Þó svo að ég sé að verða búin að búa hérna í 1 1/2 ár hættir þetta ofurupplýsingaeðli Svíanna ekki að koma mér á óvart. Á hverjum laugardegi er lítill pistill í blaðinu um það hvar lögreglan verði að hraðamæla komandi vikuna (enginn feluleikur hér, við viljum nefnilega ekki ná í rass...... á þeim sem eru að keyra of hratt) og svo er annar með matseðlum fyrir skólana og elliheimilin, like I care, kemur skólamatseðillinn fyrir foreldrana svo þeir geti þá sent nesti með barninu ef þeir vita að barnið eigi ekki eftir að borða þann daginn :-) ég á ábyggilega aldrei eftir að skilja Svíana til fullnustu, en ef einhver gerir það kalla ég þann sama mjög góðan.
Jæja þá er að snúa sér að lærdómnum,
Anna Dóra nývöknuð eftir næturvaktina
P.s Raggi til hamingju með daginn í gær
No comments:
Post a Comment