Copenhagen here we come!!!
Ætla að skella mér til köben um helgina með Guðrúnu, Eiríki, Guðfinnu og Jessicu. Við ætlum bara að taka lífinu rólega, borða góðan mat, kíkja í nokkrar búðir og bara almennt skemmmta okkur vel.
Lilta leikþættinum er lokið, við lékum þetta litla stykki okkar ekki sjaldnar en 15 sinnum á 3 dögum og skemmtum okkur alltaf jafn vel. Þessi hópur sem var að leika náði einstaklega vel saman og varð niðurstaðan ólík útkoma leikritsins í hvert skipti. Hverjum öðrðum en okkur hefði dottið í hug að pakka pylsubút inn í plastfilmu og láta sem það væri botnlanginn sem við vorum að skera upp og fleygja því svo í áhorfendurna =) Við fengum alla vega góðar viðtökur og lendum á topp 5 af því sem var boðið uppá. Mér finnst þetta í raun sniðugra en starfsdagurinn sem við fengum í 10unda bekk, fara einn dag á vinnustað og skoða. Þarna voru fulltrúar frá 5 starfsstéttum, iðnaðarmenn, við og fleiri að kynna sig og gefa unglingunum innsýn í atvinnumarkaðinn. Mæli með þessu. Þó svo að mér hafi þótt gaman að þessu er ég samt að hugsa um að eftirláta leiklistina öðrum=)
Ég hef verið "KLUKKUÐ" er þetta það nýjasta í bloggheiminum? Helga Dís klukkaði mig sem þýðir að ég á að segja ykkur 5 staðreyndir um sjálfa mig.
1. Ég ELSKA súkkulaði, er súkkulaðifíkill á háu stigi
2. Mér finnst ofboðslega gaman í vinnunni minni, er svo ánægð með að hafa farið í framhaldsnámið
3. Mér finnst gaman að ferðast, New York næsta, hver veit hvað tekur við þaðan
4. Ég er með einsdæmum óheppin, þið sem þekkið mig vitið hvað ég meina
5. Ég er vinur vina minna, ég á alveg frábæran vinahóp
Ég var að hugsa um að klukka ykkur öll barasta, endilega verðið við áskorun minni og skellið inn nokkrum kommentum
Púff hvað þetta varð langt
Puss og kram í stugan
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment