Friday, November 30, 2007

Bara 25 dagar til jóla og á morgun fæ ég að opna fyrsta gluggann í dagatalinu mínu. Ég á reyndar 2 =) ég keypti mér eitt og svo fékk ég eitt frá m+p. Fyrsti sunnudagur í aðventu nálgast og þar með jólaskreytingin.
Fór í gær og lét setja vetrardekkin undir bílinn. Eini gallinn á húsinu sem ég bý í er að geymslan er uppi á lofti, 4. hæð og ég bölva hressilega í hvert skipti sem ég þarf að sækja/skila dekkjunum. Af hverju var ekki hægt að gera smá dekkjageymslu í kjallaranum hjá hjólunum? Nei, í staðinn fær maður að rogast með dekkin upp tröppurnar og trúið mér dekk á felgum eru engin létta vara (ef maður er ekki Jón Páll), en ég lít bara á þetta björtum augum, þetta er jú ágætis æfing ekki satt.

Jæja ætla að hætta þessu bulli, fara og baka muffins og gera mig svo klára fyrir vinnuna, kvöldvaktarhelgi, ég veit hljómar ótrúlega spennandi.


Ælta bara að leyfa ykkur að heyra LAGIÐ sem er tileinkað mér

puss og kram
Anna Dóra

Wednesday, November 21, 2007

Sit á 3ju 16 tíma vaktinni og er að láta tímann líða. Fyrsta vaktin þar sem ég er ekki á hlaupum í tíma og ótíma. Ætlaði bara að nota tækifærið og þakka öllum sem komu í partýið til mín fyrir mig. Það var ekkert smá gaman að hitta alla. Hver kom mest á óvart í partýinu, jú mikið rétt það var Maggi, ég hefði aldrei trúað að drengurinn myndi taka lagið í Singstar, efast reyndar um að það hafi verið margir sem áttu von á því=)
Á eftir tvær 16 tíma vaktir fimmtudag og föstudag, áður en ég held heim á leið á laugardagsmorguninn. Ég er orðin spennt að vita hvað ég fái í laun því ég hef heyrt orðróm um að ég sé búin að gera mikið og gott gagn=)
Verð að halda áfram að vinna, bless í bili
Anna Dóra

Monday, November 12, 2007


Hæ hæ, ég sá þessa mynd í fyrsta skipti á bar í Ástralíu og fannst hún ekkert smá fyndin. Síðan þegar ég sá hana á netinu varð ég bara að deila henni með ykkur. Það sem mér fannst fyndnast þegar ég sá þetta á barnum var að flestir drukku bara bjór, hahahaha.
Styttist í heimkomu
kveðja
Anna Dóra

Wednesday, November 07, 2007

Ég er að koma heim til að vinna mér inn nokkrar aukakrónur. Japp ég ætla að gera eins og svíinn nema hvað að ég ætla til Íslands í staðinn fyrir Noregs. Kem 15. nóv og fer heim aftur 24. nóv. Við systur ætlum að vera með smá partý 17.nóv, ef það er einhver sem við erum að gleyma endilega láttu mig vita. Þetta verður líklegast eina tækifærið til að hitta mig því ég mun vinna mjög mikið.

Fékk að vita í síðustu viku að það eru 2 nýjar kafbátaæfingar með hernum á næsta ári og þeir vilja að ég verði með aftur=) Hljómar vel, I know..... þetta var ekkert smá gaman síðast og bossinn sagði mér að leggja frí þegar æfingarnar verða.

Bið að heilsa í bili,
Anna Dóra