Monday, April 25, 2005

Til hamingju með daginn Óli og Snorri, 5 ára hetjur. Þeir eru nú svo æðislegir bræðurnir að þegar þeir voru búnir að opna pakkann frá henni Önnu Dóru vinkonu sinni sögðu þeir "hvernig vissiruðu að það voru svona kallar sem okkur vantaði og langaði í?" Anna Dóra hafði nefnilega keypt legóriddara eftir vísbendingum úr vinnunni hvað væri vinsælt hjá svona gaurum.
Var reyndar helt slut í höfðinu -eins og Svíinn segir- eftir vinnuna í dag af hverju, jú ég var með ofur metnaðarfullan nema sem spurði og spurði og spurði þannig að ég fékk að hugsa extra mikið í dag, reyndar gaman að sjá að maður kann eitthvað. Ég hugsaði reyndar OMG ætli ég hafi líka verið svona nemi því ég veit að ég spurði alveg rosalega mikið. En eins og ég segi líka alltaf maður kemst ekki að neinu án þess að spyrja.
Jæja er að hugsa um að borga reikninga fyrst ég er komin í tölvuna við heyrumst
Anna Dóra
P.s mánuður í heimkomu, auglýsi hér með eftir eiturhressum djömmurum sem væru til í að skella sér í partý og jafn vel út á lífið með mér og Svíunum mínum 27. eða 28. maí

Wednesday, April 20, 2005

Forvitnin drap köttinn en ekki Önnu Dóru.... alla vega ekki ennþá!

Eins og þið vitið er ég með einsdæmum forvitin og finnst einstaklega gaman að renna yfir einkamáladálkinn í helgarblaðinu, ekki það að ég sé að leita bara að lesa. Það er svo fyndið sem mikið af fólki skrifar. Hvaða konu með einhvern snefil af sjálfsvirðingu myndi til dæmis detta í hug að svara svohljóðandi auglýsingu: Notuð kona óskast, opin, lítur vel út fyrir minn aldur, átt börn og dýr.... Halló hvað er að fólki?
Ef ykkur fannst þessi slæmur hvað finnst ykkur þá um Þennan
Er annars á leiðinni til Uppsala um helgina í afmæli til Óla og Snorra þeir verða 5 ára á mánudaginn, það verður ekkert smá gaman.

Jæja bið að heilsa í bili, best að fara snemma í háttinn svona einu sinni til tilbreytingar safna kröftum fyrir helgina.
Góða nótt
Anna Dóra

Saturday, April 16, 2005

Vorið er komið og grundirnar gróa.........

Held það sé kominn tími til að sinna hinum ýmsu vorverkum eins og að fara að taka út hjólið, smyrja á því keðjuna og dæla lofti í dekkin á því og fara að spænast um stræti og torg á ofurfarti, notast ennþá við fótaflið þar til hestöflin koma til sögunnar, er nefnilega að leita mér að bíl ekki vegna minnar þekktu ofurleti heldur þægindanna vegna.
Hvar annars staðar en hér eru dýraverndunarsamtökin ofvirk? Frétt á textavarpinu í morgun um að dýr í búðum sem eru ekki til sölu heldur bara til sýnis eins og gullfiskur einn sem syndir um í skál í gleraugnabúð í Borås eigi að hafa minnst 40 lítra af vatni til að svamla í, einn dökkann vegg á búrinu svo enginn geti horft yfir öxlina á honum og stað til að geta falið sig á. Eigandi viðkomandi búðar var að vonum frekar mikið hissa og sagði að það væri verið að bera búðina hans saman við dýragarð. Halló who cares, grey kallinn sem hefur vorkennt gullfisknum sínum að vera einn heima á daginn og tekið hann með sér í vinnuna og er barasta kenndur við dýragarð í staðinn =) nei ég veit svo sem ekki hvað liggur þarna á bakvið, finnst þetta bara fáránlegt. Hvað finnst ykkur annars?
kramiz
Anna Dóra

Tuesday, April 12, 2005

Ef það hefur einhvern tíma verið ástæða til þess að leggja bílnum og taka strætó eða hjóla í vinnuna er það núna, af hverju jú Helga Dís er komin með bílpróf GARG............. sem er svosem auðvelt fyrir mig að segja sem hef ekki séð til hennar undir stýri en þið sem þekkið hana og vitið hvernig hún er skiljið mig!!!

Til hamingju með daginn Helga Dís og farðu nú varlega í umferðinni.
Annars á Gísli líka afmæli í dag, til hamingju með kallinn Jóa mín og Kosta átti afmæli síðastliðinn sunnudag, til hamingju með kallinn Ágústa.

Afmæliskveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra

Sunday, April 10, 2005

Svíi eða................

Skellti mér aðeins út á lífið með Huldu í gær, við kíktum nema hvað á Schlagerbaren og ég komst að því að ég er engu skárri en Svíarnir þegar kemur að Eurovision, ég alveg tryllist þegar Carola verður Fångad av en storvind eða þegar Herreys byrja með sitt diggiloo diggiley ég verð víst bara að horfast í augu við það að ég er Eurovisionfan best að ræða þetta við stelpurnar á eftir og heyra hvernig þeim lítist á eins og eitt stykki Eurovisionpartý þann 21. maí og hvetja hinn sykursæta Martin Stenmark (held hann sé ekki tengdur skíðakappanum þannig að ekkert ojojojojojojoj þegar hann stígur á svið í Kænugarði).
Er með lamb í ofninum og lyktin er að gera mig brjálaða, ég get ekki beðið eftir að fá að borða á eftir, vona bara að stelpunum finnist þetta gott.
Jæja er að hugsa um að búa til súkkulaðimús handa þeim í eftirrétt, þá verður alla vega eitthvað smáræði sem þær geta borðað ef þær falla ekki fyrir lambinu. =)
Hej då
Anna Dóra ofurkokkur c",)

Friday, April 08, 2005

Blogglægð!!!

Jú búin að vera svo þreytt þegar ég kem úr vinnunni að ég hef rétt meikað það á sófann og varla uppúr honum aftur fyrr en það er kominn háttatími. Annars er allt gott af frétta, gengur vel í vinnunni. Ætlum að hittast íslensku stelpurnar í brunch á morgun heima hjá Guðrúnu og svo ætla ég að bjóða Caroline og Jessicu í íslenskan sunnudagsmat, íslenskt lambalæri með tilheyrandi og við ætlum að skipuleggja aðeins fyrir Íslandsferðina sem er farið að styttast í.

Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Sunday, April 03, 2005

Maggi vaxdúkka!!!
Þannig var það að Magnús sem var eins og svo oft áður að bíða eftir okkur hinum sem vorum að skoða stjörnurnar á Madam tussaud og stendur alveg grafkyrr (þið sem þekkið hann kannist örugglega við þetta) og svo þegar hann lítur skyndilega til hliðar standa þar tveir menn sem höfðu verið að dást að honum og greinilega að spá í hver hann væri. Nú það þarf nú varla að segja frá því að þegar Maggi leit á þá misstu þeir sig og voru fljótir að láta sig hverfa, ætluðu ekki að láta alla sjá að þeir hefðu ruglast á vaxdúkku og lifandi manni. Ef ég hefði tekið eftir þessum mönnum starandi á bróðir minn hefði ég líklegast stillt mér upp við hliðina á honum og látið taka mynd af okkur saman aldrei að vita nema maður hefði soðið saman einhverja lygasögu um að hann væri frækinn fótboltakappi eða eitthvað þaðan af betra :-)
Þið báðuð um skýringu og hér fenguð þið hana, persónulega fannst mér þetta eitt af því besta sem gerðist í London ég er þvílíkt búin að hlæja að þessu.
Heilsur
Anna Dóra