Sunday, May 28, 2006

Smá gott ráð til ykkar vina minna sem eiga börn sem rella í búðum:
Barn: Ég vill FÁÁÁÁ (einhver sem kannast við þetta)
Foreldri: Er það ég eða þú sem eldar matinn?
Barn: Þúúú
Foreldri: Já vertu þá þægur og þegiðu!!!
Hahahahahaha finnst þessi frekar góður þið gætuð kannski reynt þetta næst þegar börnin ætla að biðja um einhvern óþarfa í búðinni.

Hvaða kynþokkafulla merking liggur annars á bak við nafnið ykkar?


Amorous Nocturnal Nonconformist Adeptly Delivering Orgasms and Rapturous Affection


Ég bara spyr, prófið og látið mig vita.
Love

Tuesday, May 23, 2006

Vá hvað ég fékk fyndinn tölvupóst í dag, brot úr grískum fréttum. Silvía Nótt í reiðiskasti eftir að hún komst ekki áfram í lokakeppnina. Þetta er á http://www.youtube.com bara að leita undir Silvia Night og þá ættuð þið að vinna það. Ég veit eiginlega ekki hvað mér á að finnast um þetta, en þið?
Talandi um að stóri bróðir sé alltaf að fylgjast með manni. Fann hrikalega fyndna sænska síðu þar sem fólk sendir inn hluti sem það hefur heyrt þegar það hefur legið á hleri. http://www.tjuvlyssnat.se

Annars er allt í góðu
Kveðja
Anna Dóra

Monday, May 22, 2006

Hversu óheppin getur maður orðið?

Hef rétt á að fara út og hreyfa mig, klst á viku á vinnutíma ef aðstæður leyfa. Í dag var frekar rólegt þannig að ég plataði eina til að fara út að labba með mér, að við myndum hætta klukkan 16 og labba í klukkutíma. Jú henni fannst það barasta hljóma eins og plan. Hvað gerðist jú um leið og við komum út byrjaði að rigna, fyrst bara nokkrir dropar og við bjartsýnar, enginn er verri þótt hann vökni. Ákváðum að labba heim til hennar (tekur klst) og svo gerði líka þetta litla úrhellið (búið að vera þurrt annars í allan dag) og við vorum svo blautar að það var ekki fyndið. Það sem var eiginlega er kómískt við þetta allt saman er að það hætti að rigna u.þ.b. korteri eftir að við komum heim til hennar. Þessi göngutúr hefði sómað sér vel í hvaða gamanmynd sem er.

blautar kveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra

Sunday, May 21, 2006

Er komið nýtt landslag í Eurovision? Er svo ánægð með að Finnarnir hafi unnið mér fannst þeir ekkert smá góðir. Ég fíla reyndar svona rokkara;-) Svo finnst mér náttúrulega ekkert nema fyndið að Lettarnir hafi komist svona langt. Sá reyndar ekki keppnina í gær, var á djamminu með vinnunni. Það var sírenupartý(blåljusfest) þ.e.a.s. sjúkrabíllinn, slökkviliðið, löggan, bráðamóttakan og að sjálfsögðu svæfingin. Ekkert smá gaman. Það byrjaði á að öllum karlmönnum var safnað saman og þeir látnir fara úr einum skó, sumir reyndar báðum þar sem kvenfólk var í meirihluta. Síðan áttum við að taka skó ég fékk 2 pör og leita svo að eiganda skónna og það var borðfélagi okkar. Ég sat með einum félaga mínum frá svæfingunni og miðaldara slökkviliðsmanni. Svo var bara djammað frameftir og allir skemmtu sér hrikalega vel.

Rock on
Anna Dóra

Tuesday, May 16, 2006

Ótrúlegt litli púkinn minn er orðinn 4ra ára. Hann átti afmæli í gær og að sjálfsögðu hringdi besta frænkan hans og söng fyrir drenginn sinn (veit nú ekki alveg hvað honum fannst um það því mamma hans sagði að hann hefði verið frekar skrýtinn á svipinn) Við ákváðum alla vega í gær að þegar ég kem verður stöðug afmælisveisla, við ætlum að leika okkur saman á hverjum degi.
Er í fríi í dag og það er svo yndislegt veður eða þannig, skýjað, 10°C og ég bara bíð eftir að það byrji að rigna. Ætla reyndar ekki að láta veðrið halda mér inni, ætla út að labba hringinn minn og svo jafnvel að kíkja í smá í búðir, langar í nýjar gardínur í stofuna hjá mér aðeins að fá smá líf þangað inn.
Var í gær hjá vinkonu minni sem var að byrja að selja snyrtivörur frá Mary Kay, fékk smá treatment, hún er ennþá bara með hin ýmsu krem (er svo fín í húðinni í dag og með silkimjúkar hendur) en eftir 3 vikur lærir hún föðrun og að hjálpa fólki að velja þá liti sem hentar þeim og ég var ekki lengi að þakka gott boð um persónulega ráðgjöf í þeim málunum.

þetta varð nú lengra babl en ég æltaði mér
Lifið heil

Sunday, May 14, 2006

Díva eða......

Hvað finnst öllum heima um framlag okkar til Evróvisjón. Persónulega er ég hrifin af laginu og finnst Silvia Nótt frekar fyndin en hvar liggja mörkin fyrir dívur, getur dívan orðið drusla? Núna er mikið í fréttum hérna blótsyrðin í laginu og að aðstandendur keppninnar vilji að textanum verði breytt fyrir fimmtudaginn. Þessi setning the vote is in, I'll fucking win fer mjög svo fyrir brjóstið á aðstandendum keppninnar, svona í seinna lagi finnst mér þar sem það er bara tæp vika í keppnina. Í morgun las ég svo á textavarpinu að ef textanum verði ekki breytt eigi Íslendingar á hættu að verða reknir úr keppninni og hver eru viðbrögð Silvíu jú "I'll fucking sing what I fucking want" því spyr ég hvar eru mörkin hvenær fær maður nóg af dívunni og sniðgengur hana? Silvía Nótt er kannski eins og Selma sagði í þættinum full sigurviss og góð með sig. En svo á hinn bóginn eins og Eiríkur Hauksson sagði annaðhvort elskar maður hana eða hatar hana.
Hvað finnst ykkur, verður Ísland sniðgengið í keppninni eða læra Grikkirnir að taka gríni fyrir fimmtudaginn?
Ein ráðvillt

Saturday, May 13, 2006

Hrikalega er ég DUGLEG, var að skrá mig í Tjejmilen, sænskt kvennahlaup sem verður 27.ágúst í Stokkhólmi. Við ætlum að fara nokkrar úr vinnunni og hlaupa/skokka/ganga 10 km. Ætlum að byrja að æfa okkur saman með því að hittast einu sinni í viku og fara út að hlaupa saman, best ég fari að byrja sjálf aðeins svo ég verði mér ekki til algjörrar skammar. Eftir hlaupið ætlum við svo að sjá söngleikinn Mamma Mia eftir þá ABBA-bræður, ég sá hann reyndar í London fyrir nokkrum árum (þori varla að hugsa til að það séu 5 ár, sá hann nefnilega í útskriftarferðinni minni) það var reyndar á ensku, núna er allt á sænsku meira að segja lögin.
Þið vitið hvað spekingarnir segja time flies when you're having fun.... 5 ár síðan ég kláraði hjúkkuna og 3 ár síðan ég flutti til Karlskrona ótrúlegt og ég ennþá bara tvítug.

Er búin að bóka flugmiða heim núna í júní kem um miðjan dag 9.júní og flýg svo heim seinnipart 18.júní. Ágústa ég kem beint í afmæliskaffið ekki satt;-þ

Kveðja
Anna Dóra

Thursday, May 11, 2006

Komin einu skrefi nær Ástralíu, bókaði ferðina í gær :-) Var svo heppin að ég þarf bara að skipta einu sinni um vél. Flýg til Bankok og þaðan beint til Sydney og svo taka við 4 vikur af skemmtilegheitum. Er búin að fá vinnuskýrsluna fyrir sumarið, og ég fékk vikufrí sem ég bað um núna í júní og kem heim líklegast 9.júní og verð til 18. júní hljómar vel ekki satt. Hlakka til að hitta alla, veit að saumó ætlar að hafa smá hitting. Verð eins og vanalega heima hjá m+p þannig að það er bara að hafa samband.
Var ekki búin að segja ykkur frá nærridauðaupplifuninni minni hérna um daginn, var að fara að sofa þegar ég rek augun í þessa líka risahlussukónguló sem situr á veggnum í svefnherberginu mínu alveg uppvið loftið. Með adrenalínið í botni og öndunina á 100 km/klst byrja ég á að hringsnúast og reyna að ákveða hvað ég eigi að gera, ekki ætlaði ég að sofa hjá kvikindinu. Sæki svo ryksuguna, stend uppi í rúmi 2m frá helv..... (betra að vera í öruggri fjarlægð ef hún skyldi detta á gólfið) og náði henni með ryksugunni :-). Til að vera viss um að hún kæmist nú ekki út aftur setti ég ryksuguna í gang 5x í viðbót svona just in case. Einn vinnufélagi minn sem er ekki hræddur við kóngulær spurði hvort ég héldi að kóngulóin biði þarna á veggnum þar til ég sofnaði og kæmi svo og myndi ráðast á mig. Ég tilkynnti honum bara að ég tæki ekki sjénsinn á því, þá bara hló hann að mér ;-)
Jæja bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Sunday, May 07, 2006

Það var ekkert smá gaman hjá mér í gær.

Í gær var opið hús hjá hernum hér í Karlskrona og þeir voru að kynna sína starfsemi og buðu fólki innfyrir hliðin og að sjálfsögðu var ég og Jessica á staðnum. Við röltum þarna um og skoðuðum stríðsbáta og fórum að sjálfsögðu um borð. Kynntum okkur þrengslin í kafbátum (það er ekkert smá sem maður þarf að vera liðugur til að vinna við þessar aðstæður) Horfðum á flugsýningu þar sem herinn sýndi stolt sitt JAS 39 Gripen stríðsflugvél (ekkert smá Top Gun;-þ) þyrluflugmenn voru einnig á svæðinu og léku listir sínar. Einnig kíktum við á köfunaraðstöðuna þeirra en það eru margir Íslendingar sem hafa komið hingað og æft fri uppstigning (veit ekki hvað það er á íslensku) og þar er líka aðstaða til að veita sjúklingum súrefnismeðferð þar fékk ég einmitt einkatúr því að einn sem var að vinna með mér (og farinn að vinna hjá hernum) var á staðnum og sýndi mér vinnusvæðið sitt. Hápunkturinn var svo eiginlega þegar við fórum svo í planetariumið og skoðuðum stjörnuhvolfið. Held barasta að ég geti fundið Karlsvagninn og Pólstjörnuna eftir þetta. Auðvitað skelltum við okkur svo út á lífið í gærkvöldi, síðasti sjéns núna í margar vikur. Jessica fer til Englands í fyrramálið. Við skemmtum okkur svo vel að ég held að við eigum eftir að lifa á þessu kvöldi í langan tíma.

Kveð í bili að hermannasið
Anna Dóra

Thursday, May 04, 2006

Travelfever

Ég og Jessica ætlum að hittast á morgun og aðeins að skipuleggja Ástralíuferðalagið okkar. Þ.e. að ákveða hvað við viljum sjá, hún er nefnilega á leiðinni til Englands á mánudaginn og verður í 3 vikur þar í verknámi. Það er reyndar sumt sem við erum búnar að ákveða, við ætlum að klifra á einhverri risabrú í Sydney, synda með höfrungum, snorkla á kóralrifinu, ath hvort við getum ekki látið taka mynd af okkur á krókódílabaki og dansa með frumbyggjum og síðast en ekki síst djamma með brimbretta gaurum. Vá hvað það verður gaman hjá okkur.
Annars held ég barasta að sumarið sé komið hérna hjá okkur. Sólin farin að skína og hitinn farinn að nálgast 20°C, ekki leiðinlegt það.

Bið að heilsa í bili
Anna Dóra