Tuesday, June 26, 2007

Tilbúnar í slaginn.......
sigmaðurinn er alltaf fyrsti maður út....
svo er bara að hitta á bátinn, við sigum svo niður í bátinn til hans..
Rescue Nurse ávallt viðbúin =)
Ein ekkert smá ánægð með lífið=)

Eins og þið sjáið á myndunum var alveg einstaklega gaman á þyrluæfingunni, ég brosi ennþá allan hringinn þegar ég hugsa um þetta.
Komin heim frá Gautaborg, við tókum því nú frekar rólega á sunnudeginum, fórum út að borða og kíktum aðeins á stórborgina. Á mánudeginum vorum við mættar í Liseberg um leið og það opnaði (kl 11) og svo var bara leikið sér í 6 klst. Stærsti og besti trérússíbani er í Liseberg og fórum við bara x3 í hann (hann er magnaður) síðasta skiptið var reyndar best því þá sat strákur fyrir framan okkur sem öskraði svoleiðis alla leiðina að við gátum ekki hætt að hlæja. Maggi minn við prófuðum ýmis önnur tæki líka, vorum reyndar mest í rússíbönunum. Nýjasta tækið í Liseberg uppswinget risaróla sem fer úr 0-80 km/klst í 10 sveiflum og fer í 120° halla var alveg skemmtileg en ég var eins og sveittur bréfberi eftir það tækið, ekki gaman að hoppa til í sætinu þegar maður sveiflast hátt yfir jörðinni. Um kvöldið voru það svo tónleikarnir með JT, þó svo að drengurinn sé nú kannski ekki mikill söngvari þá kann hann að skemmta fólki. Sýningin/tónleikarnir voru alveg magnaðir. Natasha Bedingfield hitaði upp og Timberland var með smá skemmtun í hléinu. Semsagt mjög vel heppnað kvöld. Tókum því svo bara rólega á hótelinu í morgun, það var hellirigning í Gautaborg í dag. Keyrðum svo heim um hádegið.
Jæja þetta er orðið allt of langt hjá mér...
puss
Anna Dóra

Sunday, June 24, 2007

Road trip
Er að leggja af stað í Road trip með Jessicu, til Gautaborgar, JT á morgun. Ætlum reyndar að byrja daginn með því að fara í Liseberg(við eigum eftir að standa við hliðið þegar þeir opna) og vitiði hvað, Jessica er álíka biluð og ég (það hlýtur að vera ástæðan fyrir því hversu vel við náum saman) vitiði hvað við eigum eftir að fara í mörg tæki=) Einn besti rússibani sem ég hef prófað er í Liseberg, fór x2 í hann þegar ég var þar í fyrra. Síðan eru tónleikarnir um kvöldið. Keyrum síðan heim á þriðjudaginn.

Set inn eftir helgi myndir frá þyrluæfingunni

Anna Dóra

Tuesday, June 19, 2007

Synti með þeim að landi...
Fékk faðmlag...
og koss
Varð barast að setja inn myndir frá því þegar ég synti með höfrungunum. Þetta var hamingjusamasti dagurinn í lífi mínu. Þetta er búið að vera draumur frá því ég var lítil.
kveðja
Anna Dóra

Monday, June 18, 2007

Three amigos í þrítugsafmælinu hennar Ágústu. Ég skil ekki ennþá að einhver hélt að við værum þríburar þegar við vorum yngri. Erum við það líkar vinkonurnar?



puss

Sunday, June 17, 2007

HÆ HÓ JIBBÝJEI OG JIBBÝJEI ÞAÐ ER KOMINN 17.JÚNÍ

Þá er þjóðhátíðardagurinn runninn upp bjartur og fagur (alla vega hjá mér, veit ekki hvernig veðrið er heima). Þegar ég sagði frá því í vinnunni í gær að í dag væri þjóðhátíðardagur Íslands, var ein fljót að grípa það og spurði hvað ég ætlaði að bjóða uppá. Þar sem ég er gjörsamlega andlaus hugsa ég að ég bjóði nú bara uppá eitthvað með súkkulaði (kom þetta einhverjum á óvart?).

Að síga niður úr þyrlunni var ekkert nema gaman=) ég efast um að ég sé lent, svíf enn uppi í skýjunum. Hrafnhildur tók myndir þannig að það er aldrei að vita nema ég skelli inn einhverri mynd af okkur hérna síðar.

Eitt sem mér finnst skemmtilegt við nýja vinahópa er þegar maður skapar hefðir. Ég var boðin í fyrra að halda uppá Jónsmessuna (midsommar) með hóp úr vinnunni. Ég er boðin aftur í ár og var spurð hvort ég gæti ekki gert eftirréttinn aftur, skapa pínu hefð. Ég gerði jarðaberjaostaköku í fyrra, er einhver með hugmyndir að eftirrétt í ár, eina skilyrðið er að í honum séu jarðaber.

Jæja, ætla að kíkja í skápana mína og sjá hvað ég get boðið vinnufélögunum uppá í kvöld.

Farið varlega í skrúðgöngunni, candyflosinu og risasleikjósnuddunum...

þjóðhátíðarkveðja

Tuesday, June 12, 2007

Í gær var fyrsta vaktin mín þar sem ég fór í bráðaútköll með sjúkrabílnum. Vona bara að þessi vakt segi ekki til um hvernig þessar vaktir mínar verði því ég fékk 3 útköll (eru venjulega um 1 á dag) og fékk í bónus mynd af mér í blöðin hérna í morgun=)

Komst heim á endanum, flugið fór í loftið kl 22 þannig að ég var komin hingað heim kl 7 um morguninn, var frekar þreytt í vinnunni í gær.

Sumarið virðist vera komið, hitinn um 25°C, ekki slæmt fyrir svona eðlur eins og mig.

Ég og Hrafnhildur förum svo á þyrluæfingu á föstudaginn, þ.e. læra hvernig við eigum að vinna í þyrlunni ef svo ber undir að við þurfum að fara með þyrlunni í útkall og eigum svo að prófa að síga. Spennandi vika framundan.

puss
Anna Dóra

Sunday, June 10, 2007

Af hverju ég.....
Fluginu mínu seinkar í dag, átti að fara í loftið kl 16 en núna er það áætlað kl 21, nákvæmlega sama gerðist fyrir ári síðan þegar ég átti að fara heim. Veit svosem ekki af hverju seinkunin er en þetta þýðir að ég lendi um 2 í nótt og verð komin heim til mín um 6 í fyrramálið og svo á ég að mæta í vinnu á hádegi. Það er óskandi að ég nái þá að sofa í fluginu. Annars á ég ekkert smá erfitt með að sofa hérna, það er barasta alltof bjart á nóttinni. Note to mamma og pabbi, kaupa myrkratjöld fyrir svefnherbergisgluggana.

Vildi bara deila smá pirringi með ykkur
See u
hugs
Anna Dora

Saturday, June 09, 2007

Hæ hæ komin á klakann.
Búin að laga commentakerfið, þannig að núna er hægt að skrifa comment aftur=)
Flýg heim á morgun, byrja á að skella mér í afmæli til Ingu Rúnar minnar, pæjan er að verða 12 ára.
Afmælisprik dagsins fær hún Ágústa mín, pæjan verður með svaka partý í kvöld og að sjálfsögðu mæti ég á nýju sætu skónum mínum.


Pæjukveðjur
Anna Dóra

Monday, June 04, 2007

Hi hi
Erum komin aftur til Orlando eftir yndislega 10 daga a Bahamas, eg get sko maelt med frii tar. Loftslagid atti mjog vel vid mig, ekki of heitt rumar 30gr a hverjum degi reyndar frekar rakt tannig ad eg atti bad hairday naestum daglega og slettujarnid var ekki ad virka. Vegna hitans er allt svo afslappad og laid back einhvern veginn engum liggur a. Hotelid sem vid vorum a var bara flott og allt innifalid, bara ad syna armbandid titt a barnum, veitingastadnum og madur fekk tad sem madur vildi. Hotelin verda reyndar bara flottari og flottari. Nuna erum vid i 100 m2 ibud med bara 4 sjonvorpum og dvd spilurum, 2 nuddpottum og hallaerislegt 1 sturta en eg hugsa ad vid komumst oll i hana=)
Nuna eru bara eftir nokkrir dagar, teim verdur liklegast eytt i ad versla pinu og svo verdum vid ad sjalfsogdu ad fara aftur i Disneyworld og kvedja Mikka mus og felaga.
Vildi bara bidjast sma afsokunar, var ad breyta utlitinu a sidunni minni og comment datt ut, eg tarf bara ad laera a hvernig eg get sett tau inn aftur.
Solarkvedja
Anna Dora