Sunday, October 31, 2004

Víkingarnir rúla............
Skellti mér á djammið með Carro og Jessicu í gær, smá hrekkjavökustemmari í gangi, var svo ásökuð um að hafa ofurfyllt stelpurnar (dettur ykkur slík fásinna í hug um mig) og þegar ég minnti þær nú á að við hefðum allar drukkið það sama þá flugu þau fleygu orð "Þú ert víkingur og þolir meira en við hin" hafiði heyrt það betra. Það var allavega hrikalega gaman þó svo að við höfum farið heim í fyrra lagi vegna ölvunarástands sumra. Í nótt breyttum við svo yfir í vetrartíma, frekar skrýtið að vakna klukkan 9 og þá var klukkan í raun bara 8, reyndar lítið getað sofið í dag, nágrannarnir fyrir ofan mig eru að flytja og búið að vera frekar mikið um brölt og læti af efri hæðinni í dag, slæmt mál fyrir mig sem á að vinna í nótt
Jæja er að spá í að athuga hvort Caroline sé á lífi og hafi komist í vinnuna
Víkingakveðja
Anna Dóra

Monday, October 25, 2004

Góðan og blessaðan daginn og sælt veri fólkið, allt gott að frétta síðan síðast, orðin árinu eldri, veit nú ekki með vitrari en það á allt eftir að koma í ljós á komandi mánuðum.
Skellti mér í ræktina í morgun til að losa um helgarsamviskubitið og gerði mér lítið fyrir og pantaði mér tíma hjá sjúkraþjálfaranum til þess að hjálpa mér að setja saman æfingaprógram sem ég get þá farið eftir. Þó svo að ég kunni á flest þessarra tækja þá getur nú verið ágætt að fá smá sérfræðiálit á þessu öllu saman og ég held að ég fái svo meira út úr æfingunum ef ég fer að gera allt rétt eller hur. En lífið heldur áfram að ganga sinn vanagang hér á Snapphanevägen, ég mæti í skólann, læri (þykist alla vega gera það) og tek einstaka aukavaktir- maður getur nú ekki alveg sleppt kontaktinum við deildina, það var einmitt hringt í mig áðan og hvað haldiði mér voru boðnar kvöldvaktir sem ég þakkaði kærlega fyrir, skemmtileg tilbreyting frá næturröltinu.
Ætla að skella mér út að borða á miðvikudaginn með deildinni, erum að halda uppá 4 stórafmæli, það verður farið á gríska uppáhaldsveitingahúsið mitt hér í bænum, hlakka til.
Þar til næst, verið dugleg að hreyfa ykkur
Anna Dóra

Wednesday, October 20, 2004

Fiskinn minn, nammi nammi namm
Keyrði í dag samtals 400 km, 200 hvora leið til þess að kaupa íslenskan fisk. Ég og Guðrún pöntuðum semsagt íslenskan fisk sem ég sótti niður í Lund í dag og svo buðu Guðrún og Eiríkur uppá fiskinn þegar ég kom tilbaka og ég get sagt ykkur það að hann var hvers kílómeters virði og eiginlega meira en það, þannig að núna á ég 4,5 kg af fiski í frystinum þvílíkur lúxus.
Annars allt gott að frétta, dómur féll í gær á því hvernig ég hef staðið mig í verknáminu og að sjálfsögðu var ekkert nema gott sagt um mig c",) og ég stóðst fyrri hluta verknámsins.
Sé fram á hrikalega spennandi og skemmtilegan afmælisdag á morgun, umræðufundur frá 9-15 en hei það gæti verið verra (alltaf að leika pollýÖNNU). Fékk reyndar pakka í gær svona fyrirfram frá Caroline svakalega flott veggskraut sem má bæði nota sem kertastjaka eða fyrir smáblóm.
Smá kveðjur, Mæja pæja til hamingju með gærdaginn og Rúna til hamingju með morgundaginn
kram
Anna Dóra orðin afmælisbarn eftir 2 klst

Sunday, October 17, 2004

Þó svo að ég sé að verða búin að búa hérna í 1 1/2 ár hættir þetta ofurupplýsingaeðli Svíanna ekki að koma mér á óvart. Á hverjum laugardegi er lítill pistill í blaðinu um það hvar lögreglan verði að hraðamæla komandi vikuna (enginn feluleikur hér, við viljum nefnilega ekki ná í rass...... á þeim sem eru að keyra of hratt) og svo er annar með matseðlum fyrir skólana og elliheimilin, like I care, kemur skólamatseðillinn fyrir foreldrana svo þeir geti þá sent nesti með barninu ef þeir vita að barnið eigi ekki eftir að borða þann daginn :-) ég á ábyggilega aldrei eftir að skilja Svíana til fullnustu, en ef einhver gerir það kalla ég þann sama mjög góðan.
Jæja þá er að snúa sér að lærdómnum,
Anna Dóra nývöknuð eftir næturvaktina
P.s Raggi til hamingju með daginn í gær

Thursday, October 14, 2004

Púff ef ykkur fannst Íslendingarnir fá rassskell í gær hefðuði átt að mæta með mér í vinnuna í morgun. Heyrði ýmist "ykkur gekk ekki alltof vel í gær" eða "4-1" en diplómatinn Anna Dóra var fljót að segja "nei en Svíarnir spiluðu mjög vel" og þá urðu allir mjög ánægðir.
Annars allt gott að frétta, fæ að vita í næstu viku hvað handleiðurunum finnst um mig, hvort ég sé algjör njóli úti á hóli eða hvort ég viti eitthvað í minn haus, við eigum nefnilega að hittast með kennaranum og fara í gegnum það hvernig ég hef staðið mig- hjálp fæ ég allt bullið í hausinn-
en má ekki vera að þessu blaðri núna
verðum í bandi- þar til næst....................................
Anna Dóra
P.s til hamingju með daginn Ninna Rós

Monday, October 11, 2004

ZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
Dagurinn í dag, byrjaði á því að ég svaf yfir mig, vaknaði kl. 9 og átti að vera mætt 8:30, hrökk upp, hringdi til að láta vita af mér, henti mér í sturtuna og svo beint út, fór reyndar í föt þar á milli ;-). Þegar ég svo kom í vinnuna var handleiðarinn minn í besta skapi og fannst þetta nú ekki mikið mál við myndum bara byrja á því að fá okkur kaffi í rólegheitunum, hitti svo Guðrúnu sem sagði að við ættum að mæta í skólann á umræðufund kl 13 sem ég var búin að afskrifa og var þar af leiðandi ekki nógu vel undirbúin en það gekk vel engu að síður- vona ég alla vega.
Helgin var reyndar mjög fín, skellti mér með stelpunum á hinn eina sanna schlagerbar, dró Huldu og Guðrúnu með, og svo var matarboð hjá Huldu og Steina í gær ekkert smá gott.
Jæja bið að heilsa í bili, lofaði Maríu handleiðaranum mínum að lesa heima fyrir það sem við ætlum að gera á morgun.
Kveðja
Ein sem hafði stór orð um það í gær að hún ætlaði að fara að taka sig á, að vera ekki alltaf á síðustu stundu=)

Thursday, October 07, 2004

Rólegheit, rólegheit = Anna Dóra kannist þið við það
Í morgun þegar ég var að ganga í vinnuna var ég það heppin að ein bekkjasystir mín keyrði framhjá mér og pikkaði mig upp, hún þekkti mig nefnilega á rólega göngufasinu, hún sagði ég vissi að þetta væri þú því þú ert aldrei á hraðferð c",)
Annars allt gott að frétta, gengur vel í skólanum- nema hvað.
Jæja bið að heilsa í bili úr rólegheitunum
Anna Dóra
P.s til hamingju með daginn Eiríkur

Sunday, October 03, 2004

Það er greinilegt að það er að styttast í afmælið mitt, átti í þvílíkri tilvistarkreppu í gær allt var ómögulegt og ég að verða hrikalega gömul, ef ég á að vera hreinskilin þá var þetta svolítið svona Bridget Jones meets sex and the city dæmi. En I slept it off og líður mikið betur núna, það skrýtnasta við þetta allt saman er að ég hef ekki upplifað svona aldurstengda krísu áður- nóg um það.
Merkisdagur í dag, Lilja vinkona og Villi frændi minn eiga afmæli í dag, og svo er Sigrún frænka mín að skíra litlu prinsessuna sína.
Kveðja
Anna Dóra