Tuesday, February 08, 2005

Halló halló hvað segist þá?

Með hjálp Jóhönnu vinkonu minnar er komið nafn á svona gleymið fólk eins og okkur tvær og hvað er það annað en Doris (skemmtilegi fiskurinn úr Nemó sem skortir skammtímaminni!!) Jú Jóa er algjör Doris en mér finnst eiginlega betra að það sé til nafn yfir okkur. Ef ég deili með ykkur því helsta sem Doris hefur gert síðustu daga:

- Gleymdi húslyklunum hangandi í skáphurðinni í vinnunni og uppgötvaði það þegar hún kom heim 3 klst síðar
- Gleymdi að panta leigubíl á flugvöllinn síðasta föstudag og rétt náði flugrútunni
- Gleymdi dagbókinni sinni hjá hinni Doris
- Gleymdi að panta þvottahúsið og bauð sér því í heimsókn til Guðrúnar og Eiríks í gær með óhreina þvottinn sinn
- Gleymdi næstum því öllu sem hún þurfti að hafa með sér inni á skurðstofunni í dag þannig að greyið sem stóð á bak við hana fékk að stjana aðeins í kringum hana!!

Annars var æðislega gaman hjá mér um helgina þið getið rétt ímyndað ykkur það Doris og Doris saman, getur ekki annað en verið bara frábært.
Núna er svo ný vinnuvika tekin við sem endar á föstudaginn með því að SVÆFINGAMAFÍAN (dídídí dumm) ætlar að skella sér í Laser tag og aldrei að vita hvað áframhaldið verður
Verði ykkur saltkjötið að góðu
Kabúmm frá Karlskrona
Anna Dóra ekki sprengsödd af saltkjöti heldur pasta

No comments: