Tuesday, March 29, 2005

Jæja þá er maður kominn heim aftur- þið vitið hvað þeir segja fínt að fara í burtu en heima er best.
Londonarferðin var æðisleg gott veður, yndislegt bara að vera léttklæddur úti og ekkert stress. Hér fáiði smá innsýn í það sem við gerðum
* Skoðuðum Kensington höllina þar sem Díana bjó
* Löbbuðum að Stanford Bridge heimavelli Chelsa
* Fórum í rútuferð með leiðsögumanni um London- mæli með því
* Fórum í smá siglingu á Thames ánni, ekkert nema frábært
*Fórum í London eye- risa parísarhjól á bökkum Thamesárannir og sáum yfir stóran hluta borgarinnar, var reyndar að spá hvort Bretar væru making mockery af Frökkum með því að vera með svona risaparísarhjól í London?
* Fórum á markað í Campden sem mér fannst gaman en Maggi og pabbi voru á því að ég væri að draga þá inn á sögusvið Olivers Tvist þ.e. vasaþjófar útum allt.
* Fórum á Lion King söngleikinn sem var barasta æðislegur
* Fórum á Madam Tussaud og þar var Maggi tekinn í misgripum fyrir vaxdúkku, annaðhvort er hann svona gervilegur eða dúkkurnar svona raunverulegar

Annars hefðuð þið átt sjá hótelherbergið mitt, eina herbergið á hæðinni, inngangurinn að hurðinni var eins og frímerki þannig að ég þakkaði nú fyrir að vera ekki mikið stærri en ég er!!!
Þannig að ég skildi betur af hverju galdraskólinn í Harry Potter er svona skrýtinn eins og hann er.
Annars er Maggi hetja ferðarinnar, við fórum á Pakistanskan veitingastað og Maggi sem aldrei þessu vant var ekki mjög svangur pantaði sér þessa líka girnilegu grænmetissúpu sem var hrikalega græn og full af baunum og vitiði hvað hann kláraði hana- vel upp alinn drengur þar á ferð.
Jæja vona að ég hafi ekki gleymt miklu bið að heilsa í bili
Desperate housewifes að byrja
Anna Dóra

Monday, March 21, 2005

Ég held að það sé eins gott að það séu að koma páskar og ég fái smá frí. Var eitthvað svo þreytt og utanvið mig þegar ég kom heim úr vinnunni að í staðinn fyrir að slá inn 4 stafa kódann fyrir hurðina sló ég inn pin-númerið á debetkortinu mínu og skildi ekkert af hverju hurðin opnaðist ekki ;-)
Annars er allt gott að frétta af mér, ég held að vorið sé að reyna að brjótast fram, snjórinn er byrjaður að bráðna, íkornarnir að skoppa og svo er sól og ágætisveður á daginn, reyndar morgunfrost ennþá en það fer hlýnandi.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Thursday, March 17, 2005

Ef maður ætlar að keyra fullur er alveg eins gott að gera það almennilega!!
Á forsíðu BLT í morgun var skrifað um konu sem var að keyra drukkin, ekki nóg með að hún var með 3,11 prómill í blóði þá var hún með eina svona 3ja lítra belju milli fótanna og drakk meðan hún keyrði. Lögreglan þurfti víst að styðja konugreyið út úr bílnum sem ber við minnisleysi um atburðinn.

Þetta er ekki brandari heldur satt, ég hélt ég yrði ekki eldri en þetta gerðist víst.
Annars allt í góðu, sófinn ekkert smá þægilegur og ég er svo ánægð.
Kramiz
Anna Dóra

Tuesday, March 15, 2005


Nýji fíni sófinn minn Posted by Hello

Jæja finnst ykkur ekki nýji sófinn minn glæsilegur?

Elsku Sigrún til hamingju með afmælið þitt í gær og bílprófið.

Ætlaði bara aðeins að monta mig

kramiz

Anna Dóra

Sunday, March 13, 2005

Til hamingju með daginn strákar!!!

Jú 2 frændur mínir voru að komast í fullorðinna manna tölu eins og það var nú kallað og er kannski enn, þeir voru fermdir í morgun. Ég bakaði meira að segja köku í tilefni dagsins. Guðrún og Eiríkur komu og sóttu nýju svefnsófana sína í dag og ég bauð þeim svo í kaffi á eftir. Það bergmálar aðeins í stofunni minni núna en nýji sófinn kemur á morgun JIBBÝ vona bara að ég fái að fara aðeins fyrr heim úr vinnunni til þess að geta tekið á móti honum en annars ætlar hún Carro vinkona mín að hleypa mönnunum inn þannig að sófann fæ ég hvort sem það er ég eða hún sem tekur á móti honum.

Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Wednesday, March 09, 2005

Ég enn á lífi þrátt fyrir mikið stress!!!

Skrýtið þetta með stress. Þó svo að hafi unnið sjálfstætt síðustu 7 vikur þá vissi ég alltaf að það var einhver vanur sem stóð á bakvið mig. Núna er einhvern veginn bara að hringja á svæfingalækninn ef það er eitthvað vesen og treysta á sjálfan sig. Get sagt ykkur það svona í trúnaði að aðfaranótt mánudags svaf ég frekar illa og var alltaf að vakna upp gæti verið að ég hafi verið farin að kvíða fyrir mánudeginum?

Að öðru leyti er allt gott að frétta, ég er farin að hlakka til páskanna, helgarferð til London ekki bagalegt, mér finnst ég þurfa á smá tilbreytingu að halda þessa dagana.

Bið að heilsa í bili
kramiz
Anna Dóra

Saturday, March 05, 2005

Jeminn haldiði ekki að maður sé orðinn semi-þekktur ekki bara í Karlskrona heldur í öllu Blekinge :-)

Þegar ég var í verknáminu fyrir jól kom mogginn og var að fylgjast með aðgerð þar sem ég var að aðstoða við að svæfa og í morgun birtist þessi hérna í mogganum.


Svo maður vitni nú aðeins í félaga sína Stuðmenn:
Já hún er engin venjuleg kona og hún býr í litla Karlskrona og hún er alveg ofboðslega frægur hún fékk myndina af sér í BLT ...........

Þessi hálf-þekkta í Karlskrona
Anna Dóra semi-kändis


Friday, March 04, 2005

Stelpan á leiðinni til London!!!

Jú þið lásuð rétt, stelpan er á leiðinni til London og ætlar að vera flott á því. Fer á skírdag eftir vinnu niður til Köben og gisti eina nótt og tek svo flugið snemma á föstudagsmorgninum til London þar sem ég ætla að hitta mömmu, pabba, Magga og Helgu Dís og vera með þeim yfir helgina og fljúga svo heim á annan í páskum. Ekki bagalegir páskar þetta eller hur.
Í dag var síðasti dagurinn í aðlögun í vinnunni þannig að á mánudaginn er það Anna Dóra sem ræður, handleiðarinn minn var nú svo sæt og hringdi í mig áðan (hún var úti með sjúkrabílnum þegar ég fór heim) og var bara að spá hvernig þetta legðist nú í mig og aðeins að gefa mér góð ráð- það væri ég sem stjórnaði ekki sjúkraliðarnir en hún sagðist hafa verið svipuð þegar hún byrjaði að þegar svæfingalæknirinn sér um að svæfa þá eigi ég ekki að bakka og hleypa sjúkraliðunum framfyrir mig en vissar hafa þann leiða óvana að halda að þær séu barasta svæfingalæknar held ég því þær hafa unnið í 30 ár á svæfingunni. Nei nú er bara að standa föst fyrir og sýna þeim að núna er það víkingurinn sem ræður.

kram, kram
Anna Dóra