Saturday, October 29, 2005

SÁLIN Í KÖBEN OG LÍKA ÉG

Ég er að fara á Sálartónleikana í Köben næstu helgi JIBBÝ, ég hlakka ekkert smá til.
Er að spá í að gera smá tilraun í nótt. Í nótt á semsagt að skella klukkunni aftur um eina klukkustund til að komast yfir á vetrartíma. Ég var að spá ef maður fer út á lífið hvort maður græði þá eina klst á barnum? Hvort þeir hafi opið lengur?

Best að bjarga kjúllanum út úr ofninum áður en hann ofsteikis

puss puss
Anna Dóra

Friday, October 28, 2005

Þá er maður búinn að vera árinu eldri (og reyndari) í heila viku og ég finn strax heilmikinn mun á mér. Hef til dæmis mætt mjög tímalega í vinnuna bæði í gær og í morgun =)ekki stimplað inn 7:28 eins og venjulega heldur 7:15 ég veit ekki hvað þetta er, ætli ég sé að fullorðnast eins og Guðrún tók svo skemmtilega til orða?
Takk kærlega fyrir allar gjafirnar og kveðjurnar, held svo sem að frumlegasta gjöfin hafi verið frá honum elskulegum bróðir mínum sem þykir svo vænt um hana systir sína að hann lét sérhanna handa henni lyklakippu með mynd AF SJÁLFUM SÉR!!! Fékk annars margar skemmtilegar gjafir, stelpurnar gáfu mér 6 skotglös með mynd af hauskúpu, upplagt fyrir íslenskt brennivín, heitir það ekki svarti dauði=) fékk líka skemmtilega spúkí kertastjaka frá þeim, á honum erum beinagrindur og þegar loginn flöktir þá dansa þær, auðvelt að verða sjóveikur ef maður starir of lengi á þær.

Jæja hugsa að ég hafi þetta ekki lengra í bili
bið að heilsa
Anna Dóra

Saturday, October 22, 2005


Anna Dora og Josefin Posted by Picasa

Það var ekkert smá gaman hjá okkur í gær. Við í skemmtinefndinni vorum semsagt gleðidömur og tókum okkur bara frekar vel út þó ég segi sjálf frá=)Partýið heppnaðist stórkostlega. Við ákváðum að hafa smá fimmþraut milli borða þar sem keppnisgreinarnar (að sjálfsögðu í anda vilta vestursins) voru spurningakeppni, pílukast, kasta skeifum(af tillitsemi við veitingastaðinn notuðum við plast í staðinn), kasta reipi og loftreið (þykjast vera á hestbaki) og fengu keppendur hest á priki til að styðjast við (get ómögulega munað hvað svona hestur kallast) þetta tókst alla vega brilljant. Svo var dansað frameftir nóttu og sumir héldu svo áfram og skelltu sér í bæinn. Við vorum nú einu sinni 2 að halda uppá afmælið okkar=)

gleðikveðja
Anna Dóra

Bordellbrudar Posted by Picasa

Friday, October 21, 2005

Við eigum afmæli í dag tralalalalala bara svona fyrir ykkur sem ekki fylgist með!!

Risapartý í kvöld og búningurinn minn orðinn klár þökk sé mömmu og Rúnu. Fékk smá pakka að heiman í dag. Nóa og Siríus súkkulaði- er hægt að fá betri afmælisgjöf þegar maður býr erlendis I don't think so=)

Best að koma sér í gírinn, skella sér í sturtu og svo af stað í djammið, við ætlum að hittast á undan skemmtinefndin og koma öllu í stand, segi ykkur svo síðar frá því hvernig til tókst og aldrei að vita nema einhverjar myndir fylgji.

Kveðja
Anna Dóra afmælisbarn

Tuesday, October 18, 2005

Fékk að vita í dag að þar til búið er að fara i gegnum mönnun og slíkt að ég fékk áframhaldandi ráðningu út janúar alveg heilan mánuð- Jey. Annars er svo gaman í vinnunni þessa dagana. Það kom upp sýking á gjörgæslunni hérna (MÓSI fyrir ykkur sem þekkja til) þannig að það er frekar lítið að gera hjá okkur bara nauðsynlegar aðgerðir. Í dag fór ég með 2 öðrum svæfingahjúkkum út í klukkutíma göngutúr, við eigum rétt á svokallaðri friskvård 1 klst á viku ef starfsemin leyfir og megum þá fara út að labba eða í ræktina á spítalanum og þar sem nær engin starfsemi var eftir hádegi ákváðum við að skella okkur út í góða veðrið.

Styttist óðum í partýið góða, síðasti fundur skemmtinefndar á morgun það verður spennandi að sjá hvað verður.......
Þá er komið að hamingjuóskunum: Til hamingju með litla prinsinn Ásdís, og svo má nú ekki gleyma henni Ninnu Rós en hún varð 7 ára síðasta föstudag, stóra stelpan í vinahópnum.

bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Friday, October 14, 2005

VELKOMIN Á EIGHTIES NOSTALGIU!!

Var að lesa aftonbladet nú í vikunni og þar var einmitt grein um áttunda áratuginn og hvernig allt sé að koma aftur. Ég ætla að telja upp nokkur atriði og endilega látið mig vita hvort þið munið eftir þessu og ef ykkur dettur eitthvað meira skemmtilegt í hug:-)
Sjónvarpsefni: Dallas, Miami Vice, Cosby. Tónlistin: Michael Jackson með Billy Jean og Thriller, Madonna með Like a virgin. Bíó: Fatal attraction, ET, A fish called Wanda. Föt: Legghlífar, steinþvegnar gallabuxur, axlapúðar, neon litir. Accessories: Sítt að aftan, vafflað hár, varasalvar með bragði, túberað hár og tonn af hársprayi, og síðast en ekki síst Jane Hellen sjampó og hárnæring, í þríhyrndum flöskum og hálft andlit á hvoru, málið var að eiga bæði til að leggja þau saman=)

Já stundum er ótrúlega gaman að lesa blöðin. Ég fékk þetta líka deja vú með Jane Hellen, flash back í skólasund og leikfimi ég held barasta að við höfum flestar verið með þetta.
Annars er allt gott hér, svo mikil þoka í dag að rétt sér á milli herbergja, vona bara að ég rati í vinnuna á eftir.
En nóg masað, deigið að klára að hefast, best að skella sér í brauðbaksturinn og súpugerðina, ekki vill maður svelta í dag frekar en aðra daga.

puss puss
Anna Dóra

Thursday, October 06, 2005

Copenhagen here we come!!!
Ætla að skella mér til köben um helgina með Guðrúnu, Eiríki, Guðfinnu og Jessicu. Við ætlum bara að taka lífinu rólega, borða góðan mat, kíkja í nokkrar búðir og bara almennt skemmmta okkur vel.

Lilta leikþættinum er lokið, við lékum þetta litla stykki okkar ekki sjaldnar en 15 sinnum á 3 dögum og skemmtum okkur alltaf jafn vel. Þessi hópur sem var að leika náði einstaklega vel saman og varð niðurstaðan ólík útkoma leikritsins í hvert skipti. Hverjum öðrðum en okkur hefði dottið í hug að pakka pylsubút inn í plastfilmu og láta sem það væri botnlanginn sem við vorum að skera upp og fleygja því svo í áhorfendurna =) Við fengum alla vega góðar viðtökur og lendum á topp 5 af því sem var boðið uppá. Mér finnst þetta í raun sniðugra en starfsdagurinn sem við fengum í 10unda bekk, fara einn dag á vinnustað og skoða. Þarna voru fulltrúar frá 5 starfsstéttum, iðnaðarmenn, við og fleiri að kynna sig og gefa unglingunum innsýn í atvinnumarkaðinn. Mæli með þessu. Þó svo að mér hafi þótt gaman að þessu er ég samt að hugsa um að eftirláta leiklistina öðrum=)

Ég hef verið "KLUKKUÐ" er þetta það nýjasta í bloggheiminum? Helga Dís klukkaði mig sem þýðir að ég á að segja ykkur 5 staðreyndir um sjálfa mig.
1. Ég ELSKA súkkulaði, er súkkulaðifíkill á háu stigi
2. Mér finnst ofboðslega gaman í vinnunni minni, er svo ánægð með að hafa farið í framhaldsnámið
3. Mér finnst gaman að ferðast, New York næsta, hver veit hvað tekur við þaðan
4. Ég er með einsdæmum óheppin, þið sem þekkið mig vitið hvað ég meina
5. Ég er vinur vina minna, ég á alveg frábæran vinahóp

Ég var að hugsa um að klukka ykkur öll barasta, endilega verðið við áskorun minni og skellið inn nokkrum kommentum
Púff hvað þetta varð langt
Puss og kram í stugan
Anna Dóra

Saturday, October 01, 2005

Mamma mín þekkir mig of vel...

Fékk pakka að heiman nú í vikunni og hvað haldiði að hafi verið í honum Jú bók með 200 suduko þrautum I'm loving it, ég er svo þokkalega húkkt á þessum þrautum að ég takmarka þær við hámark 2-3 þrautir á dag.
Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða barasta kominn október og bráðum komin jól.
Ætla að nota tækifærið að óska afmælisbörnum mánudagsins til hamingju með daginn þar sem ég verð upptekin við að laða unga Svía í heilbrigðisgeirann :-) Þau eru Lilja Rós til hamingju með daginn, stórafmæli á þeim bænum. Villi frændi og Íris Björg litla skottan að verða 3ja ára.

Jæja ætli það sé ekki best að kíkja á handritið og æfa mig fyrir debutið á fjölunum, segi ykkur svo frá því hvernig gekk.
Hollywood beware
Anna Dóra, actress