Saturday, November 29, 2003

Þá fer að styttast í jólin, fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun þannig að ég dreif mig í dag og keypti aðventustjörnu og hengdi út í glugga, ekki seinna vænna að fara að skreyta aðeins, annars eru svíarnir byrjaðir að setja aðventustjakana sína út í glugga og þá meina ég alla glugga, það liggur við að það þurfi ekki götuljósin lengur vegna þeirra. Ég ákvað að láta mér nægja að skella stjörnu í gluggann þetta árið en skreyti samt stóru íbúðina mína eitthvað smávegis líka.
Þar til næst

Thursday, November 27, 2003

Hjálp!!!
Ég var að komast að hræðilegum ósið Svía í dag, Lúsíudeginum. Það vill svo skemmtilega til að ég er á morgunvakt þennan dag þ.e. 13 des og morgun- og næturvaktin eiga víst að fara í hvíta kjóla og ganga um deildina og syngja santa lucia og ein verður valin sem Lucia og verður með kertastjaka á höfðinu og fer fyrir hópnum og þennan dag á morgunvaktin að mæta kl 06, það eru allir mjög spenntir fyrir þessum degi og ætla sumir meira að segja að mæta á frídeginum sínum til þess að taka þátt í þessu athæfi, það er meira að segja hugmyndakassi á deildinni fyrir hvað eigi að gera á lúsíudeginum og kosning um Lúsíuna. Ætli það gangi að segjast hvorki þekkja þennan sið eða lagið? þær hefðu í það minnsta getað varað mig við því að leggja ekki morgunvakt þennan dag. Ég verð víst bara að bíða spennt og sjá hvað verður.

Wednesday, November 26, 2003

Halló halló
Nú er ég loksins byrjuð á hjartagjörgæslunni (HIA), fyrsti dagurinn var í gær og er bara búin að vera með einn sjúkling og ekkert svo veikan þannig að ég hef varla vitað hvað ég eigi að gera til að láta tímann líða, annars er ágætt að hafa það rólegt meðan maður er að venjast öllum tækjunum en það tekur ekki svo langan tíma, mér skilst að ég fái alveg 2ja mánaða aðlögun því það er venjan þegar hjúkkurnar flytjast inn á HIA, það er aðeins meira en vikan á Hágæslunni ef það var svo langt (thí hí). Annars frétti ég að það voru 20 sem sóttu um þessi 6 námspláss sem eru á svæfingunni þannig að mér finnst ég hanga algerlega í lausu lofti um hvað verði. held ég áfram að vinna eða er ég að fara í skóla þetta er svona Jobbigt ástand eins og svíarnir orða það.
Jæja nóg komið af bulli í bili, á að vakna snemma í fyrramálið hej då

Monday, November 24, 2003

I'm back
Nú er ég komin heim aftur og verð að segja ykkur í örfáum orðum frá ferðalaginu mínu. Köben er náttúrulega bara Köben, alltaf jafn gaman og heimilislegt að koma þangað, við kíktum á jólamarkað í Tívolí og tókum smá stroll niður strikið eins og lög gera ráð fyrir, annars var hótelherbergið mitt það besta, ég veit ekki á hverjum þeir áttu von en það beið eftir mér náttsloppur og inniskór á rúminu og karfa með snyrtivörum á baðherberginu ég náttúrulega þakkaði bara pent fyrir mig- svo kíktum við á Röggu frænku og gistum hjá henni eina nótt sem er alltaf næs- þaðan var síðan haldið til Gautaborgar þar sem við eyddum nokkrum krónum, fórum meðal annars í þá langlangstærstu leikfangabúð sem við höfum nokkrun tíma séð og fórum að sjá CATS sem var í einu orði sagt MEIRIHÁTTAR. Á leiðinni tilbaka komum við síðan við í Ullared og eyddum nokkrum krónum í viðbót- en mamma og pabbi eru að verða búin að versla allar jólagjafirnar. Síðan til að toppa allt fengu gömlu hjónin svo hornsvítu með svölum hér í Karlskrona (sad to say hef ég ekki pláss fyrir þau heima hjá mér) og voru mjög ánægð með það. Á morgun ætla ég svo að sýna þeim aðeins bæinn minn áður en þau halda til Köben á ný og ég í vinnunna. Segi ykkur síðar hvaða fínu hluti þau færðu mér, ætla að skríða upp í rúm, þau ætla nebblilega að bjóða mér í frukost á hótelinu á morgun- ég á yndislega foreldra en eins og spánverjinn segir þá hefur þessi helgi verið PABBI BORGAR og ég hef þurft að frekjast til að fá að bjóða þeim nokkurn hlut, svona eru þau skrýtin þessar elskur.
Bless í bili, ég vona að þið hafið komist í gegnum allt þetta rugl í mér

Wednesday, November 19, 2003

Hej hej
Í dag er ég spennt kona, á morgun eftir vinnu er ég nefnilega að fara í smá ferðalag, ég er að fara inn til Köben að hitta mömmu og pabba og svo keyrum við yfir til Sverige á föstudaginn og förum í smá jólagjafa- og verslunarleiðangur til Ullared og ætlum að heimsækja Röggu frænku og fjölskyldu og halda síðan til Gautaborgar, við eigum miða á Cats á laugardagskvöldið og svo ætlum við að eyða meiri pening í Gautaborg, mig hlakkar ekkert smá til að komast í stærri búðir með meira úrvali. Jæja ætla að kveðja ykkur í bili, ætla að fara út á leigumiðlunina og setja mig í biðröð eftir stærri íbúð 20 fermetrar er allt í lagi í smá tíma en ekki til lengdar.
hej då

Tuesday, November 18, 2003

Tjena, tjena
Takk fyrir skólabænina pabbi- kíkið endilega á kommentið hans-
Svíar eru fyndnir, ég fékk hið undarlegasta símtal í gær, það var maður sem hringdi í skakkt númer, var að leita að einhverri vinkonu sinni, og ég tilkynnti honum að hún væri ekki í þessu númeri, Já sagði hann en hún var með þetta númer áður, þú veist ekki hvar hún býr núna. Nei því miður sagði ég enda aldrei heyrt á konuna minnst áður, en kallinn ætlaði ekki að sætta sig við það og blaðraði alveg heilan helling áður en hann gerði sér grein fyrir að ég var ekki að gera grín að honum og vissi ekkert um konuna. Merkilegir þessir Svíar eins og þegar var hringt í mig Jónasdóttir (sem ætti nú að gefa til kynna að ég sé ekki sænsk, því Svíar eru yfirleitt ekki -dóttir) og ég beðin að taka þátt í skoðanakönnun um sænskar hótelkeðjur, ég hef líklega dregið allt álit niður þar sem ég þekkti næstum enga sænska hótelkeðju, aðallega það sem ég hef séð hérna í bænum. Nei ég fer ekki ofanaf því að Svíar eru fyndnir.
Bið að heilsa í bili,

Monday, November 17, 2003

Hjálp, ég hringdi í skólann áðan og ætlaði að forvitnast um hvort maður gæti fengið að vita eitthvað fyrr, en nei maður fær skilaboð um hvort maður komist inn eða ekki um miðjan desember, en það sem hún sagði mér var að það voru fleiri sem sóttu um heldur en námsplássin eru, týpískt, það eru 6-10 námspláss og síðast voru 3 sem byrjuðu, hvaða skyndilegi áhugi er þetta einmitt þegar ég sæki um. Ég vona að þið krossleggið fingurnar fyrir mig, mig langar virkilega að komast inn í námið.
bið að heilsa með krosslagða fingur

Sunday, November 16, 2003

Ég lenti í hinu undarlegasta ævintýri í dag, í dag var semsagt komið að hinum mánaðarlegu alþrifum á íbúðinni minni, og meðan ég var að þrífa ofninn og eldavélina heyrði ég einhvern smell sem ég gat ekki sett í samhengi við neitt þannig að ég gleymdi því bara, hefði hvort sem er getað komið frá einhverjum nágrannanum. Þegar líða fór á daginn ákvað ég að hita mér smá kvöldmat og vildi ekki betur en svo að smellurinn sem ég heyrði fyrr í dag var öryggið að gefa sig. Þar sem öryggin hérna eru frekar mikið gamaldags það er alla vega ekki svona þægileg tafla eins og hjá mömmu og pabba með nokkrum tökkum nei öryggin eru geymd í einhverskonar hylki sem er skrúfað inní rafmangstöfluna (ég er viss um að Óskar hefur bara lesið um þau í sögu rafmagnsins og síðan verið sendur í vettvangskönnun upp á Árbæjarsafn til að sjá þetta fyrirbæri með eigin augum, gæti reyndar verið að afi myndi kannast við svona öryggi) þannig að ég hringdi á neyðarlínuna Guðrúnu og Eirík til að fá upplýsingar um hvernig ég gæti skipt um öryggi og hvar væri hægt að fá svona. Eiríkur gat nú leiðbeint mér í gegnum símann hvað ég ætti að gera og öryggin ættu nú að vera til í öllum búðum, vantrúa labbaði ég út í búð með öryggið með mér bæði svo ég myndi nú kaupa rétt og þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvað öryggi heitir á sænsku, með vantrúarsvip rétti ég síðan afgreiðslukonunni öryggið og spurði hvort hún seldi svona, jú það reyndist vera og hún var enga stund að bjarga mér. Segiði svo að maður sé ekki alltaf að læra eitthvað nýtt, ég er orðinn snillingur í að bjarga mér, þó það sé alltaf gott að fá aðstoð þegar maður þarf á því að halda
Snilldarkveðjur

Saturday, November 15, 2003

Halló halló, þá er maður kominn heim aftur, það var æðislegt í Uppsala, að sjálfsögðu er alltaf gaman að hitta vini sína en svo er líka skemmtilegt að skoða sig um í nýju umhverfi. Ég fór einmitt í svona ekta túristaferð um bæinn, gekk um með bakpokann minn og myndavélina og skoðaði það sem varð á vegi mínum, tók meira að segja sjálfsmynd, er nebbnilega nýbúin að uppgötva takkann á myndavélinni sem gerir manni kleift að vera sjálfur með á myndunum- þetta var rosalega gaman. Svo fór ég að skoða í Ikea með Jóhönnu, það er bara nauðsynlegt fyrir sálina að komast í Ikea öðru hvoru, aðeins að skoða sig um og svo var komið fullt af jólavörum. Vi' fórum reyndar ekki inní Stokkhólm en það bíður betri tíma, þá fara Anna Dóra og Jóhanna og setja svip sinn á bæinn sem verður að sjálfsögðu ekki samur á eftir. Versta við ferðina var hvað það tekur langan tíma að komast þangað með lestinni, rúmir 5 tímar og það liggur við að maður sé eins og svíarnir segja helt slut eftir svona langa setu, alla vega það verður flogið í næstu heimsókn til þeirra.
Í gær var ég búin að vera hér úti í 6 mánuði, ótrúlegt hvað þetta er búið að vera fljótt að líða, ef ég hefði ekki fengið framlengt ráðningarsamningnum og verið búin að ákveða að fara í skóla, þá væri ég að koma heim í næstu viku, mér finnst ég bara ekki tilbúin að fara heim, mér finnst ég eiga eftir að skoða, læra og sjá svo mikið áður en að því kemur.
Bið að heilsa ykkur í bili, verð eiginlega að fara út og versla, ekkert til í kotinu þegar maður hefur verið svona í burtu sjáið til.

Monday, November 10, 2003

Halló halló, þá er maður að fara að leggja af stað í langferð, lestarferð til Uppsala. Ég ætla að fara og heimsækja Jóhönnu, Gísla og gormana. Er í fríi út vikuna og það verður skemmtilegt að skoða sig um í öðrum borgum og bara slappa af og leika sér, lífið er ekki eintóm vinna. Verst hvað lestarferð svona langt tekur langan tíma, rúmir 5 tímar, en þá er bara málið að vera með góða bók, hver veit nema maður geti hallað sér smá stund (líklegt eða þannig, ég er ekki týpan sem get sofið í lestum eða flugvélum). Jæja ætli það sé ekki best að fara og gera sig klára fyrir ferðina og muna eftir myndavélinni svona einu sinni.
By the way, hvernig líst ykkur á nýja lookið á síðunni minni? Bless í bili

Friday, November 07, 2003

Howdydody
Kuldakastinu er lokið og það er orðið hlýrra, svona ekta haustveður, mér finnst frábært að fara út að ganga, laufin fallin af trjánum og liggja á götunni án þess að fjúka um allt og skilja eftir náttúrulegt hárskraut. Í dag er hitinn um 10 stig, heiðskýrt og sól, ég var í klippingu og ákvað að fara í smá göngutúr í góða veðrinu að því loknu. Það er súkkulaðibúð hérna sem mig hefur alltaf langað að kíkja í og ákvað ég að líta þar við og sjá hvað væri á boðstólum. Úff ég hefði betur sleppt því, nú á ég eftir að hugsa um allt súkkulaðið og konfektið í marga daga, þvílíkt úrval mér fannst ég vera Hómer Simpson í paradís ég heyrði hvernig heilinn í mér malaði slurp slurp. þannig að ég var fljót að forða mér út áður en ég yrði mér til skammar með einhverjum bjánaskap yfir dýrðinni. Annars á ég yndislega helgi fyrir höndum á NÆTURVAKTINNI þannig að ég ætla að fara að leggja mig og undirbúa mig andlega undir helgina
Bið að heilsa í bili

Wednesday, November 05, 2003

Halló halló, nú er ég í skýjunum, þegar ég mætti í vinnuna í dag kom deildarstjórinn til min og sagði að ég væri búin að fá ráðningu út ágúst 2004 og núna get þá byrjað núna fljótlega á hjartagjörgæslunni, JIBBÝ JEI!!!, hún veit reyndar að ef ég kemst að í skólanum vinn ég bara um helgar en henni er alveg sama því ég verð hjá þeim næsta sumar, hún spurði meira að segja hvort ég væri búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera þegar ég væri búin með námið, hvort ég ætlaði að vinna inni á svæfingunni eða hjá þeim, ég er nú ekki alveg komin svona langt í hugsun, fyrst á stefnuskránni er að komast inn í skólann og svo að klára námið en auðvitað fer ég svo á svæfinguna, til þess er maður nú að mennta sig- eller hur-
hej då í bili
Halló halló, þið verðið að fyrirgefa svona stereoútgáfur af því sem ég er að bulla, tæknin eitthvað að stríða mér. Eitt verð ég að segja ykkur, það var bankað hjá mér um daginn, ég opna dyrnar og fyrir utan stendur miðaldra maður, virðist forviða þegar hann sér mig og spyr hvort ég búi hérna núna, þar sem mér fannst það frekar augljóst (það var nú ég sem kom til dyra) játa ég því. Þá spyr hann hvort ég vilji fá gægjugat á hurðina hjá mér því sá sem bjó hér fyrir Nota Bene 3 árum hringdi í hann og bað um gægjugat, hann var víst búinn að koma og banka öðruhvoru í millitíðinni (í 3 ár) en aldrei hitt á neinn. Eftir að hafa afþakkað pent fyrir gægjugatið og lokað hurðinni, gat ég ekki hætt að hlæja, oh my god, er hægt að vera mikið þrautseigari en þetta???
jæja góða skemmtun

Sunday, November 02, 2003

Tjena
Ég fékk hálfgert áfall í vinnunni um helgina, síðustu 10 vikurnar erum við búin að vera með hjúkrunarnema og þær voru að hætta og siðurinn hér er að færa deildarkennaranum sínum gjöf að verknámi loknu oooohhh my god þetta voru engar smá gjafir, ég hugsa að ég hefði þurft að lýsa mig gjaldþrota ef þessi siður tíðkaðist heima!!!
Annað sem sló mig var að nemunum er bara skipt á milli hjúkrunarfræðinga deildarinnar það skiptir greinilega ekki máli hvort maður sé hæfur sem deildarkennari eða ekki, ef þú hefur áhuga á að taka að þér nema ertu sett í röðina. Skrýtið ekki sagt
Jæja meira síðar
hej då