Sunday, November 30, 2008

Ég lifði af helgina=)
Tack för helgen Jessica
Við vorum 15 sem djömmuðum hérna á föstudaginn, brotnuðu bara 2 glös (er það merki um gott partý eða hefði ég kannski átt að kaupa plastglös?) og fórum svo niður í bæ og dönsuðum til 3. Sváfum laugardaginn frá okkur, þ.e. hlóðum batteríin fyrir kvöldið. Djömmuðum meira á laugardagskvöldinu reyndar bara 2 því ákveðinn vinur minn sveik okkur, hann mætti ekki á djammið.
Þetta er búin að vera æðisleg helgi, mikið sofið, mikið drukkið, minna borðað, mikið dansað. Næsta djamm á fimmtudaginn. Er ásamt skemmtinefndinni búin að skipuleggja jólahlaðborð fyrir vinnufélagana. Næsta laugardag ælta svo Íslendingarnir hérna að hittast yfir jólaglöggi og smákökum, semsagt nóg um að ske næstu daga.
Kveðja

Thursday, November 27, 2008

Á morgun kemur Jessica í heimsókn til mín og verður hér um helgina. Það verður þokkalega partajað..... Búin að bjóða vinnufélögunum í heimsókn á morgun, ekki búið að ákveða hvað við gerum á laugardaginn en skemmtilegt verður það. Ætla að halda uppá svona aðeins fyrirfram að ég er búin að fá 3 skiptarvaktir JIBBÝÝÝÝÝ ég er að eignast líf aftur frá og með 12.janúar, get flutt aftur heim til mín í staðinn fyrir að búa í vinnunni=)
Annars er svosem ekki svo mikið nýtt um að ske, segi ykkur frá helginni síðar ef ég lifi hana af.
kramiz

Monday, November 24, 2008

Home sweet home. Átti alveg yndislega helgi í Köben með m+p og Helgu Dís. Fékk að fara snemma heim úr vinnunni á föstudaginn og skellti mér til Köben. Þegar ég kom á hovedbanegård biðu Helga Dís og Hildur vinkona hennar eftir mér og stuttu síðar birtist gamla settið og tók á móti mér. Við skelltum okkur út að borða um kvöldið á einn indverskan- bara gott. Borðuðum morgunmat snemma á laugardeginum því okkar beið hefðbundinn julefrukost kl 13. Eftir að hafa labbað um á strikinu og kíkt í nokkrar búðir svona aðeins til að work up an apetit mættum við á Kanal cafen kl 13. Eftir að hafa skammast okkar(Doris og Helga Dís because we forgot) í eins og 5 sek þá skáluðum við í jólaöli og ákavíti og óskuðum gamla settinu til hamingju með brúðkaupsafmælið. Fyrst var borið fram kaldir réttir brauð, síld, lax, steikt rauðspretta, reyktur áll og ýmislegt meðlæti og maður bjó sér til eigið smörrebröd, eftir það tóku heitu réttirnir við besta purusteik sem ég hef nokkrun tíma smakkað (sorry Helga frænka en þessi var betri en þín þó svo að þín komi nú ekki langt eftir) önd og ýmislegt annað góðgæti. Að lokum var svo komið með ostabakka og möndlugraut, haldiði ekki að mamma gamla hafi fengið möndlugjöfina. Eftir matinn var rölt í rólegheitunum (við vorum næstum of södd til að geta hreyft okkur) upp á hótel og fengið sér smá miðdegislúr (gott að sofa eftir matinn). Um kvöldið kíktum við svo á jólamarkað í Tívolí, gaman að sjá öll jólaljósin, hlýja sér með heitu glöggi. Ég fór aldrei þessu vant ekki í neitt tæki why jú ég var ennþá svo södd, maturinn hefði líklegast ratað út ranga leið ef ég hefði skellt mér í rússibanann. Á sunnudagsmorgninum skelltum við okkur svo í morgunmat (varla að nokkur hefði lyst á honum, ég var ennþá södd) og svo tékkuðum við út og ég hélt með lestinni til Karlskrona og þau stigu úr lestinni við kastrup og flugu síðan heim.

Jæja, kominn tími á að fara og skipta yfir á vetrardekkinn áður en ég fer að vinna
bless í bili

Friday, November 14, 2008

Ég hélt það kæmi aldrei að þessu en ég hálf skammast mín fyrir að vera Íslendingur í augnablikinu af hverju..... Í gær þegar ég flétti blaðinu er stór mynd af Herra Ólafi Ragnari og hann húðskammar m.a. Svía fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum á þessum raunartímum sem kreppan er. Segir að Íslendingar ættu kannski að leita sér að nýjum vinum (hvar ætlar hann að leita að þeim á facebook kannski?) og svo stóð að hæstvirtur forseti okkar hafi boðið Rússum að kaupa herstöðina í Keflavík- sællllll er ekki í lagi heima hjá honum- eigum við að ræða það eitthvað.
Held að Íslendingar þurfi aðeins að líta í eigin barm, hverjir eru það sem hafa lifað langt um efni fram í fjöldamörg ár, einhvern tíma hlýtur að koma að skuldadögum- það höfum við hin lært alla vega. Nú er ég ekki að alhæfa þetta um alla Íslendinga dont get me wrong en einhverra hluta vegna lentum við í þessarri aðstöðu. Að einhverjir gaurar hafi misskilið matador og skilið spilaborðið eftir heima en haldið leiknum áfram með peningana er leiðinlegt.

Ef ég tala nú um skemmtilegri hluti þá voru tónleikarnir meiriháttar, kúrsinn var fínn (fyrir utan norðmanninn sem talaði aðeins of hratt þannig að ég skildi ekki alveg hvað hann var að tala um) góður félagsskapur, ég fékk far heim af flugvellinum í sportbíl (ég get ekki að því gert en ég elska hraðskreiða sportbíla, sérstaklega þegar maður þekkir eigandann og fær far hjá honum=)) Á kúrsinum fékk ég ansi skemmtilegt flashback hvað haldiði að maður hafi fengið með kaffinu. Kandís... þegar ég var yngri var þetta algjört sælgæti, maður fékk þetta hjá ömmu og afa. Þegar ég saug einn mola var ég allt í einu 4ra ára aftur og stóð í stofunni í Hlíðargerðinu í veislu hjá ömmu og afa, yndisleg tilfinning.
puss o kram

Saturday, November 01, 2008

Fór á frumsýninguna á Bond síðasta fimmtudag, sýningin var kl 0:07 svolítið táknrænt ekki satt=) Ég verð reyndar að viðurkenna að ég varð fyrir pínu vonbrigðum. Það var enginn söguþráður og svo bara allt í einu var myndin búin. Daniel Craig stóð þó fyrir sínu, myndarlegur eins og í fyrri myndinni. Mikið um að ske þessa vikuna. Kvöldvakt mánu- og þriðjudag. Stelpudagur með Huldu í Kaupmannahöfn á miðvikudag, tónleikar með Gavin DeGraw um kvöldið. Flýg svo frá kastrup á fimmtudagsmorgninum til Stokkhólms. er að fara á kúrs með 2 vinnufélögum. Kem síðan heim seinnipart föstudags. Spennandi vika framundan.
Búin að kaupa flugmiða til Íslands um áramótin, kem 28. des og fer heim 9. jan.
Jæja ætla að halda áfram að undirbúa mig fyrir kúrsinn.
Bless í bili