Wednesday, August 31, 2005


Sætu strákarnir mínir. Halldór Óskar og Hermann Ingi. Posted by Picasa

Til hamingju aftur María með prinsinn
kramis
Anna Dóra

Monday, August 29, 2005

Var ég nokkuð búin að segja ykkur frá netta sjokkinu sem ég fékk um daginn. Ég sat í rólegheitunum í sófanum að lesa blaðið þegar ég heyri allt í einu bank á svalagluggann. Þar sem ég bý á annarri hæð varð mér frekar hverft við þegar ég lít upp og stari KÖTT sem situr á gluggasyllunni. Ég varð þá auðvitað að kíkja út til að sjá hvaðan kisi litli kom, hann notaði náttúrulega tækifærið og skaust inn til mín =) ég sótti nú kisa og fór með hann út á svalir aftur þar sem ofnæmið mitt þolir ekki kisu innandyra. Ég þurfti ekki að velta mér lengi uppúr því hvaðan kisi kæmi því hann gerði sér lítið fyrir, hoppaði uppá handriðið og yfir á næstu svalir. Þar sem ég er nú svo mikið gæðablóð =) var ég fyrst alveg miður mín hvað ég ætti að gera við kisa því hann var ómerktur og ekki gat ég bara hent honum út á götu=( og ekki gat ég haft hann hjá mér þar sem ég fann að það var stutt í öndunarörðugleika. Þannig að þið getir rétt ímyndað ykkur hvað ég var ánægð að hann kom úr næstu íbúð. Ég hef allavega ekki rekist á kisa aftur þannig að ég vona að nágrannarnir passi betur uppá hann.

Kveðja í bili
Anna Dóra

Saturday, August 27, 2005

Hæ hæ gleðifregnunum rignir látlaust hér í Karlskrona- ekki skrýtið hvað mér líður vel hérna!!

Jú Jessica vinkona mín var að komast inn í framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun, Caroline var að trúlofa sig (skil reyndar ekki alveg hvað þeim liggur svona rosalega á, kynntust í mars, fluttu saman í ágúst nú bíð ég bara eftir brúðkaupi og barni=)) og Óli og Linda eignuðust strák, allt gerðist þetta síðasta fimmtudag what a day.

Annað sem gerðist hér á fimmtudaginn er að ég held að nú séu nágrannarnir endanlega búnir að stimpla mig bilaða jú crazy lady með arachnacphobia fór að ryksuga kl 22:30 af hverju það var könguló dinglandi í ljósinu fyrir ofan rúmið mitt og ég hefði ekki sofið annars alla nóttina vitandi af henni þarna. Crazy lady var svo næstum búin að banka hjá einhverjum nágrannanum á leiðinni í vinnuna í gærmorgun því á veggnum í stigaganginum var þetta líka risa köngulóarflykki crazy lady var ekki viss um að komast út en þar sem skyldan kallaði dró hún andann djúpt og stökk framhjá flykkinu og óskaði af öllu hjarta að það yrði horfið þegar hún kæmi tilbaka seinna um daginn.

Hef einmitt hugsað aðeins út í hræðslu mína við köngulær síðustu daga þar sem Caroline er flutt í köngulóarnet, ég hef aldrei séð eins mikið af köngulóm og heima hjá henni og fer þar af leiðandi ekki í heimsókn til hennar á kvöldin í bili=( en þetta er ákveðin fötlun að gjörsamlega lamast þegar þessi kvikindi birtast.

Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Tuesday, August 23, 2005

Endalaus gleði

Maggi bróðir átti afmæli síðasta laugardag- til hamingju með það- græjaði sig upp með veiðidóti í boði fjölskyldunnar í tilefni dagsins.
Var svo að fá þær skemmtilegu fréttir að beststu bestu vinkonur mínar í heiminum eru að koma í heimsókn til mín. Já Rúna og Ágústa ætla að koma til mín 7-11. sept og taka gormana sína og mömmu með sér (einhver verður nú að passa ef okkur skildi detta í hug að kíkja á schlagerbarinn =)). Þetta voru æðislegustu fréttir dagsins.
Annars er barasta svona same old same old að frétta af mér semsagt bara gott. Bíð líka spennt eftir fréttum að heiman hvort María vinkona sé búin að eiga. Þessa dagana virðast bara góðir hlutir gerast í kringum mig.

Gleðikveðja
Anna Dóra

Friday, August 12, 2005

Hafiði tekið eftir því að maður þarf stundum frí eftir fríið sitt til þess að hvíla sig eftir fríið? Ég er semsagt búin að vera í sumarfríi sem byrjaði með því að ég ók niður til Köben 29. júlí og hitti Eddu og fjölskyldu og við áttum mjög góðan dag saman, Maggi og Helga komu svo um kvöldið og á laugardeginum keyrðum við upp til Fur lítillar eyju í Limafirði og vorum þar með stórfjölskyldunni í viku (stórfjölskyldan er mamma, pabbi, börn, tengdabörn, barnabörn, Ásdís, Geiri og Jónas Ásgeir). Þetta var alveg meiriháttar vika sem við áttum saman, keyrt í Legoland og Fårup sommarland, dýragarð í Álaborg og bara leikið sér, slakað á og borðað góðan mat. Á Laugardeginum skildu svo leiðir, systkinin (ásamt fylgifiskum) skelltu sér til köben meðan restin af stórfjölskyldunni keyrði niður til Þýskalands þar sem þau komu sér vel fyrir í Móseldalnum. Systkinin skelltu sér í tívolí þar sem Halldór Óskar skiptist á að draga pabba sinn og frænku sína í hin ýmsu tæki. Á sunnudeginum flugu Maggi og Helga svo heim og Rúna og co eltu mig heim. Þó svo að veðrið hafi ekki alveg leikið við okkur hér í Karlskrona þá skemmtum við okkur vel saman þar til þau fóru svo í gær og Anna Dóra varð eftir ein í kotinu og byrjaði að hvíla sig. Ég hef ekki nennt neinu, bara legið á sofanum og horft á imbann (ég veit skömm að segja frá svona) en svona er þetta stundum þegar maður hefur verið að gera mikið á stuttum tíma maður þarf að hvíla sig á eftir. Svo byrja ég að vinna aftur á mánudaginn.
Þar til næst
kram kram
Anna Dóra