Hrikalega er ég DUGLEG, var að skrá mig í Tjejmilen, sænskt kvennahlaup sem verður 27.ágúst í Stokkhólmi. Við ætlum að fara nokkrar úr vinnunni og hlaupa/skokka/ganga 10 km. Ætlum að byrja að æfa okkur saman með því að hittast einu sinni í viku og fara út að hlaupa saman, best ég fari að byrja sjálf aðeins svo ég verði mér ekki til algjörrar skammar. Eftir hlaupið ætlum við svo að sjá söngleikinn Mamma Mia eftir þá ABBA-bræður, ég sá hann reyndar í London fyrir nokkrum árum (þori varla að hugsa til að það séu 5 ár, sá hann nefnilega í útskriftarferðinni minni) það var reyndar á ensku, núna er allt á sænsku meira að segja lögin.
Þið vitið hvað spekingarnir segja time flies when you're having fun.... 5 ár síðan ég kláraði hjúkkuna og 3 ár síðan ég flutti til Karlskrona ótrúlegt og ég ennþá bara tvítug.
Er búin að bóka flugmiða heim núna í júní kem um miðjan dag 9.júní og flýg svo heim seinnipart 18.júní. Ágústa ég kem beint í afmæliskaffið ekki satt;-þ
Kveðja
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment