Tuesday, April 22, 2008

Vorið er greinilega komið í Svíaríki, hvernig veit ég það... Jú búin að uppgötva fyrstu könguló sumarsins í loftinu á svefnherberginu mínu. Kvikindið féll fyrir dauðlegum geislum gluggahreinsiefnis, því miður datt hún á koddann minn þannig að ég þurfti að skipta um koddaver, annars hefði ég ekki getað sofið í rúminu mínu (hrollur).
Verð annars að deila út smá prikum.
Maggi bróðir fær hetjuprik fyrir að vera orðin LÖGGA, hann útskrifaðist síðasta föstudag. og Litla skrímslið fær afmælisprik, já ég veit að það er erfitt að trúa þessu en Helga Dís LITLA systir mín er orðin tvítug.

Vissi annars að allar þessar sjúkrahússápur kæmu að notum, er búin að vera með nema núna mánudag og þriðjudag sem er frá S-Afríku og gat bara talað reiprennandi spítalaensku (",) og barasta frekar ánægð með mig, hún var reyndar ánægð líka. Átti reyndar móment í morgun þegar ég var að reyna að útskýra (kunni ekki enska orðið) legsig, ég tók löngu leiðina og þegar hún skildi hvað ég var að meina segir hún já ok, prolaps. Já segi ég og roðna pínu því það er sama orð og við notum hér í Svíaríki og ég búin að fara norður á Akureyri og aftur til Reykjavíkur í minni útskýringu. Skemmtilegt með tungumál.

Pínu fréttir, en ég sótti um launalaust leyfi í dag, í nóvember og desember og er að hugsa um að koma heim og fá að vera með í barnasvæfingum. Við erum svo sjaldan með lítil börn og maður er alltaf jafn óöruggur með sig (FAKE IT TILL YOU MAKE IT) virkar ekki alltaf þó svo að maður reyni að akta kúl að ég ætla að reyna að næla mér í smá reynslu. Mig er búið að langa lengi að fá að svæfa meira börn og ákvað að drífa bara í því.

Jæja, orðin alltof mikil langloka, ætli nokkur nenni að lesa þetta til enda
Krossið fingurna fyrir leyfinu mínu

Thursday, April 17, 2008

Ég get byrjað að lifa aftur =) Var í prófi í morgun og held að það hafi barsta gengið ágætlega. Núna eigum við bara eftir að gera litla ritgerð (höfum mánuð til þess) og svo er námskeiðið búið.

Helgin í Köben var æðisleg. Við fórum á föstudagskvöldinu á ástralskan veitingastað Reef'n'beef sem er óhætt að mæla með. Ég fékk svo góðan mat, kengúru í aðalrétt og svo eftirrétt sem heitir death by chocolate sem var yndislegur. Heyrði talað um að einhver á staðnum hefði fengið raðfullnægingu án þess að stunda kynlíf;-) Fæ reyndar ennþá sæluhroll á að hugsa um þennan eftirrétt. Sorglegt ekki satt....
Annað sem var sorglegt að í fyrsta skipti átti ég erfitt með að kveðja, fór næstum að gráta þegar Rúna og Eiríkur hoppuðu úr lestinni á Kastrup og ég sat ein eftir=( En annað gleðiefni mamma og Halldór Óskar ætla að koma og heimsækja mig fyrstu helgina í maí og ÉG er í fríi.

Kveðja
Doris

Tuesday, April 08, 2008

Ég er að fara til Köben á föstudaginn og hitta Rúnu og Eirík, hlakka ekkert smá mikið til.
Á föstudaginn ætlum við á kaffihús og ég ælta að fá mér eina sneið af þessarri ég fæ gæsahúð bara af að hugsa um þetta. Vá hvað ég ætla að njóta lífsins um helgina, hef unnið síðustu 5 helgar nefnilega, núna er komið að því að ég sé í fríi eða hvað.


Kveðja

Ein sem er heima með hitavellu og vonast til að vera búin að ná sér fyrir föstudag.