I'm back
Nú er ég komin heim aftur og verð að segja ykkur í örfáum orðum frá ferðalaginu mínu. Köben er náttúrulega bara Köben, alltaf jafn gaman og heimilislegt að koma þangað, við kíktum á jólamarkað í Tívolí og tókum smá stroll niður strikið eins og lög gera ráð fyrir, annars var hótelherbergið mitt það besta, ég veit ekki á hverjum þeir áttu von en það beið eftir mér náttsloppur og inniskór á rúminu og karfa með snyrtivörum á baðherberginu ég náttúrulega þakkaði bara pent fyrir mig- svo kíktum við á Röggu frænku og gistum hjá henni eina nótt sem er alltaf næs- þaðan var síðan haldið til Gautaborgar þar sem við eyddum nokkrum krónum, fórum meðal annars í þá langlangstærstu leikfangabúð sem við höfum nokkrun tíma séð og fórum að sjá CATS sem var í einu orði sagt MEIRIHÁTTAR. Á leiðinni tilbaka komum við síðan við í Ullared og eyddum nokkrum krónum í viðbót- en mamma og pabbi eru að verða búin að versla allar jólagjafirnar. Síðan til að toppa allt fengu gömlu hjónin svo hornsvítu með svölum hér í Karlskrona (sad to say hef ég ekki pláss fyrir þau heima hjá mér) og voru mjög ánægð með það. Á morgun ætla ég svo að sýna þeim aðeins bæinn minn áður en þau halda til Köben á ný og ég í vinnunna. Segi ykkur síðar hvaða fínu hluti þau færðu mér, ætla að skríða upp í rúm, þau ætla nebblilega að bjóða mér í frukost á hótelinu á morgun- ég á yndislega foreldra en eins og spánverjinn segir þá hefur þessi helgi verið PABBI BORGAR og ég hef þurft að frekjast til að fá að bjóða þeim nokkurn hlut, svona eru þau skrýtin þessar elskur.
Bless í bili, ég vona að þið hafið komist í gegnum allt þetta rugl í mér
No comments:
Post a Comment