Wednesday, January 31, 2007

Bara snilld.
Vissuð þið að ef þið farið inn á youtube.com og skrifið fóstbræður sem leitarorð þá fáiði meðal annars ÞETTA og önnur frábær brot úr fóstbræðraþáttunum. Hver man ekki eftir Filippusi Braga, rússanum sem var svo duglegur í íslensku, eða Dr. Humbur Himsamberdren sem fræddi okkur um kvenfólk í karlahorninu (ravison travis) eða bara hið sígilda spliff, donk og gengja, saknaði reyndar skítakleprans. Kíkið á þetta og rifjið upp bilunina.
Horfði annars á leikinn í gær heima hjá Hrafnhildi. HJÁLP, held ég hafi ekki séð svona spennandi handboltaleik lengi. Hjartað ætlaði hreinlega að hoppa út úr líkamanum, adrenalínið pumpaði á svo fullum krafti, ég var svo hátt uppi að ég sofnaði síðan ekki fyrr en á miðnætti. Nei þetta var með þeim mest spennandi leikjum sem ég hef séð, úrslitin ráðast á síðustu sekúndunni.

Ætla að fara að sofa snemma í kvöld, fæ að sofa út í fyrramálið.

Kveðja
Anna Dóra

Saturday, January 27, 2007

Hæ hæ og sælt veri fólkið.

Fékk líka þennan skemmtilega tölvupóst frá vildarklúbbi flugleiða í morgun. STUÐMENN OG SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Í KAUPMANNAHÖFN. Síðasta vetrardag ælta þessar stórhljómsveitir að leiða saman hesta sína í Köben. Þokkalega sem ég ætla að reyna að fara, talandi um sveitaballastemmara í útlandinu.
Keypti mér annars tvenn stígvél á netinu áðan. Ásdís var svo sæt að senda mér upplýsingar um netsíðu sem sérhæfir sig í stígvélum fyrir okkur sem erum með aðeins stærri kálfa heldur en ofurfyrirsæturnar og hvað haldiði þeir voru með útsölu=) =)
Ef einhver annar hefur áhuga þá getiði kíkt HINGAÐ mér finnst þetta alla vega geggjað.
Skráði mig í vikunni hjá hjúkrunarfyrirtæki sem sendir hjúkkur um allan heim í vinnu. Frétti að þeir ætli að senda fólk til Íslands, spáið í hvað það væri frábært ég fengi borgaða ferð og laun fyrir að koma heim. Myndi vinna líka en hei þið eruð öll í vinnu líka.
Jessica er komin heim frá Oz, kom í gær. Mikið verður gaman að hitta hana, við erum svo líkar og hugsum eins. Hún er að vinna hjá þessu ráðningafyrirtæki, hver veit nema við myndum reyna að fara saman og vinna einhversstaðar.

Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Tuesday, January 23, 2007

VÁ VÁ VÁ hafiði séð/heyrt það betra. Við unnum riðilinn okkar í HM. Það var ekkert smá stórt gleðihopp sem ég tók í vinnunni í gærkvöldi þegar ég fékk sms frá Rúnu um að við hefðu unnið Frakka og þar með riðilinn. Því miður hafa Svíar ekki sýnt neitt frá HM, líklegast vegna þess að þeir eru ekki með =( fýlupúkarnir. Ég ávallt jafn bjartsýn og hugsaði Eurosport þar hljóta þeir að sýna frá HM en NEI, bara einhverjir Svíar að reyna að standa á skíðum, skjóta á skíðum eða annað skíðatengt. Ef það var ekki verið að sýna skíðaíþróttir þá var það snóker eða pílukast, ég meina það eru nú ekki einu sinni íþróttir, heldur áhugamál fyrir kráargesti.
Vegna þessa reikna ég með því að Rúna og mbl.is haldi að mér upplýsingum um gengi okkar á HM.


ÁFRAM ÍSLAND
kveðja
Anna Dóra

Wednesday, January 17, 2007

Jahérna hér. Hvað haldiði að hafi komið fyrir mig. Hjólinu mínu var STOLIÐ hérna fyrir utan húsið mitt. Ætlaði að hjóla í vinnuna í síðustu viku nema hvað að þá var of lint í dekkjunum til þess að ég gæti hjólað. Ákvað svo að í dag myndi ég labba með hjólið niður á bensínstöð og pumpa í dekkin. Þegar ég kem út EKKERT hjól. Ég leitaði hérna í kring en nei hjólið er horfið. Ég hringdi því í lögguna og lét vita. Fína hjólið mitt sem ég gaf sjálfri mér í stúdentsgjöf fyrir x árum. Bíð núna bara eftir að fá tilkynninguna í pósti og þá get ég haft sambandi við tryggingarnar og athugað hvort ég fái hjólið bætt.
Annars er allt við það sama hér, er reyndar komin á fullu í ræktinni aftur og búin að plata hana Carro mína með mér. Við fórum í pallaleikfimi í gær og svo er spinning í kvöld. Þá hugsa ég að ég sé búin að gera útaf við hana.
Ég fæ að fara á námskeið til að vinna í háþrýstiklefanum (ef ég stenst læknisskoðunina) og svo bíð ég alltaf eftir að fá að heyra hvort ég fái að komast á sjúkrabílinn líka. Læt ykkur vita þegar ég veit meira.

puss
Anna Dóra

Tuesday, January 09, 2007

Komin heim og byrjuð að vinna.
Ég hafði það ekkert smá gott heima, hitti vinina, ættingjana og slakaði á. Svaf reyndar óvenju lengi alla morgna en það er kannski ekkert skrýtið í myrkrinu, því þó svo að ég vaknaði snemma var svo dimmt úti að ég bara snéri mér á hina hliðina harðákveðin í því að það væri ennþá nótt og skreið því iðulega framúr um 10 leytið =)
Ég fór 4x í bíó á þessum stutta tíma þar af 2x með Halldóri. Við sáum Happy feet og Skolað í burtu báðar mjög skemmtilegar enda veit ég ekki hver skemmti sér betur, ég eða barnið. Sá svo að sjálfsögðu bondarann um að gera að nýta tækifærið þegar maður kemst í alvöru bíó.
Bið að heilsa í bili, ætla að skella mér í bæinn og kaupa mér spinningskó, nú er æfingatímabilið að byrja af alvöru.

puss og kram
Anna Dóra