Sunday, March 30, 2008

Vitiði hvaða dagur var í gær? Það var V-day (vagina day), á góðri íslensku leggangadagurinn. Það var haldið upp á daginn víða um heiminn, til þess að vekja fólk til umhugsunar um kynferðisofbeldi gegn konum.
Hélst þú daginn hátíðlegan?

puss o kram

Monday, March 24, 2008

Ég er í sjokki!!!
Var að sjá í fyrsta skiptið heimildarmyndina SuperSize Me, um manninn sem borðaði 3 máltíðir á dag á Magga Dóna. Ég get ekki sagt að mig langi í hamborgara aftur eftir að hafa séð þessa mynd. Ég hugsa að maður þurfi að leita með logandi ljósi að fæði sem er næringarsnauðara og meira ávanbindandi en skyndibitar. Ekki furða að við verðum bara stærri og stærri.
Kannski ágætt að sjá þessa mynd svona eftir allt páskaátið, kannski auðveldara að standa sig þegar maður lofar sjálfum sér bót og betrum með bættum lífsstíl.

Ef þið hafið ekki séð þessa mynd, mæli ég með að þið horfið á hana.
Skál í grænu tei.
Anna Dóra

Thursday, March 20, 2008

Í gær fékk ég fullt af fullorðinsstigum=) Ég fór á fund í bankanum þar sem ég ræddi við þjónustufulltrúa um sparnað og eftirlaunasjóði og hvar væri best að fjárfesta fyrir framtíðina. Vonandi eru peningarnir mínir farnir að vaxa því varla gera þeir það heima. Hvað er málið með þessa verðbólgu? Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég búin að vera að bíða eftir þessu, það er ekki eðlilegur lífstíll á Íslandi í dag, allir þurfa að eiga flottan bíl, flott hús, ég meina hver á eftir að muna eftir Jóni fyrir bílinn eða húsið, ég bara spyr. Held að íslendingar ættu aðeins að hægja á í lífsgæðakapphlaupinu, líta í kringum sig og spá í það hvort það sé þess virði. Hvað er þetta með að gera nýjan veg inn að Þingvöllum og eiga á hættu að þeir verðir teknir af heimsminjaskrá UNESCO, er ekki frekar að reyna að koma fleiri stöðum inn á heimsminjaskrá, þetta er svo sérstakt land sem við eigum, það á sér engann líka.
Læt reiðilestri mínum lokið í bili
Gleðilega páska

Friday, March 14, 2008

Afmælisprik dagsins fær Sigrún litla frænka mín, litla dýrið er tvítug í dag. Ég get sagt ykkur að hún á sætasta hvolp í heiminum, ég sá myndir af honum á heimasíðu strákanna og er ástfangin.
Annars er ekki mikið um að ske hjá mér. Ætla til Växjö á morgun og hitta Jessicu, við ætlum að luncha saman, líklegast sushi, mmm hvað ég hlakka til og að sjálfsögðu kíkja aðeins í skóbúðir, kominn tími á að kaupa nýja skó fyrir vorið. Veit ekki af hverju ég leita að skóm hérna, ég verð alltaf bara fyrir vonbrigðum þegar ég finn ekki neitt.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili.
puss og kram
Anna Dóra

Sunday, March 02, 2008

Ætli þetta þýði að ég þurfi að hafa áhyggjur? Var að hreinsa til í skápunum hjá mér og henda gleri. Meirihlutinn var tómar bjór-, bacard-i og vínflöskur. Það var reyndar orðið langt síðan ég fór með gler síðast í endurvinnsluna en 2 fullir pokar og annar bara undan áfengi hmmmm.
Byrja að vinna aftur á morgun, fór reyndar í vinnuna á föstudaginn því ég skuldaði einni vinkonu minni vakt. Um kvöldið fórum við svo nokkur úr vinnunni á pöbbarölt og ég sá nokkra þekkta svía. Síðasti hlutinn af Melodifestivalen var í Karlskrona á laugardaginn (forval fyrir eurovision).
Jæja læt þetta nægja í bili
kveðja
Anna Dóra