Sunday, September 03, 2006


Þreytt en ánægð eftir 10 km Posted by Picasa
Já svona leit stelpan út að loknum 10 km og Rúna ég skil vel brosið á Eiríki eftir 42 km, maður er svo ógissla ánægður með sjálfan sig og svo er svo gaman að koma í mark þar sem fullt af fólki stendur og hvetur mann áfram síðustu metrana.
Ótrúlegt en satt þá eru bara 3 dagar þar til ég held af stað í stóra ferðalagið mitt, haldiði að ég sé eirðarlaus eða? Ég er strax farin að hugsa um hvert ég eigi að fara í næsta stóra ferðalag, hvort það verði um S-Ameríku eða safarí í Afríku er ég ekki búin að ákveða en langar bæði. Ég ætla að reyna að blogga eitthvað á meðan ég er í Ástralíu, við verðum líka með ferðadagbók á sænsku reyndar á www.resedagboken.se þar fer maður svo í sök resenär og skrifar jessica-24 og þá kemur upp síðan okkar, veit að Jessica hefur sett inn myndir þar þannig að maður veit aldrei hvort við getum það líka. Stelpan sem seldi okkur ferðina sagði að við hefðum engan tíma til að vorkenna okkur í þynnku því við þurfum að hlaupa í rútu, lest eða flug næstum því á hverjum morgni=) En það er ekki eins og við séum að fara í fylliríisferð til Spánar eða hvað.......
Jæja best að halda áfram að gera lista yfir það sem ég þarf að taka með mér (passinn er kominn á listann=))
Peace out
Doris