfa sofa ein þá nótt.
Kram
Monday, January 05, 2009
Annaðhvort fengu allir pening í jólagjöf eða fólk er ánægt með að vera ennþá með vinnu!!! Fattaði ekki alveg að útsölurnar væru byrjaðar á laugardaginn þegar ég kíkti í kringluna og OMG það var ekki þverfótað fyrir fólki í innkaupahugleiðingum, ég sem hélt að ég væri að gera góðverk með að ætla að bjarga efnahag landsins, ehh mér sýnist á öllu að þið séuð fullfær um að bjarga ykkur sjálf!! Annars finnst mér ekki gaman að kíkja á útsölur, fullt af fólki allir að troðast, búið að týna út allt það besta eða leggja það undan, samt kíkir maður alltaf í von um að finna eitthvað.
Hitti MS-vinkonur mínar á laugardaginn, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar það er gaman hjá manni, allt í einu var klukkan farin að nálgast 23 og við nýkomnar. Ætla að hitta fleiri vinkonur í fyrramálið, ætla að bjóða þeim hingað í tacolunch, ég veit það hljómar bara gott....
Ætla svo í bíó annaðkvöld með Rúnu systir, við ætlum að sjá Australia ef fleiri vilja koma með er bara að láta vita.... the more the merrier eins og skáldið sagði.
kramis
Hitti MS-vinkonur mínar á laugardaginn, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar það er gaman hjá manni, allt í einu var klukkan farin að nálgast 23 og við nýkomnar. Ætla að hitta fleiri vinkonur í fyrramálið, ætla að bjóða þeim hingað í tacolunch, ég veit það hljómar bara gott....
Ætla svo í bíó annaðkvöld með Rúnu systir, við ætlum að sjá Australia ef fleiri vilja koma með er bara að láta vita.... the more the merrier eins og skáldið sagði.
kramis
Thursday, January 01, 2009
Gleðilegt árið allir saman.
Árið byrjaði vel, ég fékk að sofa út þrátt fyrir að drengirnir væru í heimsókn, vaknaði meira að segja á undan stóra drengnum=)
Átti hefðbundin áramót í faðmi fjölskyldunnar, við enduðum kvöldið með singstar, djö.. hvað það er skemmtilegt og maður þarf ekki einu sinni að kunna að syngja.
Hugsa að Maggi fái hrakfallabálkastig ársins. Hann fór í gær í 3ja sinn í llíbarkújs á slysó á árinu í gær. Jepp hann er lögreglumaðurinn sem kinnbeinsbrotnaði þegar hann fékk grjót í andlitið á mótmælunum, en fínt fyrir mig.... núna er hann í veikindafríi meðan ég er á landinu, ég fékk enga vinnu þannig að við verðum að druslast saman næstu daga systkinin=)
Ég veit ekki hvaða stig ég ætti að fá fyrir árið eða hmmm jú kannski að ég viti það en hugsa að ég haldi því bara fyrir sjálfa mig, ef þið þekkið mig rétt eigið þið ekki í vandræðum með að giska rétt....
kram
Árið byrjaði vel, ég fékk að sofa út þrátt fyrir að drengirnir væru í heimsókn, vaknaði meira að segja á undan stóra drengnum=)
Átti hefðbundin áramót í faðmi fjölskyldunnar, við enduðum kvöldið með singstar, djö.. hvað það er skemmtilegt og maður þarf ekki einu sinni að kunna að syngja.
Hugsa að Maggi fái hrakfallabálkastig ársins. Hann fór í gær í 3ja sinn í llíbarkújs á slysó á árinu í gær. Jepp hann er lögreglumaðurinn sem kinnbeinsbrotnaði þegar hann fékk grjót í andlitið á mótmælunum, en fínt fyrir mig.... núna er hann í veikindafríi meðan ég er á landinu, ég fékk enga vinnu þannig að við verðum að druslast saman næstu daga systkinin=)
Ég veit ekki hvaða stig ég ætti að fá fyrir árið eða hmmm jú kannski að ég viti það en hugsa að ég haldi því bara fyrir sjálfa mig, ef þið þekkið mig rétt eigið þið ekki í vandræðum með að giska rétt....
kram
Wednesday, December 24, 2008
Gleðileg Jól
Ég sauð hangikjöt í gær og þessi yndislegi jólailmur fyllir ennþá íbúðina mína. Er að vinna í kvöld og allir taka með sér eitthvað og við ætlum að vera með pínu hlaðborð (vona bara að við náum að setjast öll saman) mitt framlag verður íslenska hangikjötið góða. Ég var spurð hvort maður gæti sett það á brauð.... ehhhh já það er það besta sem til er ofaná brauð svaraði ég.
Farið varlega í jólasteikina
kram
Ég sauð hangikjöt í gær og þessi yndislegi jólailmur fyllir ennþá íbúðina mína. Er að vinna í kvöld og allir taka með sér eitthvað og við ætlum að vera með pínu hlaðborð (vona bara að við náum að setjast öll saman) mitt framlag verður íslenska hangikjötið góða. Ég var spurð hvort maður gæti sett það á brauð.... ehhhh já það er það besta sem til er ofaná brauð svaraði ég.
Farið varlega í jólasteikina
kram
Saturday, December 20, 2008
Skellti mér til Växjö í gær og heimsótti Jessicu, við fórum svo á jólahlaðborð með vinkonum hennar, áttum góða kvöldstund stelpurnar, spjölluðum, drukkum eins og stelpur gera. Aldrei þessu vant fór ég með lestinni. Það var rúta til Emmaboda og svo lest þaðan til Växjö og alveg eins í dag þegar ég fór heim. Þegar ég er búin að koma mér fyrir í rútunni rek ég augun í ælupokann sem er í körfu á sætisbakinu og hvað haldiði að rútufyrirtækið hafi verið búið að láta prenta á pokann? Velkomin um borð... ok ég get alveg séð húmorinn í þessu en greyið við sem verðum bílveik að þurfa að sjá þetta þegar maður í angist sinni yfir að þurfa að kasta upp er boðinn velkominn um borð. Enda neitaði ég að kasta upp í rútunni þó svo að það hafi kannski ekki verið mjög langt í gubbuna, nei ég andaði djúpt nokkrum sinnum og reyndi að vinna bug á ógleðinni, það virkaði ekki alveg, maginn er ennþá á hvolfi=(
Nei ælta að halda áfram að undirbúa mig fyrir djamm kvöldsins, einn vinnufélaginn er búinn að bjóða í partý og að sjálfsögðu ætla ég að mæta á svæðið.
kram
Nei ælta að halda áfram að undirbúa mig fyrir djamm kvöldsins, einn vinnufélaginn er búinn að bjóða í partý og að sjálfsögðu ætla ég að mæta á svæðið.
kram
Sunday, December 14, 2008
Fékk fyrsta þyrluútkallið mitt í gær, sem betur fer var það ekkert alvarlegt. Við flugum og sóttum veikan mann á skipi hérna fyrir utan. Ég þurfti ekki að síga niður, sem betur fer eiginlega, það blés pínu. Það fyndnasta var að þegar ég kom inn á bráðamóttökuna síðan með sjúklinginn var að ég hugsa að miðað við þau viðbrögð sem ég fékk frá þeim karlmönnum sem voru að vinna hefði ég getað fengið stefnumót með þeim öllum, bara ef ég hefði verið í þyrlugallanum. Þeir hafa aldrei áður haft orð á því hversu fín ég sé þegar ég hef komið inn með sjúkling. Ég veit ekki kannski eru strákar alveg eins og við stelpurnar, finnst búningar kúl. Ég veit að mér finnst þyrlustrákarnir hot, kannski gildir það sama þegar við stelpurnar erum komnar í gallann. Persónulega finnst mér algjört armageddon yfir þessu öllu saman (hafiði séð myndina þegar hópurinn kemur gangandi saman áður en þeir fara um borð í geimferjuna) þannig líður mér í þyrlugallanum, fyrir utan að mér finnst ég vera eins og Michelinmaðurinn.
Ég veit ekki ég hafði alla vega gaman af allri athyglinni. Eins og orðtiltækið segir "Ég þjáist ekki af athyglissýki, það ert þú sem ert leiðinleg/ur"
kramar
Ég veit ekki ég hafði alla vega gaman af allri athyglinni. Eins og orðtiltækið segir "Ég þjáist ekki af athyglissýki, það ert þú sem ert leiðinleg/ur"
kramar
Tuesday, December 09, 2008

I'm back... and loving it. Vaknaði með yndislega tilfinningu í morgun. Ég var hitalaus, mér var ekki illt í öllum líkamanum og engin meiri hita/kuldaköst. Mér er batnað =) Búin að vera með einhverja kvefflensupest síðustu daga sem yfirbugaði mig um helgina og ég er búin að vera heima og reyna að hugsa vel um mig, well ekki svo erfitt í rauninni, bara kúra undir teppi með góða bók er notalegt. Fór annars að velta fyrir mér í þessum veikindum af hverju ætli öll hóstamixtúra bragðist eins og kirsuber? Keypti hóstamixtúru og þar stendur bragðbætt með kirsuberjum og súkkulaði mmmm hugsaði ég en ég get sagt ykkur að kirsuberjabragðið yfirtekur súkkulaðið milljón sinnum, hún var áhrifarík, ætli það sé ekki það sem skiptir mestu máli, þó svo að það skaði ekki að bragðið sé ágætt.
Jólahlaðborðið tókst barasta með ágætum, var óvenju rólegt fyrir þennan hóp en skemmtilegt engu að síður. Ég leysti jóla af þar sem hann var upptekinn annars staðar. Þar sem ég var jólapía í fyrra urðum við að breyta til í ár. Ég kom fram sem Madonna og hoppaði um með silfurkeilubrjóstahaldara og söng like a virgin við góðar undirtektir vinnufélaganna. (þetta er til á mynd, ef þið eruð góð fáið þið kannski að sjá hana). Síðan gaf ég öllum jólagjafir.
Síðan var íslenskt jólakökuboð og glögg hjá Huldu og Steina á laugardeginum, ekkert smá gaman að hitta alla og bara spjalla um allt og ekki neitt, reyndar mjög mikið borðað en er eitthvað betra en jólasmákökur á aðventunni, ekki margt allavega.
Bið að heilsa í bili
kram
Sunday, November 30, 2008
Ég lifði af helgina=)
Tack för helgen Jessica
Við vorum 15 sem djömmuðum hérna á föstudaginn, brotnuðu bara 2 glös (er það merki um gott partý eða hefði ég kannski átt að kaupa plastglös?) og fórum svo niður í bæ og dönsuðum til 3. Sváfum laugardaginn frá okkur, þ.e. hlóðum batteríin fyrir kvöldið. Djömmuðum meira á laugardagskvöldinu reyndar bara 2 því ákveðinn vinur minn sveik okkur, hann mætti ekki á djammið.
Þetta er búin að vera æðisleg helgi, mikið sofið, mikið drukkið, minna borðað, mikið dansað. Næsta djamm á fimmtudaginn. Er ásamt skemmtinefndinni búin að skipuleggja jólahlaðborð fyrir vinnufélagana. Næsta laugardag ælta svo Íslendingarnir hérna að hittast yfir jólaglöggi og smákökum, semsagt nóg um að ske næstu daga.
Kveðja
Tack för helgen Jessica
Við vorum 15 sem djömmuðum hérna á föstudaginn, brotnuðu bara 2 glös (er það merki um gott partý eða hefði ég kannski átt að kaupa plastglös?) og fórum svo niður í bæ og dönsuðum til 3. Sváfum laugardaginn frá okkur, þ.e. hlóðum batteríin fyrir kvöldið. Djömmuðum meira á laugardagskvöldinu reyndar bara 2 því ákveðinn vinur minn sveik okkur, hann mætti ekki á djammið.
Þetta er búin að vera æðisleg helgi, mikið sofið, mikið drukkið, minna borðað, mikið dansað. Næsta djamm á fimmtudaginn. Er ásamt skemmtinefndinni búin að skipuleggja jólahlaðborð fyrir vinnufélagana. Næsta laugardag ælta svo Íslendingarnir hérna að hittast yfir jólaglöggi og smákökum, semsagt nóg um að ske næstu daga.
Kveðja
Thursday, November 27, 2008
Á morgun kemur Jessica í heimsókn til mín og verður hér um helgina. Það verður þokkalega partajað..... Búin að bjóða vinnufélögunum í heimsókn á morgun, ekki búið að ákveða hvað við gerum á laugardaginn en skemmtilegt verður það. Ætla að halda uppá svona aðeins fyrirfram að ég er búin að fá 3 skiptarvaktir JIBBÝÝÝÝÝ ég er að eignast líf aftur frá og með 12.janúar, get flutt aftur heim til mín í staðinn fyrir að búa í vinnunni=)
Annars er svosem ekki svo mikið nýtt um að ske, segi ykkur frá helginni síðar ef ég lifi hana af.
kramiz
Annars er svosem ekki svo mikið nýtt um að ske, segi ykkur frá helginni síðar ef ég lifi hana af.
kramiz
Monday, November 24, 2008
Home sweet home. Átti alveg yndislega helgi í Köben með m+p og Helgu Dís. Fékk að fara snemma heim úr vinnunni á föstudaginn og skellti mér til Köben. Þegar ég kom á hovedbanegård biðu Helga Dís og Hildur vinkona hennar eftir mér og stuttu síðar birtist gamla settið og tók á móti mér. Við skelltum okkur út að borða um kvöldið á einn indverskan- bara gott. Borðuðum morgunmat snemma á laugardeginum því okkar beið hefðbundinn julefrukost kl 13. Eftir að hafa labbað um á strikinu og kíkt í nokkrar búðir svona aðeins til að work up an apetit mættum við á Kanal cafen kl 13. Eftir að hafa skammast okkar(Doris og Helga Dís because we forgot) í eins og 5 sek þá skáluðum við í jólaöli og ákavíti og óskuðum gamla settinu til hamingju með brúðkaupsafmælið. Fyrst var borið fram kaldir réttir brauð, síld, lax, steikt rauðspretta, reyktur áll og ýmislegt meðlæti og maður bjó sér til eigið smörrebröd, eftir það tóku heitu réttirnir við besta purusteik sem ég hef nokkrun tíma smakkað (sorry Helga frænka en þessi var betri en þín þó svo að þín komi nú ekki langt eftir) önd og ýmislegt annað góðgæti. Að lokum var svo komið með ostabakka og möndlugraut, haldiði ekki að mamma gamla hafi fengið möndlugjöfina. Eftir matinn var rölt í rólegheitunum (við vorum næstum of södd til að geta hreyft okkur) upp á hótel og fengið sér smá miðdegislúr (gott að sofa eftir matinn). Um kvöldið kíktum við svo á jólamarkað í Tívolí, gaman að sjá öll jólaljósin, hlýja sér með heitu glöggi. Ég fór aldrei þessu vant ekki í neitt tæki why jú ég var ennþá svo södd, maturinn hefði líklegast ratað út ranga leið ef ég hefði skellt mér í rússibanann. Á sunnudagsmorgninum skelltum við okkur svo í morgunmat (varla að nokkur hefði lyst á honum, ég var ennþá södd) og svo tékkuðum við út og ég hélt með lestinni til Karlskrona og þau stigu úr lestinni við kastrup og flugu síðan heim.
Jæja, kominn tími á að fara og skipta yfir á vetrardekkinn áður en ég fer að vinna
bless í bili
Jæja, kominn tími á að fara og skipta yfir á vetrardekkinn áður en ég fer að vinna
bless í bili
Friday, November 14, 2008
Ég hélt það kæmi aldrei að þessu en ég hálf skammast mín fyrir að vera Íslendingur í augnablikinu af hverju..... Í gær þegar ég flétti blaðinu er stór mynd af Herra Ólafi Ragnari og hann húðskammar m.a. Svía fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum á þessum raunartímum sem kreppan er. Segir að Íslendingar ættu kannski að leita sér að nýjum vinum (hvar ætlar hann að leita að þeim á facebook kannski?) og svo stóð að hæstvirtur forseti okkar hafi boðið Rússum að kaupa herstöðina í Keflavík- sællllll er ekki í lagi heima hjá honum- eigum við að ræða það eitthvað.
Held að Íslendingar þurfi aðeins að líta í eigin barm, hverjir eru það sem hafa lifað langt um efni fram í fjöldamörg ár, einhvern tíma hlýtur að koma að skuldadögum- það höfum við hin lært alla vega. Nú er ég ekki að alhæfa þetta um alla Íslendinga dont get me wrong en einhverra hluta vegna lentum við í þessarri aðstöðu. Að einhverjir gaurar hafi misskilið matador og skilið spilaborðið eftir heima en haldið leiknum áfram með peningana er leiðinlegt.
Ef ég tala nú um skemmtilegri hluti þá voru tónleikarnir meiriháttar, kúrsinn var fínn (fyrir utan norðmanninn sem talaði aðeins of hratt þannig að ég skildi ekki alveg hvað hann var að tala um) góður félagsskapur, ég fékk far heim af flugvellinum í sportbíl (ég get ekki að því gert en ég elska hraðskreiða sportbíla, sérstaklega þegar maður þekkir eigandann og fær far hjá honum=)) Á kúrsinum fékk ég ansi skemmtilegt flashback hvað haldiði að maður hafi fengið með kaffinu. Kandís... þegar ég var yngri var þetta algjört sælgæti, maður fékk þetta hjá ömmu og afa. Þegar ég saug einn mola var ég allt í einu 4ra ára aftur og stóð í stofunni í Hlíðargerðinu í veislu hjá ömmu og afa, yndisleg tilfinning.
puss o kram
Held að Íslendingar þurfi aðeins að líta í eigin barm, hverjir eru það sem hafa lifað langt um efni fram í fjöldamörg ár, einhvern tíma hlýtur að koma að skuldadögum- það höfum við hin lært alla vega. Nú er ég ekki að alhæfa þetta um alla Íslendinga dont get me wrong en einhverra hluta vegna lentum við í þessarri aðstöðu. Að einhverjir gaurar hafi misskilið matador og skilið spilaborðið eftir heima en haldið leiknum áfram með peningana er leiðinlegt.
Ef ég tala nú um skemmtilegri hluti þá voru tónleikarnir meiriháttar, kúrsinn var fínn (fyrir utan norðmanninn sem talaði aðeins of hratt þannig að ég skildi ekki alveg hvað hann var að tala um) góður félagsskapur, ég fékk far heim af flugvellinum í sportbíl (ég get ekki að því gert en ég elska hraðskreiða sportbíla, sérstaklega þegar maður þekkir eigandann og fær far hjá honum=)) Á kúrsinum fékk ég ansi skemmtilegt flashback hvað haldiði að maður hafi fengið með kaffinu. Kandís... þegar ég var yngri var þetta algjört sælgæti, maður fékk þetta hjá ömmu og afa. Þegar ég saug einn mola var ég allt í einu 4ra ára aftur og stóð í stofunni í Hlíðargerðinu í veislu hjá ömmu og afa, yndisleg tilfinning.
puss o kram
Saturday, November 01, 2008
Fór á frumsýninguna á Bond síðasta fimmtudag, sýningin var kl 0:07 svolítið táknrænt ekki satt=) Ég verð reyndar að viðurkenna að ég varð fyrir pínu vonbrigðum. Það var enginn söguþráður og svo bara allt í einu var myndin búin. Daniel Craig stóð þó fyrir sínu, myndarlegur eins og í fyrri myndinni. Mikið um að ske þessa vikuna. Kvöldvakt mánu- og þriðjudag. Stelpudagur með Huldu í Kaupmannahöfn á miðvikudag, tónleikar með Gavin DeGraw um kvöldið. Flýg svo frá kastrup á fimmtudagsmorgninum til Stokkhólms. er að fara á kúrs með 2 vinnufélögum. Kem síðan heim seinnipart föstudags. Spennandi vika framundan.
Búin að kaupa flugmiða til Íslands um áramótin, kem 28. des og fer heim 9. jan.
Jæja ætla að halda áfram að undirbúa mig fyrir kúrsinn.
Bless í bili
Búin að kaupa flugmiða til Íslands um áramótin, kem 28. des og fer heim 9. jan.
Jæja ætla að halda áfram að undirbúa mig fyrir kúrsinn.
Bless í bili
Saturday, October 25, 2008
Afmælisprik segirðu Maggi, jú að sjálfsögðu fæ ég stærsta afmælisprik vikunnar ;-). Aðrir sem fá afmælisprik eru Rúna, María og Jessica. Hélt uppá afmælið mitt á miðvikudaginn eða hélt og hélt uppá það!!! Við fórum 5 hressar stelpur út að borða og svo á uppistand og ég lofa ykkur að það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið, við erum að tala um að það lá við að maður bæði um pásur til að jafna sig. Mér var illt í maganum og andlitinu eftir allan þennan hlátur, er næstum viss um að það hafi bæst við nokkrar broshrukkur eftir kvöldið.
Annars var nú frekar fyndið þegar við fórum út að borða, við skellum okkur á einn thailenskan matsölustað. Ég bið um rétt nr 35 sem átti að vera mjög sterkt. Svo fáum við matinn og allar úlfhungraðar nýkomnar úr vinnunni og skellum okkur yfir matinn. Ég er samt frekar hissa á því hversu bragðdaufur maturinn minn er, ekki skrýtið því þegar reikningurinn kom sáum við að ég hafði fengið rétt nr 34 (sem var engu að síður mjög góður). Ég bendi á það þegar ég borga og hvað gerir starfsfólkið, setur upp undrunarsvip og þykist ekki skilja neitt, jamm stundum er gott að vera útlendingur og græða á fólki.
Ætla að skella mér í ræktina smástund áður en ég byrja að vinna....
Annars var nú frekar fyndið þegar við fórum út að borða, við skellum okkur á einn thailenskan matsölustað. Ég bið um rétt nr 35 sem átti að vera mjög sterkt. Svo fáum við matinn og allar úlfhungraðar nýkomnar úr vinnunni og skellum okkur yfir matinn. Ég er samt frekar hissa á því hversu bragðdaufur maturinn minn er, ekki skrýtið því þegar reikningurinn kom sáum við að ég hafði fengið rétt nr 34 (sem var engu að síður mjög góður). Ég bendi á það þegar ég borga og hvað gerir starfsfólkið, setur upp undrunarsvip og þykist ekki skilja neitt, jamm stundum er gott að vera útlendingur og græða á fólki.
Ætla að skella mér í ræktina smástund áður en ég byrja að vinna....
Thursday, October 16, 2008
Það er svo gaman að vera til. Var á æfingu í gær með þyrlunni, var látin síga nokkrum sinnum niður á stóran bát. Þetta var eins og að vera í tívolí- ekki spillti að öll áhöfnin var frekar myndarleg=) Var á kvöldvaktinni á sjúkrabílavaktinni, strákarnir hringdu um sexleytið og spurðu hvort ég vildi skreppa með þeim á hokkíleik- þeir yrðu þar allir og þá værum við öll á sama stað ef við fengum útkall ehhh já takk svaraði ég. Talaði við þá sem var að vinna með mér hvort það væri í lagi og svo skellti ég mér á minn fyrsta hokkíleik. Það var svakalega gaman þó svo að ég fatti hvorki upp né niður í hokkí.
Svaf illilega yfir mig í morgun- lá og fílósóferaði og beið eftir að klukkan myndi hringja. Ákveð svo bara að skella mér á fætur og versla áður en ég fer í vinnuna. Lít á klukkuna og hún er 10- crap ég átti að mæta í vinnuna 9:45. Ég hringdi því í vinnuna, lét vita að ég væri á lífi en bara sein, hoppaði í sturtu, klæddi mig (þegar ég var búin í sturtu og að þurrka mér), smurði brauðsneið með smjöri og út í bíl (já þó svo að ég var sein vildi ég ekki koma alltof seint) Hugsa að þetta gleymist seint í vinnunni Doris svaf yfir sig þegar hún átti að mæta 9:45. Þó svo að dagurinn hafi byrjað snöggt rættist úr honum, ég kláraði að leggja vinnuskýrslu fyrir jólin. Reddaði mér 2ja vikna fríi yfir áramótin- geri aðrir betur=)
Jæja ætla ekki að hafa þetta babl lengra í bili
puss o kram
Svaf illilega yfir mig í morgun- lá og fílósóferaði og beið eftir að klukkan myndi hringja. Ákveð svo bara að skella mér á fætur og versla áður en ég fer í vinnuna. Lít á klukkuna og hún er 10- crap ég átti að mæta í vinnuna 9:45. Ég hringdi því í vinnuna, lét vita að ég væri á lífi en bara sein, hoppaði í sturtu, klæddi mig (þegar ég var búin í sturtu og að þurrka mér), smurði brauðsneið með smjöri og út í bíl (já þó svo að ég var sein vildi ég ekki koma alltof seint) Hugsa að þetta gleymist seint í vinnunni Doris svaf yfir sig þegar hún átti að mæta 9:45. Þó svo að dagurinn hafi byrjað snöggt rættist úr honum, ég kláraði að leggja vinnuskýrslu fyrir jólin. Reddaði mér 2ja vikna fríi yfir áramótin- geri aðrir betur=)
Jæja ætla ekki að hafa þetta babl lengra í bili
puss o kram
Wednesday, October 08, 2008
Það hafðist að lokum að komast á skerið !!! Stressið byrjaði í rauninni á mánudaginn, ef þið sitjið róleg skal ég segja ykkur frá ferðasögunni minni. Ég verð með smá ræðu á fösutdaginn á bráðaþingi bráðahjúkrunarfræðinga (vá snakka um tungubrjót). Ég var búin að redda mér helling af myndum til að krydda ræðuna með og ætla svo að kíkja á þær og GARG usb-lykillinn er dáinn og tómur. Eftir mikið stress og svita spurði Rúna mig hvort þær gætu verið í sent items hólfinu í vinnumailinu (ég hafði reynt að senda myndirnar) og YES þar voru þær þannig að kvöldinu og ræðunni var reddað. Ég þorði nú reyndar ekki að taka neina sénsa þannig að ég sendi bæði myndirnar og ræðuna í tölvupósti til mömmu svo ég væri nú örugglega með þetta á 2 stöðum;-)
Vakna svo mjög tímanlega í gærmorgun, fer í sturtu og borða morgunmat. Kveiki á tölvunni til að ath með lestina og uppgötva þá að ég hafði misreiknað mig, hélt ég gæti tekið lestina 9:38 en átti að taka lestina 8:38. Crap það eru 10 mín í að lestin fari- hvað gera bændur nú? Full af jákvæðni og krafti eftir að hafa fundið myndirnar daginn áður hugsa ég ÉG NÆ LESTINNI. Ég hef sjaldan hoppað jafn hratt í fötin mín, hent því síðasta í bakpokann og hlaupið út á lestarstöð. En ég NÁÐI lestinni. Kófsveitt og móð settist ég í lestina ánægð með lífið- ég er á leiðinni heim. Allt gekk eins og í sögu eftir þetta. Flugið ontime og við komin út á flugbraut þegar einhver flughræddur farþegi fær kvíðakast og við snúum við- þar sem farþeginn neitaði að fara frá borði höldum við aftur út á flugbrautina og NEI nú fara viðvörunarljós að blikka, leki í vökvakerfinu. Við keyrum aftur að flugstöðvarbyggingunni og flugvirki lítur á lekann og segir 2-3 tíma seinkun. Eftir 4ra tíma bið og ágætismáltíð fengum við loksins brottfararleyfi=) (ég er reyndar bara glöð að lekinn uppgötvaðist áður en við fórum í loftið -thank you flughræddi farþegi) Núna er ég komin á skerið sólin skín og lífið gæti ekki verið betra. Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gekk að flytja ræðuna, Doris er nefnilega fyrst í pontu.
Vona að þið hafið nennt að lesa allt bablið mitt,
kramar
Vakna svo mjög tímanlega í gærmorgun, fer í sturtu og borða morgunmat. Kveiki á tölvunni til að ath með lestina og uppgötva þá að ég hafði misreiknað mig, hélt ég gæti tekið lestina 9:38 en átti að taka lestina 8:38. Crap það eru 10 mín í að lestin fari- hvað gera bændur nú? Full af jákvæðni og krafti eftir að hafa fundið myndirnar daginn áður hugsa ég ÉG NÆ LESTINNI. Ég hef sjaldan hoppað jafn hratt í fötin mín, hent því síðasta í bakpokann og hlaupið út á lestarstöð. En ég NÁÐI lestinni. Kófsveitt og móð settist ég í lestina ánægð með lífið- ég er á leiðinni heim. Allt gekk eins og í sögu eftir þetta. Flugið ontime og við komin út á flugbraut þegar einhver flughræddur farþegi fær kvíðakast og við snúum við- þar sem farþeginn neitaði að fara frá borði höldum við aftur út á flugbrautina og NEI nú fara viðvörunarljós að blikka, leki í vökvakerfinu. Við keyrum aftur að flugstöðvarbyggingunni og flugvirki lítur á lekann og segir 2-3 tíma seinkun. Eftir 4ra tíma bið og ágætismáltíð fengum við loksins brottfararleyfi=) (ég er reyndar bara glöð að lekinn uppgötvaðist áður en við fórum í loftið -thank you flughræddi farþegi) Núna er ég komin á skerið sólin skín og lífið gæti ekki verið betra. Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gekk að flytja ræðuna, Doris er nefnilega fyrst í pontu.
Vona að þið hafið nennt að lesa allt bablið mitt,
kramar
Saturday, September 20, 2008
Verð að segja ykkur frá brálæðislega fyndnu atviki sem ég lenti í í vikunni. Þetta var á eitt kvöldið og síminn hringir og ég svara bara eins og venjulega JáHalló. Viðkomandi kynnir sig og segist vera að hringja frá sifo til að gera skoðanakönnun (eins og gallup) og spyr síðan hvort það sé einhver fullorðinn heima!! FULLORÐINN ég er fullorðin svaraði ég þá og neitaði að taka þátt í skoðanakönnunninni=) btw hann var ábyggilega yngri en ég. Ég vissi að ég lít út fyrir að vera yngri en ég er en að ég hljómi eins og barn í símanum hafði ég ekki hugmynd um. Greyið er kannski nýr í starfinu og fer eftir einhverjum vinnureglum sem hann er með á blaði fyrir framan sig, hvað veit ég, ég nennti bara ekki að eyða 30 mín í að tala við einhvern gaur fyrir 3 spurningar sem verða síðan notaðar í úrtakið.
Subscribe to:
Posts (Atom)