Thursday, August 12, 2010

Nammibindindið gengur barasta vel, ekki fallið ennþá. Verið nálægt því nokkrum sinnum, veit að löngunin í nammi er mest fyrstu dagana, er á degi 5 núna, 5 dagar í viðbót og þá ætti ég að vera laus við mestu sykurlöngunina- vona ég....

Er loksins búin að skrá mig í Glasrikesresan hjólakeppnina, ætla aftur að hjóla 120 km, finnst 220 aðeins of langt. Lofaði jú að ég myndi mæta í ár á nýja fína hjólinu mínu. Hugsa að ég skelli mér út að hjóla ídag í sólinni, verð jú að byrja að hjóla keppnin er 28. ágúst og ég hef ekki sest á hjólið síðan halvvättern fyrir 2 mánuðum.

Josefin er að reyna að plata mig til að taka þátt í miniþríþraut á næsta ári. Þá syndir maður 300 m (ég get það), hjólar 20 km (ég get það) og hleypur að lokum 5 km (ég get það) það er bara gera þetta hvað eftir annað sem er málið. Kannski eitthvað sem maður ætti að prófa?

Út að hjóla......

Sunday, August 08, 2010

Komin heim frá Trelleborg, ja reyndar verið heima í nokkra daga. Vann 93 klst á þessum 9 dögum, ætti að gefa nokkrar aukakrónur í ferðalagasjóðinn ekki satt.
Annars er ég að leita að stuðningi núna, gerði samning við Rúnu systir í gær. Við erum komnar í nammibindindi 1,2 og 3 japp ætlum að berjast saman við the sugarmonster. Settum lokadagsetningu á afmælisdaginn okkar hljómar vel ekki satt. Ég borða "rétt" held ég allavega og ég hreyfi mig, það er bara þetta fjandans sugarmonster sem stendur milli mín og þessarra síðustu kg sem ég vil losna við.
Dagur 1 er byrjaður og ennþá í lagi, sjáum hvað gerist á morgun......

Wednesday, July 28, 2010

Halló halló

Er núna í syðstu borg Svíþjóðar Trelleborg að vinna mér inn aukapening. Hugsa að ég nái að vinna ca 100 klst á þessum 9 dögum sem ég er hérna. Byrjaði með trompi og tók 2falda vakt, kvöldvakt næturvakt, ekki nema 19 tímar. Var á nv í gær og í nótt. Byrja svo kl 13:30 á morgun. Er jú bara hérna til að vinna svo þetta skiptir engu máli. Verð að vinna fram á síðustu stundu á þriðjudag áður en ég tek lestina heim. Byrja svo að vinna á minni venjulegu vinnu á miðvikudaginn og þá er sumarfríinu mínu lokið þetta sumarið. En mér er engin vorkun, ég verð í fríi í 9 vikur í haust. Fyrst 3 vikur með la familia í Orlando og Íslandi og svo 6 vikur í Peru, eigum við að ræða það eitthvað;)

Heimsótti Gotland í fyrsta skipti síðustu helgi. I fell in love. Ekkert smá fínt og næs. Skoðuðum m.a. Visby og Fårön. Og skelltum okkur að sjálfsögðu út á lífið. Það var Stokkhólmsvika, öll ríkumannabörnin (brats) mæta til Gotlands þessa vikuna og djamma. Tískan á daginn eru gallastuttbuxur sem eru svo stuttar að allri vasar sjást. Svo detta þau í það á kvöldin, kaupa kampavín fyrir 30-40 þús sek og drekka minnst af því, meirihlutinn fer yfir þau þegar þau sprauta því út um allt.
Það eru 3 vikur á hverju sumri sem bratsins taka yfir, vika 28 á tennisvikunni í Båstad, vika 29 á Gotland og svo vika 30 á St. Tropez, ágætt að vita hvaða staði maður á að forðast þegar maður vill ferðast)

kram kram

Sunday, July 18, 2010















Já komiði sæl og blessuð!!
Í dag lék ég fyrirsætu. Fór með einni vinkonu minni og við vorum málaðar og svo teknar myndir. Vorum með 3 dress hvor og hérna er smá sýnishorn af myndunum. Ég keypti 20 myndir, fékk 3 í kaupbæti. Ljósmyndarinn tók um 90 myndir og það var ekki auðvelt að velja úr þeim. Ég gerði þetta pínu fyrir egóið, búin að missa tæp 20 kg þannig að mér fannst ég alveg eiga þetta skilið.
Hvernig finnst ykkur myndirnar mínar?

Monday, July 12, 2010

Lífið er ljúft. Búið að vera hitabylgja hér síðustu vikuna, hitinn um 30° bara yndislegt. Var á næturvöktum um helgina. Erfitt að sofa á daginn vegna hitans. Eina ráðið er að skella sér á ströndina og henda sér í sjóinn og kæla sig og þorna svo í sólinni (og sofa pínu í leiðinni). Ákvað reyndar að hvíla húðina aðeins í dag. Tók powerwalk, labbaði 10,5 km, svitnaði eins og bréfberi. Er að reyna að hafa aðeins fjölbreytni í æfingunum. Skellti mér í ræktina í gær nefnilega.

Sumarfríið mitt byrjar í næstu viku. Ég og Jessica ætlum að hitta Lindu vinkonu okkar á Gotlandi nokkra daga. Síðan ætla ég að skella mér til Trelleborg og vinna í 8 daga áður en sumarfríinu mínu lýkur. Verður ábyggilega gaman og þar fyrir utan borgar þetta ferðina til Perú =)
Síðan verður alvöru sumarfrí tekið í október þegar ég fer með la familja til Orlando áður en ég fer til Perú.

kveðja úr hitanum

Monday, June 28, 2010

Lífið er ljúft, sumerið virðist loksins vera komið. Búið að vera yndislegt veður sól og blíða (ég veit að sólin skín líka á Íslandi en ég er ekki þar) ég var náttúrulega að vinna um helgina. Synd að eyða svona fínum dögum í vinnunni ekki satt. Frí í dag og sama bongóblíða, sit á svölunum mínum, nýt sólarinniar og skrifa nokkrar línur hérna. Plan dagsins er að hjóla niður í bæ og reyna að kaupa nýtt bikini, mitt gamla er orðið of stórt (alltaf skemmtilegra þegar það fer í þá áttina). Hver veit nema maður skelli sér á ströndina eftir hádegið síðan, reyndar ekki orðið heitt í vatninu bara um 20°C það er í kaldara lagi fyrir mig en er manni nógu heitt er gott að kæla sig aðeins.
kram

Friday, June 18, 2010

GARG.... svona líður mér í augnablikinu, vill bara öskra af gleði.
Fékk að vita í morgun að ég fæ starfsleyfi í 6 vikur í vetur til að fara til Cusco í Perú í sjálfboðavinnu. Hlakka ekkert smá til, verður ekkert smá skemmtilegt. Ímyndið ykkur að fá að búa í höfuðborg Inkaríkisins í 6 vikur ahhh so much to see and so little time to do it. Planið hjá mér er að vinna í 4 vikur og skoða mig um í tæpar 2 vikur. Þetta er svo geggjað að ég á varla til orð.

Kram frá einni hamingjusamri

Monday, June 14, 2010

Hjólakeppninni er lokið...
Hjóluðum í gær 150 km ég hjólaði á 6 klst og 39 mín. Þetta var erfitt en ekkert smá gaman. Fyrstu ca 30 km var hellingur af alvöru hjólafólki (ekki áhugamanneskja eins og ég) sem hjóluðu framúr mér. Flott og gaman að sjá þegar það kemur svona hópur og allir ekkert smá duglegir. Seinni helminginn hjólaði ég framúr fleiri en hjóluðu framúr mér:) Tók 3 pitstopp, við fjórða pitstoppið voru "bara" 21 km eftir þannig að ég ákvað að bara halda áfram. Ef ég hefði lokið hringnum á 6 tímum eða minna þá hefði ég fengið auka medalíu. Þegar ég sá að það myndi ekki ganga ákvað ég að reyna 6:30 gekk ekki alveg eftir en næstum því. Ég reiknaði út meðalhjólahraðann, tók burtu tímann fyrir stoppin og þá hélt ég ca 24 km/klst, þokkalega sátt, held alveg að ég megi vera það líka.

Núna er bara að jafna sig, hef sjaldan verið jafn þreytt en hef gert eins og einkaþjálfarinn sagði fór í göngutúr í dag og búin að teygja. Eldaði svo góðan mat og fékk mér rauðvínsglas, átti það alveg skilið;)
Næsta hjólakeppni er síðan síðustu helgina í ágúst, hef allt sumarið til að æfa fyrir hana. Sama keppni og ég var með í síðasta sumar, Glasriket runt, ætla aftur að hjóla 120 km og núna ætla ég að setja mér markmið, verði að ná því á ákveðnum tíma.

kram frá einni þreyttri

Monday, May 24, 2010

Ahhhh núna þurfið þið að krossa fingur með mér.....
Lagði inn umsókn um starfsleyfi í dag 6 vikur frá því að ég kem heim frá Florida og þar til um miðjan desember. Kæmi heim fyrir jól, nema Katla vakni og haldi flugumferðinni í heljargreipum eins og Eyjafjallajökull hefur gert hingað til.

Styttist í Barcelonaferð okkar systkinanna, ég og Maggi doing Barcelona, borða gott, drekka gott og ætli við gætum ekki komið eins og einni eða tveim skoðunarferðum við á milli bara auðvitað. Síðan taka tónleikar með Green day í Gautaborg við og Helga Dís komin í hópinn.

Halvvättern verður síðan hjólaður 13. júní, hjólaði 89 km í gær og það gekk svona líka glimrandi vel, er eiginlega farin að hlakka til að ljúka þessu af.

kram

Saturday, May 15, 2010

Já komiði sæl og blessuð
Er komin með ansi slæma ferðabakteríu. Er mikið að spá í að skella mér til útlanda og vinna, við hvað i dont care, jafnvel að kenna ensku. Er að spá í spænskutalandi landi og reyna að læra meiri spænsku, geta notað spænskuna af viti í einhvern tíma svo hún festist, hvað segið þið um það. Segi eins og ég sagði við foreldra mína þið hafið nú ekki mikið um það að segja.
Skoðaði þessa heimasíðu áðan og bað þau um að senda mér bækling í tölvupósti. Ætla síðan að kíkja á þetta í rólegheitum og taka ákvörðun. Gerist nú líklega ekki fyrir nóvember, of mikið að gera hjá mér fram að því og fyrir utan að ég fengi ekki frí frá vinnunni í sumar. Finnst ykkur þetta ekki hljóma spennandi?
Í dag á nafni minn afmæli 8 ára, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, í gær voru liðin 7 ár frá því að ég flutti til Karlskrona, orðnir ansi langir 6 mánuðir eða hvað?
Spurning um að koma sér í háttinn og hætta þessu tölvuveseni
kram

Sunday, April 25, 2010

Er byrjuð að læra spænsku, keypti cd/bók þannig að ég hlusta er með bókina fyrir framan mig og endurtek ekkert smá gaman. Eitthvað varð jú að taka við þegar barnakúrsinn var búinn. Á ferðalaginu náði maður alltaf fleiri og fleiri orðum og ég ákvað að ég vildi læra tungumálið og þar sem ég vinn á öllum tímum sólarhringsins ákvað ég að kenna mér það sjálf=)

Fór út að hjóla í 3 klst í gær á nýja hjólinu, brekkurnar voru minnsta mál. Byrjuð að ná því hvernig gírarnir virka. Gekk barasta mjög vel, plataði meira að segja Hrafnhildi með mér í smá tíma. Fylgi áætlun sem ég fékk hjá einkaþjálfaranum mínum. Coolt að segja my pt eller hur?

Bara aðeins að láta ykkur vita af mér
kram

Monday, April 12, 2010

Fór út að hjóla á nýja hjólinu áðan. Gekk barasta ágætlega, ég datt allavega ekki og það er jú alltaf góðs viti. Var reyndar bara úti í 30 mín en hugsa að það sé ágætt að byrja rólega og læra á hjólið. Hef aldrei áður hjólað á hjóli með hrútastýri, hvað þá hjóli sem er með gírana í bremsunum. Og eigum við að ræða hvað hnakkurinn er óþægilegur, var ekki í hjólabuxunum- hefði betur gert það held ég.

Styttist í að ég hjóli halvvättern, 13 júní, 150 km. Er komin með einkaþjálfara sem ætlar að hjálpa mér að æfa og borða rétt fyrir þetta. Eftir 120 km hjólatúrinn í fyrra var ég svöng í 4 daga, ekki gott, var þá að brenna vöðvum ekki fitu eins og maður á að gera.
Er að bíða eftir matar og æfingaáætlun frá henni, hlakka svo til að sjá það, fæ það í seinasta lagi á morgun.

kram

Saturday, March 27, 2010


NÝJA FÍNA HJÓLIÐ MITT
Hvernig líst ykkur á gripinn, sést á því hvað ég á eftir að hjóla hratt eða hvað....
Þurfti að taka afturdekkið af til að koma því inn í bílinn minn og þarf aðeins aðstoð við að fá það til að sitja rétt en Josefin ætlar að kíkja til mín í kvöld og redda því. Keypti hjólaskó í leiðinni og fékk pedalana í kaupbæti. Haldiði ekki að ég hafi verið svo heppin að fá einmitt annað fínt par af glitrandi ballerínuskóm fyrir pedalapeningana=) Maggi I'm gonna outshine you in Barcelonas nightlife....
Í dag er spin of hope 12 klst spinning til styrktar barncancerfonden. Við vorum 12 í vinnunni sem vorum búin að setja saman hjólateymi en ein er lasin þannig að yourstruly bauðst til þess að spinna x2.
Komin með próf í svæfingum barna frá háskólanum í Lundi, kúrsnum lauk síðasta fimmtudag með prófi sem I passed with flying colors=)
Mamma, Rúna (my twister) og Jónas Sigurður voru hjá mér í nokkra daga, ekkert smá notalegt. Þó ég hafi ekki hitt drenginn síðan hann var 6 mánaða var hann fljótur að læra að Anna Dóra er best. Við dönsuðum við uppáhaldslögin mín I gotta feeling og Sexy bitch og ég get lofað ykkur að það er taktur í drengnum.
Best að gera mig ready fyrir fyrstu spinningátökin, fyrri tíminn verður spinnað við rokktónlist og seinna tímann verður spinnað við topplistann. Fæ reyndar klst pásu milli tímanna þannig að no worries ég á ekki eftir að ofreyna mig.
kram

Thursday, March 04, 2010

Er í eyðslustuði....
Bókaði áðan ferð til Barcelona. Ég og Maggi ætlum að skella okkur til Barcelona 1-4.júní, skoða okkur um, borða góðan mat, drekka gott vín (ég allavegana) og reyna að tala spænsku. Ég ætla nefnilega að fara að byrja að læra spænsku og lít á þessa spánarferð okkar sem fullkomið tækifæri til að prófa það sem ég hef lært-ekki satt. Eftir Barcelona ætlum við að hitta Helgu Dís á Kastrup og fara öll saman til Gautaborgar því við eigum miða á Green day tónleika 5.júní, ég hlakka ekkert smá til. Þetta verður engin smá skemmtileg byrjun á góðu sumri eða hvað haldið þið?

Thursday, February 25, 2010

Vá hvad tad er gaman í skólanum. Kannski af tví ad madur er ad laera eitthvad sem madur hefur áhuga á. Fyrsta vikan af fimm búin. Ekkert smá áhugaverdir fyrirlestrar. Verkefnavinna heima á morgun, get ekki lýst tví hvad ég hlakka til ad fá ad sofa út. Tad eru frekar langir dagar tegar ég fer í skólann. Vakna 4:45, tek lestina 5:30, skólinn byrjar 9:15-15:45 er reyndar búin ad vera heppin tessa vikuna, höfum verid búin rúmlega 15 tannig ad ég hef nád lestinni heim 15:40 og er komin heim 18:15, semsagt mjög langir dagar. Planid er ad lesa í lestinni á leidinni heim.
Tad besta vid skólann er ad ég fékk leyfi frá vinnunni, tannig ad ég hef ekki turft ad standa í ad skipta vöktum, deildarstjórinn hefur séd um tad fyrir mig. Vona ad tessi kúrs leidi til launahaekkunar;)
Bidst afsökunar á ad tad vanti íslenska stafi, er nefnilega í nýju tölvunni minni og er ekki búin ad stilla inn íslenskt lyklabord.

Friday, February 19, 2010

Þá er maður orðinn skólastelpa aftur=) Byrja á mánudaginn að læra um að svæfa börn við háskólann í Lundi, júbb maður er bara eins og viss Georg Bjarnfreðarson, lærir við námssetrið í Lundi. Efast nú samt að ég ætli að næla mér í 5 háskólagráður, læt mér nægja þennan kúrs, í bili allavega. Kúrsinn er 5 vikur þannig að ég vinn nær eingöngu um helgar næstu 5 vikurnar, tek reyndar mínar vaktir ef ég þarf ekki að mæta í skólann, annars fer helgin í það að redda vöktunum mínum, sækja um námsstyrk og frí þá daga sem ég þarf að redda.

Búin að panta nokkrar bækur, ætla í bókabúðina og ath hvort aðalbókin sé til þar og svo að kaupa nýja tölvu. Æjæj að komast inn í skólann, þá verð ég að drífa í að kaupa tölvu;-)

Næturvaktahelgi sem bíður
kram

Wednesday, February 10, 2010

Garg hvað tölvan mín er leiðinleg, hugsa að það sé kominn tími á að kaupa nýja. Hún er seig, hægfara, frýs, þreytt á morgnana (eins og eigandinn reyndar). Get ekki sagt að hún sé gömul, keypti hana 2004 (er kannski gamalt í tölvuárum).
Var með smá fyrirlestur og myndasýningu í vinnunni í morgun frá ferðinni minni og það tók 35 mín áður en við fengum í gang tölvuna mína og skjávarpann, sem þýddi að ég hafði 25 mín til að sýna smá slideshow og tala hratt, ekki hægt að stoppa og útskýra neitt. Bara að babbla og láta myndirnar segja sitt.
Ef þið getið mælt með alvöru tölvu tek ég þakklát á móti ábendingum.

kram

Sunday, January 31, 2010

Hæ hæ komin heim í kuldann. Ferðin var æðisleg.
Vildi deila þessu myndbandi með ykkur. Þetta er tekið í apagarði í Banos Ecuador. Aparnir þar hafa ýmist verið gæludýr eða búið í cirkus og svo er búið að bjarga þeim. Þetta var æðisleg upplifun eins og þið sem eruð á fésinu hafið kannski séð á myndunum mínum. Takið sérstaklega eftir dömunum í byrjun myndbandsins ;-)

Kram
Doris

Thursday, November 26, 2009

Einhver sem vill update á íslensku?
Galapagos var bara geggjad, vill gjarnan fara aftur tangad og sja meira. Tetta var versta lúxussiglingin, teir trifu herbergin 4x a dag. 3ja retta máltíd á kvoldin og nog ad gera á daginn.
Myndir á resedagboken.se alias jessicadoris.
Erum nuna í Baños í Ecuador, erum á leidinni í 2ja daga frumskógarferd (jungle tour) á morgun. Komumst ekki naer amazonen en tetta tannig ad audvitad gripum vid taekifaerid.

Annars er allt gott ad fretta af okkur, vid búum í staerri rútunni erum 27 pers. Ekki enn sofid tar en tad hlýtur ad koma ad tví.

Fylgjist annars med á resedagboken
kram

Thursday, November 12, 2009

TOMORROW TOMORROW ÆVINTÝRIÐ HEFST TOMORROW

Já ótrúlegt en satt þá er komið að þessu, í augnablikinu finnst mér allt svo óraunverulegt. Við erum búnar að tala um að okkur langi að fara í þetta ferðalag síðan við vorum í Ástralíu, við bókuðum ferðina í mars og svo hefur maður unnið og hugsað í nóvember kemur að þessu og það er Á MORGUN!!!! Efast um að ég eigi eftir að fatta að það sé allt að gerast fyrr en ég er sest upp í flugvélina og er á leiðinni til Ecuador.
Munið eftir að fylgjast með okkur á resedagboken.se
ætla að halda áfram að undirbúa mig, síðasta vaktin í kvöld, hugsa að ég verði líkamlega til staðar, hugurinn hann verður langt í burtu...
puss o kram

Tuesday, November 03, 2009

10 dagar í að ævintýrið byrji og vitiði hvað? Ég er ekki alveg að fatta að það sé að koma að þessu, ælti það gerist ekki bara í flugvélinni. Þegar ég byrjaði að telja niður voru 55 dagar í brottför og núna er þetta allt að gerast. Á bara eftir að vinna 6 vaktir og ein þeirra er í nótt.

Þó svo að mitt ævintýri sé ekki byrjað, byrjaði það í gærkvöldi hjá "litla" frænda mínum, Magnús Þór er orðinn pabbi, hann og Rakel eignuðust litla prinsessu.

kram

Sunday, October 25, 2009

Hæ hæ vildi bara láta ykkur vita að við erum búnar að virkja aftur ferðadagbókina okkar. Þetta er sama síða og við skrifuðum á þegar við vorum í Ástralíu, bara komið nýtt nafn.
www.resedagboken.se og svo snabbsök eftir alias, jessicadoris þá komið þið inn á síðuna okkar.
Las á laugardaginn ferðasöguna frá Ástralíu og vá hvað það vöknuðu margar skemmtilegar og góðar minningar.

Annars er ég víst orðin árinu eldri síðan ég skrifaði síðast, finnst ég hvorki eldri né vitrari, ætli það þýði að ég sé ennþá 31?
Er líka búin að láta bólusetja mig fyrir svíninu, nú á ég bara eftir að klára seinni skammtinn af kólerubóluefninu og þegar hann er klár eru allar bólusetningar klárar og ég búin að gera allt sem ég get til að vernda mig gegn hinum ýmsu sjúkdómum.

nöff nöff

Wednesday, October 14, 2009

Ótrúlegt en satt þá er bara mánuður í brottför. Á þessum tíma eftir mánuð erum við á Arlanda og nýbúnar að kynnast þeim sem fara með okkur til Galapagos. Loksins að maður er farinn að sjá ljósið við enda gangnanna og kominn með þá tilfinningu að það var þess virði að vinna í allt sumar og ég fæ sumarfrí =)

Annars er allt gott að frétta, ég er búin að missa 15 kg síðan ég byrjaði að æfa í janúar, þokkalega stolt af sjálfri mér=)

kram
Doris

Sunday, October 04, 2009

Allt byrjar skríða saman fyrir ferðina, 41 dagur í brottför. Josefinan mín ætlar að sjá um póst, blóm og fjárhag fyrir mig, vill ekki alveg vera að standa í bankaviðskiptum þar;-)
Einn félagi minn mælti með myndavél fyrir mig, ég veit ég á mjög fína og flotta og góða myndavél og það er það sem er vandamálið. Þessi sem hann mælti með er minni en mín og það er það sem ég vill. Með mína stóru myndavél er ég í rauninni bara að biðja um að láta ræna mig og ég vil það ekki.

Well vildi bara keep u informed um það sem er um að ske.
kram

Monday, September 28, 2009

Jæja þá er allt á fullu í undirbúningi fyrir ferðalagið, "bara" 47 dagar til stefnu=)
Búin að kaupa extra ferðatryggingu, láta bólusetja mig, panta flug og gistingu í Stokkhólmi daginn fyrir brottför (það var ekkert flug á laugardeginum), kaupa mér gönguskó og regngalla (takk fyrir afmælisgjöfina family), á í rauninni bara eftir að kaupa gjaldeyri.

Helgin var æðisleg, hitti stelpurnar mínar Caroline og Jessica, við byrjuðum í Växjö á föstudaginn og fórum í krabbaveislu/kräftskiva með familjen Englund. Fórum svo í spa í Ronneby og komum svo hingað heim til mín og elduðum saman áður en við skelltum okkur út á lífið.

Við ætlum að vera með ferðadagbók eins og þegar við vorum í Ástralíu, verðum líklega með sama nafn (ég man ekki hvað það var en Jessica kann það) bara svona ef þið viljið fylgjast með ferðinni okkar.

kram

Friday, September 18, 2009

GALAPAGOS, GALAPAGOS, GALAPAGOS, GALAPAGOS, GALAPAGOS.....
Nei vildi bara segja ykkur að við förum þangað =) Þeir hringdu frá fyrirtækinu í dag og VIÐ KOMUMST MEÐ.
Ég er svo glöð, brosið nær allan hringinn og gott betur.
Ætla út og hlaupa einn hring, aðeins að reyna að ná mér niður, get ekki gert vinnufélögunum það að koma jafn speeduð og ég er núna á næturvaktina eða get ég það.....


GALAPAGOS HERE WE COME

Wednesday, September 09, 2009

JEIIIIIIIIII
Við tókum last minute ákvörðun og ákáðum að skella okkur til Galapagos =) það er dýrt að fara þangað, sama hvenær maður gerir það!!
Ég hringdi í fyrirtækið í morgun og þeir ætla að bóka ferðina fyrir okkur, eins gott að þeim takist það því við erum búnar að borga. Og ég get ekki hætt að brosa.
Þetta þýðir að við förum 14. nóv og komum síðan heim 20. jan. Ferðin lengist um tæpa viku. 9 vikur á ferðalagi ahhhh hvað ég hlakka til.
Við verðum líklegast með ferðadagbók á netinu til þess að leyfa öllum að fylgast með ferðalaginu, eitthvað svipað og þegar við vorum í Ástralíu=)
Eins gott að þið hittið mig ekki í augnablikinu, ég get ekki þurrkað glottið af andlitinu á mér, enda engin ástæða til þess, ég er svo hamingjusöm.
kram

Monday, September 07, 2009

Fór í siglingu um helgina, vinur minn á 40 feta seglbát. Við vorum 6 og sigldum til Karön fyrir utan Ronneby. Ég var pínu sjóveik á leiðinni þangað, frekar mikill öldugangur, á leiðinni heim í gær var svo fullkomið veður til að sigla, ég hafði reyndar tekið sjóveikitöflu og veit ekki hvort ég hefði orðið sjóveik ef ég hefði ekki tekið hana en af hverju að taka sénsinn. Þó svo að þetta hafi verið stutt sigling var engu að síður öldugangur í höfðinu á mér í gær. Ég hlýt að vera hænuhaus þegar það kemur að sjó, ég þarf ekki nema hálftíma á sjónum og er með öldugang í höfðinu í marga klukkutíma á eftir.
Var að klára að borga s-ameríku ferðina í morgun, nú er ekki aftur snúið=) var í sambandi við fyrirtækið í síðustu viku og við erum 35 sem erum búin að skrá okkur í ferðina=)

puss o kram

Sunday, August 30, 2009


Tilbúnar í slaginn, hér koma nokkrar myndir, ferðasagan fyrir neðan

Komum að startlínunni og ALLIR á keppnishjólum, nema við

Tók hina ca 10 mín að hjóla frá okkur, síðan voru það bara við og náttúran. Og fylgdarmótorhjólið okkar, sem við sáum alltaf öðru hvoru. Hinir voru kannski með fylgdarbíl en við vorum með Mc

Hægt að rokka feitt þó maður sé í hjólakeppni á frekar nýju hjóli

Heja heja, áfram Doris

13 km eftir, búnar með 111 km og þá kom úrhelli
Þreyttar en ánægðar komnar í mark á 6 klst 23 mín

Að taka á móti verðlaununum=) Alvin systursonur Josefin hjálpaði mér að taka á móti þeim, fékk gjafabréf í gær, hringi svo í fyrirtækið efti r helgina og má svo sækja keppnishjólið í nóvember.


Það er svona hjól sem ég vann =)
I DID IT japp, við hjóluðum glasrikeresan í gær 124 km og náðum að halda markmiðinu okkar, að hjóla hverja 10 km á ca 30 mín, ég á venjulegu hjóli og Josefin á fjallahjóli. Við hjóluðum á 6 klst 23 mín. Í því voru 4 stutt stopp við drykkjarstöðvar þar sem við hlóðum batteríin með sportdrykk, saltgúrka, brauðbollu eða kexi og eitt stutt pissustopp. Við byrjuðum daginn með staðgóðum morgunverði, beikon og egg og gróf brauðsneið. Keyrðum svo til Kosta og sóttum númerin okkar. Sóttum svo hjólin og komum okkur fyrir aftarlega í startinu, elítan átti að vera fremst (skiljanlega) og okkur til mikillar undrunar voru ALLIR á keppnishjólum (tour de france hjólum) nema VIÐ. Það tók ekki meira en 10 mín áður en allir voru búnir að hjóla frá okkur=) Við börðumst síðan í gegnum brautina, ótrúlega heppnar með veðrið, það var skýjað á köflum, sól og því miður komu góðar vindhviður inn á mili sem voru nema hvað í mótvindi, við fengum aldrei meðvind=(. Það voru mun fleiri brekkur uppímóti en niðurímóti í brautinni sem við börðumst við, 2 þeirra voru svo svaðalegar að á tíma var ég farin að halda að ég væri að hjóla á staðnum (hafiði heyrt um brekkurnar sem héldu endalaust áfram, þetta voru þær) en við börðumst áfram og hjóluðum upp allar brekkurnar, þetta var nú einu sinni hjólakeppni ekki göngukeppni;-) Þegar við áttum 13 km eftir kom svo 10 mín ískaldur þéttur regnskúr, eigum við að ræða hvað það var ömó en við héldum áfram og komumst svo í mark þar sem var tilkynnt að nú kæmu dömurnar sem væru búnar að berjast gegnum brautina =) Hugsa að við höfum fengið mest klapp, allir héldu með okkur nema hvað, allir svo impressed. Seinna um kvöldið var svo verðlaunaafhending, lottaðir út hinir ýmsu vinningar og vitiði hvað ÉG vann glænýtt racehjól ég á núna svona tour de france hjól=) það var reyndar smá svindl í gangi. Ein af aðstandendum keppninnar tók á móti okkur í markinu og hengdi medalíu um hálsinn á okkur og fannst ótrúlegt að við hefðum farið keppnina á hjólunum okkar. Allir hinir voru jú á svona hjólum þannig að henni fannst önnur okkar (sérstaklega ég sem var á venjulegu hjóli) eiga skilið nýtt hjól. Ég er ekki sú sem afþakkar svona fínt hjól, það er 12 þús sek virði. Þannig að ég skoraði ekki bara á sjálfa mig með því að taka þátt og fannst ég sigurvegari, heldur fékk ég líka fínustu verðlaunin=) Á næsta ári ætlum við að hjóla tjejvättern sem er 90 km og svo aftur þessa keppni, ef það gengur vel að hjóla hver veit nema við förum alla leið 220 km, það er seinni tíma vandamál =)

Ótrúlegt en satt þá finn ég ekki svo mikið fyrir því í dag að ég hafi hjólað 124 km í gær, er í rauninni fit for fight aftur. Hef reyndar ekki sest á hjólið og ætla mér ekki að gera það í dag en hver veit hvað gerist á morgun.
kramiz

Wednesday, August 26, 2009

Komin tími á update eða? Veit reyndar ekki hversu margir kíkja hingað lengur, allir eru jú á facebook, nema mamma og pabbi og ég veit að þau kíkja hingað.
Síðasta föstudag var ég í krabbaveislu (kräftskiva), við átum og átum og skemmtum okkur konunglega. Kräftor eru ekki beint krabbar en ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þeim, millibil milli rækju og humars í rauninni, ef maður færi eftir útlitinu myndi maður líklegast ekki borða þá en mmmm ekkert smá gott.
Á laugardaginn er loksins komið að hjólakeppninni, 120 km, wish me luck;-) Fjárfesti um daginn í hjólabuxum með fóðri í klofinu, ég hefði ekki trúað því en vá þvílíkur munur. Hjólaði í 3 klst (55-60 km) síðasta sunnudag og fann ekki fyrir neinu.
Er ástfangin af nýja tónlistarprógraminu mínu SPOTIFY (www.spotify.com) Get hlustað á tónlist, búið til lista yfir uppáhaldstónlistina mína og allt er löglegt =) Hafiði hlustað á Kings of Leon? Þeir eru í uppáhaldi hjá mér þessa dagana, kíkið á use somebody og sex on fire.

Kram

Thursday, August 13, 2009

Smá minifrí.... ótrúlegt en satt þá er ég í fríi núna fram á sunnudagsnótt, bara gott. Flestir eru að koma aftur úr sumarfríi á mánudaginn, ágætt að vita að núna á ég mitt eftir, 8 yndislegar vikur í ævintýraferð um s-ameríku. Núna getur maður byrjað að telja niður ekki satt...
Hef haldið áfram að æfa mig fyrir hjóladæmið, hjólaði ekki nema 92 km um daginn, eigum við að ræða hvað ég var aum í endanum á eftir.... hjólaði svo um 40 km síðasta sunnudag, þetta er minna mál en ég hélt, sérstaklega ef það verður gott veður. Við ætlum svo að taka æfingahring 50 km 23. ágúst. Við stefnum á að hjóla hverja 10 km á 30 mín, ágætis markmið held ég.

kram

Wednesday, July 29, 2009

Komin með nýtt verkefni.
Ég og Josefin og vonandi fleiri, ætlum að hjóla glasrikeresan. Við ætlum reyndar "bara" að hjóla lighthringinn sem er 110 km, markmiðið er að klára hringinn á 8 klst. Þar sem það er bara mánuður til stefnu ætla ég að byrja að æfa í dag. Ætla að hjóla til Rödeby sem er ca 10 km og þaðan til Alltorp, að Skärfa og niður á hjólastíginn frá Nättraby heim, hugsa að í heildina sé þetta um 20-25 km. Í dag er það ok, sól og heiðskýrt.
Jæja best að koma sér af stað svo ég komi nú heim einhvern timann.

kram

Tuesday, July 21, 2009


Ætli það sé ekki best að leyfa Rúnu aðeins að fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur=)
Síðasta miðvikudag keyrðum við í heimsókn til Rögnu og Óla. Á fimmtudeginum skelltum við okkur svo til Borås og fórum í dýragarðinn og vorum svo heppin að vera í stúkusæti þegar ljónunum var gefið, við erum að tala um 1,5 m frá ljónunum (á bakvið gler að sjálfsögðu) þegar þau rifu í sig engin smá læri, drengirnir tóku andköf og gleymdu næstum að anda. Þetta er mjög skemmtilegur dýragarður, ég get alveg mælt með honum. Á föstudeginum keyrðum við heim og komum við í High Chaparall, kúrekagarði þar sem við hittum Lukku Láka, Dalton bræður, Indíána, sáum ansi flotta villta vestur sýningu og vorum rænd í lestarferð til Mexíkó. Ég á 2 litla Lukku Láka núna. Annars höfum við bara mest notið þess að vera saman, meðan mamma, pabbi og Helga Dís kíktu í búðir í gær fórum ég með strákana í lestarferð um miðbæinn og í dag meðan ég svaf eftir næturvaktina fóru þau í Barnens gård og haldið ykkur fast drengirnir plötuðu ÖMMU sína í vatnsrennibraut!!! Mér hefur ekki einu sinni tekist það.
Í kvöld ætla ég og Helga Dís á pöbbarölt með hinum ýmsu konum, sumar þekki ég, aðrar ekki. Ein sem ég þekki er að hóa saman kvenfólki á pínu stelpukvöld á pöbbinn, hljómar bara vel ekki satt. Á morgun kíkjum við líklegast í smá heimsókn til vinkonu minnar sem er með smá sveitabæ, skoðum dýrin sem hún er með heima og ætlum að kaupa egg. Síðan á fimmtudaginn verður komið að kveðjustund. Ótrtlegt hvað þessir 10 dagar líða hratt, sem betur fer á ég góða vini sem ætla að fylla upp í tómarúmið sem kemur þegar fjölskyldan fer.
Jæja Rúna mín ertu sátt við þetta?
kram

Monday, July 13, 2009

Nú eru þau á leiðinni. Komin í lestina og ég bíð spennt eftir að þau komi. Mamma, pabbi, Helga Dís, Halldór Óskar og Hermann Ingi ætla að heiðra mig með nærveru sinni næstu 10 dagana. Helga Dís ætlar reyndar til Köben og hitta Hildi nokkra daga meðan við hin ætlum í heimsókn til Röggu og Óla. Kíkja í Ullared (versla föt á drengina) dýragarðinn í Borås og High Chaparall, kúrekaskemmtigarð. Ég keypti meira að segja púða í bílinn til að eiga fyrir núna Hermann, seinna verður ábyggilega einhver annar gormur sem notar hann. (hvað ætli maður fái mörg fullorðinstig fyrir svoleiðis?)
Jæja ætla að skella í eina kladdköku, maður verður að eiga eftirrétt þegar maður fær svona fínt fólk í heimsókn
pussiluss

Friday, July 03, 2009

Warm... kind of hot in those RHINOS, ekki hægt að segja annað.
30° og steikjandi sól. Erfitt að vera í fríi þessa dagana, margar erfiðar ákvarðanir eins og hmmm hvaða playa á ég að velja í dag? Ætti maður að fá sér einn kaldan til að kæla sig niður eftir ströndina? Erfitt líf ekki satt?
Ætla að hjóla niður í bæ, ekki til að kaupa skó í þetta skiptið, keypti 2 pör um síðustu helgi=) ætla að hitta Guðrúnu og Eirík þau eru í heimsókn frá Uppsala. Hver veit nema að maður kíki á Glassiären og fái sér ís í hádegismat... maður má svoleiðis á sumrin.

Jæja best að skella sér út í hitann og sólina, vona bara að það sé ekki jafn mikill raki í loftinu og í gær, sveittur bréfberi fékk nefnilega nýja merkingu í gær. Maður svitnaði bara við að stinga nefinu út á svalir ég tala nú ekki um við að labba á ströndina, enda skellti ég mér beint í sjóinn þegar ég kom þangað.

puss o kram

Saturday, June 27, 2009

Til hamingju með daginn mamma.
Í kvöld er ég að fara út á Aspö, eyju hér fyrir utan. Við ætlum að taka ferjuna kl 17 . Cissi og Ulrika eiga sumarhús þar og við æltum að hittast nokkur úr vinnunni. Grilla, drekka, fara í gufu og hver veit, kannski fáum við að hoppa í sundlaugina þeirra. Annars höfum við alltaf sjóinn;-)

Ætla að hjóla niður í bæ, mig vantar létta strigaskó og svo eru ballerínuskórnir mínir orðnir frekar slitnir, myndi slá 2 flugur í einu höggi ef ég fyndi 2 pör af skóm í dag.

Hafið það gott í hitabylgjunni sem er spáð heima, ég hef það yndislegt í hitanum hérna.
puss o kram

Wednesday, June 17, 2009

Gleðilegan þjóðhátíðardag=)
Var að sjá þetta myndband um ferðina sem ég ætla í núna í nóvember og bara varð að deila því með ykkur. Spáið í það eftir 5 mánuði verð ég þarna. Ég fékk hjartsláttartruflanir af gleði yfir að horfa á þetta og hugsa útí allt sem ég á eftir að sjá og upplifa.

kramisar

Sunday, June 14, 2009


Ég var búin að lofa ykkur mynd frá vinnupartýinu og verði ykkur að því=) Við erum flottastar ekki satt. Þetta er skemmtinefndin sem sýndi naked yoga.
kram

Friday, June 12, 2009

Í kvöld koma Jessica og Emma frá Växjö!!! Getið þið ímyndað ykkur hvað gerist þá... Júbb partý við ætlum út að borða og svo sjá til hvað tekur við. Líklegast fínir kokteilar ef ég þekki okkur rétt =)
Hlakka svo til að hitta þær, orðið langt síðan við hittumst síðast.
Er enn að vinna í því að fá myndir, þær koma.

kram

Wednesday, June 10, 2009

Vinnupartýið tókst vonum framar vel... Allir voru súperánægðir og kölluðu skemmtiatriðið "skemmtun í heimsklassa" hvað gerðum við. Við sýndum nakinyoga. What... júbb við saumuðum búninga og byrjuðum svaka alvarlegar með yoga, 2 karlar og 2 konur síðan fór allt úrskeiðis því við fórum að einbeita okkur meira að hvert öðru og áhorfendum en yoganu. Ég er að vinna í því að fá myndir, set þær inn þegar ég er búin að fá þær.
kram

Monday, June 01, 2009

Fékk skilaboð frá Hrafnhildi á fésinu, hún hafði fundið upplýsingar um þyrlukúrsinn sem við vorum á og þar var takk fyrir vitnað í yours tryly og Hansi vinnufélaga okkar um okkar álit á kúrsinum:) Maður fyllir í þessi eyðublöð sem þeir vilja og gefur leyfi fyrir því að þeir vitni í mann en á ekki von á því að það gerist. Ég hlýt að hafa orðað þetta svona vel...


Thursday, May 28, 2009


Var í brúðkaupi síðasta laugardag (eins og sjá má á myndinni kannski) og kom sjálfri mér á óvart og hélt smá ræðu, enda svo sem ekki á hverjum degi sem ein af bestu vinkonum mínum giftir sig. (förlåt Jessica, jag snodde bilden från dig). Flottur vinahópur ekki satt?
Mánudeginum og þriðjudeginum eyddi ég á Käringön fyrir utan Gautaborg og tók þátt í survivalæfingu fyrir þyrluáhafnir(kíkið endilega á myndbandið þið sem hafið ekki séð það á facebook). Æfingin felur í sér að við setjumst inn í þyrlulíkan, spennum beltin og svo er líkaninu sökkt í sundlaug, því snúið 180° og þegar það stoppar eigum við að koma okkur út úr því. Þetta var meira andlegt álag en líkamlegt (þó svo að ég hafi verið dauðþreytt eftirá) ímyndið ykkur hvernig þetta var. Maður situr í líkaninu og svo segir stjórnandinn BRACE, BRACE, BRACE allir beygja sig saman (eins og í flugvélum) og svo heyrir maður 3, 2, 1, og svo sér maður hvernig vatnsyfirborðið hækkar og færist nær og nær og maður þarf að velja rétt augnablik fyrir síðasta andartakið áður en maður er kominn undir vatnið sjálfur. Ég er reyndar fegin að hafa tekið þátt í æfingunni því bara það að hafa tekið þátt og vita hvernig maður á að bregðast við eykur mínar lífslíkur ef eitthvað slíkt myndi gerast þegar ég er í útkalli.
Jæja, ætla að halda áfram að undirbúa vinnupartýið sem verður næsta föstudag.
Kram

Friday, May 15, 2009

Ótrúlegt stóri strákurinn minn er 7 ára í dag, tíminn líður ekkert smá hratt. Í gær voru liðin 6 ár frá því að ég flutti til Karlskrona.
Ég er að fara í brúðkaup næstu helgi, Caroline ein af bestu vinkonum mínum hérna er að fara að giftast honum Patrik sínum. Að því tilefni keypti ég mér 2 pör af skóm á miðvikudaginn, annað til að nota í brúðkaupinu (það er ekki hægt að mæta berfættur í brúðkaup eða hvað?) hitt parið keypti ég af því að það var 50% afsláttur af öðru parinu ef maður keypti 2 pör, því miður fann ég ekki 3ja parið því þá hefði það verið ókeypis!!! Góðir svona dílar í skóbúðum ekki satt. Bæði pörin eru með hæl og oppna tá, svo sætir, annað parið hvítt með svörtum borða og lítilli slaufu (fyrir brúðkaupið við bleika fína kjólinn minn) og hinir svartir líka ógó sætir og ca 8 cm hæll á báðum:-)
Kram

Tuesday, April 28, 2009

Hugsa að ég sé með frjókornaofnæmi. Fór og skokkaði smá hring úti í skógi á sunnudagsmorgun og var varla komin heim þegar það byrjaði að renna úr nefinu á mér sem stíflaðist síðan allt meira eftir því sem leið á kvöldið. Ég var í fríi í gær og skellti mér út að þvo bílinn, var úti kannski klst og fór svo í búðina beint á eftir. Sjaldan liðið eins og glæpamanni en mér leið þannig í gær. Ég var náttúrulega svaka sæt með rennandi nef, hnerrandi mig í gegnum búðina með aðra hendina undir nefinu til að reyna að stöðva flóðið sem hótaði að bresta fram. Það elti mig öryggisvörður allan tímann meðan ég verslaði, ég sá hann alltaf útundan mér, vona að það hafi verið af því að honum fannst ég sæt, ekki vegna þess að ég leit grunsamleg út....
Annars allt gott að frétta héðan úr sólinni, vorið komið og frjókornin líka;-)
kram

Wednesday, April 15, 2009

Hvernig ætli orðrómur byrji?
Ein vinkona mín kom til mín í dag og sagðist þurfa eiga alvörugefið samtal við mig ég Ég kom af fjöllum og spurði hvað ég hefði nú gert af mér. Þá hafði hún heyrt að ég væri að fara til Íslands að vinna í 6 mánuði ehhh í alvöru sagði ég, þar sem ég hafði nú ekki heyrt það áður en alltaf ágætt að vita svona lagað sjálfur eða hvað.
Annars er allt gott að frétta, stend mig barasta ágætlega í ræktinni og geri mínar armbeygjur og magaæfingar samviskusamlega á hverjum degi, það er eitthvað við að skrifa það niður sem gerir það að verkum að maður heldur áfram, kannski er það bara keppninsskapið í mér sem drífur mig áfram, ég skal geta þetta....
Styttist í Grey's JEI við heyrumstum
kram

Monday, April 06, 2009

Komin tími á smá update eða hvað?
Ég skellti mér í helgarferð til Íslands og fór í fermingarveislu til Ingu Rún, ég fatta ekki að barnið sé búið að fermast, my my time flies when ure busy having fun...
Við erum búnar að bóka ferðina til S-Ameríku, hættum reyndar við Galapagos því miður. Af hverju (ég hlakkaði jú ógurlega til að sjá eyjarnar) jú þessi 5 daga ferð hafði hækkað um helming og nú áttu þessir 5 dagar að kosta ekki nema 300 þús ísl. Ég get farið í annað MJÖG langt ferðalag fyrir þá peninga ef ég má segja mitt álit, fattiði hvað þetta er dýrt!!!
Ekkert mikið nýtt annars, vinna, sofa, borða, æfa, djamma same old same old
Verð að hætta, Caroline er rétt ókomin og við ætlum að borða lunch saman og svo kíkja í búðir, yndislegt, sólin skín og við báðar í fríi.
kram
Anna Dóra

Wednesday, March 25, 2009

JÁÁÁÁ.... Ég fæ 9 vikna frí og get farið til s-Ameríku áhyggjulaus. Ef þið vissuð hvað ég er glöð, ég dansaði heim úr vinnunni í morgun og tók nokkur gleðihopp í vinnunni þegar ég fékk að vita að ég fæ frí=) Á morgun ætla ég að tala við Jessicu og svo er bara að panta ferðina.
Hérna getiði kíkt á ferðina mína, PINK CARAVAN er undir latinamerika Equador-Brasilien. Þetta verður bara gaman, ég er þegar farin að hlakka til.
Nei núna verð ég að hætta þessu monti og fara að vinna
Ísland næsta....

Monday, March 23, 2009

Kafbátabjörgunaræfingunni lokið og lífið komið aftur í réttar skorður. Í lok æfingarinnar fengum við að fara um borð í kafbát og skoða allt, meira að segja þar sem þeir geyma tundurduflin og skjóta þeim út. Ég get lofað ykkur að ég myndi ekki vilja vera sólarhring í svona dollu. Allt þröngt og lítið. Sturtan var svo lítil að ég lofa ykkur að þið skiptið ekki um skoðun þar inni.
Er að koma í helgarferð til Íslands, Inga Rúnin mín er að fermast, ekki á hverjum degi sem systkinabörnin manns fermast. Ég er reyndar ekki að fatta að hún sé orðin svona gömul, mig minnir að hún hafi verið 2ja ára þegar hún kom með mér í fyrirlestur í klásus í hjúkkunni ahhhh where did the time go?
Ætla annars að panta S-Ameríkuferðina í vikunni, þarf bara aðeins að ræða við yfirmenn mína um að ég fái örugglega frí á umræddu tímabili, samningurinn er að ég vinn allt sumarið gegn því að fá frí í 9 VIKUR seinna á árinu, þetta ferðalag verður ljúft. Ég fæ hraðan hjartslátt af hamingju þegar ég hugsa um ferðina, sérstaklega GALAPAGOS ahhhh getið þið ímyndað ykkur hversu ljúft það er að snorkla með risaskjaldbökum og sæljónum? Fyrir utan allt dýralífið á eyjunum!!
Sí jú um helgina....
kram

Monday, March 16, 2009



Takk fyrir frábæra helgi Rúna, Gígja og Jessica....
Mikið búið að vera um að ske núna. Rúna, Gígja og Jessica voru hjá mér um helgina. Á föstudaginn vorum við með gæsaveislu fyrir Caroline sem tókst vonum framar. Þemað var fína og fræga fólkið og var ég Victoria Sivestedt, sænsk playboy bunny, Jessica var Amy Winehouse og við klæddum Caroline sem Paris Hilton. Hvernig finnst ykkur mér hafa tekist til með my makeover? Við skelltum okkur í stripaerobic, fína og fræga fólkið heldur sér víst í formi þannig (get alveg mælt með því því það var ekkert smá gaman og frekar erfitt) sungum singstar, fórum í discokeilu, út að borða og enduðum svo á balli, frábær dagur. Á laugardaginn fórum við svo aftur út á lífið, hittum vinnufélaga mína og skemmtum okkur það vel að ég dró alla heim í eftirpartý, síðustu skriðu heim um hálffimm.
Núna eru stelpurnar farnar og raunveruleikinn að taka aftur við. Ég er verð niðri á herstöð alla vikuna, við erum að fara að æfa kafbátabjörgun þar sem áhöfnin þarf að komast í háþrýstisúrefniskút.
Takk aftur fyrir frábæra helgi
puss o kram

Saturday, March 07, 2009

Kíkti út á lífið í gær, einn barinn hérna var að prófa nýja hugmynd, 30+ og ég var með boðsmiða. Fór með hóp af fólki og vá hvað við skemmtum okkur vel. Þar sem þetta var í fyrsta skipti sem þetta var opnaði húsið kl 21 og það var boðið upp á bubblies og smá snarl. Síðan tók gleðin öll völd. Veit ekki alveg hvað mér hefði fundist um þetta fyrir nokkrum árum en fyrst ég er orðin þrítug þá var þetta allt í lagi. Þeir ætla að vera með þessi 30+ kvöld fyrsta föstudaginn í hverjum mánuði. Skrýtið samt að vera á bar þar sem aldurstakmarkið er 30 ár og maður er einn af þeim yngstu á staðnum, orðið mjög langt síðan það gerðist síðast.
Best að taka mig til fyrir næturvaktina
kram

Monday, March 02, 2009


Lofaði víst að setja mynd af mér sem Madonna frá jólapartýinu í vinnunni. Fékk myndina í gær þannig að hér er hún.
Hvað gerir maður ekki til að skemmta vinnufélögunum.
kram

Sunday, February 22, 2009

Er svo ánægð með lífið og tilveruna. Er komin á fullt í ræktinni, fer orðið 4-5x í viku og ég er svo stútfull af orku að ég hálfpartinn vorkenni fólki í kringum mig. Fékk einmitt að heyra það einn morguninn að ég mætti ekki vera svona hress svona snemma dags, því það fái hina til að líta illa út=) Get ekki sagt að ég hafi tekið það nærri mér, onei ég dansaði í burtu frá þeim, enga neikvæða vibba í morgunsárið. Styttist í að Rúna og Gígja komi í heimsókn, þær ætla að koma í helgarferð pæjurnar, það verður ekkert smá gaman að fá smá heimsókn.
Vitiði hvað mig dauðlangar í.... Saltkjöt og baunir. Ég get alveg gert baunasúpu en vantar saltkjötið. Síðan ég flutti hingað fæ ég alltaf craving í saltkjöt og baunir í kringum sprengidaginn, svo er það svo gott.
Til hamingju með bolludaginn

Sunday, February 15, 2009

Bjó til Sushi á fimmtudaginn og aftur í gær, það var bara gott. Fór í fiskborðið í búðinni og keypti bæði lax og túnfisk. Gerði California rolls, nori maki og laxa nigiri, ef sushi er ekki uppáhaldsmaturinn minn þá veit ég ekki hvað. Hvað finnst ykkur, tókst það ekki bara ágætlega hjá mér?

Ég elska svona veður eins og er núna. Það er snjór, kalt, pínu hált og glampandi sól. Ætla að skella mér út í góðan göngutúr í fína veðrinu, búin að vera inni að vinna alla helgina, kominn tími á smá útiveru og sól.
Hef annars verið að velta einu fyrir mér í vikunni. Ég er með ofnæmi fyrir köttum, ætli ég sé þá með ofnæmi fyrir öllum kattardýrum eins og t.d. ljónum og hlébörðum? Ekki það að ég sé á leiðinni að kaupa mér ljón not at all, mig hefur alltaf dreymt um að fara til afríku og komast í dýraathvarf þar sem ég fæ að klappa, eða halda á hinum ýmsu dýrum m.a. ljónum.
Bið að heilsa í bili

Wednesday, February 11, 2009

Úti er alltaf að snjóa.... ekkert nýtt fyrir ykkur á Íslandi en hér er hellingssnjór. Búið að snjóa í alla nótt og allan morgun=) Vona bara að snjórinn haldist alla vega næstu viku því þá er frí í öllum skólum. Ég get ekki að því gert en ég vorkenni krökkum hérna svolítið að það kemur svo lítill snjór á veturna. Er eitthvað skemmtilegra en að leika sér í snjónum. Búa til snjókarla, kerlingar, hús. renna sér á sleða, skíðum, skautum. Ég hefði allavega ekki viljað missa af því.
Ætla að fara að taka mig til, það er smá fræðslufundur með nemunum núna kl 14 og svo fer ég á aðra fræðslu í vinnunni kl 16:30, nóg að gera í dag.
bið að heilsa

Friday, January 30, 2009

Það er svo gaman þegar maður veit að það styttist í eitthvað skemmtilegt. Ég er að fara til Växjö á morgun, við stöllurnar ætlum að kíkja á uppistand. Hann heitir Magnus Betnér og er svo yndislega cool og kaldhæðinn, algjörlega minn húmor, ekki verra að hann er myndarlegur líka;-)
Ég fæ aftur að taka þá í kafbátabjörgunaræfingu með hernum, í viku 12 eða 16. mars hefst æfingin, verður spennandi og skemmtilegt. Æfingin stendur yfir í viku, fyrirlestrar og svo sólarhringsæfing þar sem áhöfn verður bjargað úr sökkvandi kafbát. Hversu kúl er ekki það að fá að búa um borð í risastóru herskipi...
Annars er bara afslöppun framundan, er í helgarfríi og fer ekki að vinna fyrr en aðfaranótt þriðjudags. Verð með nema núna næstu 6 vikurnar, strákur sem er að læra svæfingar, ég verð reyndar mikið á næturvöktum þannig að sá sem er handleiðari með mér þarf að sjá um nemann að mestu leyti, ekki það að ég sé sár yfir því, not at all.
Góða helgi

Sunday, January 25, 2009


Í dag líður mér betur en ég á skilið. Búið að djamma alla helgina og ég er sprækur sem lækur í dag, skellti mér meira að segja í ræktina áðan. Jessica var í heimsókn um helgina og hún færði mér voodoo dúkku jepp þið lásuð rétt. Ég fékk Stella Posh sem elskar að skemmta sér og drekka góða drykki, hún gefur þér kraft til að vera glæsileg alla nóttina án þess að verða þunn daginn eftir ;-) einhver sem sér samhengið!!
kram

Friday, January 16, 2009

Úff, í morgun var smá upprifjunarnámskeið í súrefniskútnum sem var bara gott og blessað, alltaf fínt að fá smá upprifjun. Síðan var smá brunaæfing í kútnum og ég get sagt ykkur að það var kallt. Við köfuðum niður á 5 metra og þá voru slökkviúðararnir inni í kútnum settir í gang og við fengum smá sturtu í leiðinni brrrr. Til að gera allt saman raunverulegt þá tóku þeir rafmagnið af í leiðinni þannig að allt varð svart. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er allavega hreint í kútnum núna og við vitum að slökkvikerfið virkar on the downside þá er mér ennþá kallt.
Er í fríi það sem eftir lifir dags, síðan taka við 3 næturvaktir=) Ég elska að vera komin á 3skiptar vaktir segi eins og í McDonalds auglýsingunni barababbabbaaaa I'm loving it......
kram

Sunday, January 11, 2009

Ég er komin heim og það gekk svosem ekki áfallalaust fyrir sig. Ekkert alvarlegt samt, ferðataskan mín ákvað að prófa hvernig það er að verða viðskila við eigandann. Það voru mjög kærir endurfundir í dag þegar við sameinuðumst á ný=) Ég beið heillengi við færibandið á Kastrup, hugsandi týbískt, taskan mín hefur farið fyrst inn í vélina og kemur síðust út (þegar ég var farin að horfa á alla aðra úr sama flugi hverfa). Allt í einu stoppar bandið og svo kom maður og byrjaði að taka burtu þær töskur sem voru eftir á bandinu ehhh segi ég og spyr hvort það séu örugglega allar töskur komnar, Jújú allar töskur komnar, vinsamlegast snúið yður að þjónustuborðinu. Ég þangað og fylli út tilkynningu um að við höfum því miður orðið viðskila ég og taskan. Sá mest eftir að hafa ekki sett myndarammana sem drengirnir mínir gerðu í handfarangurinn. En í dag fékk ég svo samtal frá SAS að taskan væri komin í leitirnar, hvort ég væri heima því þeir ætluðu að keyra töskuna heim. Ég spurði síðan gaurinn sem kom með töskuna hvað hefði orðið um hana en hann vissi það ekki, þeir fá víst ekki að vita slíkt, eru bara ánægðir að finna eigendurna.
Get reyndar mælt með Australia, við erum að tala um ágætismynd með the sexiest man alive!!! Ég fór næstum í hjartastopp yfir ákveðnu sturtuatriði í myndinni og vorkenndi sjálfri mér MJÖG mikið að þurfa sofa ein þá nótt.
Kram

Monday, January 05, 2009

Annaðhvort fengu allir pening í jólagjöf eða fólk er ánægt með að vera ennþá með vinnu!!! Fattaði ekki alveg að útsölurnar væru byrjaðar á laugardaginn þegar ég kíkti í kringluna og OMG það var ekki þverfótað fyrir fólki í innkaupahugleiðingum, ég sem hélt að ég væri að gera góðverk með að ætla að bjarga efnahag landsins, ehh mér sýnist á öllu að þið séuð fullfær um að bjarga ykkur sjálf!! Annars finnst mér ekki gaman að kíkja á útsölur, fullt af fólki allir að troðast, búið að týna út allt það besta eða leggja það undan, samt kíkir maður alltaf í von um að finna eitthvað.
Hitti MS-vinkonur mínar á laugardaginn, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þegar það er gaman hjá manni, allt í einu var klukkan farin að nálgast 23 og við nýkomnar. Ætla að hitta fleiri vinkonur í fyrramálið, ætla að bjóða þeim hingað í tacolunch, ég veit það hljómar bara gott....
Ætla svo í bíó annaðkvöld með Rúnu systir, við ætlum að sjá Australia ef fleiri vilja koma með er bara að láta vita.... the more the merrier eins og skáldið sagði.
kramis

Thursday, January 01, 2009

Gleðilegt árið allir saman.
Árið byrjaði vel, ég fékk að sofa út þrátt fyrir að drengirnir væru í heimsókn, vaknaði meira að segja á undan stóra drengnum=)
Átti hefðbundin áramót í faðmi fjölskyldunnar, við enduðum kvöldið með singstar, djö.. hvað það er skemmtilegt og maður þarf ekki einu sinni að kunna að syngja.
Hugsa að Maggi fái hrakfallabálkastig ársins. Hann fór í gær í 3ja sinn í llíbarkújs á slysó á árinu í gær. Jepp hann er lögreglumaðurinn sem kinnbeinsbrotnaði þegar hann fékk grjót í andlitið á mótmælunum, en fínt fyrir mig.... núna er hann í veikindafríi meðan ég er á landinu, ég fékk enga vinnu þannig að við verðum að druslast saman næstu daga systkinin=)
Ég veit ekki hvaða stig ég ætti að fá fyrir árið eða hmmm jú kannski að ég viti það en hugsa að ég haldi því bara fyrir sjálfa mig, ef þið þekkið mig rétt eigið þið ekki í vandræðum með að giska rétt....
kram

Wednesday, December 24, 2008

Gleðileg Jól
Ég sauð hangikjöt í gær og þessi yndislegi jólailmur fyllir ennþá íbúðina mína. Er að vinna í kvöld og allir taka með sér eitthvað og við ætlum að vera með pínu hlaðborð (vona bara að við náum að setjast öll saman) mitt framlag verður íslenska hangikjötið góða. Ég var spurð hvort maður gæti sett það á brauð.... ehhhh já það er það besta sem til er ofaná brauð svaraði ég.
Farið varlega í jólasteikina
kram

Saturday, December 20, 2008

Skellti mér til Växjö í gær og heimsótti Jessicu, við fórum svo á jólahlaðborð með vinkonum hennar, áttum góða kvöldstund stelpurnar, spjölluðum, drukkum eins og stelpur gera. Aldrei þessu vant fór ég með lestinni. Það var rúta til Emmaboda og svo lest þaðan til Växjö og alveg eins í dag þegar ég fór heim. Þegar ég er búin að koma mér fyrir í rútunni rek ég augun í ælupokann sem er í körfu á sætisbakinu og hvað haldiði að rútufyrirtækið hafi verið búið að láta prenta á pokann? Velkomin um borð... ok ég get alveg séð húmorinn í þessu en greyið við sem verðum bílveik að þurfa að sjá þetta þegar maður í angist sinni yfir að þurfa að kasta upp er boðinn velkominn um borð. Enda neitaði ég að kasta upp í rútunni þó svo að það hafi kannski ekki verið mjög langt í gubbuna, nei ég andaði djúpt nokkrum sinnum og reyndi að vinna bug á ógleðinni, það virkaði ekki alveg, maginn er ennþá á hvolfi=(
Nei ælta að halda áfram að undirbúa mig fyrir djamm kvöldsins, einn vinnufélaginn er búinn að bjóða í partý og að sjálfsögðu ætla ég að mæta á svæðið.
kram

Sunday, December 14, 2008


Hahaha so true eða hvað, með því betra sem ég hef séð.
Fékk fyrsta þyrluútkallið mitt í gær, sem betur fer var það ekkert alvarlegt. Við flugum og sóttum veikan mann á skipi hérna fyrir utan. Ég þurfti ekki að síga niður, sem betur fer eiginlega, það blés pínu. Það fyndnasta var að þegar ég kom inn á bráðamóttökuna síðan með sjúklinginn var að ég hugsa að miðað við þau viðbrögð sem ég fékk frá þeim karlmönnum sem voru að vinna hefði ég getað fengið stefnumót með þeim öllum, bara ef ég hefði verið í þyrlugallanum. Þeir hafa aldrei áður haft orð á því hversu fín ég sé þegar ég hef komið inn með sjúkling. Ég veit ekki kannski eru strákar alveg eins og við stelpurnar, finnst búningar kúl. Ég veit að mér finnst þyrlustrákarnir hot, kannski gildir það sama þegar við stelpurnar erum komnar í gallann. Persónulega finnst mér algjört armageddon yfir þessu öllu saman (hafiði séð myndina þegar hópurinn kemur gangandi saman áður en þeir fara um borð í geimferjuna) þannig líður mér í þyrlugallanum, fyrir utan að mér finnst ég vera eins og Michelinmaðurinn.
Ég veit ekki ég hafði alla vega gaman af allri athyglinni. Eins og orðtiltækið segir "Ég þjáist ekki af athyglissýki, það ert þú sem ert leiðinleg/ur"

kramar

Tuesday, December 09, 2008


I'm back... and loving it. Vaknaði með yndislega tilfinningu í morgun. Ég var hitalaus, mér var ekki illt í öllum líkamanum og engin meiri hita/kuldaköst. Mér er batnað =) Búin að vera með einhverja kvefflensupest síðustu daga sem yfirbugaði mig um helgina og ég er búin að vera heima og reyna að hugsa vel um mig, well ekki svo erfitt í rauninni, bara kúra undir teppi með góða bók er notalegt. Fór annars að velta fyrir mér í þessum veikindum af hverju ætli öll hóstamixtúra bragðist eins og kirsuber? Keypti hóstamixtúru og þar stendur bragðbætt með kirsuberjum og súkkulaði mmmm hugsaði ég en ég get sagt ykkur að kirsuberjabragðið yfirtekur súkkulaðið milljón sinnum, hún var áhrifarík, ætli það sé ekki það sem skiptir mestu máli, þó svo að það skaði ekki að bragðið sé ágætt.
Jólahlaðborðið tókst barasta með ágætum, var óvenju rólegt fyrir þennan hóp en skemmtilegt engu að síður. Ég leysti jóla af þar sem hann var upptekinn annars staðar. Þar sem ég var jólapía í fyrra urðum við að breyta til í ár. Ég kom fram sem Madonna og hoppaði um með silfurkeilubrjóstahaldara og söng like a virgin við góðar undirtektir vinnufélaganna. (þetta er til á mynd, ef þið eruð góð fáið þið kannski að sjá hana). Síðan gaf ég öllum jólagjafir.
Síðan var íslenskt jólakökuboð og glögg hjá Huldu og Steina á laugardeginum, ekkert smá gaman að hitta alla og bara spjalla um allt og ekki neitt, reyndar mjög mikið borðað en er eitthvað betra en jólasmákökur á aðventunni, ekki margt allavega.
Bið að heilsa í bili
kram

Sunday, November 30, 2008

Ég lifði af helgina=)
Tack för helgen Jessica
Við vorum 15 sem djömmuðum hérna á föstudaginn, brotnuðu bara 2 glös (er það merki um gott partý eða hefði ég kannski átt að kaupa plastglös?) og fórum svo niður í bæ og dönsuðum til 3. Sváfum laugardaginn frá okkur, þ.e. hlóðum batteríin fyrir kvöldið. Djömmuðum meira á laugardagskvöldinu reyndar bara 2 því ákveðinn vinur minn sveik okkur, hann mætti ekki á djammið.
Þetta er búin að vera æðisleg helgi, mikið sofið, mikið drukkið, minna borðað, mikið dansað. Næsta djamm á fimmtudaginn. Er ásamt skemmtinefndinni búin að skipuleggja jólahlaðborð fyrir vinnufélagana. Næsta laugardag ælta svo Íslendingarnir hérna að hittast yfir jólaglöggi og smákökum, semsagt nóg um að ske næstu daga.
Kveðja

Thursday, November 27, 2008

Á morgun kemur Jessica í heimsókn til mín og verður hér um helgina. Það verður þokkalega partajað..... Búin að bjóða vinnufélögunum í heimsókn á morgun, ekki búið að ákveða hvað við gerum á laugardaginn en skemmtilegt verður það. Ætla að halda uppá svona aðeins fyrirfram að ég er búin að fá 3 skiptarvaktir JIBBÝÝÝÝÝ ég er að eignast líf aftur frá og með 12.janúar, get flutt aftur heim til mín í staðinn fyrir að búa í vinnunni=)
Annars er svosem ekki svo mikið nýtt um að ske, segi ykkur frá helginni síðar ef ég lifi hana af.
kramiz

Monday, November 24, 2008

Home sweet home. Átti alveg yndislega helgi í Köben með m+p og Helgu Dís. Fékk að fara snemma heim úr vinnunni á föstudaginn og skellti mér til Köben. Þegar ég kom á hovedbanegård biðu Helga Dís og Hildur vinkona hennar eftir mér og stuttu síðar birtist gamla settið og tók á móti mér. Við skelltum okkur út að borða um kvöldið á einn indverskan- bara gott. Borðuðum morgunmat snemma á laugardeginum því okkar beið hefðbundinn julefrukost kl 13. Eftir að hafa labbað um á strikinu og kíkt í nokkrar búðir svona aðeins til að work up an apetit mættum við á Kanal cafen kl 13. Eftir að hafa skammast okkar(Doris og Helga Dís because we forgot) í eins og 5 sek þá skáluðum við í jólaöli og ákavíti og óskuðum gamla settinu til hamingju með brúðkaupsafmælið. Fyrst var borið fram kaldir réttir brauð, síld, lax, steikt rauðspretta, reyktur áll og ýmislegt meðlæti og maður bjó sér til eigið smörrebröd, eftir það tóku heitu réttirnir við besta purusteik sem ég hef nokkrun tíma smakkað (sorry Helga frænka en þessi var betri en þín þó svo að þín komi nú ekki langt eftir) önd og ýmislegt annað góðgæti. Að lokum var svo komið með ostabakka og möndlugraut, haldiði ekki að mamma gamla hafi fengið möndlugjöfina. Eftir matinn var rölt í rólegheitunum (við vorum næstum of södd til að geta hreyft okkur) upp á hótel og fengið sér smá miðdegislúr (gott að sofa eftir matinn). Um kvöldið kíktum við svo á jólamarkað í Tívolí, gaman að sjá öll jólaljósin, hlýja sér með heitu glöggi. Ég fór aldrei þessu vant ekki í neitt tæki why jú ég var ennþá svo södd, maturinn hefði líklegast ratað út ranga leið ef ég hefði skellt mér í rússibanann. Á sunnudagsmorgninum skelltum við okkur svo í morgunmat (varla að nokkur hefði lyst á honum, ég var ennþá södd) og svo tékkuðum við út og ég hélt með lestinni til Karlskrona og þau stigu úr lestinni við kastrup og flugu síðan heim.

Jæja, kominn tími á að fara og skipta yfir á vetrardekkinn áður en ég fer að vinna
bless í bili

Friday, November 14, 2008

Ég hélt það kæmi aldrei að þessu en ég hálf skammast mín fyrir að vera Íslendingur í augnablikinu af hverju..... Í gær þegar ég flétti blaðinu er stór mynd af Herra Ólafi Ragnari og hann húðskammar m.a. Svía fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum á þessum raunartímum sem kreppan er. Segir að Íslendingar ættu kannski að leita sér að nýjum vinum (hvar ætlar hann að leita að þeim á facebook kannski?) og svo stóð að hæstvirtur forseti okkar hafi boðið Rússum að kaupa herstöðina í Keflavík- sællllll er ekki í lagi heima hjá honum- eigum við að ræða það eitthvað.
Held að Íslendingar þurfi aðeins að líta í eigin barm, hverjir eru það sem hafa lifað langt um efni fram í fjöldamörg ár, einhvern tíma hlýtur að koma að skuldadögum- það höfum við hin lært alla vega. Nú er ég ekki að alhæfa þetta um alla Íslendinga dont get me wrong en einhverra hluta vegna lentum við í þessarri aðstöðu. Að einhverjir gaurar hafi misskilið matador og skilið spilaborðið eftir heima en haldið leiknum áfram með peningana er leiðinlegt.

Ef ég tala nú um skemmtilegri hluti þá voru tónleikarnir meiriháttar, kúrsinn var fínn (fyrir utan norðmanninn sem talaði aðeins of hratt þannig að ég skildi ekki alveg hvað hann var að tala um) góður félagsskapur, ég fékk far heim af flugvellinum í sportbíl (ég get ekki að því gert en ég elska hraðskreiða sportbíla, sérstaklega þegar maður þekkir eigandann og fær far hjá honum=)) Á kúrsinum fékk ég ansi skemmtilegt flashback hvað haldiði að maður hafi fengið með kaffinu. Kandís... þegar ég var yngri var þetta algjört sælgæti, maður fékk þetta hjá ömmu og afa. Þegar ég saug einn mola var ég allt í einu 4ra ára aftur og stóð í stofunni í Hlíðargerðinu í veislu hjá ömmu og afa, yndisleg tilfinning.
puss o kram

Saturday, November 01, 2008

Fór á frumsýninguna á Bond síðasta fimmtudag, sýningin var kl 0:07 svolítið táknrænt ekki satt=) Ég verð reyndar að viðurkenna að ég varð fyrir pínu vonbrigðum. Það var enginn söguþráður og svo bara allt í einu var myndin búin. Daniel Craig stóð þó fyrir sínu, myndarlegur eins og í fyrri myndinni. Mikið um að ske þessa vikuna. Kvöldvakt mánu- og þriðjudag. Stelpudagur með Huldu í Kaupmannahöfn á miðvikudag, tónleikar með Gavin DeGraw um kvöldið. Flýg svo frá kastrup á fimmtudagsmorgninum til Stokkhólms. er að fara á kúrs með 2 vinnufélögum. Kem síðan heim seinnipart föstudags. Spennandi vika framundan.
Búin að kaupa flugmiða til Íslands um áramótin, kem 28. des og fer heim 9. jan.
Jæja ætla að halda áfram að undirbúa mig fyrir kúrsinn.
Bless í bili

Saturday, October 25, 2008

Afmælisprik segirðu Maggi, jú að sjálfsögðu fæ ég stærsta afmælisprik vikunnar ;-). Aðrir sem fá afmælisprik eru Rúna, María og Jessica. Hélt uppá afmælið mitt á miðvikudaginn eða hélt og hélt uppá það!!! Við fórum 5 hressar stelpur út að borða og svo á uppistand og ég lofa ykkur að það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið, við erum að tala um að það lá við að maður bæði um pásur til að jafna sig. Mér var illt í maganum og andlitinu eftir allan þennan hlátur, er næstum viss um að það hafi bæst við nokkrar broshrukkur eftir kvöldið.
Annars var nú frekar fyndið þegar við fórum út að borða, við skellum okkur á einn thailenskan matsölustað. Ég bið um rétt nr 35 sem átti að vera mjög sterkt. Svo fáum við matinn og allar úlfhungraðar nýkomnar úr vinnunni og skellum okkur yfir matinn. Ég er samt frekar hissa á því hversu bragðdaufur maturinn minn er, ekki skrýtið því þegar reikningurinn kom sáum við að ég hafði fengið rétt nr 34 (sem var engu að síður mjög góður). Ég bendi á það þegar ég borga og hvað gerir starfsfólkið, setur upp undrunarsvip og þykist ekki skilja neitt, jamm stundum er gott að vera útlendingur og græða á fólki.
Ætla að skella mér í ræktina smástund áður en ég byrja að vinna....

Thursday, October 16, 2008

Það er svo gaman að vera til. Var á æfingu í gær með þyrlunni, var látin síga nokkrum sinnum niður á stóran bát. Þetta var eins og að vera í tívolí- ekki spillti að öll áhöfnin var frekar myndarleg=) Var á kvöldvaktinni á sjúkrabílavaktinni, strákarnir hringdu um sexleytið og spurðu hvort ég vildi skreppa með þeim á hokkíleik- þeir yrðu þar allir og þá værum við öll á sama stað ef við fengum útkall ehhh já takk svaraði ég. Talaði við þá sem var að vinna með mér hvort það væri í lagi og svo skellti ég mér á minn fyrsta hokkíleik. Það var svakalega gaman þó svo að ég fatti hvorki upp né niður í hokkí.
Svaf illilega yfir mig í morgun- lá og fílósóferaði og beið eftir að klukkan myndi hringja. Ákveð svo bara að skella mér á fætur og versla áður en ég fer í vinnuna. Lít á klukkuna og hún er 10- crap ég átti að mæta í vinnuna 9:45. Ég hringdi því í vinnuna, lét vita að ég væri á lífi en bara sein, hoppaði í sturtu, klæddi mig (þegar ég var búin í sturtu og að þurrka mér), smurði brauðsneið með smjöri og út í bíl (já þó svo að ég var sein vildi ég ekki koma alltof seint) Hugsa að þetta gleymist seint í vinnunni Doris svaf yfir sig þegar hún átti að mæta 9:45. Þó svo að dagurinn hafi byrjað snöggt rættist úr honum, ég kláraði að leggja vinnuskýrslu fyrir jólin. Reddaði mér 2ja vikna fríi yfir áramótin- geri aðrir betur=)
Jæja ætla ekki að hafa þetta babl lengra í bili
puss o kram

Wednesday, October 08, 2008

Það hafðist að lokum að komast á skerið !!! Stressið byrjaði í rauninni á mánudaginn, ef þið sitjið róleg skal ég segja ykkur frá ferðasögunni minni. Ég verð með smá ræðu á fösutdaginn á bráðaþingi bráðahjúkrunarfræðinga (vá snakka um tungubrjót). Ég var búin að redda mér helling af myndum til að krydda ræðuna með og ætla svo að kíkja á þær og GARG usb-lykillinn er dáinn og tómur. Eftir mikið stress og svita spurði Rúna mig hvort þær gætu verið í sent items hólfinu í vinnumailinu (ég hafði reynt að senda myndirnar) og YES þar voru þær þannig að kvöldinu og ræðunni var reddað. Ég þorði nú reyndar ekki að taka neina sénsa þannig að ég sendi bæði myndirnar og ræðuna í tölvupósti til mömmu svo ég væri nú örugglega með þetta á 2 stöðum;-)
Vakna svo mjög tímanlega í gærmorgun, fer í sturtu og borða morgunmat. Kveiki á tölvunni til að ath með lestina og uppgötva þá að ég hafði misreiknað mig, hélt ég gæti tekið lestina 9:38 en átti að taka lestina 8:38. Crap það eru 10 mín í að lestin fari- hvað gera bændur nú? Full af jákvæðni og krafti eftir að hafa fundið myndirnar daginn áður hugsa ég ÉG NÆ LESTINNI. Ég hef sjaldan hoppað jafn hratt í fötin mín, hent því síðasta í bakpokann og hlaupið út á lestarstöð. En ég NÁÐI lestinni. Kófsveitt og móð settist ég í lestina ánægð með lífið- ég er á leiðinni heim. Allt gekk eins og í sögu eftir þetta. Flugið ontime og við komin út á flugbraut þegar einhver flughræddur farþegi fær kvíðakast og við snúum við- þar sem farþeginn neitaði að fara frá borði höldum við aftur út á flugbrautina og NEI nú fara viðvörunarljós að blikka, leki í vökvakerfinu. Við keyrum aftur að flugstöðvarbyggingunni og flugvirki lítur á lekann og segir 2-3 tíma seinkun. Eftir 4ra tíma bið og ágætismáltíð fengum við loksins brottfararleyfi=) (ég er reyndar bara glöð að lekinn uppgötvaðist áður en við fórum í loftið -thank you flughræddi farþegi) Núna er ég komin á skerið sólin skín og lífið gæti ekki verið betra. Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gekk að flytja ræðuna, Doris er nefnilega fyrst í pontu.
Vona að þið hafið nennt að lesa allt bablið mitt,
kramar

Saturday, September 20, 2008

Verð að segja ykkur frá brálæðislega fyndnu atviki sem ég lenti í í vikunni. Þetta var á eitt kvöldið og síminn hringir og ég svara bara eins og venjulega JáHalló. Viðkomandi kynnir sig og segist vera að hringja frá sifo til að gera skoðanakönnun (eins og gallup) og spyr síðan hvort það sé einhver fullorðinn heima!! FULLORÐINN ég er fullorðin svaraði ég þá og neitaði að taka þátt í skoðanakönnunninni=) btw hann var ábyggilega yngri en ég. Ég vissi að ég lít út fyrir að vera yngri en ég er en að ég hljómi eins og barn í símanum hafði ég ekki hugmynd um. Greyið er kannski nýr í starfinu og fer eftir einhverjum vinnureglum sem hann er með á blaði fyrir framan sig, hvað veit ég, ég nennti bara ekki að eyða 30 mín í að tala við einhvern gaur fyrir 3 spurningar sem verða síðan notaðar í úrtakið.

Sunday, September 14, 2008

Hvað haldiði Doris er komin á dansnámskeið. Ég er að læra að bugga, þetta er sænskur dans, ætli hann sé ekki líkastur jitterbug eða swing en er samt ekki það sama. Kíkið á þetta klipp, nú er ég ekki orðin svona dugleg ennþá, fyrsti tíminn var bara í dag. Þetta grunnnámskeið er 10 skipti, hver veit ef þetta er ógó gaman þá held ég ábyggilega áfram eftir áramót.
Varð bara að deila þessu með ykkur, því þetta var svo gaman, hvet eiginlega bara alla til að skella sér á dansnámskeið=)
Bið að heilsa í bili

Wednesday, September 10, 2008





















Komin heim og raunveruleikinn tekinn við þ.e. vinnan=)
Ég hafði það ekkert smá gott á Íslandi og reyndar er mjög stutt í næstu heimsókn, kem í viku í október 6.-13.okt.
Ætla að setja inn nokkrar myndir úr ferðinni (er svo ánægð með nýju myndavélina mína)

Wednesday, September 03, 2008

Ég hef það ekkert smá gott, það er dekrað við mig og ég dekra við drengina mína. Ég er orðin móðursystir, Rúna eignaðist strák 27. ágúst, hann var skírður í kvöld og heitir Jónas Sigurður flott nafn á flottan strák.
Á morgun kemur Jessica í heimsókn og verður fram á sunnudag. Ég veit svosem ekki hvað við munum bralla en eitt er víst að við munum kíkja út á lífið um helgina í partycapital of the world!!
Ég fer svo heim 8. sept og þá heldur gleðin áfram=)
Veit svo sem ekki hvað ég á að segja ykkur, kannski bara bíp eins og Óli Stef=)
Bið að heilsa ykkur í bili
Kveðja
Anna Dóra

Sunday, August 24, 2008

TIL HAMINGJU MED SILFRIÐ. Vá hvað ég er stolt af handboltastrákunum, silfur á ólympíuleikunum er enginn smá flottur árangur. Þó svo að þeir hafi hitt ofjarla sína í dag þá gáfust þeir ekki upp. Efast reyndarum að Frakkarnir myndu sigra okkur svona rosalega á góðum degi þegar allt gengur upp. Það er eins og Siggi Sveins og Palli Ólafs sögðu í morgun eftir leikinn að eftir tapleiki þá eru 300 þús þjálfarar á landinu- allir vita hvað fór úrskeiðis og hvernig megi bæta það=)
Við bíðum ennþá spennt eftir að bumbi láti sjá sig, spennan í síðustu leikjum hefur ekki flýtt fyrir fæðingunni eins og við héldum, nei þessu barni virðist ekki vera að liggja mikið á- ætli það eigi líka eftir að líkjast uppáhalds frænku sinni?
Maggi kallar- æsispennandi keppni í BUZZ bíður
bið að heilsa í bili
ÁFRAM ÍSLAND

Thursday, August 14, 2008

Nú er mikið búið að vera um að ske á mínu heimili.
Síðasta fimmtudag gerði stórfjölskyldan innreið sína hér í Karlskrona, mamma, pabbi, Maggi, Halldór Óskar og Hermann Ingi mættu á svæðið. Það er búið að vera svo gaman hjá okkur. Við skoðuðum gamlan kastala úti á Aspö og borðuðum kvöldmat þar, erum búin að fara til Vimmerby í Astrid Lindgren garðinn (veit reyndar ekki hver skemmti sér best) gaman að sjá hvar Lína, Emil, Ronja og hinar söguhetjurnar búa. Við fórum til Kosta og Transjö að kíkja á glerlist hjá pabba vinkonu minnar. Í dag fórum við í barnens gård og hetjurnar mínar fóru einir á hestbak ég mátti sko ekki hjálpa þeim, ef ykkur dettur í hug að þeir hafi farið á shetlandsponyinn sem var í boði, well ég held nú síður, það átti að fara á STÓRA hestinn.
Á morgun fara þau svo til Köben, held það verði nú tómlegt og hljótt í kotinu þegar þau verða farin. Styttist reyndar í að ég komi til Íslands, kem seint um kvöld næsta fimmtudag og verð til 8.sept.
Læt þetta duga í bili.
kramar

Saturday, July 26, 2008


Eins og pabbi benti svo réttilega á lítur allt út fyrir að ég sé enn á Íslandi, ég er búin að vera heima í tæpa viku. Hef svosem ekki gert svo mikið af mér, unnið, skellt mér á ströndina og kíkt á pöbbinn. Planið fyrir daginn er að fara á ströndina, skella mér í sjóinn og svo djamma, djúsa og dansa í kvöld. Ég er nefnilega í vikufríi, á ekki að mæta fyrr en aðfaranótt föstudags í vinnuna=)
Fór í gær og keypti mér þennan forláta fák, dumbrauðan crescent og núna verður sko farið að hjóla aftur=) Bið að heilsa í bili, sólin kallar

Monday, July 14, 2008

Er enn á Íslandi og búin að hafa það mjög gott. Búin að fara x2 í bíó, sá fyrst kung-fu panda með drengjunum mínum og Rúnu og hún var frábær, mæli með henni þið sem eruð ekki búin að sjá hana. Fór svo á sex and the city í gærkvöldi með Rúnu, Ingu Rós og Gígju, gaman að fara með stelpunum á stelpumynd. Ég fíla þættina þannig að mér fannst myndin skemmtileg. Ég er búin að eyða helling af pening (einhver verður að reyna að bjarga efnahagsástandinu á þessu landi ekki satt) og fara í Slakka með bræðurna, það var reyndar mjög gaman. Búin að hitta saumó og familíuna. Er einnig búin að vera tíður gestur í salalaug í kópavogi, mamma og Ásdís hafa skellt sér í ræktina og ég í sund á meðan. Hef reyndar ekki nennt núna í rigningunni síðustu daga. Er að fara í nudd í Laugar í kvöld og svo á annan stað á morgun. Er hægt að hafa það betra, ég held ekki.
Læt þetta babl duga í bili.
kveðja
Anna Dóra

Thursday, July 03, 2008

Hæ hæ ég er ennþá á lífi en ekki mikið meira það. Partýið á laugardaginn var ekkert nema skemmtilegt, sunnudagsmorguninn ekki alveg jafn skemmtilegur en ég var farin að jafna mig um hádegið. Þá var haldið til Köben og tónleikarnir voru meiriháttar, hann söng reyndar ekki born in the USA en who cares hann söng mörg önnur góð lög, hann er ekkert smá flottur kallinn 58 ára og hoppaði um sviðið eins og unglingur. Við keyrðum beint heim eftir tónleikana þannig að ég skreið undir sæng um hálffimmleytið og neyddist til að vakna um 9 til að fara með bílinn í skoðun, var reyndar fljót að skríða uppí rúm eftir það. Þegar ég vaknaði fór ég með Josefin og vinkonu hennar til Öland og við fórum á dansiball (Geirmundur Valtýsson dæmi) ég lærði að dansa foxtrott =) annar hver dans er foxtrott og hinn er bugg. Ég fékk að dansa alveg helling. Við sváfum síðan í tjaldi (fyrsta útilegan í Svíaríki) og keyrðum svo beint í vinnuna á þriðjudeginum. Við ætlum að fara aftur til Öland í kvöld og dansa en keyra heim eftir ballið. Fer svo á kvöldvakt föstudag og laugardag áður en ég flýg heim á sunnudagsmorgun. Hugsa að ég eigi eftir að lognast þokkalega útaf í fluginu heim, ég er ennþá þreytt eftir helgina, eins gott kannski að maður er að fara í smá frí.
Hlakka til að hitta alla, þið vitið hvar ég bý og þar er alltaf heitt á könnunni.
Doris

Saturday, June 28, 2008

Mikið um að vera þessa helgina eins og oft áður. Í gær kom vinur minn í heimsókn og gisti hér í nótt, hann er að hlaupa maraþon og Hrafnhildur hálfmaraþon í dag (ég veit ég verð líka þreytt við tilhugsunina). Við ætlum að hittast núna eftir hlaupið og spjalla yfir kaffibolla. Eftir það ætla ég út á Aspö þar sem annar vinur minn á sumarhús og við ætlum að tjalda og vera með smá útilegudjamm nokkur úr vinnunni, lengi síðan síðast. Á morgun er svo Brúsi í idrottsparken í köben, Josefin og Caroline fara með okkur, þokkalegt girlpower=) Styttist í sumarfrí bara 6 dagar og 4 vaktir og þið vitið hvað það þýðir Iceland here I come.

Bið að heilsa í bili
kramar

Tuesday, June 17, 2008

HÆ HÓ JIBBÝ JEI OG JIBBÝ JEI ÞAÐ ER KOMINN 17. JÚNÍ
Til hamingju með daginn allir. Ég hálfvorkenni Svíunum þegar ég segi þeim frá því að við höldum uppá þjóðhátíðardaginn hátíðlega. Nema hvað eins miklar þjóðarrembur og við erum.
Verð að segja ykkur frá skemmtilegu fréttunum sem ég fékk í gærkvöldi. Hrafnhildur hringdi og spurði hvort ég vildi fara með henni á tónleika í Parken í Köben þann 29. júní með engum öðrum en GOÐSÖGNINNI Bruce Springsteen. ÉG HELD ÞAÐ NÚ, bíð bara eftir að hún fái staðfest miðakaupin og þá erum við á leiðinni á tónleika.

Vildi bara deila þessu með mér, njótið frídagsins þið heima, aðrir þurfa að vinna fyrir laununum sínum;-)

Sunday, June 15, 2008

Vá mér líður eins og versta unglingnum!!
Búin að vera úti á lífinu 3 kvöld í röð, það er orðið ansi langt síðan það gerðist síðast. Byrjaði í stúdentsveislu á fimmtudaginn, við vorum með vinnupartý á föstudaginn sem endaði niðri í bæ (nema hvað) og svo fórum við út að borða 4 úr vinnunni í gærkvöldi og enduðum á djamminu með strákunum = bara skemmtileg helgi.
Vinnupartýið heppnaðist alveg svaðalega vel, við erum ótrúlega duglegar að skipuleggja svona partý þó ég segi sjálf frá. Við sungum meira að segja krummi krunkar úti, óhætt að segja að það hljómaði betur þegar ég söng ein en þegar svíarnir tóku undir (og ég er enginn söngvari).
Fleiri partý sem bíða, jónsmessan um næstu helgi, og svo ætlum við sem erum skemmtileg í vinnunni (eiginlega bara svæfingahjúkkur og -læknar, nema hvað) að djamma úti á einni af eyjunum hérna 28.júní, hver veit nema við skellum upp tjaldi og gistum. Mikið um ske í djamminu þessa dagana.

Bið að heilsa í bili

Saturday, June 07, 2008

Vá hvað tíminn líður hratt þegar maður skemmtir sér=)
Í dag eru Caroline og Jessica að koma til mín, við ætlum að grilla og slúðra og seinna í kvöld mun the dynamic duo (Doris og Jess) vonandi fleiri taka schlager með trompi, nema hvað, orðið alltof langt síðan síðast. Var á afterwork á fimmtudaginn, við sátum úti til kl 1 spjölluðum, þjóruðum bjór og bara almennt höfðum mjög gaman. Næsta vika fullskipulögð, vinna mánudag-fimmtudags. Vaka pæja verður stúdent á fimmtudag, vinnupartý á föstudag og svo ætla ég að hjálpa vinafólki mínu að flytja laugardag og sunnudag.
Bara mánuður í að ég komi heim í smá frí, hlakka ekkert smá til að fá smá frí og vitiði hvað er það besta, ég ætla ekki að vinna neitt, bara að njóta þess að vera til og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.

Best að skella sér útí sólina aftur