Maggi vaxdúkka!!!
Þannig var það að Magnús sem var eins og svo oft áður að bíða eftir okkur hinum sem vorum að skoða stjörnurnar á Madam tussaud og stendur alveg grafkyrr (þið sem þekkið hann kannist örugglega við þetta) og svo þegar hann lítur skyndilega til hliðar standa þar tveir menn sem höfðu verið að dást að honum og greinilega að spá í hver hann væri. Nú það þarf nú varla að segja frá því að þegar Maggi leit á þá misstu þeir sig og voru fljótir að láta sig hverfa, ætluðu ekki að láta alla sjá að þeir hefðu ruglast á vaxdúkku og lifandi manni. Ef ég hefði tekið eftir þessum mönnum starandi á bróðir minn hefði ég líklegast stillt mér upp við hliðina á honum og látið taka mynd af okkur saman aldrei að vita nema maður hefði soðið saman einhverja lygasögu um að hann væri frækinn fótboltakappi eða eitthvað þaðan af betra :-)
Þið báðuð um skýringu og hér fenguð þið hana, persónulega fannst mér þetta eitt af því besta sem gerðist í London ég er þvílíkt búin að hlæja að þessu.
Heilsur
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment