Saturday, October 25, 2008

Afmælisprik segirðu Maggi, jú að sjálfsögðu fæ ég stærsta afmælisprik vikunnar ;-). Aðrir sem fá afmælisprik eru Rúna, María og Jessica. Hélt uppá afmælið mitt á miðvikudaginn eða hélt og hélt uppá það!!! Við fórum 5 hressar stelpur út að borða og svo á uppistand og ég lofa ykkur að það er langt síðan ég hef hlegið svona mikið, við erum að tala um að það lá við að maður bæði um pásur til að jafna sig. Mér var illt í maganum og andlitinu eftir allan þennan hlátur, er næstum viss um að það hafi bæst við nokkrar broshrukkur eftir kvöldið.
Annars var nú frekar fyndið þegar við fórum út að borða, við skellum okkur á einn thailenskan matsölustað. Ég bið um rétt nr 35 sem átti að vera mjög sterkt. Svo fáum við matinn og allar úlfhungraðar nýkomnar úr vinnunni og skellum okkur yfir matinn. Ég er samt frekar hissa á því hversu bragðdaufur maturinn minn er, ekki skrýtið því þegar reikningurinn kom sáum við að ég hafði fengið rétt nr 34 (sem var engu að síður mjög góður). Ég bendi á það þegar ég borga og hvað gerir starfsfólkið, setur upp undrunarsvip og þykist ekki skilja neitt, jamm stundum er gott að vera útlendingur og græða á fólki.
Ætla að skella mér í ræktina smástund áður en ég byrja að vinna....

Thursday, October 16, 2008

Það er svo gaman að vera til. Var á æfingu í gær með þyrlunni, var látin síga nokkrum sinnum niður á stóran bát. Þetta var eins og að vera í tívolí- ekki spillti að öll áhöfnin var frekar myndarleg=) Var á kvöldvaktinni á sjúkrabílavaktinni, strákarnir hringdu um sexleytið og spurðu hvort ég vildi skreppa með þeim á hokkíleik- þeir yrðu þar allir og þá værum við öll á sama stað ef við fengum útkall ehhh já takk svaraði ég. Talaði við þá sem var að vinna með mér hvort það væri í lagi og svo skellti ég mér á minn fyrsta hokkíleik. Það var svakalega gaman þó svo að ég fatti hvorki upp né niður í hokkí.
Svaf illilega yfir mig í morgun- lá og fílósóferaði og beið eftir að klukkan myndi hringja. Ákveð svo bara að skella mér á fætur og versla áður en ég fer í vinnuna. Lít á klukkuna og hún er 10- crap ég átti að mæta í vinnuna 9:45. Ég hringdi því í vinnuna, lét vita að ég væri á lífi en bara sein, hoppaði í sturtu, klæddi mig (þegar ég var búin í sturtu og að þurrka mér), smurði brauðsneið með smjöri og út í bíl (já þó svo að ég var sein vildi ég ekki koma alltof seint) Hugsa að þetta gleymist seint í vinnunni Doris svaf yfir sig þegar hún átti að mæta 9:45. Þó svo að dagurinn hafi byrjað snöggt rættist úr honum, ég kláraði að leggja vinnuskýrslu fyrir jólin. Reddaði mér 2ja vikna fríi yfir áramótin- geri aðrir betur=)
Jæja ætla ekki að hafa þetta babl lengra í bili
puss o kram

Wednesday, October 08, 2008

Það hafðist að lokum að komast á skerið !!! Stressið byrjaði í rauninni á mánudaginn, ef þið sitjið róleg skal ég segja ykkur frá ferðasögunni minni. Ég verð með smá ræðu á fösutdaginn á bráðaþingi bráðahjúkrunarfræðinga (vá snakka um tungubrjót). Ég var búin að redda mér helling af myndum til að krydda ræðuna með og ætla svo að kíkja á þær og GARG usb-lykillinn er dáinn og tómur. Eftir mikið stress og svita spurði Rúna mig hvort þær gætu verið í sent items hólfinu í vinnumailinu (ég hafði reynt að senda myndirnar) og YES þar voru þær þannig að kvöldinu og ræðunni var reddað. Ég þorði nú reyndar ekki að taka neina sénsa þannig að ég sendi bæði myndirnar og ræðuna í tölvupósti til mömmu svo ég væri nú örugglega með þetta á 2 stöðum;-)
Vakna svo mjög tímanlega í gærmorgun, fer í sturtu og borða morgunmat. Kveiki á tölvunni til að ath með lestina og uppgötva þá að ég hafði misreiknað mig, hélt ég gæti tekið lestina 9:38 en átti að taka lestina 8:38. Crap það eru 10 mín í að lestin fari- hvað gera bændur nú? Full af jákvæðni og krafti eftir að hafa fundið myndirnar daginn áður hugsa ég ÉG NÆ LESTINNI. Ég hef sjaldan hoppað jafn hratt í fötin mín, hent því síðasta í bakpokann og hlaupið út á lestarstöð. En ég NÁÐI lestinni. Kófsveitt og móð settist ég í lestina ánægð með lífið- ég er á leiðinni heim. Allt gekk eins og í sögu eftir þetta. Flugið ontime og við komin út á flugbraut þegar einhver flughræddur farþegi fær kvíðakast og við snúum við- þar sem farþeginn neitaði að fara frá borði höldum við aftur út á flugbrautina og NEI nú fara viðvörunarljós að blikka, leki í vökvakerfinu. Við keyrum aftur að flugstöðvarbyggingunni og flugvirki lítur á lekann og segir 2-3 tíma seinkun. Eftir 4ra tíma bið og ágætismáltíð fengum við loksins brottfararleyfi=) (ég er reyndar bara glöð að lekinn uppgötvaðist áður en við fórum í loftið -thank you flughræddi farþegi) Núna er ég komin á skerið sólin skín og lífið gæti ekki verið betra. Leyfi ykkur að fylgjast með hvernig gekk að flytja ræðuna, Doris er nefnilega fyrst í pontu.
Vona að þið hafið nennt að lesa allt bablið mitt,
kramar