Friday, August 12, 2005

Hafiði tekið eftir því að maður þarf stundum frí eftir fríið sitt til þess að hvíla sig eftir fríið? Ég er semsagt búin að vera í sumarfríi sem byrjaði með því að ég ók niður til Köben 29. júlí og hitti Eddu og fjölskyldu og við áttum mjög góðan dag saman, Maggi og Helga komu svo um kvöldið og á laugardeginum keyrðum við upp til Fur lítillar eyju í Limafirði og vorum þar með stórfjölskyldunni í viku (stórfjölskyldan er mamma, pabbi, börn, tengdabörn, barnabörn, Ásdís, Geiri og Jónas Ásgeir). Þetta var alveg meiriháttar vika sem við áttum saman, keyrt í Legoland og Fårup sommarland, dýragarð í Álaborg og bara leikið sér, slakað á og borðað góðan mat. Á Laugardeginum skildu svo leiðir, systkinin (ásamt fylgifiskum) skelltu sér til köben meðan restin af stórfjölskyldunni keyrði niður til Þýskalands þar sem þau komu sér vel fyrir í Móseldalnum. Systkinin skelltu sér í tívolí þar sem Halldór Óskar skiptist á að draga pabba sinn og frænku sína í hin ýmsu tæki. Á sunnudeginum flugu Maggi og Helga svo heim og Rúna og co eltu mig heim. Þó svo að veðrið hafi ekki alveg leikið við okkur hér í Karlskrona þá skemmtum við okkur vel saman þar til þau fóru svo í gær og Anna Dóra varð eftir ein í kotinu og byrjaði að hvíla sig. Ég hef ekki nennt neinu, bara legið á sofanum og horft á imbann (ég veit skömm að segja frá svona) en svona er þetta stundum þegar maður hefur verið að gera mikið á stuttum tíma maður þarf að hvíla sig á eftir. Svo byrja ég að vinna aftur á mánudaginn.
Þar til næst
kram kram
Anna Dóra

No comments: