Friday, February 23, 2007

PARTÝHELGI..........

Já þetta verður algjör partýhelgi. Byrjar í kvöld heima hjá Hrafnhildi, á morgun heima hjá Jessicu, vill til að ég er í 4ra daga fríi, nógur tími til að jafna sig eftir helgina =)

Þið sem eruð af prúðleikarakynslóðinni eins og ég hefði ykkur dottið í hug að sameina Prúðuleikarana og Lord of the Rings ekki mér heldur en þetta er ekkert smá fyndið. Annars er þetta sígilda atriði alltaf í uppáhaldi hjá mér.
Best að skella sér út í búð, best að eiga djús og kók heima fyrir svona helgi eða hvað...... svo þarf ætla ég að fá smá búst fyrir sjálfsálitið, skella mér í ríkið og sýna skilríki eins og alltaf. Ég veit að það er erfitt að sjá á fólki hversu gamalt það er og hérna biðja þeir alla sem eru ekki orðnir 25 að hafa skilríki uppivið þegar þeir versla en HEI það eru nokkur ár síðan ég varð 25. Mér finnst þetta reyndar vera hrós, enn ein staðfesting á því hversu ung ég er ekki satt.


Kveðja
ein í partýstuði

Friday, February 16, 2007

Hæ hæ, búin að liggja í flensu og öðrum pestum þessa vikuna. Orðin hress og mæti í vinnu í kvöld. Alla vega í þessum veikindum mínum hef ég uppgötvað eitt og annað fyndið á youtube. Jessica benti mér Pablo Francisco hann er ekkert smá fyndinn, hann er enskur og talar svolítið hratt á köflum en gefið honum tækifæri.
Annars er allt gott að frétta, búin að fá að vita að námskeiðið til að fá að vinna í háþrýstiklefanum verður haldið 12-16 mars. Þetta verður erfið vika sem endar með prófi á föstudeginum. Að sjálfsögðu verður farið út og allir gera sér glaðan dag að námskeiðinu loknu, það bara tilheyrir ekki satt.
Rokkstig helgarinnar fær Hrafnhildur, pæjan er í Manchester að skemmta sér.

Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Sunday, February 11, 2007

Af sviðahausum og öðrum hausum.

Var boðin í mat til Hrafnhildar og Tómasar í gær. Á boðstólunum voru sænsk heimagerð svið, namm hvað þau voru góð. Við skemmtum okkur stórkostlega og tókum myndir fyrir starfsfélaga okkar. Svíarnir eru frekar fyndnir þegar kemur að okkar matarvenjum. Þegar við tölum um að borða svið eða fårskalle þá sjá þeir fyrir sér atriðið úr Indiana Jones þar sem þeim er boðið uppá chilled monkey brains. Þeir halda í alvöru að á disknum sé barasta meme með ullinni og öllu og við öppnum hnakkann á grey rollunni og borðum heilann með skeið. Ég var svo góð vinkona að ég sendi mynd af kjammanum með mms á hana Jessicu mína og fékk svar um leið að ég hefði eyðilagt matarlystina hjá alllri fjölskyldunni hennar, þau myndu frekar halda sig við heimatilbúna pizzu=)

Af mínum haus er lítið að frétta, er að kanna hvernig ég eigi að nálgast miða á Stuðmenn og Sálina, virðist vera mjög svo skipulagt í kringum ferðir frá Íslandi. Það hlýtur að reddast.

Kveðja
Anna Dóra

Monday, February 05, 2007

Ég elska........
lyktina af nýjum skóm. Sótti nýju fínu stígvélin mín á pósthúsið áðan. Þau passa fullkomlega. Ég er svo glöð núna, dansandi um í fínu stígvélunum.
Annars er svosem ekki mikið um að ske hérna. Er búin að vera að skoða betur tölvupóstinn minn um stuðmanna/sálartónleikana. Þokkalega sem ég ætla að fara, einhverjir fleiri sem eru á þeim buxunum?

kveðja frá einni í ilmandi leðurvímu
Anna Dóra