Hiti, hor og hósti!!
Glæsilegur titill en um þetta hefur líf mitt snúist frá því á föstudag, jú flensan hefur slegið fæti sínum niður á Snapphaneväg og fyrst að Anna Dóra hefur ekki fengið flensuna síðan hún man ekki hvenær ákvað flensan að gera sig heimakæra. Ef ég er ekki að deyja úr hita eða svita þá eru það kölduköst sem ráðast á mig, þetta er skelfilegt ástand. Ennþá verra fannst mér þegar ég kláraði panodilið mitt að þurfa að hringja í Caroline í vinnuna og biðja hana að koma við í apótekinu á leiðinni heim =( En svo fór ég að hugsa hversu gott það er að eiga góða vini sem hugsa um mann þegar maður er lasinn, það er til fullt af fólki sem á engan að. Reyndar sakna ég þess að hafa ekki mömmu til að stjana í kringum mig, það svona einhvern veginn tilheyrir í veikindum.
Jæja kveð í bili úr flensubælinu
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment