Thursday, May 28, 2009


Var í brúðkaupi síðasta laugardag (eins og sjá má á myndinni kannski) og kom sjálfri mér á óvart og hélt smá ræðu, enda svo sem ekki á hverjum degi sem ein af bestu vinkonum mínum giftir sig. (förlåt Jessica, jag snodde bilden från dig). Flottur vinahópur ekki satt?
Mánudeginum og þriðjudeginum eyddi ég á Käringön fyrir utan Gautaborg og tók þátt í survivalæfingu fyrir þyrluáhafnir(kíkið endilega á myndbandið þið sem hafið ekki séð það á facebook). Æfingin felur í sér að við setjumst inn í þyrlulíkan, spennum beltin og svo er líkaninu sökkt í sundlaug, því snúið 180° og þegar það stoppar eigum við að koma okkur út úr því. Þetta var meira andlegt álag en líkamlegt (þó svo að ég hafi verið dauðþreytt eftirá) ímyndið ykkur hvernig þetta var. Maður situr í líkaninu og svo segir stjórnandinn BRACE, BRACE, BRACE allir beygja sig saman (eins og í flugvélum) og svo heyrir maður 3, 2, 1, og svo sér maður hvernig vatnsyfirborðið hækkar og færist nær og nær og maður þarf að velja rétt augnablik fyrir síðasta andartakið áður en maður er kominn undir vatnið sjálfur. Ég er reyndar fegin að hafa tekið þátt í æfingunni því bara það að hafa tekið þátt og vita hvernig maður á að bregðast við eykur mínar lífslíkur ef eitthvað slíkt myndi gerast þegar ég er í útkalli.
Jæja, ætla að halda áfram að undirbúa vinnupartýið sem verður næsta föstudag.
Kram

Friday, May 15, 2009

Ótrúlegt stóri strákurinn minn er 7 ára í dag, tíminn líður ekkert smá hratt. Í gær voru liðin 6 ár frá því að ég flutti til Karlskrona.
Ég er að fara í brúðkaup næstu helgi, Caroline ein af bestu vinkonum mínum hérna er að fara að giftast honum Patrik sínum. Að því tilefni keypti ég mér 2 pör af skóm á miðvikudaginn, annað til að nota í brúðkaupinu (það er ekki hægt að mæta berfættur í brúðkaup eða hvað?) hitt parið keypti ég af því að það var 50% afsláttur af öðru parinu ef maður keypti 2 pör, því miður fann ég ekki 3ja parið því þá hefði það verið ókeypis!!! Góðir svona dílar í skóbúðum ekki satt. Bæði pörin eru með hæl og oppna tá, svo sætir, annað parið hvítt með svörtum borða og lítilli slaufu (fyrir brúðkaupið við bleika fína kjólinn minn) og hinir svartir líka ógó sætir og ca 8 cm hæll á báðum:-)
Kram