Tuesday, August 29, 2006

Þá er maður kominn heim frá höfuðstaðnum. Við fórum til Stokkhólms sl. laugardag og tókum því rólega fyrir hlaupið. Á sunnudeginum var svo sjálft hlaupið, ég var með nettan fiðring í maganum ekki nema 22. þús spriklandi kellur allt í kringum mann. Ég var eitthvað svo niðursokkin í eigin hugarheimi (eins og oft áður) að áður en ég vissi var ég farin að tala íslensku við Josefin, þetta er í fyrsta skipti sem ég ruglast svona=) Alla vega svo hófst hlaupið og ég hljóp á 81 mín og er hrikalega ánægð með sjálfa mig, er varla kominn niður á jörðina. Eftir hlaupið fórum við svo að sjá Mamma Mia, abbashow sem er bara snilld. Á meðan flestir hlupu svo á milli búða á mánudeginum (til að geta keypt sem mest áður en haldið yrði heim um kl 15) vorum ég og Josefin bara menningarlegar. Við fórum á Östermalm, fíkuðum (sátum á kaffihúsi og horfðum á mannlífið), löbbuðum að konungshöllinni og sáum lífvarðaskiptin og kíktum á sýningu af þeim kjólum sem drottningin hefur notað við afhendingu nóbelsverðlaunanna. Röltum svo aðeins í Gamla stan áður en við hittum hinar skvísurnar.
Best að reyna að komast niður á jörðina
puss o kram
Anna Dóra

Sunday, August 20, 2006

Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða bara vika í hlaupið og rúmar 2 vikur til Ástralíu. Helga Dís var hjá mér núna í nokkra daga og ef sölumenn hafa eitthvað þurft að kvarta yfir lélegri sölu í sumar þá bætti hún það upp á nokkrum klst. Þó svo að ég hafi verið mikið að vinna á meðan hún var hérna þá nýttum við tímann sem ég var í fríi betur, vorum úti, spiluðum og hún eignaðist nýjar vinkonur já Helga Dís kynntist Carrie og co í Sex and the City.
Ég er búin að vera svolítið löt síðustu 2 vikurnar, bara farið út að labba með Helgu þannig að í gær eftir vinnu hjólaði ég upp til Rosenholm og hljóp 6 km, hélt reyndar að ég myndi ekki hafa það af en harkaði af mér og hljóp áfram og það gekk bara ágætlega. Ég skal hlaupa alla 10 km næsta sunnudag.
Afmælisprik dagsins fær Maggi bróðir, hann er 25 ára í dag. Til hamingju með daginn. Hver veit nema ég skelli í eina skúffuköku þér til heiðurs í dag.
Saknaðarprik vikunnar fá Guðrún, Eiríkur, Guðfinna og lilla skutt sem flytja til Uppsala í næstu viku. Ætli ég verði ekki að líta á það með jákvæðum augum, núna eru fleiri að heimsækja í Uppsala, ég veit Jóa mín það er langt síðan við hófum hist, vona að við getum hist í smástund næstu helgi í Stokkhólmi.

PUSS O KRAM
Anna Dóra

Monday, August 07, 2006

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Eins og það var langt þangað til að ég færi í sumarfrí þá fer barasta að koma að því. Fyrst kemur Helga Dís til mín, núna á laugardaginn og verður í nokkra daga. Aldrei að vita nema ég keyri hana niður til Kaupmannahafnar á miðvikudeginum og við eyðum deginum saman við að gera það sem við erum ansi duglegar við AÐ VERSLA og svo kannski bara út að borða áður en ég fer heim aftur. Er nefnilega á kvöldvakt daginn eftir. Svo eftir það er það að hlaupa í Stokkhólmi og svo bara viku síðar er það ÁSTRALÍA. Er búin að fá ferðaáætlun frá Jessicu, við töluðum við fyrirtæki sem vinnur við það að setja saman ferðir fyrir bakpokaferðalanga og þar sem við höfum bara 4 vikur er ágætt að láta aðra sjá um skipulagið og við getum séð um skemmtunina.
Svona lítur ferðaáætlunin út
7 - 9/9 Sydney
10 Flug frá Sydney till Melbourne.
10 - 13 Melbourne
14 - 16 Melbourne till Adeleide 3ja daga ferð með rútu.
17-18 (natt) Adelaide till Alice Springs, lestarferð
19 - 21 Uluru och Outback tour, fattiði hvað þetta verður gaman, ferð með frumbyggjum.
22 Alica Springs till Cairns, flug
23 River rafting, heill dagur
24 - 25 Cape tribulation go wild tour, í regnskóginum
25 - 26 Cairns till Airlie (natt)
28 - 30 Whitsunday sailing, á lúxussnekkju, 2 nætur og 3 dagar, heitur pottur um borð, hægt að hoppa frá borði og snorkla og bara almennt að njóta lífsins
30 - 1/10 Airlie till Fraiser (natt)
1 - 3 Fraiser Island tour, þetta er hálfeyja úr sandi, þarna verður leigður jeppi og keyrt um eyjuna, og bara leikið sér.
4 flug till Sydney
5 ég flýg heim til Karlskrona
Finnst ykkur þetta ekki hljóma spennandi og skemmtilegt, ég á alla vega erfitt með að hemja mig:-)
Þið getið kíkt nánar á þessa staði á http://www.australienguiden.se
Love
Ein sem iðar í skinninu eftir að komast í sumarfrí.

Wednesday, August 02, 2006

Ég er ógissla ánægð með mig, fór út að hlaupa áðan og hljóp takk fyrir 8 km, ég hef aldrei áður hlaupið svona langt. Tíminn var nú kannski ekki sá besti 67 mín, þannig að ég var rúmar 8 mín/km. það eru hrikalegar brekkur þar sem ég hljóp og ég hljóp þær allar=). Fór samanlagt 9,5 km í kvöld, bara 2 km eftir í að ég nái takmarkinu mínu hlaupa að 10 km. Ég ætla að vera búin að hlaupa 10 km a.m.k. einu sinni áður en ég fer til Stokkhólms, það er ákveðið búst fyrir egóið að vita að maður geti hlaupið 10 km.

Vildi bara segja ykkur hvað ég er ánægð með mig=)
Anna Dóra "hlaupari"