Sunday, August 29, 2010






Hjólakeppninni er lokið, við hjóluðum í gær. Gekk ótrúlega vel. Ég stefndi reyndar á að hjóla á 5:30 sem gekk ekki alveg eftir, hjólaði á 5:42, síðustu 10 km voru erfiðastir, mér fannst ég ekki komast áfram. Meðalhraðinn minn var 22,4 km/h sem er allt í lagi, núna er bara að reyna að bæta tæknina og gera enn betur næst ekki satt. Josefin hetjan mín hjólaði á 4:51 og lenti í 3ja sæti af konum sem hjóluðu 120 km. Á myndunum erum við hressar áður en við leggjum í hann, ég að koma í mark (gjörsamlega búin á því) og svo Josefin með verðlaunin sín.
Fór á nv í gærkvöldi sem betur fer var rólegt. Er búin að sofa vel og líkaminn virðist vera búinn að ná sér að mestu (fer reyndar ekki ennþá á klóið að óþörfu) Ætla núna út að labba núna held ekki að það sé gott fyrir líkamann að hvíla of mikið eftir svona. Svo heldur maður áfram að æfa á fullu síðar í vikunni.
kramisar

Monday, August 23, 2010

Á laugardaginn er komið að því, hjóla 120 km. Þori meira að segja að standa og hjóla núna. Það er scary, hjólið vinglar, ég var skíthrædd um að missa jafnvægið en það gekk vel. Watch out moshultamålabrekka ég er ready=)
Hjólaði á 6:22 í fyrra á venjulegu hjóli, núna verð ég að bæta þann tíma. Allt undir 6 klst er ég ánægð með en ætla að reyna að stefna á 5:30, maður verður að setja sér markmið ekki satt.


11 vikur í Perúferðina og 8 vikur í Floridaferðina. My my time flies when you are having fun.

kram kram

Thursday, August 12, 2010

Nammibindindið gengur barasta vel, ekki fallið ennþá. Verið nálægt því nokkrum sinnum, veit að löngunin í nammi er mest fyrstu dagana, er á degi 5 núna, 5 dagar í viðbót og þá ætti ég að vera laus við mestu sykurlöngunina- vona ég....

Er loksins búin að skrá mig í Glasrikesresan hjólakeppnina, ætla aftur að hjóla 120 km, finnst 220 aðeins of langt. Lofaði jú að ég myndi mæta í ár á nýja fína hjólinu mínu. Hugsa að ég skelli mér út að hjóla ídag í sólinni, verð jú að byrja að hjóla keppnin er 28. ágúst og ég hef ekki sest á hjólið síðan halvvättern fyrir 2 mánuðum.

Josefin er að reyna að plata mig til að taka þátt í miniþríþraut á næsta ári. Þá syndir maður 300 m (ég get það), hjólar 20 km (ég get það) og hleypur að lokum 5 km (ég get það) það er bara gera þetta hvað eftir annað sem er málið. Kannski eitthvað sem maður ætti að prófa?

Út að hjóla......

Sunday, August 08, 2010

Komin heim frá Trelleborg, ja reyndar verið heima í nokkra daga. Vann 93 klst á þessum 9 dögum, ætti að gefa nokkrar aukakrónur í ferðalagasjóðinn ekki satt.
Annars er ég að leita að stuðningi núna, gerði samning við Rúnu systir í gær. Við erum komnar í nammibindindi 1,2 og 3 japp ætlum að berjast saman við the sugarmonster. Settum lokadagsetningu á afmælisdaginn okkar hljómar vel ekki satt. Ég borða "rétt" held ég allavega og ég hreyfi mig, það er bara þetta fjandans sugarmonster sem stendur milli mín og þessarra síðustu kg sem ég vil losna við.
Dagur 1 er byrjaður og ennþá í lagi, sjáum hvað gerist á morgun......