Monday, October 11, 2004

ZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
Dagurinn í dag, byrjaði á því að ég svaf yfir mig, vaknaði kl. 9 og átti að vera mætt 8:30, hrökk upp, hringdi til að láta vita af mér, henti mér í sturtuna og svo beint út, fór reyndar í föt þar á milli ;-). Þegar ég svo kom í vinnuna var handleiðarinn minn í besta skapi og fannst þetta nú ekki mikið mál við myndum bara byrja á því að fá okkur kaffi í rólegheitunum, hitti svo Guðrúnu sem sagði að við ættum að mæta í skólann á umræðufund kl 13 sem ég var búin að afskrifa og var þar af leiðandi ekki nógu vel undirbúin en það gekk vel engu að síður- vona ég alla vega.
Helgin var reyndar mjög fín, skellti mér með stelpunum á hinn eina sanna schlagerbar, dró Huldu og Guðrúnu með, og svo var matarboð hjá Huldu og Steina í gær ekkert smá gott.
Jæja bið að heilsa í bili, lofaði Maríu handleiðaranum mínum að lesa heima fyrir það sem við ætlum að gera á morgun.
Kveðja
Ein sem hafði stór orð um það í gær að hún ætlaði að fara að taka sig á, að vera ekki alltaf á síðustu stundu=)

No comments: