Wednesday, December 24, 2008

Gleðileg Jól
Ég sauð hangikjöt í gær og þessi yndislegi jólailmur fyllir ennþá íbúðina mína. Er að vinna í kvöld og allir taka með sér eitthvað og við ætlum að vera með pínu hlaðborð (vona bara að við náum að setjast öll saman) mitt framlag verður íslenska hangikjötið góða. Ég var spurð hvort maður gæti sett það á brauð.... ehhhh já það er það besta sem til er ofaná brauð svaraði ég.
Farið varlega í jólasteikina
kram

Saturday, December 20, 2008

Skellti mér til Växjö í gær og heimsótti Jessicu, við fórum svo á jólahlaðborð með vinkonum hennar, áttum góða kvöldstund stelpurnar, spjölluðum, drukkum eins og stelpur gera. Aldrei þessu vant fór ég með lestinni. Það var rúta til Emmaboda og svo lest þaðan til Växjö og alveg eins í dag þegar ég fór heim. Þegar ég er búin að koma mér fyrir í rútunni rek ég augun í ælupokann sem er í körfu á sætisbakinu og hvað haldiði að rútufyrirtækið hafi verið búið að láta prenta á pokann? Velkomin um borð... ok ég get alveg séð húmorinn í þessu en greyið við sem verðum bílveik að þurfa að sjá þetta þegar maður í angist sinni yfir að þurfa að kasta upp er boðinn velkominn um borð. Enda neitaði ég að kasta upp í rútunni þó svo að það hafi kannski ekki verið mjög langt í gubbuna, nei ég andaði djúpt nokkrum sinnum og reyndi að vinna bug á ógleðinni, það virkaði ekki alveg, maginn er ennþá á hvolfi=(
Nei ælta að halda áfram að undirbúa mig fyrir djamm kvöldsins, einn vinnufélaginn er búinn að bjóða í partý og að sjálfsögðu ætla ég að mæta á svæðið.
kram

Sunday, December 14, 2008


Hahaha so true eða hvað, með því betra sem ég hef séð.
Fékk fyrsta þyrluútkallið mitt í gær, sem betur fer var það ekkert alvarlegt. Við flugum og sóttum veikan mann á skipi hérna fyrir utan. Ég þurfti ekki að síga niður, sem betur fer eiginlega, það blés pínu. Það fyndnasta var að þegar ég kom inn á bráðamóttökuna síðan með sjúklinginn var að ég hugsa að miðað við þau viðbrögð sem ég fékk frá þeim karlmönnum sem voru að vinna hefði ég getað fengið stefnumót með þeim öllum, bara ef ég hefði verið í þyrlugallanum. Þeir hafa aldrei áður haft orð á því hversu fín ég sé þegar ég hef komið inn með sjúkling. Ég veit ekki kannski eru strákar alveg eins og við stelpurnar, finnst búningar kúl. Ég veit að mér finnst þyrlustrákarnir hot, kannski gildir það sama þegar við stelpurnar erum komnar í gallann. Persónulega finnst mér algjört armageddon yfir þessu öllu saman (hafiði séð myndina þegar hópurinn kemur gangandi saman áður en þeir fara um borð í geimferjuna) þannig líður mér í þyrlugallanum, fyrir utan að mér finnst ég vera eins og Michelinmaðurinn.
Ég veit ekki ég hafði alla vega gaman af allri athyglinni. Eins og orðtiltækið segir "Ég þjáist ekki af athyglissýki, það ert þú sem ert leiðinleg/ur"

kramar

Tuesday, December 09, 2008


I'm back... and loving it. Vaknaði með yndislega tilfinningu í morgun. Ég var hitalaus, mér var ekki illt í öllum líkamanum og engin meiri hita/kuldaköst. Mér er batnað =) Búin að vera með einhverja kvefflensupest síðustu daga sem yfirbugaði mig um helgina og ég er búin að vera heima og reyna að hugsa vel um mig, well ekki svo erfitt í rauninni, bara kúra undir teppi með góða bók er notalegt. Fór annars að velta fyrir mér í þessum veikindum af hverju ætli öll hóstamixtúra bragðist eins og kirsuber? Keypti hóstamixtúru og þar stendur bragðbætt með kirsuberjum og súkkulaði mmmm hugsaði ég en ég get sagt ykkur að kirsuberjabragðið yfirtekur súkkulaðið milljón sinnum, hún var áhrifarík, ætli það sé ekki það sem skiptir mestu máli, þó svo að það skaði ekki að bragðið sé ágætt.
Jólahlaðborðið tókst barasta með ágætum, var óvenju rólegt fyrir þennan hóp en skemmtilegt engu að síður. Ég leysti jóla af þar sem hann var upptekinn annars staðar. Þar sem ég var jólapía í fyrra urðum við að breyta til í ár. Ég kom fram sem Madonna og hoppaði um með silfurkeilubrjóstahaldara og söng like a virgin við góðar undirtektir vinnufélaganna. (þetta er til á mynd, ef þið eruð góð fáið þið kannski að sjá hana). Síðan gaf ég öllum jólagjafir.
Síðan var íslenskt jólakökuboð og glögg hjá Huldu og Steina á laugardeginum, ekkert smá gaman að hitta alla og bara spjalla um allt og ekki neitt, reyndar mjög mikið borðað en er eitthvað betra en jólasmákökur á aðventunni, ekki margt allavega.
Bið að heilsa í bili
kram