Saturday, December 31, 2005

GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

Komið að árslokum og þar af leiðandi uppgjöri ársins.
Starfsferillinn:
Kláraði svæfingahjúkkuna og gæti ekki verið ánægðari í starfsvali, geri aðrir betur.
Ferðalög:
Lundúnir um páskana með fjölskyldunni, helgarferð til Uppsala, Íslandsferðir, önnur um sumar, ógleymanleg ferð með góðu fólki, nokkrar helgarferðir niður til Köben og svo það hin ferðin sem stendur uppúr, þegar stórfjölskyldan hittist í Danmörku.
Skemmtanalífið:
Mjög líflegt þetta árið (eins og venjulega) :-) Fór á tvenna tónleika, Winnerbäck og Sálina, geggjaðir báðir.
Ástarmál:
Maður fer nú ekki að gerast of persónulegur þó svo að það sé áramótauppgjör ;-)

Gangið hægt um gleðinnar dyr
Anna Dóra

Sunday, December 25, 2005

Gleðileg jól allir saman

Ég hef það ekkert smá fínt hérna hjá m+p. Kom þeim svo skemmtilega á óvart þegar ég kom, þau áttu ekki von á mér fyrr en á Þorlák en ég birtist hérna í dyrunum seint þann 22. des. Helga Dís sem var að koma heim á sama tíma stóð gargandi í hlaðinu og tárin runnu (af gleði vona ég) og mamma og pabbi sátu sem steingerð og þegar þau loksins fengu málið aftur spurðu þau bara hvaðan ég hefði komið :-) Maggi sem var nú ekki heima fannst ég ekki fyndin þar sem ég skemmdi allt skipulag hjá honum á Þorlák þar sem hann var búinn að skipuleggja daginn samkvæmt Keflavíkurferð. Annars er allt gott að frétta, gaman að hitta fjölskyldu og vini og bara að vera til.

Jólakveðja
Anna Dóra púki

Wednesday, December 21, 2005

Þegar Anna Dóra bjargaði jólunum!!!
Hvað haldiði, ég er átti þátt í því að bjarga jólunum hér í Svíaríki. Ha hvernig tókst henni það hugsið þið náttúrulega. Jú Jóli datt nefnilega og braut á sér mjöðmina og ég var með þegar var gert við hana. Var með sjúkling í gær sem hefði getað verið jólasveinninn, gamall góðlegur kall, með vingjarnleg augu og mikið hvítt skegg. Einn svæfingalæknirinn sagði þegar hann frétti að hann væri minn sjúklingur að fara nú vel með kallinn =)sem ég náttúrulega gerði. Nú getur Jóli allavega farið og heimsótt góðu börnin á aðfangadag, ef hann haltrar þá vitiði af hverju.

Annars er allt gott að frétta, ferðataskan komin niður af loftinu, reikningar greiddir þannig að allt fer að verða tilbúið fyrir jólafrí.
Hlakka til að sjá ykkur
Anna Dóra

Saturday, December 17, 2005

Var að lesa jólakort sem ég fékk í gær (já ég les jólakortin um leið og ég fæ þau þar sem ég verð ekki hér á aðfangadag og finnst þau annars óþarfa farangur!!) Hef í sambandi með þetta eina spurningu til ykkar.
Að vera einhleypur er það sama sem hálf fjölskylda? Viðkomandi sendi nefnilega jólasögu með jólakortinu þar sem var talað um að Íslendingafélagið í Karlskrona væri fimm og hálf fjölskylda (ég er þessi hálfa). Mér finnst sjálfri frekar niðurlægjandi að vera kölluð hálf fjölskylda af því að mín "fjölskylda" samanstendur af mér og engum öðrum.
Hvað finnst ykkur, endilega látið mig vita
Ein niðurlægð
Skyld'það vera jólahjól.......
Já nú er farið að styttast óheyrilega í heimferð. Ég er farin að finna fyrir ókyrrð í kroppnum af spenningi yfir væntanlegu ferðalagi. Þó svo að ég sé ekki með heimþrá og líði vel hérna í Svíaríki get ég samt ekki neitað ákveðnum fiðringi sem fer um mig alla þegar kemur annaðhvort að heimferð eða þegar ég á von á gestum að heiman. Mér hlýtur barasta að þykja svona vænt um ykkur öll. Er á leið í bæinn að kaupa síðustu jólagjöfina og setja jólakortin í póst og ætla svo að skella mér í afródans. Hlakka til að prófa það. Svo veit maður aldrei hvað kvöldið hefur í för með sér, hver veit nema ég skelli mér út á lífið =)

Jæja bið að heilsa ykkur í bili, hlakka til að hitta ykkur öll um jólin. Það næst í mig hjá m+p
Kveðja
Ein í jólaskapi

Thursday, December 08, 2005

Hæ aftur!!
Vildi bara deila með ykkur skemmtilegu símhringingunni sem ég fékk í dag. Það var hringt í mig úr vinnunni og mér var tilkynnt að það væri búið að framlengja ráðningasamninginn minn út maí 2006 ef ég vildi. Já takk sagði ég og er ég varla búin að lenda eftir þetta. Þið getið ekki trúað hversu stóru fargi er af mér létt. Mér fannst ég léttast um 10 kg af áhyggjum og tárin bara runnu. Er ég svona hrikalega mikil tilfinningavera? En eins og deildarstjórinn sagði að í lok maí er komið að sumarfríum og þá fara hjólin aftur að rúlla vantar fólk í sumarafleysingar. Jæja nóg komið af babli
tilfinningaveran kveður
Anna Dóra
Hvað segist!

Jólaundirbúningurinn hafinn á fullu hér í Karlskrona. Ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar, bara pínu lítið eftir, búin að skreyta aðeins heima hjá mér (vantar reyndar ennþá jólatré) og er á leiðinni á jólaskemmtun á morgun. Bráðamóttakan bauð okkur með sér á jólaskemmtun og ég held að það verði dúndurstuð. Ég ætla að nota tækifærið og klæða mig upp svona einu sinni. Rúna sendi mér kínakjólinn minn og er ég að hugsa um að mæta í honum og sína þessum Svíum að maður eigi að nota tækifærið þegar maður fer á skemmtun á fínasta hótelið í bænum og klæða sig upp=) Er að fara í jólaklippinguna á morgun, ekki enn búin að ákveða hvernig strípur ég eigi að fá mér, allar hugmyndir vel þegnar.
Er að hugsa um að hætta þessu, hringja í vinnuna og láta vita að ég komi á morgun, búin að vera heima með magapínu í 2 daga og öll að koma til.

jólakveðja
Anna Dóra

Thursday, December 01, 2005

Aðventan í fullum gangi, jólaskrautið að verða komið upp, jóladiskar undir geislann og jólaglöggið á helluna. Ákvað að þar sem ég verð ekki heima hjá mér um jólin að setja upp jólaskrautið snemma til að komast í jólagírinn. Á reyndar ekki mikið skraut en stefni á að kaupa mér lítið jólatré á næstu dögum sem ég fæ að skreyta alveg sjálf eftir mínum smekk. Veit ekki með ykkur en ég er svo hrifin af gamaldagsjólaskrauti. Ekkert blikkdrasl á mitt tré, bara gamlar heiðarlegar jólakúlur og því líknandi.
Afi á afmæli í dag og það þýðir opna fyrsta gluggann á jóladagatalinu, fékk sent súkkulaðidagatal að heiman. Held ég verði alltaf "litla" dóttir foreldra minna.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
P.s til hamingju með afmælið Hrafnhildur