Saturday, June 27, 2009

Til hamingju með daginn mamma.
Í kvöld er ég að fara út á Aspö, eyju hér fyrir utan. Við ætlum að taka ferjuna kl 17 . Cissi og Ulrika eiga sumarhús þar og við æltum að hittast nokkur úr vinnunni. Grilla, drekka, fara í gufu og hver veit, kannski fáum við að hoppa í sundlaugina þeirra. Annars höfum við alltaf sjóinn;-)

Ætla að hjóla niður í bæ, mig vantar létta strigaskó og svo eru ballerínuskórnir mínir orðnir frekar slitnir, myndi slá 2 flugur í einu höggi ef ég fyndi 2 pör af skóm í dag.

Hafið það gott í hitabylgjunni sem er spáð heima, ég hef það yndislegt í hitanum hérna.
puss o kram

Wednesday, June 17, 2009

Gleðilegan þjóðhátíðardag=)
Var að sjá þetta myndband um ferðina sem ég ætla í núna í nóvember og bara varð að deila því með ykkur. Spáið í það eftir 5 mánuði verð ég þarna. Ég fékk hjartsláttartruflanir af gleði yfir að horfa á þetta og hugsa útí allt sem ég á eftir að sjá og upplifa.

kramisar

Sunday, June 14, 2009


Ég var búin að lofa ykkur mynd frá vinnupartýinu og verði ykkur að því=) Við erum flottastar ekki satt. Þetta er skemmtinefndin sem sýndi naked yoga.
kram

Friday, June 12, 2009

Í kvöld koma Jessica og Emma frá Växjö!!! Getið þið ímyndað ykkur hvað gerist þá... Júbb partý við ætlum út að borða og svo sjá til hvað tekur við. Líklegast fínir kokteilar ef ég þekki okkur rétt =)
Hlakka svo til að hitta þær, orðið langt síðan við hittumst síðast.
Er enn að vinna í því að fá myndir, þær koma.

kram

Wednesday, June 10, 2009

Vinnupartýið tókst vonum framar vel... Allir voru súperánægðir og kölluðu skemmtiatriðið "skemmtun í heimsklassa" hvað gerðum við. Við sýndum nakinyoga. What... júbb við saumuðum búninga og byrjuðum svaka alvarlegar með yoga, 2 karlar og 2 konur síðan fór allt úrskeiðis því við fórum að einbeita okkur meira að hvert öðru og áhorfendum en yoganu. Ég er að vinna í því að fá myndir, set þær inn þegar ég er búin að fá þær.
kram

Monday, June 01, 2009

Fékk skilaboð frá Hrafnhildi á fésinu, hún hafði fundið upplýsingar um þyrlukúrsinn sem við vorum á og þar var takk fyrir vitnað í yours tryly og Hansi vinnufélaga okkar um okkar álit á kúrsinum:) Maður fyllir í þessi eyðublöð sem þeir vilja og gefur leyfi fyrir því að þeir vitni í mann en á ekki von á því að það gerist. Ég hlýt að hafa orðað þetta svona vel...