Sunday, February 27, 2005

Þetta vekur mann til umhugsunar
  • Ef að ristað brauð með smjöri lendir alltaf með smjörhliðina niður og kettir lenda alltaf á fótunum, hvað ætli myndi gerast ef maður festir ristað brauð með smjöri á bakið á ketti og sleppir honum svo?
  • Nonni litli fékk sögubók í gjöf frá ömmu sinni. Þakka þér kærlega fyrir amma mín, segir hann og er svakalega kurteis. O það var ekkert svarar amma. Þá snéri Nonni sér að mömmu sinni og sagði, hvað var það sem ég sagði, maður þarf ekki að þakka fyrir svona drasl.........

Annars allt í góðu

Anna Dóra

Saturday, February 26, 2005

Halló halló

Hvað er það besta við að fá útborgað- jú mikið rétt að eyða peningunum. Fór í dag með Huldu og Guðrúnu í MIO sem er húsgagnaverslun hérna rétt hjá og viti menn mér tókst að eyða nokkrum þúsundköllum, keypti mér nýjan sófa, svaðalega fínan hornsófa sem er blásvartur, set kannski mynd af honum hérna þegar ég verð búin að fá hann.
Annars er allt það besta að frétta héðan úr snjónum í Karlskrona, Svíarnir eru nú reyndar alveg að gefast upp á snjónum og farnir að lengja eftir vorinu- eins og við öll held ég barasta. Annars eru bókaútsölur í fullum gangi núna og ég keypti 2 bækur sem heita því skemmtilega nafni dassboken, salernisbókin á góðri íslensku, þetta eru svona litlar bækur með stuttum skemmtisögum gerðar til að hafa á salerninu svo fólk geti stytt sér stundir við að gera stykkin sín =) Maggi minn ég er semsagt búin að kaupa lestrarefni svo þú getir æft þig í sænskunni næst þegar þú kemur í heimsókn c",)
Jæja best að fara og elda mér mat svo ég verði búin að borða þegar melodifestivalen byrjar í kvöld, 3ja undankeppni fyrir evróvisíón
Det gör ont .........
Anna Dóra

Thursday, February 24, 2005

Risin úr rekkju og farin að vinna

Jú jú tók ekki nema viku að hrista af sér flensuna, mætti tvíefld í vinnuna í morgun þ.e. ef þið kallið löðursveitt eftir 10 mín göngu tvíefld. Nei nei annars gekk dagurinn barasta mjög vel, bara 2 sjúklingar og svo námskeið eftir hádegið er hægt að biðja um betri fyrsta dag eftir flensu, nei ég held barasta ekki.
Annars er allt á kafi í snjó hérna hjá okkur, ótrúlegt en satt þá er snjórinn búinn að sitja í rúmar 2 vikur, gerist ekki oft hérna enda Svíarnir alveg í vandræðum með að keyra bílana sína í svona ófærð =)
Á í vandræðum með msn-ið hjá mér, þeir barasta vilja ekki skrá mig inn þannig að ég hef ekki verið online síðan ég veit ekki hvenær, vona að mér verði fyrirgefið, smá tæknileg vandræði sem ég er að reyna að yfirstíga.
Gerði annars hrikalega uppgötvun í dag, hef bara næstu viku með handleiðaranum mínum og svo er barasta vesgú og spís að standa á eigin fótum engar hækjur eða hjálpargögn nei nei auðvitað er maður aldrei einn það er bara eitt stórt skref sem skilur mig frá hinum svæfingahjúkkunum.
Kramiz
Anna Dóra

Monday, February 21, 2005

Hiti, hor og hósti!!

Glæsilegur titill en um þetta hefur líf mitt snúist frá því á föstudag, jú flensan hefur slegið fæti sínum niður á Snapphaneväg og fyrst að Anna Dóra hefur ekki fengið flensuna síðan hún man ekki hvenær ákvað flensan að gera sig heimakæra. Ef ég er ekki að deyja úr hita eða svita þá eru það kölduköst sem ráðast á mig, þetta er skelfilegt ástand. Ennþá verra fannst mér þegar ég kláraði panodilið mitt að þurfa að hringja í Caroline í vinnuna og biðja hana að koma við í apótekinu á leiðinni heim =( En svo fór ég að hugsa hversu gott það er að eiga góða vini sem hugsa um mann þegar maður er lasinn, það er til fullt af fólki sem á engan að. Reyndar sakna ég þess að hafa ekki mömmu til að stjana í kringum mig, það svona einhvern veginn tilheyrir í veikindum.

Jæja kveð í bili úr flensubælinu
Anna Dóra

Wednesday, February 16, 2005

HINIR UMHVERFISVÆNU SVÍAR = DREPFYNDIÐ

Jú öll vitum við hversu umhverfisvænir (miljövänliga) frændur okkar Svíarnir eru en það sem ég las í blöðunum um helgina slær eiginlega botninn úr tunnunni. Það er ólöglegt að þrífa bílinn sinn heima á planinu, þetta er einhver ný umhverfisstefna þar sem hætta er á að eiturefnin í sápunni og tjöruhreinsinum blandist grunnvatninu besta er að þrífa bílinn á þesstilgerðum þvottaplönum (sem hafa væntanlega eigið afrennsli) eða á bílaþvottastöð. Ef þú endilega vilt þrífa bílinn heima skal það gerast á malar- eða grasbletti þar sem er minni hætta á að óhreina sápublandaða vatnið blandist grunnvatninu!!! Sektir við umhverfisbrotum geta verið frá nokkrum mánuðum til 2 árum í fangelsi. Þeir pólitíkusar sem stóðu á bak við þessa frétt viðurkenndu nú að það væri mjög erfitt að fylgja þessu eftir þar sem það væri nú ekki hægt að fylgjast með öllum í einu (döööö) =)
Jæja bið að heilsa frá þessu umhverfisvæna landi
Anna Dóra, laus við þessar áhyggjur í bili

Thursday, February 10, 2005

Mikið svaðalega finnst mér ég hafa verið dugleg að púsla takið eftir að það er ekki bein umgjörð. Versta var eiginlega að miðað við hvað það tók langan tíma að koma þessu saman þá tók það 2 mínútur að setja það ofaní kassa aftur =(

Annars allt í góðu, bauð Guðrúnu og Eiríki í bollukaffi áðan (betra seint en aldrei) þar sem mánudagurinn fór í stórþvott og þetta er alltaf jafn gott get ég sagt ykkur.

Jæja bið að heilsa í bili

Anna Dóra


Sjáið hvað ég var dugleg!!! Posted by Hello

Tuesday, February 08, 2005

Halló halló hvað segist þá?

Með hjálp Jóhönnu vinkonu minnar er komið nafn á svona gleymið fólk eins og okkur tvær og hvað er það annað en Doris (skemmtilegi fiskurinn úr Nemó sem skortir skammtímaminni!!) Jú Jóa er algjör Doris en mér finnst eiginlega betra að það sé til nafn yfir okkur. Ef ég deili með ykkur því helsta sem Doris hefur gert síðustu daga:

- Gleymdi húslyklunum hangandi í skáphurðinni í vinnunni og uppgötvaði það þegar hún kom heim 3 klst síðar
- Gleymdi að panta leigubíl á flugvöllinn síðasta föstudag og rétt náði flugrútunni
- Gleymdi dagbókinni sinni hjá hinni Doris
- Gleymdi að panta þvottahúsið og bauð sér því í heimsókn til Guðrúnar og Eiríks í gær með óhreina þvottinn sinn
- Gleymdi næstum því öllu sem hún þurfti að hafa með sér inni á skurðstofunni í dag þannig að greyið sem stóð á bak við hana fékk að stjana aðeins í kringum hana!!

Annars var æðislega gaman hjá mér um helgina þið getið rétt ímyndað ykkur það Doris og Doris saman, getur ekki annað en verið bara frábært.
Núna er svo ný vinnuvika tekin við sem endar á föstudaginn með því að SVÆFINGAMAFÍAN (dídídí dumm) ætlar að skella sér í Laser tag og aldrei að vita hvað áframhaldið verður
Verði ykkur saltkjötið að góðu
Kabúmm frá Karlskrona
Anna Dóra ekki sprengsödd af saltkjöti heldur pasta