Sunday, October 25, 2009

Hæ hæ vildi bara láta ykkur vita að við erum búnar að virkja aftur ferðadagbókina okkar. Þetta er sama síða og við skrifuðum á þegar við vorum í Ástralíu, bara komið nýtt nafn.
www.resedagboken.se og svo snabbsök eftir alias, jessicadoris þá komið þið inn á síðuna okkar.
Las á laugardaginn ferðasöguna frá Ástralíu og vá hvað það vöknuðu margar skemmtilegar og góðar minningar.

Annars er ég víst orðin árinu eldri síðan ég skrifaði síðast, finnst ég hvorki eldri né vitrari, ætli það þýði að ég sé ennþá 31?
Er líka búin að láta bólusetja mig fyrir svíninu, nú á ég bara eftir að klára seinni skammtinn af kólerubóluefninu og þegar hann er klár eru allar bólusetningar klárar og ég búin að gera allt sem ég get til að vernda mig gegn hinum ýmsu sjúkdómum.

nöff nöff

Wednesday, October 14, 2009

Ótrúlegt en satt þá er bara mánuður í brottför. Á þessum tíma eftir mánuð erum við á Arlanda og nýbúnar að kynnast þeim sem fara með okkur til Galapagos. Loksins að maður er farinn að sjá ljósið við enda gangnanna og kominn með þá tilfinningu að það var þess virði að vinna í allt sumar og ég fæ sumarfrí =)

Annars er allt gott að frétta, ég er búin að missa 15 kg síðan ég byrjaði að æfa í janúar, þokkalega stolt af sjálfri mér=)

kram
Doris

Sunday, October 04, 2009

Allt byrjar skríða saman fyrir ferðina, 41 dagur í brottför. Josefinan mín ætlar að sjá um póst, blóm og fjárhag fyrir mig, vill ekki alveg vera að standa í bankaviðskiptum þar;-)
Einn félagi minn mælti með myndavél fyrir mig, ég veit ég á mjög fína og flotta og góða myndavél og það er það sem er vandamálið. Þessi sem hann mælti með er minni en mín og það er það sem ég vill. Með mína stóru myndavél er ég í rauninni bara að biðja um að láta ræna mig og ég vil það ekki.

Well vildi bara keep u informed um það sem er um að ske.
kram