Saturday, April 16, 2005

Vorið er komið og grundirnar gróa.........

Held það sé kominn tími til að sinna hinum ýmsu vorverkum eins og að fara að taka út hjólið, smyrja á því keðjuna og dæla lofti í dekkin á því og fara að spænast um stræti og torg á ofurfarti, notast ennþá við fótaflið þar til hestöflin koma til sögunnar, er nefnilega að leita mér að bíl ekki vegna minnar þekktu ofurleti heldur þægindanna vegna.
Hvar annars staðar en hér eru dýraverndunarsamtökin ofvirk? Frétt á textavarpinu í morgun um að dýr í búðum sem eru ekki til sölu heldur bara til sýnis eins og gullfiskur einn sem syndir um í skál í gleraugnabúð í Borås eigi að hafa minnst 40 lítra af vatni til að svamla í, einn dökkann vegg á búrinu svo enginn geti horft yfir öxlina á honum og stað til að geta falið sig á. Eigandi viðkomandi búðar var að vonum frekar mikið hissa og sagði að það væri verið að bera búðina hans saman við dýragarð. Halló who cares, grey kallinn sem hefur vorkennt gullfisknum sínum að vera einn heima á daginn og tekið hann með sér í vinnuna og er barasta kenndur við dýragarð í staðinn =) nei ég veit svo sem ekki hvað liggur þarna á bakvið, finnst þetta bara fáránlegt. Hvað finnst ykkur annars?
kramiz
Anna Dóra

No comments: