Er enn á Íslandi og búin að hafa það mjög gott. Búin að fara x2 í bíó, sá fyrst kung-fu panda með drengjunum mínum og Rúnu og hún var frábær, mæli með henni þið sem eruð ekki búin að sjá hana. Fór svo á sex and the city í gærkvöldi með Rúnu, Ingu Rós og Gígju, gaman að fara með stelpunum á stelpumynd. Ég fíla þættina þannig að mér fannst myndin skemmtileg. Ég er búin að eyða helling af pening (einhver verður að reyna að bjarga efnahagsástandinu á þessu landi ekki satt) og fara í Slakka með bræðurna, það var reyndar mjög gaman. Búin að hitta saumó og familíuna. Er einnig búin að vera tíður gestur í salalaug í kópavogi, mamma og Ásdís hafa skellt sér í ræktina og ég í sund á meðan. Hef reyndar ekki nennt núna í rigningunni síðustu daga. Er að fara í nudd í Laugar í kvöld og svo á annan stað á morgun. Er hægt að hafa það betra, ég held ekki.
Læt þetta babl duga í bili.
kveðja
Anna Dóra
Monday, July 14, 2008
Thursday, July 03, 2008
Hæ hæ ég er ennþá á lífi en ekki mikið meira það. Partýið á laugardaginn var ekkert nema skemmtilegt, sunnudagsmorguninn ekki alveg jafn skemmtilegur en ég var farin að jafna mig um hádegið. Þá var haldið til Köben og tónleikarnir voru meiriháttar, hann söng reyndar ekki born in the USA en who cares hann söng mörg önnur góð lög, hann er ekkert smá flottur kallinn 58 ára og hoppaði um sviðið eins og unglingur. Við keyrðum beint heim eftir tónleikana þannig að ég skreið undir sæng um hálffimmleytið og neyddist til að vakna um 9 til að fara með bílinn í skoðun, var reyndar fljót að skríða uppí rúm eftir það. Þegar ég vaknaði fór ég með Josefin og vinkonu hennar til Öland og við fórum á dansiball (Geirmundur Valtýsson dæmi) ég lærði að dansa foxtrott =) annar hver dans er foxtrott og hinn er bugg. Ég fékk að dansa alveg helling. Við sváfum síðan í tjaldi (fyrsta útilegan í Svíaríki) og keyrðum svo beint í vinnuna á þriðjudeginum. Við ætlum að fara aftur til Öland í kvöld og dansa en keyra heim eftir ballið. Fer svo á kvöldvakt föstudag og laugardag áður en ég flýg heim á sunnudagsmorgun. Hugsa að ég eigi eftir að lognast þokkalega útaf í fluginu heim, ég er ennþá þreytt eftir helgina, eins gott kannski að maður er að fara í smá frí.
Hlakka til að hitta alla, þið vitið hvar ég bý og þar er alltaf heitt á könnunni.
Doris
Hlakka til að hitta alla, þið vitið hvar ég bý og þar er alltaf heitt á könnunni.
Doris
Saturday, June 28, 2008
Mikið um að vera þessa helgina eins og oft áður. Í gær kom vinur minn í heimsókn og gisti hér í nótt, hann er að hlaupa maraþon og Hrafnhildur hálfmaraþon í dag (ég veit ég verð líka þreytt við tilhugsunina). Við ætlum að hittast núna eftir hlaupið og spjalla yfir kaffibolla. Eftir það ætla ég út á Aspö þar sem annar vinur minn á sumarhús og við ætlum að tjalda og vera með smá útilegudjamm nokkur úr vinnunni, lengi síðan síðast. Á morgun er svo Brúsi í idrottsparken í köben, Josefin og Caroline fara með okkur, þokkalegt girlpower=) Styttist í sumarfrí bara 6 dagar og 4 vaktir og þið vitið hvað það þýðir Iceland here I come.
Bið að heilsa í bili
kramar
Bið að heilsa í bili
kramar
Tuesday, June 17, 2008
HÆ HÓ JIBBÝ JEI OG JIBBÝ JEI ÞAÐ ER KOMINN 17. JÚNÍ
Til hamingju með daginn allir. Ég hálfvorkenni Svíunum þegar ég segi þeim frá því að við höldum uppá þjóðhátíðardaginn hátíðlega. Nema hvað eins miklar þjóðarrembur og við erum.
Verð að segja ykkur frá skemmtilegu fréttunum sem ég fékk í gærkvöldi. Hrafnhildur hringdi og spurði hvort ég vildi fara með henni á tónleika í Parken í Köben þann 29. júní með engum öðrum en GOÐSÖGNINNI Bruce Springsteen. ÉG HELD ÞAÐ NÚ, bíð bara eftir að hún fái staðfest miðakaupin og þá erum við á leiðinni á tónleika.
Vildi bara deila þessu með mér, njótið frídagsins þið heima, aðrir þurfa að vinna fyrir laununum sínum;-)
Til hamingju með daginn allir. Ég hálfvorkenni Svíunum þegar ég segi þeim frá því að við höldum uppá þjóðhátíðardaginn hátíðlega. Nema hvað eins miklar þjóðarrembur og við erum.
Verð að segja ykkur frá skemmtilegu fréttunum sem ég fékk í gærkvöldi. Hrafnhildur hringdi og spurði hvort ég vildi fara með henni á tónleika í Parken í Köben þann 29. júní með engum öðrum en GOÐSÖGNINNI Bruce Springsteen. ÉG HELD ÞAÐ NÚ, bíð bara eftir að hún fái staðfest miðakaupin og þá erum við á leiðinni á tónleika.
Vildi bara deila þessu með mér, njótið frídagsins þið heima, aðrir þurfa að vinna fyrir laununum sínum;-)
Sunday, June 15, 2008
Vá mér líður eins og versta unglingnum!!
Búin að vera úti á lífinu 3 kvöld í röð, það er orðið ansi langt síðan það gerðist síðast. Byrjaði í stúdentsveislu á fimmtudaginn, við vorum með vinnupartý á föstudaginn sem endaði niðri í bæ (nema hvað) og svo fórum við út að borða 4 úr vinnunni í gærkvöldi og enduðum á djamminu með strákunum = bara skemmtileg helgi.
Vinnupartýið heppnaðist alveg svaðalega vel, við erum ótrúlega duglegar að skipuleggja svona partý þó ég segi sjálf frá. Við sungum meira að segja krummi krunkar úti, óhætt að segja að það hljómaði betur þegar ég söng ein en þegar svíarnir tóku undir (og ég er enginn söngvari).
Fleiri partý sem bíða, jónsmessan um næstu helgi, og svo ætlum við sem erum skemmtileg í vinnunni (eiginlega bara svæfingahjúkkur og -læknar, nema hvað) að djamma úti á einni af eyjunum hérna 28.júní, hver veit nema við skellum upp tjaldi og gistum. Mikið um ske í djamminu þessa dagana.
Bið að heilsa í bili
Búin að vera úti á lífinu 3 kvöld í röð, það er orðið ansi langt síðan það gerðist síðast. Byrjaði í stúdentsveislu á fimmtudaginn, við vorum með vinnupartý á föstudaginn sem endaði niðri í bæ (nema hvað) og svo fórum við út að borða 4 úr vinnunni í gærkvöldi og enduðum á djamminu með strákunum = bara skemmtileg helgi.
Vinnupartýið heppnaðist alveg svaðalega vel, við erum ótrúlega duglegar að skipuleggja svona partý þó ég segi sjálf frá. Við sungum meira að segja krummi krunkar úti, óhætt að segja að það hljómaði betur þegar ég söng ein en þegar svíarnir tóku undir (og ég er enginn söngvari).
Fleiri partý sem bíða, jónsmessan um næstu helgi, og svo ætlum við sem erum skemmtileg í vinnunni (eiginlega bara svæfingahjúkkur og -læknar, nema hvað) að djamma úti á einni af eyjunum hérna 28.júní, hver veit nema við skellum upp tjaldi og gistum. Mikið um ske í djamminu þessa dagana.
Bið að heilsa í bili
Saturday, June 07, 2008
Vá hvað tíminn líður hratt þegar maður skemmtir sér=)
Í dag eru Caroline og Jessica að koma til mín, við ætlum að grilla og slúðra og seinna í kvöld mun the dynamic duo (Doris og Jess) vonandi fleiri taka schlager með trompi, nema hvað, orðið alltof langt síðan síðast. Var á afterwork á fimmtudaginn, við sátum úti til kl 1 spjölluðum, þjóruðum bjór og bara almennt höfðum mjög gaman. Næsta vika fullskipulögð, vinna mánudag-fimmtudags. Vaka pæja verður stúdent á fimmtudag, vinnupartý á föstudag og svo ætla ég að hjálpa vinafólki mínu að flytja laugardag og sunnudag.
Bara mánuður í að ég komi heim í smá frí, hlakka ekkert smá til að fá smá frí og vitiði hvað er það besta, ég ætla ekki að vinna neitt, bara að njóta þess að vera til og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.
Best að skella sér útí sólina aftur
Í dag eru Caroline og Jessica að koma til mín, við ætlum að grilla og slúðra og seinna í kvöld mun the dynamic duo (Doris og Jess) vonandi fleiri taka schlager með trompi, nema hvað, orðið alltof langt síðan síðast. Var á afterwork á fimmtudaginn, við sátum úti til kl 1 spjölluðum, þjóruðum bjór og bara almennt höfðum mjög gaman. Næsta vika fullskipulögð, vinna mánudag-fimmtudags. Vaka pæja verður stúdent á fimmtudag, vinnupartý á föstudag og svo ætla ég að hjálpa vinafólki mínu að flytja laugardag og sunnudag.
Bara mánuður í að ég komi heim í smá frí, hlakka ekkert smá til að fá smá frí og vitiði hvað er það besta, ég ætla ekki að vinna neitt, bara að njóta þess að vera til og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.
Best að skella sér útí sólina aftur
Saturday, May 31, 2008

Verð að segja ykkur frá því hvað ég gerði í gær. Eins og þið kannski vitið þá elska ég höfrunga. Þessi 2 skipti sem ég hef synt/kafað með þeim eru ein af hamingjusömustu klukkutímunm í lífi mínu. Meira segja þegar ég var lítil langaði mig í höfrung sen gæludýr og fannst ekkert sjálfsagðara en að pabbi myndi byggja sundlaug í garðinum fyrir hann=) Núna á ég minn eiginn höfrung í formi húðflúrs á hægri rist. Mig hefur langað í húðflúr í mörg ár en ekki vitað hvaða mynd ég ætti að fá mér fyrr en núna og ég lét verða af því og sé ekki eftir því, ef ég á að vera heiðarleg þá get ég ekki hætt að horfa á höfrunginn minn.
Kveðja úr sólinni og hitanum
Get nú ekki kvatt án afmæliskveðja til púkanna minna, Hermann Ingi er 3ja ára í dag, og Halldór Óskar varð 6 ára þann 15. og á morgun verður (ef ég þekki systir mína rétt) svaðaleg veisla.
Anna Dóra
Sunday, May 25, 2008
Hæ hæ, vá hvað þau stóðu sig vel í Belgrad í gær. Ég var í Eurovisionpartýi og að sjálfsögðu hringdum við inn okkar atkvæði fyrir Ísland, ég fór reyndar heim að keppni lokinni, ólíkt mér já ég veit en ég hafði góða ástæðu. Mér tókst nefnilega að detta af hestbaki á föstudaginn og er frekar blá og marin, hægri rasskinnin er tvöföld bæði af bólgu og mari. Við fórum á stökk og merin sem ég var á vildi fara mun hraðar en ég. Þegar ég var að reyna að hægja á henni missti ég jafnvægið og flaug af baki. Lenti sem betur fer á hliðinni (þakklát fyrir hvað ég með stóran rass svona einu sinni) mér er reyndar dru.... illt en þetta hlýtur að gróa áður en ég gifti mig ;-) Ég er reyndar þakklát (ef maður má orða það þannig) fyrir að hafa bara marist illa, ég trúi varla ennþá að ég hafi ekki brotið eitt einasta bein í líkamanum eða að neinn hestur hafi stigið á mig.
Ætla að láta þetta duga í bili
Kveðja
ein lurkum lamin
Ætla að láta þetta duga í bili
Kveðja
ein lurkum lamin
Friday, May 23, 2008
Vá en gaman, við komumst áfram í úrslit eurovision og ekki bara við heldur öll norðurlöndin. Langt síðan það hefur gerst. Sá að veðbankarnir eru á fullu í að spá um úrslit keppninnar, bjóða meira að segja upp á veðmál norðurlandanna á milli=)
Er að fara á hestbak á eftir, þeir eru með íslenska hesta hérna fyrir utan Karlskrona, við erum 10 úr vinnunni sem erum að fara saman, verður mjög gaman. Fer svo í brúðkaup á morgun, hef mestar áhyggjur af því hvort ég geti setið í kirkjunni=), síðan verður Eurovisionpartý um kvöldið, langt síðan ég hef haft svona uppbókaða helgi.
Við skiluðum inn síðasta verkefninu fyrir skólann í gær, yndisleg tilfinning þegar maður er búinn að vinna verkefni þegar maður getur loksins skilað því af sér. Við fengum reyndar þokkalegt áfall þegar við ætluðum að klára verkefnið í gær. Ég opna skjalið sem við höfðum sparað á USB-minninu mínu og fáum upp 9 bls af ÿ. Það vildi til að við höfðum prentað út eintök af verkefninu og svo átti ég upprunalega verkefnið á tölvunni minni hérna heima þannig að þetta reddaðist nú allt saman, tók bara aðeins lengri tíma en við áttum von á. Næsta fimmtudag kynnum við síðan verkefnið, vekjum vonandi smá umræður í kringum það og að sjálfsögðu góða einkunn eða? Vona bara að það gangi vel og við náum.
Ætla að fara að taka mig til, ætla að kíkja í eins og eina búð áður en ég fer af stað út í óvissuna á íslenskum hesti uppöldum í svíaríki.... hvernig ætli það gangi.
Er að fara á hestbak á eftir, þeir eru með íslenska hesta hérna fyrir utan Karlskrona, við erum 10 úr vinnunni sem erum að fara saman, verður mjög gaman. Fer svo í brúðkaup á morgun, hef mestar áhyggjur af því hvort ég geti setið í kirkjunni=), síðan verður Eurovisionpartý um kvöldið, langt síðan ég hef haft svona uppbókaða helgi.
Við skiluðum inn síðasta verkefninu fyrir skólann í gær, yndisleg tilfinning þegar maður er búinn að vinna verkefni þegar maður getur loksins skilað því af sér. Við fengum reyndar þokkalegt áfall þegar við ætluðum að klára verkefnið í gær. Ég opna skjalið sem við höfðum sparað á USB-minninu mínu og fáum upp 9 bls af ÿ. Það vildi til að við höfðum prentað út eintök af verkefninu og svo átti ég upprunalega verkefnið á tölvunni minni hérna heima þannig að þetta reddaðist nú allt saman, tók bara aðeins lengri tíma en við áttum von á. Næsta fimmtudag kynnum við síðan verkefnið, vekjum vonandi smá umræður í kringum það og að sjálfsögðu góða einkunn eða? Vona bara að það gangi vel og við náum.
Ætla að fara að taka mig til, ætla að kíkja í eins og eina búð áður en ég fer af stað út í óvissuna á íslenskum hesti uppöldum í svíaríki.... hvernig ætli það gangi.
Sunday, May 18, 2008
Var í partýi í gær og ég og Jessica byrjuðum að velta þessarri spurningu fyrir okkur.
Ætli maður sendi frá sér hættulega geisla þegar maður er einhleypur? Við vorum í innfluttnings/þrítugsafmæli hjá Caroline og Patrik, ég stoppaði bara stutt þar sem ég var á leiðinni á næturvakt en....
við ákváðum að setjast í stofuna því þar sátu flestir og mingla aðeins, svo þar sem við sitjum og spjöllum uppgötvum við að við erum allt í einu orðnar bara 2 eftir í stofunni, allir hinir eru komnir inn í eldhús (líklegast jafn svangir og við farnir að bíða eftir matnum) en þar sem meirihlutinn var pör fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort maður sendi frá sér einhverja hættulega geisla VARÚÐ EINHLEYPAR KONUR. Hvað haldið þið?
Frétti síðan að uppáhaldsumræðuefnið mitt hefði verið dregið upp meðal allra, jú þið giskuðuð rétt, brúðkaup, barneignir og húsakaup. Þá var nú barasta ágætt að sitja á sófanum í vinnunni og horfa á imbann get ég sagt ykkur. Erfitt þegar umræðuefnið verður svona einhæft, sérstaklega þar sem þetta liggur ekki í mínu áhugasviði í augnablikinu.
Þegar farin að hlakka til næstu helgar, er að fara á hestbak næsta föstudag með stelpunum í vinnunni, og brúðkaup á laugardaginn, svo er náttúrulega Eurovision á laugardaginn líka, áfram eurobandið eða?
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra, aka Doris
Ætli maður sendi frá sér hættulega geisla þegar maður er einhleypur? Við vorum í innfluttnings/þrítugsafmæli hjá Caroline og Patrik, ég stoppaði bara stutt þar sem ég var á leiðinni á næturvakt en....
við ákváðum að setjast í stofuna því þar sátu flestir og mingla aðeins, svo þar sem við sitjum og spjöllum uppgötvum við að við erum allt í einu orðnar bara 2 eftir í stofunni, allir hinir eru komnir inn í eldhús (líklegast jafn svangir og við farnir að bíða eftir matnum) en þar sem meirihlutinn var pör fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort maður sendi frá sér einhverja hættulega geisla VARÚÐ EINHLEYPAR KONUR. Hvað haldið þið?
Frétti síðan að uppáhaldsumræðuefnið mitt hefði verið dregið upp meðal allra, jú þið giskuðuð rétt, brúðkaup, barneignir og húsakaup. Þá var nú barasta ágætt að sitja á sófanum í vinnunni og horfa á imbann get ég sagt ykkur. Erfitt þegar umræðuefnið verður svona einhæft, sérstaklega þar sem þetta liggur ekki í mínu áhugasviði í augnablikinu.
Þegar farin að hlakka til næstu helgar, er að fara á hestbak næsta föstudag með stelpunum í vinnunni, og brúðkaup á laugardaginn, svo er náttúrulega Eurovision á laugardaginn líka, áfram eurobandið eða?
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra, aka Doris
Thursday, May 08, 2008
Þá eru mamma og Halldór Óskar farin, mikið var nú gott að hitta þau. Við enduðum ferðina í Kaupmannahöfn og hittum Magga bróðir sem er í útskriftarferð með lögguskólanum. Við skelltum okkur í dýragarðinn og svo út að borða. Svipurinn á Halldóri var yndislegur þegar ég las fyrir hann matseðilinn, kengúruborgari og krókódílakjöt, hann valdi fisk og franskar.
Var í gær á vettvangsæfingu fyrir rútuslys, mjög gaman og ég held að maður hafi gott af því að prófa hversu erfitt það er að bera 10 manns út úr rútu sem liggur á hliðinni, þar sem fólk liggur þvert og endilangt um alla rútu. Sumir höfðu klifrað og fest sig í bílbelti í hliðina sem var upp í loft og ég get lofað ykkur að það var ekki auðvelt að ná þeim niður. Vona bara að maður eigi ekki eftir að lenda í þessum aðstæðum í raunveruleikanum.
Bókaði ferð heim til Íslands í gær í sumarfríinu mínu, verð á skerinu 6-19. júlí, ætla bara að slappa af, leika við drengina mína og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.
Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla út að labba í góða veðrinu, bara sól og 20°C =)
kramar
Doris
Var í gær á vettvangsæfingu fyrir rútuslys, mjög gaman og ég held að maður hafi gott af því að prófa hversu erfitt það er að bera 10 manns út úr rútu sem liggur á hliðinni, þar sem fólk liggur þvert og endilangt um alla rútu. Sumir höfðu klifrað og fest sig í bílbelti í hliðina sem var upp í loft og ég get lofað ykkur að það var ekki auðvelt að ná þeim niður. Vona bara að maður eigi ekki eftir að lenda í þessum aðstæðum í raunveruleikanum.
Bókaði ferð heim til Íslands í gær í sumarfríinu mínu, verð á skerinu 6-19. júlí, ætla bara að slappa af, leika við drengina mína og hitta vini og ættingja sem vilja hitta mig.
Ætla að láta þetta gott heita í bili, ætla út að labba í góða veðrinu, bara sól og 20°C =)
kramar
Doris
Tuesday, April 22, 2008
Vorið er greinilega komið í Svíaríki, hvernig veit ég það... Jú búin að uppgötva fyrstu könguló sumarsins í loftinu á svefnherberginu mínu. Kvikindið féll fyrir dauðlegum geislum gluggahreinsiefnis, því miður datt hún á koddann minn þannig að ég þurfti að skipta um koddaver, annars hefði ég ekki getað sofið í rúminu mínu (hrollur).
Verð annars að deila út smá prikum.
Maggi bróðir fær hetjuprik fyrir að vera orðin LÖGGA, hann útskrifaðist síðasta föstudag. og Litla skrímslið fær afmælisprik, já ég veit að það er erfitt að trúa þessu en Helga Dís LITLA systir mín er orðin tvítug.
Vissi annars að allar þessar sjúkrahússápur kæmu að notum, er búin að vera með nema núna mánudag og þriðjudag sem er frá S-Afríku og gat bara talað reiprennandi spítalaensku (",) og barasta frekar ánægð með mig, hún var reyndar ánægð líka. Átti reyndar móment í morgun þegar ég var að reyna að útskýra (kunni ekki enska orðið) legsig, ég tók löngu leiðina og þegar hún skildi hvað ég var að meina segir hún já ok, prolaps. Já segi ég og roðna pínu því það er sama orð og við notum hér í Svíaríki og ég búin að fara norður á Akureyri og aftur til Reykjavíkur í minni útskýringu. Skemmtilegt með tungumál.
Pínu fréttir, en ég sótti um launalaust leyfi í dag, í nóvember og desember og er að hugsa um að koma heim og fá að vera með í barnasvæfingum. Við erum svo sjaldan með lítil börn og maður er alltaf jafn óöruggur með sig (FAKE IT TILL YOU MAKE IT) virkar ekki alltaf þó svo að maður reyni að akta kúl að ég ætla að reyna að næla mér í smá reynslu. Mig er búið að langa lengi að fá að svæfa meira börn og ákvað að drífa bara í því.
Jæja, orðin alltof mikil langloka, ætli nokkur nenni að lesa þetta til enda
Krossið fingurna fyrir leyfinu mínu
Verð annars að deila út smá prikum.
Maggi bróðir fær hetjuprik fyrir að vera orðin LÖGGA, hann útskrifaðist síðasta föstudag. og Litla skrímslið fær afmælisprik, já ég veit að það er erfitt að trúa þessu en Helga Dís LITLA systir mín er orðin tvítug.
Vissi annars að allar þessar sjúkrahússápur kæmu að notum, er búin að vera með nema núna mánudag og þriðjudag sem er frá S-Afríku og gat bara talað reiprennandi spítalaensku (",) og barasta frekar ánægð með mig, hún var reyndar ánægð líka. Átti reyndar móment í morgun þegar ég var að reyna að útskýra (kunni ekki enska orðið) legsig, ég tók löngu leiðina og þegar hún skildi hvað ég var að meina segir hún já ok, prolaps. Já segi ég og roðna pínu því það er sama orð og við notum hér í Svíaríki og ég búin að fara norður á Akureyri og aftur til Reykjavíkur í minni útskýringu. Skemmtilegt með tungumál.
Pínu fréttir, en ég sótti um launalaust leyfi í dag, í nóvember og desember og er að hugsa um að koma heim og fá að vera með í barnasvæfingum. Við erum svo sjaldan með lítil börn og maður er alltaf jafn óöruggur með sig (FAKE IT TILL YOU MAKE IT) virkar ekki alltaf þó svo að maður reyni að akta kúl að ég ætla að reyna að næla mér í smá reynslu. Mig er búið að langa lengi að fá að svæfa meira börn og ákvað að drífa bara í því.
Jæja, orðin alltof mikil langloka, ætli nokkur nenni að lesa þetta til enda
Krossið fingurna fyrir leyfinu mínu
Thursday, April 17, 2008
Ég get byrjað að lifa aftur =) Var í prófi í morgun og held að það hafi barsta gengið ágætlega. Núna eigum við bara eftir að gera litla ritgerð (höfum mánuð til þess) og svo er námskeiðið búið.
Helgin í Köben var æðisleg. Við fórum á föstudagskvöldinu á ástralskan veitingastað Reef'n'beef sem er óhætt að mæla með. Ég fékk svo góðan mat, kengúru í aðalrétt og svo eftirrétt sem heitir death by chocolate sem var yndislegur. Heyrði talað um að einhver á staðnum hefði fengið raðfullnægingu án þess að stunda kynlíf;-) Fæ reyndar ennþá sæluhroll á að hugsa um þennan eftirrétt. Sorglegt ekki satt....
Annað sem var sorglegt að í fyrsta skipti átti ég erfitt með að kveðja, fór næstum að gráta þegar Rúna og Eiríkur hoppuðu úr lestinni á Kastrup og ég sat ein eftir=( En annað gleðiefni mamma og Halldór Óskar ætla að koma og heimsækja mig fyrstu helgina í maí og ÉG er í fríi.
Kveðja
Doris
Helgin í Köben var æðisleg. Við fórum á föstudagskvöldinu á ástralskan veitingastað Reef'n'beef sem er óhætt að mæla með. Ég fékk svo góðan mat, kengúru í aðalrétt og svo eftirrétt sem heitir death by chocolate sem var yndislegur. Heyrði talað um að einhver á staðnum hefði fengið raðfullnægingu án þess að stunda kynlíf;-) Fæ reyndar ennþá sæluhroll á að hugsa um þennan eftirrétt. Sorglegt ekki satt....
Annað sem var sorglegt að í fyrsta skipti átti ég erfitt með að kveðja, fór næstum að gráta þegar Rúna og Eiríkur hoppuðu úr lestinni á Kastrup og ég sat ein eftir=( En annað gleðiefni mamma og Halldór Óskar ætla að koma og heimsækja mig fyrstu helgina í maí og ÉG er í fríi.
Kveðja
Doris
Tuesday, April 08, 2008
Ég er að fara til Köben á föstudaginn og hitta Rúnu og Eirík, hlakka ekkert smá mikið til.
Á föstudaginn ætlum við á kaffihús og ég ælta að fá mér eina sneið af þessarri ég fæ gæsahúð bara af að hugsa um þetta. Vá hvað ég ætla að njóta lífsins um helgina, hef unnið síðustu 5 helgar nefnilega, núna er komið að því að ég sé í fríi eða hvað.
Kveðja
Ein sem er heima með hitavellu og vonast til að vera búin að ná sér fyrir föstudag.
Á föstudaginn ætlum við á kaffihús og ég ælta að fá mér eina sneið af þessarri ég fæ gæsahúð bara af að hugsa um þetta. Vá hvað ég ætla að njóta lífsins um helgina, hef unnið síðustu 5 helgar nefnilega, núna er komið að því að ég sé í fríi eða hvað.
Kveðja
Ein sem er heima með hitavellu og vonast til að vera búin að ná sér fyrir föstudag.
Sunday, March 30, 2008
Monday, March 24, 2008
Ég er í sjokki!!!
Var að sjá í fyrsta skiptið heimildarmyndina SuperSize Me, um manninn sem borðaði 3 máltíðir á dag á Magga Dóna. Ég get ekki sagt að mig langi í hamborgara aftur eftir að hafa séð þessa mynd. Ég hugsa að maður þurfi að leita með logandi ljósi að fæði sem er næringarsnauðara og meira ávanbindandi en skyndibitar. Ekki furða að við verðum bara stærri og stærri.
Kannski ágætt að sjá þessa mynd svona eftir allt páskaátið, kannski auðveldara að standa sig þegar maður lofar sjálfum sér bót og betrum með bættum lífsstíl.
Ef þið hafið ekki séð þessa mynd, mæli ég með að þið horfið á hana.
Skál í grænu tei.
Anna Dóra
Var að sjá í fyrsta skiptið heimildarmyndina SuperSize Me, um manninn sem borðaði 3 máltíðir á dag á Magga Dóna. Ég get ekki sagt að mig langi í hamborgara aftur eftir að hafa séð þessa mynd. Ég hugsa að maður þurfi að leita með logandi ljósi að fæði sem er næringarsnauðara og meira ávanbindandi en skyndibitar. Ekki furða að við verðum bara stærri og stærri.
Kannski ágætt að sjá þessa mynd svona eftir allt páskaátið, kannski auðveldara að standa sig þegar maður lofar sjálfum sér bót og betrum með bættum lífsstíl.
Ef þið hafið ekki séð þessa mynd, mæli ég með að þið horfið á hana.
Skál í grænu tei.
Anna Dóra
Thursday, March 20, 2008
Í gær fékk ég fullt af fullorðinsstigum=) Ég fór á fund í bankanum þar sem ég ræddi við þjónustufulltrúa um sparnað og eftirlaunasjóði og hvar væri best að fjárfesta fyrir framtíðina. Vonandi eru peningarnir mínir farnir að vaxa því varla gera þeir það heima. Hvað er málið með þessa verðbólgu? Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég búin að vera að bíða eftir þessu, það er ekki eðlilegur lífstíll á Íslandi í dag, allir þurfa að eiga flottan bíl, flott hús, ég meina hver á eftir að muna eftir Jóni fyrir bílinn eða húsið, ég bara spyr. Held að íslendingar ættu aðeins að hægja á í lífsgæðakapphlaupinu, líta í kringum sig og spá í það hvort það sé þess virði. Hvað er þetta með að gera nýjan veg inn að Þingvöllum og eiga á hættu að þeir verðir teknir af heimsminjaskrá UNESCO, er ekki frekar að reyna að koma fleiri stöðum inn á heimsminjaskrá, þetta er svo sérstakt land sem við eigum, það á sér engann líka.
Læt reiðilestri mínum lokið í bili
Gleðilega páska
Læt reiðilestri mínum lokið í bili
Gleðilega páska
Friday, March 14, 2008
Afmælisprik dagsins fær Sigrún litla frænka mín, litla dýrið er tvítug í dag. Ég get sagt ykkur að hún á sætasta hvolp í heiminum, ég sá myndir af honum á heimasíðu strákanna og er ástfangin.
Annars er ekki mikið um að ske hjá mér. Ætla til Växjö á morgun og hitta Jessicu, við ætlum að luncha saman, líklegast sushi, mmm hvað ég hlakka til og að sjálfsögðu kíkja aðeins í skóbúðir, kominn tími á að kaupa nýja skó fyrir vorið. Veit ekki af hverju ég leita að skóm hérna, ég verð alltaf bara fyrir vonbrigðum þegar ég finn ekki neitt.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili.
puss og kram
Anna Dóra
Annars er ekki mikið um að ske hjá mér. Ætla til Växjö á morgun og hitta Jessicu, við ætlum að luncha saman, líklegast sushi, mmm hvað ég hlakka til og að sjálfsögðu kíkja aðeins í skóbúðir, kominn tími á að kaupa nýja skó fyrir vorið. Veit ekki af hverju ég leita að skóm hérna, ég verð alltaf bara fyrir vonbrigðum þegar ég finn ekki neitt.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili.
puss og kram
Anna Dóra
Sunday, March 02, 2008
Ætli þetta þýði að ég þurfi að hafa áhyggjur? Var að hreinsa til í skápunum hjá mér og henda gleri. Meirihlutinn var tómar bjór-, bacard-i og vínflöskur. Það var reyndar orðið langt síðan ég fór með gler síðast í endurvinnsluna en 2 fullir pokar og annar bara undan áfengi hmmmm.
Byrja að vinna aftur á morgun, fór reyndar í vinnuna á föstudaginn því ég skuldaði einni vinkonu minni vakt. Um kvöldið fórum við svo nokkur úr vinnunni á pöbbarölt og ég sá nokkra þekkta svía. Síðasti hlutinn af Melodifestivalen var í Karlskrona á laugardaginn (forval fyrir eurovision).
Jæja læt þetta nægja í bili
kveðja
Anna Dóra
Byrja að vinna aftur á morgun, fór reyndar í vinnuna á föstudaginn því ég skuldaði einni vinkonu minni vakt. Um kvöldið fórum við svo nokkur úr vinnunni á pöbbarölt og ég sá nokkra þekkta svía. Síðasti hlutinn af Melodifestivalen var í Karlskrona á laugardaginn (forval fyrir eurovision).
Jæja læt þetta nægja í bili
kveðja
Anna Dóra
Tuesday, February 26, 2008
Ég er í vikufríi, mmmm yndislegt ekki satt. Ætla bara að njóta lífsins, læra, hjálpa Jessicu að flytja, djamma pínu. Er pínu leið yfir að besta vinkona mín sé að flytja, núna er ekki lengur bara hlaupið í næsta hús til að horfa á eina ræmu, nei núna þarf aðeins meira skipulag. Reyndar er bara rúmur klukkutími til Växjö en við þurfum báðar að vera í fríi.
Núna eru Svíarnir búnir að draga sig úr kafbátabjörgunaræfingunni í Noregi =( það virðist sem það sé hætt við allar æfingar sem ég er skráð í, spurning hvort ég eigi að fara að taka þessu persónulega?
Jæja best að fara að koma sér af stað, er að leita mér að skóm, bara venjulegum skóm, er orðin þreytt á að vera alltaf í hlaupaskónum eða stígvélum. Það er nú byrjað að vora hérna.
Bið að heilsa í bili
Kramisar
Núna eru Svíarnir búnir að draga sig úr kafbátabjörgunaræfingunni í Noregi =( það virðist sem það sé hætt við allar æfingar sem ég er skráð í, spurning hvort ég eigi að fara að taka þessu persónulega?
Jæja best að fara að koma sér af stað, er að leita mér að skóm, bara venjulegum skóm, er orðin þreytt á að vera alltaf í hlaupaskónum eða stígvélum. Það er nú byrjað að vora hérna.
Bið að heilsa í bili
Kramisar
Monday, February 18, 2008
Ég hlakka svo til á morgun. Við vinkonurnar ætlum að eyða deginum saman. Jessica er að flytja til Växjö núna í lok mánaðarins þannig að við ákváðum að fyrst við erum allar í fríi að fara í spa. Við ætlum að byrja daginn í Ronnebybrunn, skella okkur í gufu, pottinn, jafnvel að fara í tækin og borða hádegismat þar. Síðan erum við búnar að panta borð á veitingastað og ætlum svo að enda á að fara í bíó, ætlum að sjá Jane Austin book club. Enda daginn með stelpumynd. Hljómar vel ekki satt.
Sá annars Saw IV í kvöld, er reyndar bara búin að sjá fyrstu myndina þarf að drífa mig í að sjá nr II og III.
Best að drífa sig í háttinn
Sá annars Saw IV í kvöld, er reyndar bara búin að sjá fyrstu myndina þarf að drífa mig í að sjá nr II og III.
Best að drífa sig í háttinn
Friday, February 15, 2008
Hæ hæ, fékk frekar leiðinlegar fréttir í vikunni. Jamm, haldiði ekki að það sé búið að fresta Finnlandsferðinni minni =( við vorum víst bara 3 sem vorum skráð héðan á námskeiðið og það var víst of lítið. Ég sem er búin að æfa og æfa fyrir þetta. Síðasta föstudag skelltum við okkur í sund til að æfa okkur í að halda niðri í okkur andanum og ég gat flotið í rúma mínútu með höfuðið undir vatni, ekki slæmt eða hvað?
Annars er allt svosem við það sama, ég á fyrra frí, sem þýðir sumarfrí í júlí, ég er reyndar ekki búin að ákveða hvort ég ætli að taka sumarfrí í sumar. Veit ekki alveg hvað ég vill í augnablikinu, en það er svosem ekki nýtt heldur þegar ég á í hlut.
Hvernig er það er einhver sem les þetta blogg? Veit ekki hvort ég eigi að halda áfram að blogga, hvað segið þið?
kveðja
Anna Dóra
Annars er allt svosem við það sama, ég á fyrra frí, sem þýðir sumarfrí í júlí, ég er reyndar ekki búin að ákveða hvort ég ætli að taka sumarfrí í sumar. Veit ekki alveg hvað ég vill í augnablikinu, en það er svosem ekki nýtt heldur þegar ég á í hlut.
Hvernig er það er einhver sem les þetta blogg? Veit ekki hvort ég eigi að halda áfram að blogga, hvað segið þið?
kveðja
Anna Dóra
Tuesday, February 05, 2008
Komin heim frá stórborginni. Fyrstu nóttina gisti ég í fangaklefa sem var 6 m2 og við sváfum í koju. Við gistum á Långholmen sem er elsta fangelsi Svíþjóðar (búið að breyta því í farfuglaheimili og hótel) ekkert smá fínt þó svo að það hafi verið fullþröngt að búa 2 í þessu litla rými. Kúrsinn var síðan í Såstaholm í Täby fyrir utan Stokkhólm, á gömlum herragarði, þarna bjuggu fátækir leikarar hér áður fyrr (þeir áttu að geta búið fínt og sinnt sköpunargáfunni þrátt fyrir peningaleysi). Þetta er með þeim fínari hótelum sem ég hef gist á. Í kjallaranum eru þeir búnir að gera herbergi sem kallast svo viðeigandi backstage, þar sem eru hellingur af búningum og hárkollum, singstar o.fl. og hver haldiði að hafi komið partýinu af stað annar en Doris með að syngja Diggiloo diggiley og svo tóku Svíarnir við. Partýið endaði síðan í gufubaði og fórum við í háttinn um 2leytið og síðan byrjaði kúrsinn aftur kl 8:30, ég var pínu þreytt þann daginn. Eftir kúrsinn fór ég svo til Uppsala og gisti hjá Jóu minni til sunnudags. Við fórum í 6 ára afmæli hjá Guðfinnu og spjölluðum út í eitt. Með öðrum orðum yndisleg helgi.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili, verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna, er að spá í að kaupa mér thaimat á leiðinni.......
kveðja
Jæja ætla að láta þetta duga í bili, verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna, er að spá í að kaupa mér thaimat á leiðinni.......
kveðja
Monday, January 28, 2008
Þá er skólinn byrjaður og hann leggst bara vel í mig. Skólinn er á fimmtudögum aðra hverja viku og ótrúlegt en satt stangast hann ekki á við allt annað sem ég er að gera í vor. Vitið þið hvað er það besta með námskeiðið, Caroline vinkona mín er líka á því, við erum annars 3 af svæfingunni sem er mjög fínt, við erum alla vega búnar að ákveða að gera lokaverkefnið saman. Skemmtilegt í skóla þegar maður er smá vinahópur, mun skemmtilegra en að vera einn ekki satt.
Er að fara í kertapartý til Caroline á eftir, söluhittingur, ætli það eigi ekki að reyna að pranga á mann kertum og kertastjökum. Sem betur fer er ég að fara á næturvakt síðan, get barasta laumast út. Á miðvikudagskvöldið flýg ég svo til Stokkhólms, fer á námsstefnu um svæfingagasið sem við notum á fimmtudag og föstudag. Á föstudaginn eftir námskeiðið fer ég svo beint til Uppsala, fæ far með henni Guðrúnu minni, hún keyrir mig til Jóu minnar þar sem ég ætla að eyða helginni með henni og gormunum hennar. Við ætlum m.a. að skella okkur í 6 ára afmæli til hennar Guðfinnu Ósk og ég get lofað ykkur því að það verður mikið spjallað og hlegið þessa helgina.
Nei ætli það sé ekki best að fara að koma sér í dagsverkið, afþýða frystinn, er búin að vera að byggja upp kjark í morgun.
Bið að heilsa
Er að fara í kertapartý til Caroline á eftir, söluhittingur, ætli það eigi ekki að reyna að pranga á mann kertum og kertastjökum. Sem betur fer er ég að fara á næturvakt síðan, get barasta laumast út. Á miðvikudagskvöldið flýg ég svo til Stokkhólms, fer á námsstefnu um svæfingagasið sem við notum á fimmtudag og föstudag. Á föstudaginn eftir námskeiðið fer ég svo beint til Uppsala, fæ far með henni Guðrúnu minni, hún keyrir mig til Jóu minnar þar sem ég ætla að eyða helginni með henni og gormunum hennar. Við ætlum m.a. að skella okkur í 6 ára afmæli til hennar Guðfinnu Ósk og ég get lofað ykkur því að það verður mikið spjallað og hlegið þessa helgina.
Nei ætli það sé ekki best að fara að koma sér í dagsverkið, afþýða frystinn, er búin að vera að byggja upp kjark í morgun.
Bið að heilsa
Sunday, January 20, 2008
Ok við unnum Slóvaka, það verður spennandi að sjá hvað gerist í kvöld. Ég hef sjaldan verið ánægðari með að vera í sama riðli og Svíar. Why spyrjið þið ábyggilega, jú Svíarnir eru að sýna alla leiki í riðlinum, þannig að sumir verða þokkalega fastir við imbann kl 18 að staðartíma.
Af öðru þá var ég að uppgötva búktalara sem heitir Jeff Dunham, kíkið á þetta, hann er yndislegur, kíkið endilega á fleiri klipp með honum.
Þegar hann hrópar Silence, I kill you, priceless.
Kveðja
Anna Dóra
Af öðru þá var ég að uppgötva búktalara sem heitir Jeff Dunham, kíkið á þetta, hann er yndislegur, kíkið endilega á fleiri klipp með honum.
Þegar hann hrópar Silence, I kill you, priceless.
Kveðja
Anna Dóra
Thursday, January 17, 2008
Spennandi kvöld framundan, stórleikur í handboltanum. Ísland-Svíþjóð í D-riðli á EM í Noregi. Mér skilst að Svíarnir séu í hefndarhug, við höfum unnið/gert jafntefli í síðustu leikjunum. Verst að ég er að fara á næturvakt þannig að ég hugsa að ég þurfi að fara í vinnuna í hálfleik svo ég missi nú örugglega ekki af leiknum.
ÁFRAM ÍSLAND
kveðja
Anna Dóra
ÁFRAM ÍSLAND
kveðja
Anna Dóra
Tuesday, January 08, 2008
Vá hvað það er mikið um að ske hjá mér þessa dagana. Á morgun er ég að fara á þyrluæfingu, við ætlum að æfa að síga í myrkri ( I know ekkert smá gaman). Í byrjun mars fer ég svo á aðra þyrluæfingu að læra að bjarga mér úr þyrlunni ef hún skyldi lenda á vatni. Sú æfing verður í Finnlandi og ég fer með Josefin vinkonu minni=) Við ætlum að byrja að synda x1 í viku og æfa okkur í að fara í kollhnísa í kafi, aðeins að venja okkur við að fá vatn í nefið.
Annars er svosem ekki mikið annað um að vera hjá mér. Bara þetta sama venjulega.
Vona að öllum líði vel.
kveðja
Anna Dóra
Annars er svosem ekki mikið annað um að vera hjá mér. Bara þetta sama venjulega.
Vona að öllum líði vel.
kveðja
Anna Dóra
Sunday, January 06, 2008
Fyrsta blogg ársins.
Mikið var ég glöð þegar ég vaknaði í morgun. Það byrjaði að snjóa í gærkvöldi og í morgun lá ca 5 cm nýfallinn snjór yfir öllu. Skrýtið eins og ég þoli ekki kulda/vera kalt þá elska ég snjó. Það hlýtur að vera vegna þess hversu mikið hann lýsir upp skammdegið. Ekki grátt/svart og myglulegt úti heldur hvítt og bjart=)
Annars er svosem ekkert að frétta, var heima á Íslandi um áramótin, hitti bæði vini og ættingja og hafði það almennt mjög gott. Kom svo hingað heim aðfaranótt laugardags og er búin að vera að vinna um helgina þar sem var aldrei þessu vant mjög rólegt.
Bið að heilsa í bili
kveðja
Anna Dóra
Mikið var ég glöð þegar ég vaknaði í morgun. Það byrjaði að snjóa í gærkvöldi og í morgun lá ca 5 cm nýfallinn snjór yfir öllu. Skrýtið eins og ég þoli ekki kulda/vera kalt þá elska ég snjó. Það hlýtur að vera vegna þess hversu mikið hann lýsir upp skammdegið. Ekki grátt/svart og myglulegt úti heldur hvítt og bjart=)
Annars er svosem ekkert að frétta, var heima á Íslandi um áramótin, hitti bæði vini og ættingja og hafði það almennt mjög gott. Kom svo hingað heim aðfaranótt laugardags og er búin að vera að vinna um helgina þar sem var aldrei þessu vant mjög rólegt.
Bið að heilsa í bili
kveðja
Anna Dóra
Thursday, December 27, 2007
Skelfilegt hvað tíminn er stundum fljótur að líða. Ég stillti klukku í morgun, slökkti svo samviskusamlega á henni og fannst ég bara hafa legið í nokkrar mínútur og fílósóferað um lífið og tilveruna þegar ég opna augun og lít á klukkuna og viti menn, þessar nokkru mínútur voru klukkutími=)
Kem heim á morgun, búið að skipuleggja smá vinnu á slysó, laugardagskvöld og nótt og morgunvakt á gamlárs.
Annars hef ég haft það hrikalega gott um jólin. Var á aðfangadag heima hjá Jessicu í Ör, hélt í fyrsta skipti upp á sænsk jól. Við borðuðum á okkur gat, drukkum mikið, spiluðum, þetta var eins og heima. Á jóladag fór ég heim til Hrafnhildar þar borðuðum við tvíreykt hangikjöt, sem var svo gott að ég fæ vatn í munninn af að hugsa um það. Um kvöldið hitti ég svo nokkra vinnufélaga og við skelltum okkur út á lífið. Það var suddalega gaman, alltof mikið drukkið, en mikið skemmtum við okkur vel. Það var frekar þreytt Doris sem mætti á kvöldvaktina í gær, þakklát fyrir að vera á sjúkrabílnum og geta fleygt sér í sófann í vinnunni;-)
Nei ætla að fara að hætta þessu bulli, ætla að fara og kaupa síðustu hlutina sem ég ætla að taka með mér heim og svo beint í vinnunna.
Hafið það gott, vonandi næ ég að hitta sem flesta þessa viku sem ég er heima.
kveðja
Anna Dóra
Kem heim á morgun, búið að skipuleggja smá vinnu á slysó, laugardagskvöld og nótt og morgunvakt á gamlárs.
Annars hef ég haft það hrikalega gott um jólin. Var á aðfangadag heima hjá Jessicu í Ör, hélt í fyrsta skipti upp á sænsk jól. Við borðuðum á okkur gat, drukkum mikið, spiluðum, þetta var eins og heima. Á jóladag fór ég heim til Hrafnhildar þar borðuðum við tvíreykt hangikjöt, sem var svo gott að ég fæ vatn í munninn af að hugsa um það. Um kvöldið hitti ég svo nokkra vinnufélaga og við skelltum okkur út á lífið. Það var suddalega gaman, alltof mikið drukkið, en mikið skemmtum við okkur vel. Það var frekar þreytt Doris sem mætti á kvöldvaktina í gær, þakklát fyrir að vera á sjúkrabílnum og geta fleygt sér í sófann í vinnunni;-)
Nei ætla að fara að hætta þessu bulli, ætla að fara og kaupa síðustu hlutina sem ég ætla að taka með mér heim og svo beint í vinnunna.
Hafið það gott, vonandi næ ég að hitta sem flesta þessa viku sem ég er heima.
kveðja
Anna Dóra
Friday, December 21, 2007
Hérna kemur smá jólaglaðningur fyrir þá sem eru haldnir sömu jólanostalgíu og ég. Ég elska þessa auglýsingu og var með secret chrush í kúrekanum.
Aðeins 3 næturvaktir til jóla.
Jólakveðja
Anna Dóra
Aðeins 3 næturvaktir til jóla.
Jólakveðja
Anna Dóra
Saturday, December 15, 2007
Styttist til jóla, hvernig gengur jólaundirbúningurinn þarna úti? Ég bakaði christmas cupcakes áðan, þær eru ótrúlega jólalega góðar, ætli það sé piparkökukryddið? Ætla að taka þær með mér til vinkonu minnar. Við erum 10 sem ætlum að hittast og búa til pínu jólakonfekt í kvöld. Ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar, á bara eftir að setja upp jólatréið mitt. Það verður verkefni morgundagsins. Ég ætla að eyða aðfangadagskvöldi með Jessicu minni og fjölskyldunni hennar í Ör, fyrir utan Växjö. Á jóladag ætla ég að hitta Hrafnhildi mína í hangikjöti og svo ætlum við nokkrar singel pæjur úr vinnunni að kíkja út á lífið (ef við fáum miða þ.e.a.s).
Ætla að skella mér aðeins í bæinn, er að leita mér að skóm, hverjum kom þetta á óvart?
Jólakveðja
Anna Dóra
Ætla að skella mér aðeins í bæinn, er að leita mér að skóm, hverjum kom þetta á óvart?
Jólakveðja
Anna Dóra
Monday, December 10, 2007
Vá við vorum með Jólapartý í vinnunni síðasta laugardag sem heppnaðist alveg suddalega vel. Skemmtinefndinni var þakkað fyrir vel unnin störf og allir eru farnir að hlakka til eftir næsta partýi. Þetta er eini gallinn við að halda skemmtileg partý, fólk treystir á að þú haldir áfram að skipuleggja partý handa þeim.
Annars fékk ég að vita fyrir helgi að ég fæ að fara til Stokkhólms á námskeið núna í lok janúar. Ætla að reyna að heimsækja Uppsalafólkið mitt í leiðinni, á bara eftir að hringja og sníkja gistingu einhversstaðar. Námskeiðið er fimmtudag og föstudag, ætlaði þá að reyna að vera í helgarheimsókn í Uppsala. Orðið langt síðan ég hef hitt Uppsalafólkið. Jóhanna og Guðrún þið kannski fattið hintið;-) ég hringi við tækifæri.
Verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna.
Við heyrumst
Anna Dóra
Annars fékk ég að vita fyrir helgi að ég fæ að fara til Stokkhólms á námskeið núna í lok janúar. Ætla að reyna að heimsækja Uppsalafólkið mitt í leiðinni, á bara eftir að hringja og sníkja gistingu einhversstaðar. Námskeiðið er fimmtudag og föstudag, ætlaði þá að reyna að vera í helgarheimsókn í Uppsala. Orðið langt síðan ég hef hitt Uppsalafólkið. Jóhanna og Guðrún þið kannski fattið hintið;-) ég hringi við tækifæri.
Verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna.
Við heyrumst
Anna Dóra
Monday, December 03, 2007
Var aðeins að leika mér, setti inn smá videóklipp hér til hliðar.
2 eru tónlistarmyndbönd sem mér finnst flott, á ábyggilega eftir að setja fleiri þegar ég finn þau. Vinnan mín er stutt lag sem lýsir því hvað ég geri í vinnunni svo vel að ég gæti ekki lýst því betur sjálf.
21 dagur til jóla, ég ætla að byrja að skreyta á eftir.
Ha det
Anna Dóra
2 eru tónlistarmyndbönd sem mér finnst flott, á ábyggilega eftir að setja fleiri þegar ég finn þau. Vinnan mín er stutt lag sem lýsir því hvað ég geri í vinnunni svo vel að ég gæti ekki lýst því betur sjálf.
21 dagur til jóla, ég ætla að byrja að skreyta á eftir.
Ha det
Anna Dóra
Friday, November 30, 2007
Bara 25 dagar til jóla og á morgun fæ ég að opna fyrsta gluggann í dagatalinu mínu. Ég á reyndar 2 =) ég keypti mér eitt og svo fékk ég eitt frá m+p. Fyrsti sunnudagur í aðventu nálgast og þar með jólaskreytingin.
Fór í gær og lét setja vetrardekkin undir bílinn. Eini gallinn á húsinu sem ég bý í er að geymslan er uppi á lofti, 4. hæð og ég bölva hressilega í hvert skipti sem ég þarf að sækja/skila dekkjunum. Af hverju var ekki hægt að gera smá dekkjageymslu í kjallaranum hjá hjólunum? Nei, í staðinn fær maður að rogast með dekkin upp tröppurnar og trúið mér dekk á felgum eru engin létta vara (ef maður er ekki Jón Páll), en ég lít bara á þetta björtum augum, þetta er jú ágætis æfing ekki satt.
Jæja ætla að hætta þessu bulli, fara og baka muffins og gera mig svo klára fyrir vinnuna, kvöldvaktarhelgi, ég veit hljómar ótrúlega spennandi.
Ælta bara að leyfa ykkur að heyra LAGIÐ sem er tileinkað mér
puss og kram
Anna Dóra
Fór í gær og lét setja vetrardekkin undir bílinn. Eini gallinn á húsinu sem ég bý í er að geymslan er uppi á lofti, 4. hæð og ég bölva hressilega í hvert skipti sem ég þarf að sækja/skila dekkjunum. Af hverju var ekki hægt að gera smá dekkjageymslu í kjallaranum hjá hjólunum? Nei, í staðinn fær maður að rogast með dekkin upp tröppurnar og trúið mér dekk á felgum eru engin létta vara (ef maður er ekki Jón Páll), en ég lít bara á þetta björtum augum, þetta er jú ágætis æfing ekki satt.
Jæja ætla að hætta þessu bulli, fara og baka muffins og gera mig svo klára fyrir vinnuna, kvöldvaktarhelgi, ég veit hljómar ótrúlega spennandi.
Ælta bara að leyfa ykkur að heyra LAGIÐ sem er tileinkað mér
puss og kram
Anna Dóra
Wednesday, November 21, 2007
Sit á 3ju 16 tíma vaktinni og er að láta tímann líða. Fyrsta vaktin þar sem ég er ekki á hlaupum í tíma og ótíma. Ætlaði bara að nota tækifærið og þakka öllum sem komu í partýið til mín fyrir mig. Það var ekkert smá gaman að hitta alla. Hver kom mest á óvart í partýinu, jú mikið rétt það var Maggi, ég hefði aldrei trúað að drengurinn myndi taka lagið í Singstar, efast reyndar um að það hafi verið margir sem áttu von á því=)
Á eftir tvær 16 tíma vaktir fimmtudag og föstudag, áður en ég held heim á leið á laugardagsmorguninn. Ég er orðin spennt að vita hvað ég fái í laun því ég hef heyrt orðróm um að ég sé búin að gera mikið og gott gagn=)
Verð að halda áfram að vinna, bless í bili
Anna Dóra
Á eftir tvær 16 tíma vaktir fimmtudag og föstudag, áður en ég held heim á leið á laugardagsmorguninn. Ég er orðin spennt að vita hvað ég fái í laun því ég hef heyrt orðróm um að ég sé búin að gera mikið og gott gagn=)
Verð að halda áfram að vinna, bless í bili
Anna Dóra
Monday, November 12, 2007
Wednesday, November 07, 2007
Ég er að koma heim til að vinna mér inn nokkrar aukakrónur. Japp ég ætla að gera eins og svíinn nema hvað að ég ætla til Íslands í staðinn fyrir Noregs. Kem 15. nóv og fer heim aftur 24. nóv. Við systur ætlum að vera með smá partý 17.nóv, ef það er einhver sem við erum að gleyma endilega láttu mig vita. Þetta verður líklegast eina tækifærið til að hitta mig því ég mun vinna mjög mikið.
Fékk að vita í síðustu viku að það eru 2 nýjar kafbátaæfingar með hernum á næsta ári og þeir vilja að ég verði með aftur=) Hljómar vel, I know..... þetta var ekkert smá gaman síðast og bossinn sagði mér að leggja frí þegar æfingarnar verða.
Bið að heilsa í bili,
Anna Dóra
Fékk að vita í síðustu viku að það eru 2 nýjar kafbátaæfingar með hernum á næsta ári og þeir vilja að ég verði með aftur=) Hljómar vel, I know..... þetta var ekkert smá gaman síðast og bossinn sagði mér að leggja frí þegar æfingarnar verða.
Bið að heilsa í bili,
Anna Dóra
Sunday, October 28, 2007
Komin heim frá Bahamas og orðin árinu eldri. Ég er búin að hafa það alveg rosalega gott og kynnast helling af fólki.
Ég kafaði með höfrungum og það var ennþá skemmtilegra en að synda með þeim. Ég klappaði þeim, þeir snéru mér í hringi og kysstu mig. og svo endaði þetta með því að við syntum um kóralrifið með þeim.
Annars hef ég mest flatmagað á ströndinni eða á sundlaugarbakkanum, farið í bæinn og bara tekið því rólega. Enda erfitt að stressa þegar hitinn er 36°C. Fólk er svo óheyrilega vingjarnlegt að það er eiginlega ekki fyndið. Allir sem maður mætir á götunni heilsa manni, aðeins öðruvísi en í þessu stressþjóðfélagi sem við búum í.
Lenti í ævintýri á heimleiðinni, fluginu frá West Palm Beach seinkaði þannig að ég missti af tengifluginu til Kaupmannahafnar. Flugfélagið borgaði reyndar fyrir mig gistingu í New Jersey og kvöld- og morgunmat og svo fékk ég sæti á 1st class á leiðinni heim þannig að ekki er ég að kvarta.
Þegar ég kom svo inn í íbúðina mína voru blöðrur og borðar út um allt auk plakata þar sem ég var boðin velkomin heim og til hamingju með afmælið , þetta höfðu stelpurnar mínar séð um.
Jæja, set kannski köfunarmyndir inn við tækifæri, ætla að skella mér í háttinn, á að mæta í vinnu í fyrramálið.
kveðja
Anna Dóra
Ég kafaði með höfrungum og það var ennþá skemmtilegra en að synda með þeim. Ég klappaði þeim, þeir snéru mér í hringi og kysstu mig. og svo endaði þetta með því að við syntum um kóralrifið með þeim.
Annars hef ég mest flatmagað á ströndinni eða á sundlaugarbakkanum, farið í bæinn og bara tekið því rólega. Enda erfitt að stressa þegar hitinn er 36°C. Fólk er svo óheyrilega vingjarnlegt að það er eiginlega ekki fyndið. Allir sem maður mætir á götunni heilsa manni, aðeins öðruvísi en í þessu stressþjóðfélagi sem við búum í.
Lenti í ævintýri á heimleiðinni, fluginu frá West Palm Beach seinkaði þannig að ég missti af tengifluginu til Kaupmannahafnar. Flugfélagið borgaði reyndar fyrir mig gistingu í New Jersey og kvöld- og morgunmat og svo fékk ég sæti á 1st class á leiðinni heim þannig að ekki er ég að kvarta.
Þegar ég kom svo inn í íbúðina mína voru blöðrur og borðar út um allt auk plakata þar sem ég var boðin velkomin heim og til hamingju með afmælið , þetta höfðu stelpurnar mínar séð um.
Jæja, set kannski köfunarmyndir inn við tækifæri, ætla að skella mér í háttinn, á að mæta í vinnu í fyrramálið.
kveðja
Anna Dóra
Wednesday, October 10, 2007
Er ekki kominn tími á að ég segi ykkur frá hvert ég fer í næsta ferðalag?
Ég fer á mánudaginn til Bahamas =) ætla að vera þar í 11 daga m.a. yfir afmælið mitt. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég eigi að synda eða kafa með höfrungum á afmælisdaginn, það eina sem er ákveðið þetta verður gaman. Ég er reyndar búin að lofa pabba mínum að þó svo að ég sé komin með kafararéttindin þá ætli ég ekki að kafa með HÁKÖRLUM, það hefði nú samt verið gaman.
Mig dreymir um ferðina, sól, hiti, sjór, sandur, skemmtilegt ég gæti haldið áfram endalaust.
Litlu systir minni finnst reyndar sorglegt að ferðast einn en ég er ekki sammála henni. Það er svo gaman að ferðast og kynnast nýju fólki. Hvað finnst ykkur annars?
Jæja ætla að skella mér í sturtu og taka mig til fyrir næturvaktina,
Bið að heilsa í bili, hver veit nema ég skelli inn einhverjum fréttum úr ferðalaginu hingað.
pusssssss
Ég fer á mánudaginn til Bahamas =) ætla að vera þar í 11 daga m.a. yfir afmælið mitt. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég eigi að synda eða kafa með höfrungum á afmælisdaginn, það eina sem er ákveðið þetta verður gaman. Ég er reyndar búin að lofa pabba mínum að þó svo að ég sé komin með kafararéttindin þá ætli ég ekki að kafa með HÁKÖRLUM, það hefði nú samt verið gaman.
Mig dreymir um ferðina, sól, hiti, sjór, sandur, skemmtilegt ég gæti haldið áfram endalaust.
Litlu systir minni finnst reyndar sorglegt að ferðast einn en ég er ekki sammála henni. Það er svo gaman að ferðast og kynnast nýju fólki. Hvað finnst ykkur annars?
Jæja ætla að skella mér í sturtu og taka mig til fyrir næturvaktina,
Bið að heilsa í bili, hver veit nema ég skelli inn einhverjum fréttum úr ferðalaginu hingað.
pusssssss
Monday, October 08, 2007
Komin heim frá Þýskalandi. Þessi ferð var ógleymanleg, við vorum svo heppin með veður 20°C og sól næstum alla dagana. Við höfum keyrt og skoðað heilan helling. Við skoðuðum kastala sem er fyrirmyndin að kastalanum hennar Þyrnirós í Disneymyndunum. Við keyrðum og skoðuðum Arnarhreiðrið, það var ótrúlega flott. Ímyndið ykkur bara að vera í 1834m hæð í ölpunum, það er næstum heiðskýrt, hárið á höfðinu hreyfist varla og þú ert með útsýni í 200°. Set kannski inn einhverjar myndir við tækifæri þegar Rúna er búin að senda mér þær.
Við vorum ein af þeim 6,2 milljónum sem fóru á oktoberfest í Munchen og lögðum að sjálfsögðu okkar af mörkum í þeim 6,7 milljón lítrum af bjór sem drukknir voru. Októberfest er eins og risatívolí, hellingur af leiktjöldum og sölutjöldum og það besta er að þeir selja bjór. Það er ekki hægt að biðja um lítinn bjór, nei allur bjór er seldur í líterskönnum og þetta bera þjónarnir út allt að 12 könnur í einu. Gaman samt að sjá aðra siði. Þjóðverjarnir í liederhosen og konurnar í sínum þjóðbúningi (sem er btw mun flottari en upphluturinn).
Brúðkaupið var bara yndislegt, það byrjaði með partýi á þriðjudagskvöldinu sem er einskonar sameiginlegt gæsa- og steggjapartý. Þar voru allir látnir brjóta postulín og þetta voru brúðhjónin að sópa allt kvöldið. Sjálf brúðkaupið var svo á laugardaginn og verður að teljast með þeim glæsilegri brúðkaupum sem ég hef farið í (þau eru reyndar ekki mörg en engu að síður). Dagurinn var yndislegur og maður fékk að kynnast mörgum nýjum siðum. Ég er allavega rosalega ánægð að hafa farið.
Jæja ætla ekki að kvelja ykkur lengur
kram
Doris
Við vorum ein af þeim 6,2 milljónum sem fóru á oktoberfest í Munchen og lögðum að sjálfsögðu okkar af mörkum í þeim 6,7 milljón lítrum af bjór sem drukknir voru. Októberfest er eins og risatívolí, hellingur af leiktjöldum og sölutjöldum og það besta er að þeir selja bjór. Það er ekki hægt að biðja um lítinn bjór, nei allur bjór er seldur í líterskönnum og þetta bera þjónarnir út allt að 12 könnur í einu. Gaman samt að sjá aðra siði. Þjóðverjarnir í liederhosen og konurnar í sínum þjóðbúningi (sem er btw mun flottari en upphluturinn).
Brúðkaupið var bara yndislegt, það byrjaði með partýi á þriðjudagskvöldinu sem er einskonar sameiginlegt gæsa- og steggjapartý. Þar voru allir látnir brjóta postulín og þetta voru brúðhjónin að sópa allt kvöldið. Sjálf brúðkaupið var svo á laugardaginn og verður að teljast með þeim glæsilegri brúðkaupum sem ég hef farið í (þau eru reyndar ekki mörg en engu að síður). Dagurinn var yndislegur og maður fékk að kynnast mörgum nýjum siðum. Ég er allavega rosalega ánægð að hafa farið.
Jæja ætla ekki að kvelja ykkur lengur
kram
Doris
Tuesday, September 25, 2007
Var að lesa mbl.is og sjá að PABLO FRANCISCO verður með uppistand heima, gerið mér greiða og farið og sjáið hann. Maðurinn er ótrúlega fyndinn. Hans sérkenni er held ég einmitt þetta, fyndna röddin sem kynnir allar bíómyndir.
Annars allt gott, var að vinna í nótt og fer aftur í nótt, síðan vinn ég aðfaranótt laugardags og sunnudags og síðan er það vikufrí í Þýskalandi. Raggi frændi giftir sig núna 6.okt. Keypti einmitt tvo kjóla í gær, báðir ógó sætir nema hvað=) Eftir brúðkaupið vinn ég í viku og síðan 2ja vikna frí.......... I just love to be me.
hafið það gott
puss o kram
Annars allt gott, var að vinna í nótt og fer aftur í nótt, síðan vinn ég aðfaranótt laugardags og sunnudags og síðan er það vikufrí í Þýskalandi. Raggi frændi giftir sig núna 6.okt. Keypti einmitt tvo kjóla í gær, báðir ógó sætir nema hvað=) Eftir brúðkaupið vinn ég í viku og síðan 2ja vikna frí.......... I just love to be me.
hafið það gott
puss o kram
Monday, September 24, 2007
Sjáiði afraksturinn, fór með Jessicu út í skóg áðan að týna kantareller (sveppir). Það var reyndar mun skemmtilegra að týna og leita að þeim heldur en að hreinsa þá. Ætla að steikja sveppi núna og hella aðeins rjóma yfir og svo setur maður herlegheitin ofan á brauð. Hljómar gott, ég veit. Við ætlum að fara aftur út í skóg við tækifæri.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef týnt
sveppi og varð mun auðveldara þegar við höfðum fundið nokkra svo ég vissi hverju ég væri að leita að. Vona bara að maturinn verði góður.
kramisar
Doris
Saturday, September 22, 2007
Sælt veri fólkið, hvað á að gera um helgina?
Í kvöld er ég og Jessica að fara til Växjö á uppistand, hann heitir Magnus Betnér og er ótrúlega fyndinn. Síðan veit maður aldrei nema maður kíki út á lífið hér í Karlskrona á eftir, það á allt eftir að koma í ljós.
Það er talað um að allir sem fljúga með þyrlunni eigi að taka þátt í æfingu um hvernig maður eigi að bjarga sér út úr þyrlu sem nauðlendir á vatni. Margir sem hafa byrjað hugsa sig um 2svar núna eftir þyrluslysið sem varð fyrir rúmri viku. Með því að taka þátt í þessarri æfingu megum við vera með lítinn loftbrúsa á okkur þannig að við kaupum okkur nokkrar aukamínútur undir vatninu. Kíkið á þetta myndband og segið mér hvað ykkur finnst.
Best að ég fari og kíki í búðir, fer í brúðkaup núna 6.okt og hef ekki guðmund um í hverju ég á að vera.
Góða helgi
Í kvöld er ég og Jessica að fara til Växjö á uppistand, hann heitir Magnus Betnér og er ótrúlega fyndinn. Síðan veit maður aldrei nema maður kíki út á lífið hér í Karlskrona á eftir, það á allt eftir að koma í ljós.
Það er talað um að allir sem fljúga með þyrlunni eigi að taka þátt í æfingu um hvernig maður eigi að bjarga sér út úr þyrlu sem nauðlendir á vatni. Margir sem hafa byrjað hugsa sig um 2svar núna eftir þyrluslysið sem varð fyrir rúmri viku. Með því að taka þátt í þessarri æfingu megum við vera með lítinn loftbrúsa á okkur þannig að við kaupum okkur nokkrar aukamínútur undir vatninu. Kíkið á þetta myndband og segið mér hvað ykkur finnst.
Best að ég fari og kíki í búðir, fer í brúðkaup núna 6.okt og hef ekki guðmund um í hverju ég á að vera.
Góða helgi
Tuesday, September 18, 2007
Flott í Silfru eða hvað. Þið sem ekki kafið, prófið að snorkla í Silfru, þetta er ótrúleg upplifun, svo tært vatn, það gerist varla betra.
Er ég spennufíkill? Mér finnst á honum pabba mínum að svo sé. Mér finnst gaman að vinna á sjúkrabílnum, mér finnst æði að fljúga í þyrlu. Ég elska vinnuna mína, engir 2 dagar eru eins. Ég elska að ferðast og kynnast nýju fólki. Köfun er bara gaman. Ég hef nú samt engan áhuga á því að hoppa úr fallhlíf, líklegast vegna þess að ég er svo lofthrædd. Ég veit það ekki kannski er ég spennufíkill hvað haldið þið?
kram
Anna Dóra
Monday, September 17, 2007
Ég er komin með nýtt mottó, maður lifir bara einu sinni. Af hverju þarf alltaf slys til að fá mann til að ranka við sér. Maður vinkonu minnar dó í þyrluslysinu sem var hérna í síðustu viku. Í kjölfarið er ég búin að ákveða að skella mér í ferðalag yfir afmælið mitt=) hvert segi ég ykkur síðar. Get bara sagt ykkur að ég hlakka til. Fór til deildarstjórans á föstudaginn og þó svo að ég væri búin að fá vinnuskýrslu fyrir tímabilið var ekkert mál að redda mér smá fríi, hún man hvað það var gaman að vera þrítug. Vinur minn hjálpaði reyndar mikið til með því að taka vaktir fyrir mig. En ég fékk 2ja vikna frí=)=)=)
Annars ekkert nýtt á döfinni hérna.
Hafið það gott.
kramisar
Anna Dora
Annars ekkert nýtt á döfinni hérna.
Hafið það gott.
kramisar
Anna Dora
Tuesday, September 11, 2007
Þá er ég komin heim aftur.
Ferðin til Íslands heppnaðist vonum framar og allir yfir sig ánægðir. Við skelltum okkur í bláa lónið á leiðinni til Reykjavíkur. Fengum frábæran dag á spítalanum. Meirihlutinn skellti sér svo út að borða í Perlunni um kvöldið. Ég fór með Eiríki og 2 úr hópnum að kafa í Silfru. Föstudagurinn byrjaði með útreiðartúr, síðan skelltum við okkur á Þingvelli, létum fólk smakka hákarl og brennivín. Þá var stefnan tekin á Gullfoss og Geysi, þar var harðfisknum gerð góð skil (aðallega ég, Hrafnhildur og Maggi) og síðan skelltum við okkur í pottinn og gufu í Laugarskarði áður en við fórum í mat til mömmu og pabba. Um kvöldið fór ég svo á djammið með Rúnu, Johan og Jörgen (hinir voru of þreyttir). Við kíktum í löggupartý og fórum þaðan á Greifaball, strákarnir skemmtu sér ágætlega þó svo að þeir hafi ekki skilið neitt. Fólk hafði svo frjálsar hendur á laugardeginum, kíkti í búðir, fór á hestbak, hvalaskoðun og síðan fórum við út að borða á Humarhúsið. Hugsa að hópurinn hafi bjargað efnahag 66°N, það voru flestir sem keyptu sér eitthvað í þeirri búð. Hitti hluta af ferðalöngunum í vinnunni í dag, fólk var þreytt en mjög ánægt.
Ætla að skella mér í háttinn núna, við heyrumst síðar
kram
Anna Dóra
Ferðin til Íslands heppnaðist vonum framar og allir yfir sig ánægðir. Við skelltum okkur í bláa lónið á leiðinni til Reykjavíkur. Fengum frábæran dag á spítalanum. Meirihlutinn skellti sér svo út að borða í Perlunni um kvöldið. Ég fór með Eiríki og 2 úr hópnum að kafa í Silfru. Föstudagurinn byrjaði með útreiðartúr, síðan skelltum við okkur á Þingvelli, létum fólk smakka hákarl og brennivín. Þá var stefnan tekin á Gullfoss og Geysi, þar var harðfisknum gerð góð skil (aðallega ég, Hrafnhildur og Maggi) og síðan skelltum við okkur í pottinn og gufu í Laugarskarði áður en við fórum í mat til mömmu og pabba. Um kvöldið fór ég svo á djammið með Rúnu, Johan og Jörgen (hinir voru of þreyttir). Við kíktum í löggupartý og fórum þaðan á Greifaball, strákarnir skemmtu sér ágætlega þó svo að þeir hafi ekki skilið neitt. Fólk hafði svo frjálsar hendur á laugardeginum, kíkti í búðir, fór á hestbak, hvalaskoðun og síðan fórum við út að borða á Humarhúsið. Hugsa að hópurinn hafi bjargað efnahag 66°N, það voru flestir sem keyptu sér eitthvað í þeirri búð. Hitti hluta af ferðalöngunum í vinnunni í dag, fólk var þreytt en mjög ánægt.
Ætla að skella mér í háttinn núna, við heyrumst síðar
kram
Anna Dóra
Sunday, September 02, 2007
Nú get ég byrjað að kalla mig KAFARA já gott fólk, ég er búin með námskeiðið og gekk bara ágætlega þó ég segi sjálf frá. Ég sprengdi reyndar næstum í mér aðra hljóðhimnuna í gær en allt gekk vel í dag. Fer á morgun í köfunarbúðina og fylli í loggbókina og fæ bráðabirgðaskírteinið mitt. Síðan verður næsta köfun í Silfru á fimmtudaginn. Spennandi já ég veit.
Jæja vildi bara deila þessum gleðifréttum með ykkur=)
Þar til næst.....
Jæja vildi bara deila þessum gleðifréttum með ykkur=)
Þar til næst.....
Friday, August 31, 2007
Jæja þá er bóklega prófið búið og ég náði, nema hvað. Ég var með 1 villu (af 50 spurningum) þannig að ég fékk 98% í einkun=) Á eftir að kafa x2 um helgina áður en ég get kallað sjálfa mig kafara=) Á morgun köfum við á Turkö í vatni þar, það er víst mjög sérstakt, því þarna var höggvið eftir graníti þannig að ég á eftir að sjá mjög bratta kletta og vonandi eitthvað annað. Það er ekki búið að ákveða hvar við köfum á sunnudaginn, það fer allt eftir veðri og vindum=)
Fór í fyrsta alvöru áreksturinn í gærkvöldi, sem betur fer var viðkomandi ekki mikið slasaður. Á myndinni sjáiði bílinn, ef þið stækkið myndina þá er ég þessi með hvíta hjálminn=)
Jæja, best að hvíla sig almennilega í nótt, spennandi helgi framundan.
kramisar
Fór í fyrsta alvöru áreksturinn í gærkvöldi, sem betur fer var viðkomandi ekki mikið slasaður. Á myndinni sjáiði bílinn, ef þið stækkið myndina þá er ég þessi með hvíta hjálminn=)
Jæja, best að hvíla sig almennilega í nótt, spennandi helgi framundan.
kramisar
Wednesday, August 29, 2007
Vá hvað ég er ánægð með sjálfa mig!!!
Ég var með allt rétt á öllum 4 skyndiprófunum sem við tókum í bóklegu tímunum á námskeiðinu=) Núna er ég bara að undirbúa mig fyrir alvöruprófið sem ég tek seinna í vikunni. Á fimmtudaginn verður síðasta skiptið sem ég æfi að kafa og svo á laugardag og sunnudag verður próf í köfun fyrir réttindin, einhversstaðar hérna í skerjagarðinum.
Ætla að hitta hópinn sem fer til Íslands í kvöld, við ætlum að grilla saman og spjalla um ferðina. Ég er farin að hlakka mikið til, ótrúlegt en satt förum við eftir viku. Ég byrjaði að skipuleggja þessa ferð í apríl, þ.e. ath með verð á flugi og öðru slíku og svo er bara að koma að þessu.
Vildi bara deila þessu með mér,
have a nice day, pussssss
Ég var með allt rétt á öllum 4 skyndiprófunum sem við tókum í bóklegu tímunum á námskeiðinu=) Núna er ég bara að undirbúa mig fyrir alvöruprófið sem ég tek seinna í vikunni. Á fimmtudaginn verður síðasta skiptið sem ég æfi að kafa og svo á laugardag og sunnudag verður próf í köfun fyrir réttindin, einhversstaðar hérna í skerjagarðinum.
Ætla að hitta hópinn sem fer til Íslands í kvöld, við ætlum að grilla saman og spjalla um ferðina. Ég er farin að hlakka mikið til, ótrúlegt en satt förum við eftir viku. Ég byrjaði að skipuleggja þessa ferð í apríl, þ.e. ath með verð á flugi og öðru slíku og svo er bara að koma að þessu.
Vildi bara deila þessu með mér,
have a nice day, pussssss
Sunday, August 26, 2007
Þvílíkur dagur............
1. Svaf frekar lítið í nótt, nágrannarnir á neðri hæðinni voru með partý og reykingafólkið safnaðist reglulega saman fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn og söng hástöfum og ég að reyna að sofa fyrir morgunvaktina.
2. Þegar ég er svo nýskriðin úr sturtunni (var að reyna að hressa mig við) hvað finn ég. Jú risa (engar ýkjur hér) könguló í loftinu inni í eldhúsi. Nú voru góð ráð dýr, hvað á að gera, ekki gat ég farið í vinnuna án þess að gera eitthvað að vandamálinu. Ekki gat ég sett ryksuguna í gang, klukkan var jú bara 6:15 á sunnudagsmorgni. Ég spreyjaði helv.... með ajax, það stendur jú á flöskunni að það hreinsar burt öll óhreinindi;-) Risinn lét allavega undan ajaxinu þannig að ég gat farið áhyggjulaus í vinnuna.
Bið að heilsa í bili, bóklegur tími í köfuninni á þriðjudaginn
kramisar
1. Svaf frekar lítið í nótt, nágrannarnir á neðri hæðinni voru með partý og reykingafólkið safnaðist reglulega saman fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn og söng hástöfum og ég að reyna að sofa fyrir morgunvaktina.
2. Þegar ég er svo nýskriðin úr sturtunni (var að reyna að hressa mig við) hvað finn ég. Jú risa (engar ýkjur hér) könguló í loftinu inni í eldhúsi. Nú voru góð ráð dýr, hvað á að gera, ekki gat ég farið í vinnuna án þess að gera eitthvað að vandamálinu. Ekki gat ég sett ryksuguna í gang, klukkan var jú bara 6:15 á sunnudagsmorgni. Ég spreyjaði helv.... með ajax, það stendur jú á flöskunni að það hreinsar burt öll óhreinindi;-) Risinn lét allavega undan ajaxinu þannig að ég gat farið áhyggjulaus í vinnuna.
Bið að heilsa í bili, bóklegur tími í köfuninni á þriðjudaginn
kramisar
Saturday, August 25, 2007
Þá hef ég kafað 2svar á námskeiðinu. Ég var eitthvað ekki í formi að mér fannst og var ekki alveg tilbúin að kafa en kennarinn sagði "þetta er allt í höfðinu á þér nú köfum við" og það var rétt hjá honum, allt gekk glimrandi vel. Það er greinilega með köfun eins og allt annað, æfingin skapar meistarann, allt gekk betur, meira að segja að kafa niður=)
Skellti mér svo í spinning og pump í gær og ákvað að prófa sjálfa mig og lagði auka lóð á stöngina og vitiði hvað, það gekk líka. Er að fara á kvöldvakt í kvöld, ekki verið í vinnunni síðan á mánudag.
Styttist í að við gerum innrás á Íslandi.
kramar
Skellti mér svo í spinning og pump í gær og ákvað að prófa sjálfa mig og lagði auka lóð á stöngina og vitiði hvað, það gekk líka. Er að fara á kvöldvakt í kvöld, ekki verið í vinnunni síðan á mánudag.
Styttist í að við gerum innrás á Íslandi.
kramar
Thursday, August 23, 2007
Í gær köfuðum við í fyrsta skipti. Þar sem veðrið var mjög gott var farið út á Saltö og vaðið útí þaðan. Get nú ekki sagt að útsýnið hafi verið gott, við þurftum endalaust að vera að færa okkur því leir og drulla af botninum gaus upp við hverja hreyfingu. Við æfðum svona grunnatriði eins og hvernig maður tæmir vatn úr maskanum undir vatni. Hvernig maður tæmir vatn úr munnstykkinu ef maður missir það út úr sér. Og hvernig maður deilir munnstykki með öðrum, bæði þegar maður notar aukamunnstykkið þeirra og þegar maður notar sama munnstykki. Þetta var allavega ekkert smá gaman. Ég á reyndar erfitt með jafnvægið þegar ég er á niðurleið, vitiði hvað það er erfitt að halda sér beinum, tæma loft úr vestinu og þrýstijafna eyrun og ekki hreyfa hendurnar alltof mikið allt á sama tíma, fyrir utan að mér finnst ákveðið öryggi meðan ég er að ná þessu að halda í kennarann á niðurleiðinni. Mig vantar fleiri hendur.
Mér skilst að við eigum að kafa í dag líka, það kemur í ljós kl 17 í dag.
Bið að heilsa í bili
Mér skilst að við eigum að kafa í dag líka, það kemur í ljós kl 17 í dag.
Bið að heilsa í bili
Tuesday, August 21, 2007
Fór í fyrsta köfunartímann í dag, þetta var bóklegur tími. Kennarinn fór í gegnum 2 kafla og svo var smá krossapróf eftir hvern kafla. Getiði hvað ég var með allt rétt á báðum prófunum=) Á morgun verður svo kafað, þ.e. við lærum grunnatriði köfunar. Ég hlakka allavega til.
Þarf að deila nokkrum afmælisprikum:
Maggi bróðir átti afmæli í gær
Stína frænka á afmæli á morgun.
Til hamingju bæði
kramisar
kafarinn
Þarf að deila nokkrum afmælisprikum:
Maggi bróðir átti afmæli í gær
Stína frænka á afmæli á morgun.
Til hamingju bæði
kramisar
kafarinn
Saturday, August 18, 2007
Ég veit að ég er búin að tala um þetta lengi en nú er komið að því. ÉG er að fara að læra að kafa. Námskeiðið byrjar á þriðjudaginn og ef allt gengur vel (af hverju ætti það ekki að gera það) þá verð ég orðinn kafari áður en ég kem til Íslands næst og vonandi gefst mér tækifæri til að kafa í Silfru. Ég hlakka svo til, búin að lesa í allan morgun, ýmist úti á svölum eða í sófanum, allt eftirþví hvernig skýjabakkinn hefur fært sig=)
Ég og Jessica fórum á smá road trip í gær, skelltum okkur niður til Kaupmannahafnar, kíktum í Fields (fórum á Sushibarinn þar, get þokkalega mælt með honum) og að sjálfsögðu í bottle shop og byrgðum okkur upp af áfengi (veitir ekki af eins og við djömmum) fyrir utan að sumir eiga bráðum afmæli=)
Ætla að halda áfram að lesa um köfun.
Njótið lífsins
Ég og Jessica fórum á smá road trip í gær, skelltum okkur niður til Kaupmannahafnar, kíktum í Fields (fórum á Sushibarinn þar, get þokkalega mælt með honum) og að sjálfsögðu í bottle shop og byrgðum okkur upp af áfengi (veitir ekki af eins og við djömmum) fyrir utan að sumir eiga bráðum afmæli=)
Ætla að halda áfram að lesa um köfun.
Njótið lífsins
Thursday, August 09, 2007
Komin á klakann.
Ferðin heim gekk snuðrulaust fyrir sig. Reyndar þurfti ég að stoppa rétt áður en ég kom til Lundar. Ég var svo þreytt, ég var að sofna við stýrið. Hafði sofið bæði lítið og illa síðustu 2 nætur og fór svo á debriefing í gær, held að allt hafi hjálpast að. Fyrir ykkur sem ekki vita það fór ég í hræðilegt útkall síðasta mánudag sem setti sig í undirmeðvitundina.
Ætla að nota tímann núna meðan ég er hérna og bara njóta þess að leika við gormana mína, hitta vini og að sjálfsögðu ættingja í fimmtugsafmæli ársins sem verður haldið á morgun.
Allt komið á hreint með Íslandsferðina í september. Ég er búin að borga flugmiðana, mamma og pabbi búin að redda húsnæði, Maggi búin að redda okkur rútu og ætlar að keyra okkur. LSH búin að skipuleggja heimsóknina. Hvað ætti maður að óska sér frekar?
bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Sunday, August 05, 2007
Hvert er virðing fyrir öðrum horfin?
Í blöðunum í dag er talað um hóp af unglingum sem réðst á sjúkrabíl sem var á leiðinni í útkall. Starfsmennirnir lokuðu sig inni í bílnum og grey sjúklingurinn sem átti í öndunarerfiðleikum þurfti að bíða. Hvert er heimurinn á leiðinni. Þetta gerðist í Sundsvall hér í Svíþjóð.
Hversu lágt getur maður lagst þegar maður er farin að ráðast á sjúkrabíla. Ég veit reyndar að hérna er bílunum læst meðan við erum hjá sjúklingunum þar sem fíklar brjótast oft inn í sjúkrabíla á vettvangi og reyna að komast yfir lyf og annað sem finnst í sjúkrabílnunum.
Smá grín fyrir einhleypar hjúkkur sem og aðrar hjúkkur:
Ten reasons why you should date a nurse:
1) They can help you get over a hangover or sickness
2) Bedbaths!
3) The uniform
4) They are exposed to so many xrays, its like a form of birth control
5) You willl never need to buy condoms, paracetamol, toothbrushes or any hospital supplies
6) They know how to handle bodily fluids!
7) Nothing shocks a nurse, they have always seen smaller or indeed bigger!
8) They wont be disgusted by your toilet habits
9) They are experienced in manual evacuation when your full of crap
10)They know how to handle the human body!!!!!!!
Vildi bara deila þessu með mér,
Jessica kemur heim á morgun.
Við sjáumst fljótlega.
kramisar
Í blöðunum í dag er talað um hóp af unglingum sem réðst á sjúkrabíl sem var á leiðinni í útkall. Starfsmennirnir lokuðu sig inni í bílnum og grey sjúklingurinn sem átti í öndunarerfiðleikum þurfti að bíða. Hvert er heimurinn á leiðinni. Þetta gerðist í Sundsvall hér í Svíþjóð.
Hversu lágt getur maður lagst þegar maður er farin að ráðast á sjúkrabíla. Ég veit reyndar að hérna er bílunum læst meðan við erum hjá sjúklingunum þar sem fíklar brjótast oft inn í sjúkrabíla á vettvangi og reyna að komast yfir lyf og annað sem finnst í sjúkrabílnunum.
Smá grín fyrir einhleypar hjúkkur sem og aðrar hjúkkur:
Ten reasons why you should date a nurse:
1) They can help you get over a hangover or sickness
2) Bedbaths!
3) The uniform
4) They are exposed to so many xrays, its like a form of birth control
5) You willl never need to buy condoms, paracetamol, toothbrushes or any hospital supplies
6) They know how to handle bodily fluids!
7) Nothing shocks a nurse, they have always seen smaller or indeed bigger!
8) They wont be disgusted by your toilet habits
9) They are experienced in manual evacuation when your full of crap
10)They know how to handle the human body!!!!!!!
Vildi bara deila þessu með mér,
Jessica kemur heim á morgun.
Við sjáumst fljótlega.
kramisar
Friday, August 03, 2007
Þarf að deila út fullt af afmælisprikum fyrir þessa vikuna.
31. júlí Gunni frændi
1. ágúst Guðrún
3. ágúst Pabbi, Óskar bróðir og Maggi frændi
Til hamingju öll saman, vona að þið njótið/nutuð dagsins.
Annars er allt við það sama hér, vinna, borða, sofa, er reyndar búin að sparka í rassinn á sjálfri mér og byrjuð að æfa aftur. Maður hlýtur að vera bilaður þegar maður er ánægður af því að maður er svo þreyttur að maður vill gubba!!! Þannig leið mér allavega í gær á æfingunni. Fór í tvöfaldan tíma, spinning og pump og já það tók á get ég lofað ykkur.
Ætla að skella mér út í rigninguna, þarf að skipuleggja pínu í Íslandsferðinni, það bættist einn við.
Hafið það gott
Anna Dóra
31. júlí Gunni frændi
1. ágúst Guðrún
3. ágúst Pabbi, Óskar bróðir og Maggi frændi
Til hamingju öll saman, vona að þið njótið/nutuð dagsins.
Annars er allt við það sama hér, vinna, borða, sofa, er reyndar búin að sparka í rassinn á sjálfri mér og byrjuð að æfa aftur. Maður hlýtur að vera bilaður þegar maður er ánægður af því að maður er svo þreyttur að maður vill gubba!!! Þannig leið mér allavega í gær á æfingunni. Fór í tvöfaldan tíma, spinning og pump og já það tók á get ég lofað ykkur.
Ætla að skella mér út í rigninguna, þarf að skipuleggja pínu í Íslandsferðinni, það bættist einn við.
Hafið það gott
Anna Dóra
Friday, July 27, 2007
Vitiði hvað? Ég er að koma heim til Íslands í nokkra daga.
Stína og Siggi eru að halda uppá afmælið sitt og mér er boðið í veislu. Ég kem heim að kvöldi miðvikudagsins 8. ágúst og flýg svo heim aftur á sunnudagsmorgninum 12. ágúst, hljómar vel, I know.
Síðan kem ég og Hrafnhildur með hóp af hjúkkum 5.-9. sept. Að sjálfsögðu ætlum við með þau út á lífið í Reykjavík, planið er að fara á föstudagskvöldinu (ömurlegt að fljúga skelþunnur) fyrir okkur sem höfum ekki búið lengi heima, hvert á maður að fara með þau? Allar hugmyndir eru vel þegnar. Þetta er fólk á besta aldri frá 30-60 ára. Við ætlum með þau í bláa lónið á leiðinni í bæinn. Á fimmtudeginum ætlum við í heimsókn á LSH, á föstudeginum æltar Maggi þessi yndislegi bróðir minn að keyra með okkur sígilda ferðamannahringinn, Gullfoss, Geysir og Þingvelli, ætli það verði nú ekki skellt sér á hestbak líka og síðan endað í grilli heima hjá mömmu og pabba áður en við höldum út á lífið. ÉG og einn ætlum að kafa í Silfru (eins gott að ég verði búin að fá kafararéttindin). Er mikið búin að hugsa hvort maður eigi að láta þau hafa laugardaginn fyrir sig sjálf ef það er eitthvað annað sem þau vilja gera. Síðan fljúgum við heim á sunnudeginum. Hljómar spennandi, I know, okkur hlakkar ekkert smá til, erum 13 manna hópur og það gæti bæst 1-2 læknar við.
Nei, ætla að leggja nokkur lög inn á mp3 spilarann minn, keypti nýja Linkin Park diskinn um daginn, helv... er hann góður.
Við sjáumst fljótlega.
Anna Dóra
Stína og Siggi eru að halda uppá afmælið sitt og mér er boðið í veislu. Ég kem heim að kvöldi miðvikudagsins 8. ágúst og flýg svo heim aftur á sunnudagsmorgninum 12. ágúst, hljómar vel, I know.
Síðan kem ég og Hrafnhildur með hóp af hjúkkum 5.-9. sept. Að sjálfsögðu ætlum við með þau út á lífið í Reykjavík, planið er að fara á föstudagskvöldinu (ömurlegt að fljúga skelþunnur) fyrir okkur sem höfum ekki búið lengi heima, hvert á maður að fara með þau? Allar hugmyndir eru vel þegnar. Þetta er fólk á besta aldri frá 30-60 ára. Við ætlum með þau í bláa lónið á leiðinni í bæinn. Á fimmtudeginum ætlum við í heimsókn á LSH, á föstudeginum æltar Maggi þessi yndislegi bróðir minn að keyra með okkur sígilda ferðamannahringinn, Gullfoss, Geysir og Þingvelli, ætli það verði nú ekki skellt sér á hestbak líka og síðan endað í grilli heima hjá mömmu og pabba áður en við höldum út á lífið. ÉG og einn ætlum að kafa í Silfru (eins gott að ég verði búin að fá kafararéttindin). Er mikið búin að hugsa hvort maður eigi að láta þau hafa laugardaginn fyrir sig sjálf ef það er eitthvað annað sem þau vilja gera. Síðan fljúgum við heim á sunnudeginum. Hljómar spennandi, I know, okkur hlakkar ekkert smá til, erum 13 manna hópur og það gæti bæst 1-2 læknar við.
Nei, ætla að leggja nokkur lög inn á mp3 spilarann minn, keypti nýja Linkin Park diskinn um daginn, helv... er hann góður.
Við sjáumst fljótlega.
Anna Dóra
Saturday, July 21, 2007
Halló Anna heiti ég og er vinnufíkill.
Ætli það séu til samtök fyrir vinnufíkla eins og aðra fíkla? Átti frí í gær en fór í vinnuna engu að síður, var í súrefniskútnum, á frí í dag en tók engu að síður að mér að sækja sjúkling með sjúkrabílnum til Kristianstad. Eini kosturinn við þetta er ég hlýt að fá nokkra krónur aukalega næstu mánaðarmót=) Kemur sér vel þegar maður er ferðafíkill eins og ég=)
Enn sem komið er hef ég svo sem ekki beðið neinn skaða af þeim fíknum sem ég þjáist af.
1. Súkkulaðifíkn, er til eitthvað betra en gott súkkulaði. Núna er uppáhalds súkkulaðið mitt frá Anton Berg 60% kakó og með niðurbrytjuðum kakóbaunum, heitir Ghana. Ég fæ gæsahúð bara af að hugsa um það. Get svosem sagt að súkkulaðifíknin komi niður á vigtinni =(
2. Vinnufíkn, ég á einhverra hluta vegna erfitt með að segja nei þegar það er hringt úr vinnunni. Ég er reyndar ekki jafn mikill aumingi og Svíarnir sem virðast eiga erfitt með að vinna marga daga í röð. Margir í vinnunni hafa áhyggjur af mér, finnst ég vinna of mikið en ég finn ekki svo mikið fyrir því ennþá allavega.....
3. Ferðafíkn, ég elska að ferðast, ef ég gæti myndi ég vinna mikið minna og ferðast þeim mun meira, vá þvílíkur draumur=)
Meðan maður er ekki áfengis- eða fíkniefnafíkill getur maður kannski bara verið sáttur eða hvað haldið þið?
Næsta í plate-spotting 010
Vona að allir hafi það gott
Ætli það séu til samtök fyrir vinnufíkla eins og aðra fíkla? Átti frí í gær en fór í vinnuna engu að síður, var í súrefniskútnum, á frí í dag en tók engu að síður að mér að sækja sjúkling með sjúkrabílnum til Kristianstad. Eini kosturinn við þetta er ég hlýt að fá nokkra krónur aukalega næstu mánaðarmót=) Kemur sér vel þegar maður er ferðafíkill eins og ég=)
Enn sem komið er hef ég svo sem ekki beðið neinn skaða af þeim fíknum sem ég þjáist af.
1. Súkkulaðifíkn, er til eitthvað betra en gott súkkulaði. Núna er uppáhalds súkkulaðið mitt frá Anton Berg 60% kakó og með niðurbrytjuðum kakóbaunum, heitir Ghana. Ég fæ gæsahúð bara af að hugsa um það. Get svosem sagt að súkkulaðifíknin komi niður á vigtinni =(
2. Vinnufíkn, ég á einhverra hluta vegna erfitt með að segja nei þegar það er hringt úr vinnunni. Ég er reyndar ekki jafn mikill aumingi og Svíarnir sem virðast eiga erfitt með að vinna marga daga í röð. Margir í vinnunni hafa áhyggjur af mér, finnst ég vinna of mikið en ég finn ekki svo mikið fyrir því ennþá allavega.....
3. Ferðafíkn, ég elska að ferðast, ef ég gæti myndi ég vinna mikið minna og ferðast þeim mun meira, vá þvílíkur draumur=)
Meðan maður er ekki áfengis- eða fíkniefnafíkill getur maður kannski bara verið sáttur eða hvað haldið þið?
Næsta í plate-spotting 010
Vona að allir hafi það gott
Saturday, July 14, 2007
Ein nótt búin að tvær eftir.
Ótrúlegt hvað maður er þreyttur eftir 10 tíma næturvakt þar sem maður gerði ekki neitt. Var að vinna síðustu nótt, það var mjög rólegt. Við horfðum á bíómynd saman, Little miss sunshine, ég get alveg mælt með þessari mynd. Hún var ekkert smá sæt og endirinn kom skemmtilega á óvart. Hverjum hefði dottið í hug að afanum hefði verið hent út af elliheimilinu vegna þess að hann ákvað að byrja að nota heróín á gamalsaldri=) Ég mæli alla vega með þessari mynd. Á mánudaginn kemur fyrri hópurinn úr sumarfríi, hinir eru á leiðinni í frí. Skrýtið þegar maður vinnur allt sumarið að þá er eins og maður verði eftir þegar hópurinn sem maður hefur unnið svo náið með í 4 vikur hverfur allt í einu. En á móti kemur að nú koma hinir tilbaka sem eru búnir að vera í frí.
Eina góða við að ég er að vinna alla helgina er að ég get ekki eytt meiri pening. Þyrfti eiginlega á áfallahjálp að halda eftir eyðslu síðustu daga. Ég fór í klippingu og strípur, lét framkalla myndir úr ferðalaginu (bara 320 stk) og keypti þar af leiðandi myndaalbúm. Þar sem venjuleg myndaalbúm taka bara 300 myndir, keypti ég karton og möppu og ætla að búa til mitt eigið myndaalbúm.
Best að ég fari og skelli mér í sturtu og fari svo að taka mig til fyrir næturvaktina, verð á sjúkrabílnum í nótt, Tosia bonndagen í Ronneby um helgina (þetta er markaður), vona bara að fólk verði í góðu skapi og fari ekki að lumbra á hvert öðru.
Hafið það gott og njótið góða veðursins.
kveðja næturhjúkkan
Ótrúlegt hvað maður er þreyttur eftir 10 tíma næturvakt þar sem maður gerði ekki neitt. Var að vinna síðustu nótt, það var mjög rólegt. Við horfðum á bíómynd saman, Little miss sunshine, ég get alveg mælt með þessari mynd. Hún var ekkert smá sæt og endirinn kom skemmtilega á óvart. Hverjum hefði dottið í hug að afanum hefði verið hent út af elliheimilinu vegna þess að hann ákvað að byrja að nota heróín á gamalsaldri=) Ég mæli alla vega með þessari mynd. Á mánudaginn kemur fyrri hópurinn úr sumarfríi, hinir eru á leiðinni í frí. Skrýtið þegar maður vinnur allt sumarið að þá er eins og maður verði eftir þegar hópurinn sem maður hefur unnið svo náið með í 4 vikur hverfur allt í einu. En á móti kemur að nú koma hinir tilbaka sem eru búnir að vera í frí.
Eina góða við að ég er að vinna alla helgina er að ég get ekki eytt meiri pening. Þyrfti eiginlega á áfallahjálp að halda eftir eyðslu síðustu daga. Ég fór í klippingu og strípur, lét framkalla myndir úr ferðalaginu (bara 320 stk) og keypti þar af leiðandi myndaalbúm. Þar sem venjuleg myndaalbúm taka bara 300 myndir, keypti ég karton og möppu og ætla að búa til mitt eigið myndaalbúm.
Best að ég fari og skelli mér í sturtu og fari svo að taka mig til fyrir næturvaktina, verð á sjúkrabílnum í nótt, Tosia bonndagen í Ronneby um helgina (þetta er markaður), vona bara að fólk verði í góðu skapi og fari ekki að lumbra á hvert öðru.
Hafið það gott og njótið góða veðursins.
kveðja næturhjúkkan
Tuesday, July 10, 2007
Ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég er ekki 18 ára lengur. Eða hvað haldið þið? Það að skella sér út á lífið 2 kvöld í röð er ekki jafn auðvelt og það var. Ég var svo þreytt á sunnudaginn að var ekki fyndið. Ég er að halda í vonina að ég hafi verið svona þreytt vegna þess að ég er búin að vinna mjög mikið undanfarið, ekki vegna þess að ég er að eldast;-)
Annars er allt gott að frétta, sólin farin að skína eftir miklar rigningar, eftir 2ja vikna rigningatímabli er mér í rauninni sama hvort sólin skíni eða ekki, bara að það sér þurrt.
Læt þetta duga í bili
kveðja
Sú síunga

Saturday, July 07, 2007

Halló hvað segir fólk í dag, fékk þessa mynd í tölvupósti um daginn, mér finnst þetta ekkert smá fyndið. Hvað finnst ykkur?
Annars ekkert mikið um að ske hérna, djamm alla helgina. Fór með Jessicu á Nivå í gær og svo er planið að kíkja á schalgerbaren í kvöld og dansa. Síðan ætlar stelpurófan að yfirgefa mig í heilan mánuð, hún er að fara til Noregs að vinna.
Fékk í gær pakka að heiman, geisladiska með myndum úr ferðalaginu, þokkalega sem ég er að fara að framkalla myndir og setja þær svo í albúm, ætli maður geti samið um verðið þegar maður framkallar milljón myndir........
Bið að heilsa í bili, er að fara út að fika, jú jú maður er orðinn eins og infæddur, finnst mikilvægt að fika (fika=fara á kaffihús eða bara kaffipása í vinnunni)
puss
Thursday, July 05, 2007
Held að ég þurfi að fara á námskeið til að læra að segja nei. Ég er að fara á næturvakt í nótt og var vakin klukkan hálfátta í morgun. Viljiði giska einu sinni hver það var. Jú það var rétt hjá ykkur, það var hringt í mig úr vinnunni hvort ég gæti komið og unnið í nokkra klst. Ég gerði það auðvitað, vann til kl 13, á svo að mæta á næturvaktina kl 21. Merkilegt að reglur um hvíldarákvæði og annað virðast ekki gilda þegar vinnuveitandinn þarf á þér að halda!!! Reyndar gilda þær ekki heldur núna í sumar, annað væri mjög erfitt þar sem við erum helmingi færri en það sem við erum vön að vera.
Man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá því en ég fer á þrískiptar vaktir í haust, þ.e. vinn allar vaktir. Ekkert smá næs, verð með 34 stunda vinnuviku ( í stað 38 eins og ég er með núna), þar sem næturvaktirnar eru 10 klst klárar maður vinnuskylduna með því að taka 3 næturvaktir í röð (get þá unnið hina 4 tímana sem vantar annaðhvort í vikunni á undan eða eftir).
Kveðja úr rigningunni hérna í Karlskrona
Man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá því en ég fer á þrískiptar vaktir í haust, þ.e. vinn allar vaktir. Ekkert smá næs, verð með 34 stunda vinnuviku ( í stað 38 eins og ég er með núna), þar sem næturvaktirnar eru 10 klst klárar maður vinnuskylduna með því að taka 3 næturvaktir í röð (get þá unnið hina 4 tímana sem vantar annaðhvort í vikunni á undan eða eftir).
Kveðja úr rigningunni hérna í Karlskrona
Monday, July 02, 2007
Hæ hæ
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, kominn 2. júlí. Það eru svo margir í vinnunni sem vorkenna mér að eiga eftir að vinna í allt sumar, þar til að ég minni þau á að ég sé búin að vera í 4ra vikna fríi=) ekki vorkenni ég mér. Er að fara í kvöld með hóp úr vinnunni í róður, við ætlum að læra að róa hvort það er kanó eða kajak man ég ekki en það er einn í hverjum bát. Svo ætlum við að grilla á eftir, hljómar vel I know=)
Afmælisprik vikunnar fá Jónas Ásgeir og Ásdís til hamingju með daginn í dag og á morgun.
Afmælisprik síðustu viku fékk hún móðir mín sem les svo nákvæmlega það sem ég skrifa á msn að þegar ég talaði við hana um kvöldið fékk ég hálfgerðar skammir fyrir að vera ekki búin að óska henni til hamingju með daginn, þrátt fyrir að það var það fyrsta sem ég skrifaði á msnið um morguninn, já það er ekki skrýtið að manni finnist stundum eins og það sé ekki hlustað á/lesið það sem maður hefur að segja!!!
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, kominn 2. júlí. Það eru svo margir í vinnunni sem vorkenna mér að eiga eftir að vinna í allt sumar, þar til að ég minni þau á að ég sé búin að vera í 4ra vikna fríi=) ekki vorkenni ég mér. Er að fara í kvöld með hóp úr vinnunni í róður, við ætlum að læra að róa hvort það er kanó eða kajak man ég ekki en það er einn í hverjum bát. Svo ætlum við að grilla á eftir, hljómar vel I know=)
Afmælisprik vikunnar fá Jónas Ásgeir og Ásdís til hamingju með daginn í dag og á morgun.
Afmælisprik síðustu viku fékk hún móðir mín sem les svo nákvæmlega það sem ég skrifa á msn að þegar ég talaði við hana um kvöldið fékk ég hálfgerðar skammir fyrir að vera ekki búin að óska henni til hamingju með daginn, þrátt fyrir að það var það fyrsta sem ég skrifaði á msnið um morguninn, já það er ekki skrýtið að manni finnist stundum eins og það sé ekki hlustað á/lesið það sem maður hefur að segja!!!
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Tuesday, June 26, 2007




Eins og þið sjáið á myndunum var alveg einstaklega gaman á þyrluæfingunni, ég brosi ennþá allan hringinn þegar ég hugsa um þetta.
Komin heim frá Gautaborg, við tókum því nú frekar rólega á sunnudeginum, fórum út að borða og kíktum aðeins á stórborgina. Á mánudeginum vorum við mættar í Liseberg um leið og það opnaði (kl 11) og svo var bara leikið sér í 6 klst. Stærsti og besti trérússíbani er í Liseberg og fórum við bara x3 í hann (hann er magnaður) síðasta skiptið var reyndar best því þá sat strákur fyrir framan okkur sem öskraði svoleiðis alla leiðina að við gátum ekki hætt að hlæja. Maggi minn við prófuðum ýmis önnur tæki líka, vorum reyndar mest í rússíbönunum. Nýjasta tækið í Liseberg uppswinget risaróla sem fer úr 0-80 km/klst í 10 sveiflum og fer í 120° halla var alveg skemmtileg en ég var eins og sveittur bréfberi eftir það tækið, ekki gaman að hoppa til í sætinu þegar maður sveiflast hátt yfir jörðinni. Um kvöldið voru það svo tónleikarnir með JT, þó svo að drengurinn sé nú kannski ekki mikill söngvari þá kann hann að skemmta fólki. Sýningin/tónleikarnir voru alveg magnaðir. Natasha Bedingfield hitaði upp og Timberland var með smá skemmtun í hléinu. Semsagt mjög vel heppnað kvöld. Tókum því svo bara rólega á hótelinu í morgun, það var hellirigning í Gautaborg í dag. Keyrðum svo heim um hádegið.
Jæja þetta er orðið allt of langt hjá mér...
puss
Anna Dóra
Sunday, June 24, 2007
Road trip
Er að leggja af stað í Road trip með Jessicu, til Gautaborgar, JT á morgun. Ætlum reyndar að byrja daginn með því að fara í Liseberg(við eigum eftir að standa við hliðið þegar þeir opna) og vitiði hvað, Jessica er álíka biluð og ég (það hlýtur að vera ástæðan fyrir því hversu vel við náum saman) vitiði hvað við eigum eftir að fara í mörg tæki=) Einn besti rússibani sem ég hef prófað er í Liseberg, fór x2 í hann þegar ég var þar í fyrra. Síðan eru tónleikarnir um kvöldið. Keyrum síðan heim á þriðjudaginn.
Set inn eftir helgi myndir frá þyrluæfingunni
Anna Dóra
Er að leggja af stað í Road trip með Jessicu, til Gautaborgar, JT á morgun. Ætlum reyndar að byrja daginn með því að fara í Liseberg(við eigum eftir að standa við hliðið þegar þeir opna) og vitiði hvað, Jessica er álíka biluð og ég (það hlýtur að vera ástæðan fyrir því hversu vel við náum saman) vitiði hvað við eigum eftir að fara í mörg tæki=) Einn besti rússibani sem ég hef prófað er í Liseberg, fór x2 í hann þegar ég var þar í fyrra. Síðan eru tónleikarnir um kvöldið. Keyrum síðan heim á þriðjudaginn.
Set inn eftir helgi myndir frá þyrluæfingunni
Anna Dóra
Tuesday, June 19, 2007
Monday, June 18, 2007
Sunday, June 17, 2007
HÆ HÓ JIBBÝJEI OG JIBBÝJEI ÞAÐ ER KOMINN 17.JÚNÍ
Þá er þjóðhátíðardagurinn runninn upp bjartur og fagur (alla vega hjá mér, veit ekki hvernig veðrið er heima). Þegar ég sagði frá því í vinnunni í gær að í dag væri þjóðhátíðardagur Íslands, var ein fljót að grípa það og spurði hvað ég ætlaði að bjóða uppá. Þar sem ég er gjörsamlega andlaus hugsa ég að ég bjóði nú bara uppá eitthvað með súkkulaði (kom þetta einhverjum á óvart?).
Að síga niður úr þyrlunni var ekkert nema gaman=) ég efast um að ég sé lent, svíf enn uppi í skýjunum. Hrafnhildur tók myndir þannig að það er aldrei að vita nema ég skelli inn einhverri mynd af okkur hérna síðar.
Eitt sem mér finnst skemmtilegt við nýja vinahópa er þegar maður skapar hefðir. Ég var boðin í fyrra að halda uppá Jónsmessuna (midsommar) með hóp úr vinnunni. Ég er boðin aftur í ár og var spurð hvort ég gæti ekki gert eftirréttinn aftur, skapa pínu hefð. Ég gerði jarðaberjaostaköku í fyrra, er einhver með hugmyndir að eftirrétt í ár, eina skilyrðið er að í honum séu jarðaber.
Jæja, ætla að kíkja í skápana mína og sjá hvað ég get boðið vinnufélögunum uppá í kvöld.
Farið varlega í skrúðgöngunni, candyflosinu og risasleikjósnuddunum...
þjóðhátíðarkveðja
Þá er þjóðhátíðardagurinn runninn upp bjartur og fagur (alla vega hjá mér, veit ekki hvernig veðrið er heima). Þegar ég sagði frá því í vinnunni í gær að í dag væri þjóðhátíðardagur Íslands, var ein fljót að grípa það og spurði hvað ég ætlaði að bjóða uppá. Þar sem ég er gjörsamlega andlaus hugsa ég að ég bjóði nú bara uppá eitthvað með súkkulaði (kom þetta einhverjum á óvart?).
Að síga niður úr þyrlunni var ekkert nema gaman=) ég efast um að ég sé lent, svíf enn uppi í skýjunum. Hrafnhildur tók myndir þannig að það er aldrei að vita nema ég skelli inn einhverri mynd af okkur hérna síðar.
Eitt sem mér finnst skemmtilegt við nýja vinahópa er þegar maður skapar hefðir. Ég var boðin í fyrra að halda uppá Jónsmessuna (midsommar) með hóp úr vinnunni. Ég er boðin aftur í ár og var spurð hvort ég gæti ekki gert eftirréttinn aftur, skapa pínu hefð. Ég gerði jarðaberjaostaköku í fyrra, er einhver með hugmyndir að eftirrétt í ár, eina skilyrðið er að í honum séu jarðaber.
Jæja, ætla að kíkja í skápana mína og sjá hvað ég get boðið vinnufélögunum uppá í kvöld.
Farið varlega í skrúðgöngunni, candyflosinu og risasleikjósnuddunum...
þjóðhátíðarkveðja
Tuesday, June 12, 2007
Í gær var fyrsta vaktin mín þar sem ég fór í bráðaútköll með sjúkrabílnum. Vona bara að þessi vakt segi ekki til um hvernig þessar vaktir mínar verði því ég fékk 3 útköll (eru venjulega um 1 á dag) og fékk í bónus mynd af mér í blöðin hérna í morgun=)
Komst heim á endanum, flugið fór í loftið kl 22 þannig að ég var komin hingað heim kl 7 um morguninn, var frekar þreytt í vinnunni í gær.
Sumarið virðist vera komið, hitinn um 25°C, ekki slæmt fyrir svona eðlur eins og mig.
Ég og Hrafnhildur förum svo á þyrluæfingu á föstudaginn, þ.e. læra hvernig við eigum að vinna í þyrlunni ef svo ber undir að við þurfum að fara með þyrlunni í útkall og eigum svo að prófa að síga. Spennandi vika framundan.
puss
Anna Dóra
Komst heim á endanum, flugið fór í loftið kl 22 þannig að ég var komin hingað heim kl 7 um morguninn, var frekar þreytt í vinnunni í gær.
Sumarið virðist vera komið, hitinn um 25°C, ekki slæmt fyrir svona eðlur eins og mig.
Ég og Hrafnhildur förum svo á þyrluæfingu á föstudaginn, þ.e. læra hvernig við eigum að vinna í þyrlunni ef svo ber undir að við þurfum að fara með þyrlunni í útkall og eigum svo að prófa að síga. Spennandi vika framundan.
puss
Anna Dóra
Sunday, June 10, 2007
Af hverju ég.....
Fluginu mínu seinkar í dag, átti að fara í loftið kl 16 en núna er það áætlað kl 21, nákvæmlega sama gerðist fyrir ári síðan þegar ég átti að fara heim. Veit svosem ekki af hverju seinkunin er en þetta þýðir að ég lendi um 2 í nótt og verð komin heim til mín um 6 í fyrramálið og svo á ég að mæta í vinnu á hádegi. Það er óskandi að ég nái þá að sofa í fluginu. Annars á ég ekkert smá erfitt með að sofa hérna, það er barasta alltof bjart á nóttinni. Note to mamma og pabbi, kaupa myrkratjöld fyrir svefnherbergisgluggana.
Vildi bara deila smá pirringi með ykkur
See u
hugs
Anna Dora
Fluginu mínu seinkar í dag, átti að fara í loftið kl 16 en núna er það áætlað kl 21, nákvæmlega sama gerðist fyrir ári síðan þegar ég átti að fara heim. Veit svosem ekki af hverju seinkunin er en þetta þýðir að ég lendi um 2 í nótt og verð komin heim til mín um 6 í fyrramálið og svo á ég að mæta í vinnu á hádegi. Það er óskandi að ég nái þá að sofa í fluginu. Annars á ég ekkert smá erfitt með að sofa hérna, það er barasta alltof bjart á nóttinni. Note to mamma og pabbi, kaupa myrkratjöld fyrir svefnherbergisgluggana.
Vildi bara deila smá pirringi með ykkur
See u
hugs
Anna Dora
Saturday, June 09, 2007
Hæ hæ komin á klakann.
Búin að laga commentakerfið, þannig að núna er hægt að skrifa comment aftur=)
Flýg heim á morgun, byrja á að skella mér í afmæli til Ingu Rúnar minnar, pæjan er að verða 12 ára.
Afmælisprik dagsins fær hún Ágústa mín, pæjan verður með svaka partý í kvöld og að sjálfsögðu mæti ég á nýju sætu skónum mínum.
Pæjukveðjur
Anna Dóra
Búin að laga commentakerfið, þannig að núna er hægt að skrifa comment aftur=)
Flýg heim á morgun, byrja á að skella mér í afmæli til Ingu Rúnar minnar, pæjan er að verða 12 ára.
Afmælisprik dagsins fær hún Ágústa mín, pæjan verður með svaka partý í kvöld og að sjálfsögðu mæti ég á nýju sætu skónum mínum.
Pæjukveðjur
Anna Dóra
Monday, June 04, 2007
Hi hi
Erum komin aftur til Orlando eftir yndislega 10 daga a Bahamas, eg get sko maelt med frii tar. Loftslagid atti mjog vel vid mig, ekki of heitt rumar 30gr a hverjum degi reyndar frekar rakt tannig ad eg atti bad hairday naestum daglega og slettujarnid var ekki ad virka. Vegna hitans er allt svo afslappad og laid back einhvern veginn engum liggur a. Hotelid sem vid vorum a var bara flott og allt innifalid, bara ad syna armbandid titt a barnum, veitingastadnum og madur fekk tad sem madur vildi. Hotelin verda reyndar bara flottari og flottari. Nuna erum vid i 100 m2 ibud med bara 4 sjonvorpum og dvd spilurum, 2 nuddpottum og hallaerislegt 1 sturta en eg hugsa ad vid komumst oll i hana=)
Nuna eru bara eftir nokkrir dagar, teim verdur liklegast eytt i ad versla pinu og svo verdum vid ad sjalfsogdu ad fara aftur i Disneyworld og kvedja Mikka mus og felaga.
Vildi bara bidjast sma afsokunar, var ad breyta utlitinu a sidunni minni og comment datt ut, eg tarf bara ad laera a hvernig eg get sett tau inn aftur.
Solarkvedja
Anna Dora
Erum komin aftur til Orlando eftir yndislega 10 daga a Bahamas, eg get sko maelt med frii tar. Loftslagid atti mjog vel vid mig, ekki of heitt rumar 30gr a hverjum degi reyndar frekar rakt tannig ad eg atti bad hairday naestum daglega og slettujarnid var ekki ad virka. Vegna hitans er allt svo afslappad og laid back einhvern veginn engum liggur a. Hotelid sem vid vorum a var bara flott og allt innifalid, bara ad syna armbandid titt a barnum, veitingastadnum og madur fekk tad sem madur vildi. Hotelin verda reyndar bara flottari og flottari. Nuna erum vid i 100 m2 ibud med bara 4 sjonvorpum og dvd spilurum, 2 nuddpottum og hallaerislegt 1 sturta en eg hugsa ad vid komumst oll i hana=)
Nuna eru bara eftir nokkrir dagar, teim verdur liklegast eytt i ad versla pinu og svo verdum vid ad sjalfsogdu ad fara aftur i Disneyworld og kvedja Mikka mus og felaga.
Vildi bara bidjast sma afsokunar, var ad breyta utlitinu a sidunni minni og comment datt ut, eg tarf bara ad laera a hvernig eg get sett tau inn aftur.
Solarkvedja
Anna Dora
Tuesday, May 15, 2007
Frekar kúlt!!

create your own visited country map
Svona lítur minn ferðaheimur út, setti Florida og Bahamas með. Samkvæmt þessu hef ég komið til 8% landa í heiminum og fólki finnst ég ferðast mikið =D
Afmælisprik dagsins fær HALLDÓR ÓSKAR hann er 5 ára í dag ;-)
Njótið dagsins.
Anna Dóra
create your own visited country map
Svona lítur minn ferðaheimur út, setti Florida og Bahamas með. Samkvæmt þessu hef ég komið til 8% landa í heiminum og fólki finnst ég ferðast mikið =D
Afmælisprik dagsins fær HALLDÓR ÓSKAR hann er 5 ára í dag ;-)
Njótið dagsins.
Anna Dóra
Sunday, May 13, 2007
Þá er Eurovision lokið þetta árið. Af hverju er það að maður segir eftir hverja keppni "nei þetta gengur ekki lengur ég ætla ekki að fylgjast með þessu á næsta ári" hvað gerist svo jú ég safnaði saman hóp af stelpum og við skemmtum okkur ágætlega yfir keppninni í gærkvöldi. Við veifuðum með sænska og íslenska fánanum (Ísland átti jú að vera með, varð svolítið sár þegar ég las á mbl að Eiki beib hefði verið 14 stigum frá úrslitakeppninni) Fyrir utan Svíþjóð (að sjálfsögðu) var Úkraína í uppáhaldi hjá okkur lalalalalalalalala þokkalegt sem þetta lag verður spilað á diskóum í sumar. Gaman að sjá á mbl að við fengum fullt hús stiga frá frændum okkar, Svíum, Norðmönnum og Finnum og 10 stig frá Dönum=)
Á þessum tíma á morgun verð ég að reyna að koma mér vel fyrir í flugvélinni, vonast eftir meðvind svo ég komist fyrr heim. Á föstudaginn höldum við svo áfram á vit ævintýranna, vá hvað ég hlakka til.
Btw ég náði sjúkrabílaprófinu, tók það eftir vinnu í gær=)
Sjáumst á morgun
Anna Dóra
Á þessum tíma á morgun verð ég að reyna að koma mér vel fyrir í flugvélinni, vonast eftir meðvind svo ég komist fyrr heim. Á föstudaginn höldum við svo áfram á vit ævintýranna, vá hvað ég hlakka til.
Btw ég náði sjúkrabílaprófinu, tók það eftir vinnu í gær=)
Sjáumst á morgun
Anna Dóra
Wednesday, May 09, 2007
Aðfaranótt mánudags hringir síminn, þetta er mamma að láta mig vita að afi sé dáinn. Þó svo að ég hafi vitað að þetta væri yfirvofandi er alltaf erfitt að missa einhvern. Afi hefur jú alltaf verið til. Það er ekki oft sem mér verður illt í hjartanu mínu en þegar ég talaði við mömmu í símann fann ég hversu þungt hjartað sló í takt við tárin sem streymdu niður kinnarnar. Minningarnar eru endalausar. Þó svo að ég trúi ekki á mikið, ímynda ég mér og vill trúa því að núna séu afi og amma loksins saman á ný.
Sjáumst í næstu viku
Anna Dóra
Sjáumst í næstu viku
Anna Dóra
Saturday, May 05, 2007
Vá hvað það var gaman í gær. Við vorum með vinnupartý í gær, kveðjupartý fyrir nokkra eru hætt að vinna hjá okkur. Ég sló víst í gegn þegar ég kom hlaupandi inn undir sírenuvæli sem einn vinnufélaginn (hann komst því miður ekki og einhver varð að taka á móti gjöfinni hans) fólk átti að reyna að giska á hver ég væri og það var víst ekki erfitt. Ég sagði bara uppáhaldsfrasann hans, að þau vildu bara líkama minn en það væri allt í lagi því það væri nóg til handa öllum;-)
Við fórum svo nokkur áfram niður í bæ, Jessica var með bílinn minn í láni og sótti okkur, veit ekki hvort ég þori að segja frá því en við vorum 7 sem klemmdum okkur inn í bílinn minn, geri aðrir betur. Af því að við fórum niður í bæ varð ekkert úr eftirpartý hér í DÚFNAHÓLUM 10 :D, Hrafnhildur hafði nefnilega spurt á morgunfundi í vinnunni hvort það yrði eftirpartý hjá mér og það tóku allir vel í það, skil ekki afhverju.
Eurovision næstu helgi, ég er búin að segja stelpunum í vinnunni og að sjálfsögðu Jessciu að það verði opið hús hérna fyrir þá sem vilja koma.
Bara 8 vaktir í SUMARFRÍ
Njótið dagsins, ég veit að ég ætla að gera það, er boðin í grill til Hrafnhildar á eftir mmmmmm....
Anna Dóra
Friday, April 27, 2007
Hahahaha
Voruð þið búin að sjá Will Farell í þessarri ógeðslega fyndnu stuttmynd. Ég grét úr hlátrí, ok maður á kannski ekki að kenna litlum börnum svona "fín" orð en útkoman er bara fyndin.
Ekkert nýtt annars, var í morgun í fyrsta skipti með gjörgæslusjúkling í súrefniskútnum, gekk barasta vel, ég svæfði viðkomandi fyrr í vikunni og það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikið hressari hann er í dag, átti ekki alveg von á því.
Ha det bra
Anna Dóra
Voruð þið búin að sjá Will Farell í þessarri ógeðslega fyndnu stuttmynd. Ég grét úr hlátrí, ok maður á kannski ekki að kenna litlum börnum svona "fín" orð en útkoman er bara fyndin.
Ekkert nýtt annars, var í morgun í fyrsta skipti með gjörgæslusjúkling í súrefniskútnum, gekk barasta vel, ég svæfði viðkomandi fyrr í vikunni og það kom mér skemmtilega á óvart hversu mikið hressari hann er í dag, átti ekki alveg von á því.
Ha det bra
Anna Dóra
Sunday, April 22, 2007
Ég lofaði víst að segja ykur frá æfingunni svo hér kemur gróft rapport annars yrði þetta alltof langt, það verður langt rapport engu að síður.
Þetta var bara gaman. Þriðjudeginum eyddum við í að læra að rata um bátinn, við erum að tala um 7 hæðir, einnig prófuðum við að kúturinn virkaði og að allir gætu "kafað" athuguðum hvort klóið og sturtan virkuðu undir þrýstingi, ekki gaman að vera með 30 manns innilokaða í sólarhring án klósetts. Við erum að tala um hrottalega stórann kút, 4 kútar í einum. Okkur var skipt upp í 2 teymi og svo unnum við 4 klst vaktir og hvíldum okkur í 4 tíma. Ef þetta hefði verið í alvörunni hefði maður fengið að vera inni í kútnum allan tímann.
Miðvikudagurinn var svo stóri dagurinn. Það var safnast saman undir þyrlulendingarstaðnum og við fengum fréttirnar, kafbátur hafði sokkið og við erum á leið að bjarga 28 manna áhöfn. Við notuðum URF (ubåtsräddningsfartyg= lítill kafbátur sem leggst utaná kafbátinn sem á að bjarga svo áhöfnin geti farið á milli) URF er síðan tekinn um borð í skipið og festur á þartilgerðan hólk og áhöfnin klifrar niður í súrefnisklefann. Við tókum á móti áhöfninni og athuguðum áverka og annað og forgangsröðuðum hvert þau ættu að fara (það er ein sjúkrastofa fyrir 2 sem eru mest skaðaðir). Ég var í sjúkrastofunni og var með 2 sjúklinga. Þar sem þetta var æfing var nú ekki annað hægt en að láta margt gerast, enda stoppuðu sjúklingarnir ekki lengi í sjúkrastofunni því alltaf varð einhver annar veikari og þurfti á plássinu að halda. Svo til að gera allt skemmtilegra fékk einn af starfsmönnunum brjóstverki og líklegast hjartaáfall þannig að það var ákveðið að flytja hann með þyrlu á næsta sjúkrahús (allt í plati að sjálfsögðu) þannig að þegar hann kom út úr kútunum var hann spenntur á sjóbörur og svo fengu 4-5 sterkir hermenn að bera hann upp í sjúkrastofu bátsins (4-5 hæðir, þröngir gangar og brattar tröppur) og þar hættum við. Þannig hélt æfingin áfram allan tímann eitthvað nýtt sem gerðist og við þurftum að endurskipuleggja forgangsröðunina.
Læknirinn sem skipulagði æfinguna var mjög ánægður með okkur, fannst við virkileg fagleg í öllum okkar vinnubrögðum (alltaf gaman að heyra það). Eins og ég sagði þá var þetta bara gaman, Krister hin svæfingahjúkkan sem var með mér var með myndavél þannig að ég sé til hvort ég geti sett inn einhverjar myndir hérna við tækifæri.
Við fengum að klifra niður í URF á mánudeginum og omg hvað þetta er þröngt, en ég hugsa að manni sé svo sem sama um smá þrengsli þegar maður hefur lifað af kafbátaslysið, hvað haldið þið.
Hjálp hvað þetta varð langt hjá mér, vona að þið skiljið eitthvað af þessu, annars er bara að hafa samband.
pussiluss
Þetta var bara gaman. Þriðjudeginum eyddum við í að læra að rata um bátinn, við erum að tala um 7 hæðir, einnig prófuðum við að kúturinn virkaði og að allir gætu "kafað" athuguðum hvort klóið og sturtan virkuðu undir þrýstingi, ekki gaman að vera með 30 manns innilokaða í sólarhring án klósetts. Við erum að tala um hrottalega stórann kút, 4 kútar í einum. Okkur var skipt upp í 2 teymi og svo unnum við 4 klst vaktir og hvíldum okkur í 4 tíma. Ef þetta hefði verið í alvörunni hefði maður fengið að vera inni í kútnum allan tímann.
Miðvikudagurinn var svo stóri dagurinn. Það var safnast saman undir þyrlulendingarstaðnum og við fengum fréttirnar, kafbátur hafði sokkið og við erum á leið að bjarga 28 manna áhöfn. Við notuðum URF (ubåtsräddningsfartyg= lítill kafbátur sem leggst utaná kafbátinn sem á að bjarga svo áhöfnin geti farið á milli) URF er síðan tekinn um borð í skipið og festur á þartilgerðan hólk og áhöfnin klifrar niður í súrefnisklefann. Við tókum á móti áhöfninni og athuguðum áverka og annað og forgangsröðuðum hvert þau ættu að fara (það er ein sjúkrastofa fyrir 2 sem eru mest skaðaðir). Ég var í sjúkrastofunni og var með 2 sjúklinga. Þar sem þetta var æfing var nú ekki annað hægt en að láta margt gerast, enda stoppuðu sjúklingarnir ekki lengi í sjúkrastofunni því alltaf varð einhver annar veikari og þurfti á plássinu að halda. Svo til að gera allt skemmtilegra fékk einn af starfsmönnunum brjóstverki og líklegast hjartaáfall þannig að það var ákveðið að flytja hann með þyrlu á næsta sjúkrahús (allt í plati að sjálfsögðu) þannig að þegar hann kom út úr kútunum var hann spenntur á sjóbörur og svo fengu 4-5 sterkir hermenn að bera hann upp í sjúkrastofu bátsins (4-5 hæðir, þröngir gangar og brattar tröppur) og þar hættum við. Þannig hélt æfingin áfram allan tímann eitthvað nýtt sem gerðist og við þurftum að endurskipuleggja forgangsröðunina.
Læknirinn sem skipulagði æfinguna var mjög ánægður með okkur, fannst við virkileg fagleg í öllum okkar vinnubrögðum (alltaf gaman að heyra það). Eins og ég sagði þá var þetta bara gaman, Krister hin svæfingahjúkkan sem var með mér var með myndavél þannig að ég sé til hvort ég geti sett inn einhverjar myndir hérna við tækifæri.
Við fengum að klifra niður í URF á mánudeginum og omg hvað þetta er þröngt, en ég hugsa að manni sé svo sem sama um smá þrengsli þegar maður hefur lifað af kafbátaslysið, hvað haldið þið.
Hjálp hvað þetta varð langt hjá mér, vona að þið skiljið eitthvað af þessu, annars er bara að hafa samband.
pussiluss
Sunday, April 15, 2007
Í sól og sumaryl......
Vorið hefur heldur betur minnt á sig þessa helgina, sólskin og 20°C, bara að njóta þess meðan á því stendur því þegar líður á vikuna tekur hið hefðbundna aprílveður með 10°C við. Í gær var markmiðið að sýna leggina, hvert sem maður leit var fólk í stuttbuxum, misstuttum reyndar en flestir reyndu að sýna smá leggi. Mér fannst ég frekar útúr í venjulegum gallabuxum. Var að hugsa um að bæta úr því í dag, skella mér í pils, kaupa blaðið og finna mér einhvern fínan stað til að sitja á og njóta vorsins.
Vissi annars að það myndi borga sig að fara að vinna í súrefniskútnum, af hverju? Jú ég fæ að vera með á kafbátaæfingu núna þriðjudag og miðvikudag JEI, við verðum umborð í risabát (ælta að kaupa aukabyrgðir af sjóveikityggjói, verð ekki þreytt af því) og erum tilstaðar ef eitthvað skyldi gerast. Þokkalega svalt. Segi ykkur betur frá því í næsta innleggi.
Ætla að skella mér út í sólina
Kveðja
Anna Dóra
Vorið hefur heldur betur minnt á sig þessa helgina, sólskin og 20°C, bara að njóta þess meðan á því stendur því þegar líður á vikuna tekur hið hefðbundna aprílveður með 10°C við. Í gær var markmiðið að sýna leggina, hvert sem maður leit var fólk í stuttbuxum, misstuttum reyndar en flestir reyndu að sýna smá leggi. Mér fannst ég frekar útúr í venjulegum gallabuxum. Var að hugsa um að bæta úr því í dag, skella mér í pils, kaupa blaðið og finna mér einhvern fínan stað til að sitja á og njóta vorsins.
Vissi annars að það myndi borga sig að fara að vinna í súrefniskútnum, af hverju? Jú ég fæ að vera með á kafbátaæfingu núna þriðjudag og miðvikudag JEI, við verðum umborð í risabát (ælta að kaupa aukabyrgðir af sjóveikityggjói, verð ekki þreytt af því) og erum tilstaðar ef eitthvað skyldi gerast. Þokkalega svalt. Segi ykkur betur frá því í næsta innleggi.
Ætla að skella mér út í sólina
Kveðja
Anna Dóra
Thursday, April 12, 2007
Sunday, April 08, 2007
Monday, April 02, 2007
Var einhver annar en ég sem hljóp apríl í gær?
Jessica hræddi mig ansi skemmtilega í gærmorgun með því að spyrja hvort ég væri búin að skila inn skattskýrslunni!! Nei svara ég "þú verður að vera búin að skila henni fyrir þriðjudag" fæ ég þá, ég byrja að segja að ég hafi nú ekki fengið neitt bréf frá skattinum og þurfi nú barasta að hringja á morgun (lesist í dag) og redda þessu. Þá gat hún ekki haldið sér lengur og hrópaði 1.apríl. Hún má nú eiga það stelpan að þetta var frekar gott aprílgabb.
Heyrði annars einn góðan í gær. Það var gamla parið á áttræðisaldri sem ákvað eitt föstudagskvöldið að láta vel að hvort öðru. Eitthvað átti nú sá gamli erfitt með að fá hann upp en datt það snjallræðið í hug að nota skóhorn sér til aðstoðar. Jú það gekk vonum framar. Í miðjum klíðum heyrist svo í öðrum eggjastokknum "jæja þetta er víst í síðasta skipti sem hann kemur í heimsókn" nú svarar hinn "já sérðu ekki hann kom inn á börum"................
Frekar góður þessi
Deilið nú með mér hvort þið hafið látið gabbast í gær, ekkert til að skammast sín yfir
puss o kram
Doris
Jessica hræddi mig ansi skemmtilega í gærmorgun með því að spyrja hvort ég væri búin að skila inn skattskýrslunni!! Nei svara ég "þú verður að vera búin að skila henni fyrir þriðjudag" fæ ég þá, ég byrja að segja að ég hafi nú ekki fengið neitt bréf frá skattinum og þurfi nú barasta að hringja á morgun (lesist í dag) og redda þessu. Þá gat hún ekki haldið sér lengur og hrópaði 1.apríl. Hún má nú eiga það stelpan að þetta var frekar gott aprílgabb.
Heyrði annars einn góðan í gær. Það var gamla parið á áttræðisaldri sem ákvað eitt föstudagskvöldið að láta vel að hvort öðru. Eitthvað átti nú sá gamli erfitt með að fá hann upp en datt það snjallræðið í hug að nota skóhorn sér til aðstoðar. Jú það gekk vonum framar. Í miðjum klíðum heyrist svo í öðrum eggjastokknum "jæja þetta er víst í síðasta skipti sem hann kemur í heimsókn" nú svarar hinn "já sérðu ekki hann kom inn á börum"................
Frekar góður þessi
Deilið nú með mér hvort þið hafið látið gabbast í gær, ekkert til að skammast sín yfir
puss o kram
Doris
Friday, March 16, 2007
Þá er námskeiðið alveg að verða búið. Hópurinn ætlar að skella sér út að borða í kvöld til að ljúka námskeiðinu með stæl....... Annars var þetta mjög skemmtilegt námskeið þó svo að það hafi verið erfitt. Við prófuðum að kafa niður á 50 m dýpi og ég get sagt ykkur að það er ódýrasta fyllerí sem ég hef farið á. Það var ekki hægt að tala við hina vegna þess að maður hljómar eins og skríplarnir þ.a.l. hlógum við eins og bjánar, við fengum síðan reikningsdæmi sem við áttum að leysa þarna niðri og ég get sagt ykkur það að maður hugsar ekki mjög skýrt. Ég gat ekki reiknað 2+2 x 1,5 =) Fengum heimaverkefni og í dag praktíska æfingu. Við vorum með dúkku sem sjúkling og áttum að taka fram allt sem við gætum þurft að hafa með okkur niður í súrefnisklefann, hvernig við myndum forgangsraða lyfjunum o.s.frv. og svo kom sjúkrabíll og sótti okkur (alveg eins og í alvörunni) ég og ein önnur sátum svo í sjúkrabílnum á leiðinni inn á herstöðina. Þegar við vorum komin þangað þá var bara að setja í gang og við lékum meðferð, köfuðum niður á 15 m dýpi á áttum að hjúkra dúkkunni á meðan. Ekkert smá frábær vika, í næstu viku tekur svo alvaran við, þá eigum við að vera með alvöru sjúklinga, fyrst er ég aukalega og svo ein......
Bráðum tekur svo við námskeið í fyrstu hjálp þar sem ég fer að byrja á sjúkrabílnum líka.
Ekki má svo gleyma að ég ætla að læra að kafa þannig að það er mikið um að ske hjá minni þessa dagana.
Langt og kannski leiðinlegt rapport fyrir ykkur, ég skemmti méralla vega konunglega
Ha det bra
Doris
Bráðum tekur svo við námskeið í fyrstu hjálp þar sem ég fer að byrja á sjúkrabílnum líka.
Ekki má svo gleyma að ég ætla að læra að kafa þannig að það er mikið um að ske hjá minni þessa dagana.
Langt og kannski leiðinlegt rapport fyrir ykkur, ég skemmti méralla vega konunglega
Ha det bra
Doris
Sunday, March 11, 2007
Úrslitin í sænka eruovisoin voru í gær og ég var að sjálfsögðu límd fyrir framan imbann. Ég og Jessica sátum saman og hvöttum okkar menn, hringdum meira að segja nokkrum sinnum til að vera vissar um að þeir færu örugglega áfram og viti menn THE ARK unnu og munu syngja fyrir hönd Svíanna í Helsinki í maí. Ég er svo að fíla þetta lag, mér finnst þeir æðislegir.
Hvað finnst ykkur annars?
Eða eruð þið hrifin af EIKA HAUKS, hann er ekki alveg að impa mig en allt getur gerst í Eurovision 12. maí.
Sé fram á að eyða deginum í lestur, já dykmedicin (held það gæti kallast köfunarfræði) námskeiðið byrjar á morgun og verður alla vikuna. Leyfi ykkur að fylgjast með.
puss o kram
Anna Dóra
Hvað finnst ykkur annars?
Eða eruð þið hrifin af EIKA HAUKS, hann er ekki alveg að impa mig en allt getur gerst í Eurovision 12. maí.
Sé fram á að eyða deginum í lestur, já dykmedicin (held það gæti kallast köfunarfræði) námskeiðið byrjar á morgun og verður alla vikuna. Leyfi ykkur að fylgjast með.
puss o kram
Anna Dóra
Sunday, March 04, 2007
Dagurinn í dag.............
Er ógeðslega þreytt og pirruð. Vaknaði ekki nema 3svar í nótt af þessum yndislegu 2 hundum sem búa á neðri hæðinni. Eitt skiptið voru lætin svo mikil að það var eins og allt húsið hristist, ég snéri mér á hina hliðina og hugsaði frábært fæ jarðskjálfta ofaní öll lætin =) Það vill svo skemmtilega til að þau flytja núna í maí.
Talandi um maí þá erum við búin að kaupa miða til Flórída. Er að fara með mömmu, pabba, Rúnu og gormunum í frí til Flórída og Bahamas. Við verðum þar 18. maí til 7. júní, how nice isn't that. Spurning hvort ég reyni að vera svo heima í nokkra daga á eftir, þetta verður alla vega sumarfríið mitt þetta árið. Vinn svo allt sumarið eins og í fyrra og líklega aftur næsta sumar.
Já ég og Jessica erum að skipuleggja næsta stóra ferðalag. Ef allt fer að óskum æltum við 2008 í 9 vikna ferðalag um S-Ameríku og fara og skoða Galapagoseyjarnar í leiðinni. I know ógeðslega spennandi.
Ferðalög eru eins og fíkniefni, maður verður fljótt háður þeim.
Bið að heilsa í bili.
Ferðafíkillinn
Er ógeðslega þreytt og pirruð. Vaknaði ekki nema 3svar í nótt af þessum yndislegu 2 hundum sem búa á neðri hæðinni. Eitt skiptið voru lætin svo mikil að það var eins og allt húsið hristist, ég snéri mér á hina hliðina og hugsaði frábært fæ jarðskjálfta ofaní öll lætin =) Það vill svo skemmtilega til að þau flytja núna í maí.
Talandi um maí þá erum við búin að kaupa miða til Flórída. Er að fara með mömmu, pabba, Rúnu og gormunum í frí til Flórída og Bahamas. Við verðum þar 18. maí til 7. júní, how nice isn't that. Spurning hvort ég reyni að vera svo heima í nokkra daga á eftir, þetta verður alla vega sumarfríið mitt þetta árið. Vinn svo allt sumarið eins og í fyrra og líklega aftur næsta sumar.
Já ég og Jessica erum að skipuleggja næsta stóra ferðalag. Ef allt fer að óskum æltum við 2008 í 9 vikna ferðalag um S-Ameríku og fara og skoða Galapagoseyjarnar í leiðinni. I know ógeðslega spennandi.
Ferðalög eru eins og fíkniefni, maður verður fljótt háður þeim.
Bið að heilsa í bili.
Ferðafíkillinn
Friday, February 23, 2007
PARTÝHELGI..........
Já þetta verður algjör partýhelgi. Byrjar í kvöld heima hjá Hrafnhildi, á morgun heima hjá Jessicu, vill til að ég er í 4ra daga fríi, nógur tími til að jafna sig eftir helgina =)
Þið sem eruð af prúðleikarakynslóðinni eins og ég hefði ykkur dottið í hug að sameina Prúðuleikarana og Lord of the Rings ekki mér heldur en þetta er ekkert smá fyndið. Annars er þetta sígilda atriði alltaf í uppáhaldi hjá mér.
Best að skella sér út í búð, best að eiga djús og kók heima fyrir svona helgi eða hvað...... svo þarf ætla ég að fá smá búst fyrir sjálfsálitið, skella mér í ríkið og sýna skilríki eins og alltaf. Ég veit að það er erfitt að sjá á fólki hversu gamalt það er og hérna biðja þeir alla sem eru ekki orðnir 25 að hafa skilríki uppivið þegar þeir versla en HEI það eru nokkur ár síðan ég varð 25. Mér finnst þetta reyndar vera hrós, enn ein staðfesting á því hversu ung ég er ekki satt.
Kveðja
ein í partýstuði
Já þetta verður algjör partýhelgi. Byrjar í kvöld heima hjá Hrafnhildi, á morgun heima hjá Jessicu, vill til að ég er í 4ra daga fríi, nógur tími til að jafna sig eftir helgina =)
Þið sem eruð af prúðleikarakynslóðinni eins og ég hefði ykkur dottið í hug að sameina Prúðuleikarana og Lord of the Rings ekki mér heldur en þetta er ekkert smá fyndið. Annars er þetta sígilda atriði alltaf í uppáhaldi hjá mér.
Best að skella sér út í búð, best að eiga djús og kók heima fyrir svona helgi eða hvað...... svo þarf ætla ég að fá smá búst fyrir sjálfsálitið, skella mér í ríkið og sýna skilríki eins og alltaf. Ég veit að það er erfitt að sjá á fólki hversu gamalt það er og hérna biðja þeir alla sem eru ekki orðnir 25 að hafa skilríki uppivið þegar þeir versla en HEI það eru nokkur ár síðan ég varð 25. Mér finnst þetta reyndar vera hrós, enn ein staðfesting á því hversu ung ég er ekki satt.
Kveðja
ein í partýstuði
Friday, February 16, 2007
Hæ hæ, búin að liggja í flensu og öðrum pestum þessa vikuna. Orðin hress og mæti í vinnu í kvöld. Alla vega í þessum veikindum mínum hef ég uppgötvað eitt og annað fyndið á youtube. Jessica benti mér Pablo Francisco hann er ekkert smá fyndinn, hann er enskur og talar svolítið hratt á köflum en gefið honum tækifæri.
Annars er allt gott að frétta, búin að fá að vita að námskeiðið til að fá að vinna í háþrýstiklefanum verður haldið 12-16 mars. Þetta verður erfið vika sem endar með prófi á föstudeginum. Að sjálfsögðu verður farið út og allir gera sér glaðan dag að námskeiðinu loknu, það bara tilheyrir ekki satt.
Rokkstig helgarinnar fær Hrafnhildur, pæjan er í Manchester að skemmta sér.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Annars er allt gott að frétta, búin að fá að vita að námskeiðið til að fá að vinna í háþrýstiklefanum verður haldið 12-16 mars. Þetta verður erfið vika sem endar með prófi á föstudeginum. Að sjálfsögðu verður farið út og allir gera sér glaðan dag að námskeiðinu loknu, það bara tilheyrir ekki satt.
Rokkstig helgarinnar fær Hrafnhildur, pæjan er í Manchester að skemmta sér.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Sunday, February 11, 2007
Af sviðahausum og öðrum hausum.
Var boðin í mat til Hrafnhildar og Tómasar í gær. Á boðstólunum voru sænsk heimagerð svið, namm hvað þau voru góð. Við skemmtum okkur stórkostlega og tókum myndir fyrir starfsfélaga okkar. Svíarnir eru frekar fyndnir þegar kemur að okkar matarvenjum. Þegar við tölum um að borða svið eða fårskalle þá sjá þeir fyrir sér atriðið úr Indiana Jones þar sem þeim er boðið uppá chilled monkey brains. Þeir halda í alvöru að á disknum sé barasta meme með ullinni og öllu og við öppnum hnakkann á grey rollunni og borðum heilann með skeið. Ég var svo góð vinkona að ég sendi mynd af kjammanum með mms á hana Jessicu mína og fékk svar um leið að ég hefði eyðilagt matarlystina hjá alllri fjölskyldunni hennar, þau myndu frekar halda sig við heimatilbúna pizzu=)
Af mínum haus er lítið að frétta, er að kanna hvernig ég eigi að nálgast miða á Stuðmenn og Sálina, virðist vera mjög svo skipulagt í kringum ferðir frá Íslandi. Það hlýtur að reddast.
Kveðja
Anna Dóra
Var boðin í mat til Hrafnhildar og Tómasar í gær. Á boðstólunum voru sænsk heimagerð svið, namm hvað þau voru góð. Við skemmtum okkur stórkostlega og tókum myndir fyrir starfsfélaga okkar. Svíarnir eru frekar fyndnir þegar kemur að okkar matarvenjum. Þegar við tölum um að borða svið eða fårskalle þá sjá þeir fyrir sér atriðið úr Indiana Jones þar sem þeim er boðið uppá chilled monkey brains. Þeir halda í alvöru að á disknum sé barasta meme með ullinni og öllu og við öppnum hnakkann á grey rollunni og borðum heilann með skeið. Ég var svo góð vinkona að ég sendi mynd af kjammanum með mms á hana Jessicu mína og fékk svar um leið að ég hefði eyðilagt matarlystina hjá alllri fjölskyldunni hennar, þau myndu frekar halda sig við heimatilbúna pizzu=)
Af mínum haus er lítið að frétta, er að kanna hvernig ég eigi að nálgast miða á Stuðmenn og Sálina, virðist vera mjög svo skipulagt í kringum ferðir frá Íslandi. Það hlýtur að reddast.
Kveðja
Anna Dóra
Monday, February 05, 2007
Ég elska........
lyktina af nýjum skóm. Sótti nýju fínu stígvélin mín á pósthúsið áðan. Þau passa fullkomlega. Ég er svo glöð núna, dansandi um í fínu stígvélunum.
Annars er svosem ekki mikið um að ske hérna. Er búin að vera að skoða betur tölvupóstinn minn um stuðmanna/sálartónleikana. Þokkalega sem ég ætla að fara, einhverjir fleiri sem eru á þeim buxunum?
kveðja frá einni í ilmandi leðurvímu
Anna Dóra
lyktina af nýjum skóm. Sótti nýju fínu stígvélin mín á pósthúsið áðan. Þau passa fullkomlega. Ég er svo glöð núna, dansandi um í fínu stígvélunum.
Annars er svosem ekki mikið um að ske hérna. Er búin að vera að skoða betur tölvupóstinn minn um stuðmanna/sálartónleikana. Þokkalega sem ég ætla að fara, einhverjir fleiri sem eru á þeim buxunum?
kveðja frá einni í ilmandi leðurvímu
Anna Dóra
Wednesday, January 31, 2007
Bara snilld.
Vissuð þið að ef þið farið inn á youtube.com og skrifið fóstbræður sem leitarorð þá fáiði meðal annars ÞETTA og önnur frábær brot úr fóstbræðraþáttunum. Hver man ekki eftir Filippusi Braga, rússanum sem var svo duglegur í íslensku, eða Dr. Humbur Himsamberdren sem fræddi okkur um kvenfólk í karlahorninu (ravison travis) eða bara hið sígilda spliff, donk og gengja, saknaði reyndar skítakleprans. Kíkið á þetta og rifjið upp bilunina.
Horfði annars á leikinn í gær heima hjá Hrafnhildi. HJÁLP, held ég hafi ekki séð svona spennandi handboltaleik lengi. Hjartað ætlaði hreinlega að hoppa út úr líkamanum, adrenalínið pumpaði á svo fullum krafti, ég var svo hátt uppi að ég sofnaði síðan ekki fyrr en á miðnætti. Nei þetta var með þeim mest spennandi leikjum sem ég hef séð, úrslitin ráðast á síðustu sekúndunni.
Ætla að fara að sofa snemma í kvöld, fæ að sofa út í fyrramálið.
Kveðja
Anna Dóra
Vissuð þið að ef þið farið inn á youtube.com og skrifið fóstbræður sem leitarorð þá fáiði meðal annars ÞETTA og önnur frábær brot úr fóstbræðraþáttunum. Hver man ekki eftir Filippusi Braga, rússanum sem var svo duglegur í íslensku, eða Dr. Humbur Himsamberdren sem fræddi okkur um kvenfólk í karlahorninu (ravison travis) eða bara hið sígilda spliff, donk og gengja, saknaði reyndar skítakleprans. Kíkið á þetta og rifjið upp bilunina.
Horfði annars á leikinn í gær heima hjá Hrafnhildi. HJÁLP, held ég hafi ekki séð svona spennandi handboltaleik lengi. Hjartað ætlaði hreinlega að hoppa út úr líkamanum, adrenalínið pumpaði á svo fullum krafti, ég var svo hátt uppi að ég sofnaði síðan ekki fyrr en á miðnætti. Nei þetta var með þeim mest spennandi leikjum sem ég hef séð, úrslitin ráðast á síðustu sekúndunni.
Ætla að fara að sofa snemma í kvöld, fæ að sofa út í fyrramálið.
Kveðja
Anna Dóra
Saturday, January 27, 2007
Hæ hæ og sælt veri fólkið.
Fékk líka þennan skemmtilega tölvupóst frá vildarklúbbi flugleiða í morgun. STUÐMENN OG SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Í KAUPMANNAHÖFN. Síðasta vetrardag ælta þessar stórhljómsveitir að leiða saman hesta sína í Köben. Þokkalega sem ég ætla að reyna að fara, talandi um sveitaballastemmara í útlandinu.
Keypti mér annars tvenn stígvél á netinu áðan. Ásdís var svo sæt að senda mér upplýsingar um netsíðu sem sérhæfir sig í stígvélum fyrir okkur sem erum með aðeins stærri kálfa heldur en ofurfyrirsæturnar og hvað haldiði þeir voru með útsölu=) =)
Ef einhver annar hefur áhuga þá getiði kíkt HINGAÐ mér finnst þetta alla vega geggjað.
Skráði mig í vikunni hjá hjúkrunarfyrirtæki sem sendir hjúkkur um allan heim í vinnu. Frétti að þeir ætli að senda fólk til Íslands, spáið í hvað það væri frábært ég fengi borgaða ferð og laun fyrir að koma heim. Myndi vinna líka en hei þið eruð öll í vinnu líka.
Jessica er komin heim frá Oz, kom í gær. Mikið verður gaman að hitta hana, við erum svo líkar og hugsum eins. Hún er að vinna hjá þessu ráðningafyrirtæki, hver veit nema við myndum reyna að fara saman og vinna einhversstaðar.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Fékk líka þennan skemmtilega tölvupóst frá vildarklúbbi flugleiða í morgun. STUÐMENN OG SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Í KAUPMANNAHÖFN. Síðasta vetrardag ælta þessar stórhljómsveitir að leiða saman hesta sína í Köben. Þokkalega sem ég ætla að reyna að fara, talandi um sveitaballastemmara í útlandinu.
Keypti mér annars tvenn stígvél á netinu áðan. Ásdís var svo sæt að senda mér upplýsingar um netsíðu sem sérhæfir sig í stígvélum fyrir okkur sem erum með aðeins stærri kálfa heldur en ofurfyrirsæturnar og hvað haldiði þeir voru með útsölu=) =)
Ef einhver annar hefur áhuga þá getiði kíkt HINGAÐ mér finnst þetta alla vega geggjað.
Skráði mig í vikunni hjá hjúkrunarfyrirtæki sem sendir hjúkkur um allan heim í vinnu. Frétti að þeir ætli að senda fólk til Íslands, spáið í hvað það væri frábært ég fengi borgaða ferð og laun fyrir að koma heim. Myndi vinna líka en hei þið eruð öll í vinnu líka.
Jessica er komin heim frá Oz, kom í gær. Mikið verður gaman að hitta hana, við erum svo líkar og hugsum eins. Hún er að vinna hjá þessu ráðningafyrirtæki, hver veit nema við myndum reyna að fara saman og vinna einhversstaðar.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
Tuesday, January 23, 2007
VÁ VÁ VÁ hafiði séð/heyrt það betra. Við unnum riðilinn okkar í HM. Það var ekkert smá stórt gleðihopp sem ég tók í vinnunni í gærkvöldi þegar ég fékk sms frá Rúnu um að við hefðu unnið Frakka og þar með riðilinn. Því miður hafa Svíar ekki sýnt neitt frá HM, líklegast vegna þess að þeir eru ekki með =( fýlupúkarnir. Ég ávallt jafn bjartsýn og hugsaði Eurosport þar hljóta þeir að sýna frá HM en NEI, bara einhverjir Svíar að reyna að standa á skíðum, skjóta á skíðum eða annað skíðatengt. Ef það var ekki verið að sýna skíðaíþróttir þá var það snóker eða pílukast, ég meina það eru nú ekki einu sinni íþróttir, heldur áhugamál fyrir kráargesti.
Vegna þessa reikna ég með því að Rúna og mbl.is haldi að mér upplýsingum um gengi okkar á HM.
ÁFRAM ÍSLAND
kveðja
Anna Dóra
Vegna þessa reikna ég með því að Rúna og mbl.is haldi að mér upplýsingum um gengi okkar á HM.
ÁFRAM ÍSLAND
kveðja
Anna Dóra
Wednesday, January 17, 2007
Jahérna hér. Hvað haldiði að hafi komið fyrir mig. Hjólinu mínu var STOLIÐ hérna fyrir utan húsið mitt. Ætlaði að hjóla í vinnuna í síðustu viku nema hvað að þá var of lint í dekkjunum til þess að ég gæti hjólað. Ákvað svo að í dag myndi ég labba með hjólið niður á bensínstöð og pumpa í dekkin. Þegar ég kem út EKKERT hjól. Ég leitaði hérna í kring en nei hjólið er horfið. Ég hringdi því í lögguna og lét vita. Fína hjólið mitt sem ég gaf sjálfri mér í stúdentsgjöf fyrir x árum. Bíð núna bara eftir að fá tilkynninguna í pósti og þá get ég haft sambandi við tryggingarnar og athugað hvort ég fái hjólið bætt.
Annars er allt við það sama hér, er reyndar komin á fullu í ræktinni aftur og búin að plata hana Carro mína með mér. Við fórum í pallaleikfimi í gær og svo er spinning í kvöld. Þá hugsa ég að ég sé búin að gera útaf við hana.
Ég fæ að fara á námskeið til að vinna í háþrýstiklefanum (ef ég stenst læknisskoðunina) og svo bíð ég alltaf eftir að fá að heyra hvort ég fái að komast á sjúkrabílinn líka. Læt ykkur vita þegar ég veit meira.
puss
Anna Dóra
Annars er allt við það sama hér, er reyndar komin á fullu í ræktinni aftur og búin að plata hana Carro mína með mér. Við fórum í pallaleikfimi í gær og svo er spinning í kvöld. Þá hugsa ég að ég sé búin að gera útaf við hana.
Ég fæ að fara á námskeið til að vinna í háþrýstiklefanum (ef ég stenst læknisskoðunina) og svo bíð ég alltaf eftir að fá að heyra hvort ég fái að komast á sjúkrabílinn líka. Læt ykkur vita þegar ég veit meira.
puss
Anna Dóra
Tuesday, January 09, 2007
Komin heim og byrjuð að vinna.
Ég hafði það ekkert smá gott heima, hitti vinina, ættingjana og slakaði á. Svaf reyndar óvenju lengi alla morgna en það er kannski ekkert skrýtið í myrkrinu, því þó svo að ég vaknaði snemma var svo dimmt úti að ég bara snéri mér á hina hliðina harðákveðin í því að það væri ennþá nótt og skreið því iðulega framúr um 10 leytið =)
Ég fór 4x í bíó á þessum stutta tíma þar af 2x með Halldóri. Við sáum Happy feet og Skolað í burtu báðar mjög skemmtilegar enda veit ég ekki hver skemmti sér betur, ég eða barnið. Sá svo að sjálfsögðu bondarann um að gera að nýta tækifærið þegar maður kemst í alvöru bíó.
Bið að heilsa í bili, ætla að skella mér í bæinn og kaupa mér spinningskó, nú er æfingatímabilið að byrja af alvöru.
puss og kram
Anna Dóra
Ég hafði það ekkert smá gott heima, hitti vinina, ættingjana og slakaði á. Svaf reyndar óvenju lengi alla morgna en það er kannski ekkert skrýtið í myrkrinu, því þó svo að ég vaknaði snemma var svo dimmt úti að ég bara snéri mér á hina hliðina harðákveðin í því að það væri ennþá nótt og skreið því iðulega framúr um 10 leytið =)
Ég fór 4x í bíó á þessum stutta tíma þar af 2x með Halldóri. Við sáum Happy feet og Skolað í burtu báðar mjög skemmtilegar enda veit ég ekki hver skemmti sér betur, ég eða barnið. Sá svo að sjálfsögðu bondarann um að gera að nýta tækifærið þegar maður kemst í alvöru bíó.
Bið að heilsa í bili, ætla að skella mér í bæinn og kaupa mér spinningskó, nú er æfingatímabilið að byrja af alvöru.
puss og kram
Anna Dóra
Subscribe to:
Posts (Atom)