Thursday, December 08, 2005

Hvað segist!

Jólaundirbúningurinn hafinn á fullu hér í Karlskrona. Ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar, bara pínu lítið eftir, búin að skreyta aðeins heima hjá mér (vantar reyndar ennþá jólatré) og er á leiðinni á jólaskemmtun á morgun. Bráðamóttakan bauð okkur með sér á jólaskemmtun og ég held að það verði dúndurstuð. Ég ætla að nota tækifærið og klæða mig upp svona einu sinni. Rúna sendi mér kínakjólinn minn og er ég að hugsa um að mæta í honum og sína þessum Svíum að maður eigi að nota tækifærið þegar maður fer á skemmtun á fínasta hótelið í bænum og klæða sig upp=) Er að fara í jólaklippinguna á morgun, ekki enn búin að ákveða hvernig strípur ég eigi að fá mér, allar hugmyndir vel þegnar.
Er að hugsa um að hætta þessu, hringja í vinnuna og láta vita að ég komi á morgun, búin að vera heima með magapínu í 2 daga og öll að koma til.

jólakveðja
Anna Dóra

No comments: