Friday, June 30, 2006

Styttist í að ég fái að berja Goðið með eigin augum. Eftir 2 daga stend ég á Ullevi syngjandi með Robbie Williams, negli svo næturlífið í Gautaborg og ætla svo að skella mér í Liseberg á mánudeginum, hrikalega verður mikið stuð.
Skellti mér á ströndina í dag eftir vinnu. Fór í sjóinn í fyrsta skipti í ár, frekar kallt get ég sagt ykkur, efast um að sjórinn sé búinn að ná 20°C þannig að þau voru ekki mörg sundtökin sem voru tekin í dag.
Jessica er búin að finna veitingastað í Sydney sem hún ætlar að fara með mig á, Súkkulaðiveitingastað, við erum að tala um að ég fæ gæsahúð bara við tilhugsunina. Getiði ímyndað ykkur að það sé gott?

Bið að heilsa.
Anna Dóra

Sunday, June 25, 2006

Hæ hæ

Ég komst heim á endanum. Eftir aflýstu flugi og seinkunum fékk ég sæti á fyrsta farrými, ekki verra, maður kann bara ekkert á svona, velja mat af matseðli, fá alvöru borðbúnað ekkert plast drasl en ég lét mig nú hafa það svo ég kæmist heim. Ef allt hefði gengið að óskum hefði ég verið komin heim til mín um 2 leytið um nóttina en þar sem flugvélar voru að bila var ég ekki komin heim fyrr en 6 um morguninn og svo mætt í vinnu kl 12, þannig að það varð nú ekkert ógurlega mikið úr fyrriparti vikunnar hjá mér. Er komin inn í sömu gömlu rútínurnar, vinna, sofa, borða, út að hlaupa með þjálfaranum mínum, erum einmitt að auka hlaupin í 2x í viku.
Fagnaði Jónsmessunni með Svíum að þessu sinni á hefðbundinn hátt, var boðin heim til vinkonu minnar, vorum 13 manns með börnum. Átum síld og nýjar karftöflur þar sem það er skylda að taka snafs með síldinni bauð ég uppá ísl. brennivín. Síðan var ráðist í það að tína blóm og trjágreinar og setja saman midsommarstöng sem við dönsuðum svo í kringum. Fengum okkur svo kaffi, skelltum okkur í smá leiki og enduðum svo kvöldið á að grilla. Ekkert smá gaman. Reyndar voru krakkarnir búnir að setja saman smá leiki eftir matinn og m.a. írskt aðfangadagskvöld, þar sem maður hleypur, setur ennið á prik snýr sér í 5 hringi og hleypur til baka (ef maður ratar þ.e.a.s.) eftir snafsana og rauðvínið með matnum var það ekkert alveg gefið get ég sagt ykkur.
Jæja bið að heilsa ykkur, best að skella sér í háttinn, á að mæta á morgunvakt í fyrramálið.
Anna Dóra

Saturday, June 17, 2006

GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ
Gaman að vera Íslendingur í dag. Við vorum að komast á HM í handbolta. Engin virðing borin fyrir Svíunum. Þó svo að við höfum tapað með einu marki þá dugði það til þar sem við unnum með 4 mörkum í Globen.
Fer svo heim á morgun, byrja daginn á barnaafmæli og svo í flug heim, vona bara að bíllinn minn sé ennþá í Malmö.
Hrafnhildur pæja hljóp brúarhlaupið í dag, hálfmaraþon yfir Eyrarsundsbrúnna, kraftur í kellunni.
Áfram Ísland
Anna Dóra

Tuesday, June 13, 2006

Hæ hæ kannski tímabært að ég skrifi nokkrar línur.

Komst heim að l0kum eftir miklar raunir síðasta föstudag. Ef ég byrja á byruninni þá var ég komin niður með allt og búin að raða í bílinn þegar ég fattaði að ég gleymdi útprentinu af farmiðanum og hljóp upp að sækja það. Svo hófst ferðin. Þegar ég kom til Lundar (búin að keyra í tæpar 2 klst) uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar að ég hafði gleymt vegabréfinu mínu heima (Doris í essinu sínu) ;-) ég keyrði útaf við fyrsta tækifæri og hringdi í pabba og spurði í hversu djúpum skít ég væri því ég hefði ekki tíma til að keyra heim og sækja passann. Sá gamli gat nú róað dömuna því við Norðurlandabúar þurfum ekki vegabréf okkar á milli, nægir að vera með skilríki með mynd. Áfram hélt ferðin og ég fann bílastæðið sem ég ætlaði að leggja á í Malmö án vandræða og kom mér í lestina yfir á Kastrup. Skelli mér þar í röð til að tékka inn og hvað haldiði skemmtilegt, það var seinkun á fluginu mínu, fyrst til klukkan 18 en endaði að við flugum kl 20, ég get lofað ykkur því að 8 klukkutímar á Kastrup er ekki mín uppáhaldstímaeyðsla. En þetta hafðist allt að lokum ég komst heim og er búin að njóta þess að vera til. Skellti mér í kvennahlaupið og hljóp 5 km, ætla í Slakka í dag með ormana mína (hlakka ekkert smá til) og borða góðan mat, er eitthvað betra en mömmumatur.
Jæja Rúna er að koma að sækja mig, við ætlum að kíkja smá stund í bæinn
Anna Dóra
p.s. er ekki málið að fjölmenna á landsleikinn á laugardaginn og styðja við bakið á strákunum okkar. Svíagrýlan fallin, þvílíkt glæstur sigur sem við unnum sl sunnudag, nú er bara að endurtaka leikinn.
Áfram ísland

Monday, June 05, 2006

Bara 4 dagar í heimkomu =)

Hvað á maður að gera af sér í þrumuveðri. Er í fríi í dag og var að hugsa um að skella mér út og njóta dagsins þegar brestur á þetta líka skemmtilega þrumuveður, ekki kannski besti tíminn til að vera úti og fílósófera um daginn og veginn. Fór út á lífið um helgina, síðasta djamm með Jessicu fyrir Ástralíu. Lenti í svona ógeðslegum KALLI sem fannst ég svo sæt og líta út fyrir að vera góð stelpa (*hrollur*) vildi bjóða mér upp í dans og var að taka utanum mig(*stærri hrollur*). Maður vill nú ekki vera leiðinlegur þannig að maður játar því að vera góður en hvernig ætli svona KALLAR myndu bregðast við ef maður svaraði að maður væri algjör tík? Ef þið eigið góð ráð til að hrista svona KALLA af sér endilega deilið þeim með ykkur.

Sjáumst eftir nokkra daga
Anna Dóra