Wednesday, October 20, 2004

Fiskinn minn, nammi nammi namm
Keyrði í dag samtals 400 km, 200 hvora leið til þess að kaupa íslenskan fisk. Ég og Guðrún pöntuðum semsagt íslenskan fisk sem ég sótti niður í Lund í dag og svo buðu Guðrún og Eiríkur uppá fiskinn þegar ég kom tilbaka og ég get sagt ykkur það að hann var hvers kílómeters virði og eiginlega meira en það, þannig að núna á ég 4,5 kg af fiski í frystinum þvílíkur lúxus.
Annars allt gott að frétta, dómur féll í gær á því hvernig ég hef staðið mig í verknáminu og að sjálfsögðu var ekkert nema gott sagt um mig c",) og ég stóðst fyrri hluta verknámsins.
Sé fram á hrikalega spennandi og skemmtilegan afmælisdag á morgun, umræðufundur frá 9-15 en hei það gæti verið verra (alltaf að leika pollýÖNNU). Fékk reyndar pakka í gær svona fyrirfram frá Caroline svakalega flott veggskraut sem má bæði nota sem kertastjaka eða fyrir smáblóm.
Smá kveðjur, Mæja pæja til hamingju með gærdaginn og Rúna til hamingju með morgundaginn
kram
Anna Dóra orðin afmælisbarn eftir 2 klst

No comments: