Friday, January 30, 2004

Gleymdi bara að segja að myndin hér fyrir neðan er lýsandi fyrir hvernig allt lítur út hérna í Karlskrona þessa dagana. Verð líka að segja ykkur frá því að ég ætla að kíkja út á lífið með stelpum úr vinnunni á morgun og mér finnst þær svo fyndnar af því að þær halda að ég sé stöðugt að leita að karlmanni (sem ég er nú ekki) því eins og hver heilbrigð sjáandi kona finnst mér gaman að sjá fallega karlmenn. Við vorum semsagt á útsölurölti í gær og þær bentu mér á hvern dátahópinn á fætur öðrum allt útaf smá misskilningi. Ekki alveg eðlilegir á köflum þessir svíar.
heyrumst síðar, Anna Dóra
Það er fullkomið vetrarveður úti, hitinn við frostmark, logn og sól, gæti það verið betra á þessum árstíma? Ég held ekki. Ég er viss um að ef ég ætti skauta (og þyrfti ekki að vera að læra) þá væri ég úti á skautum núna. Öll vötn hér í kringum mig eru frosin og það er fullkomið skautaveður, það er reyndar frekar þykkt snjólag yfir öllu og fólk er mjög hissa yfir því að snjórinn sé búinn að haldast í rúma viku því hér í Karlskrona er fólk vant því að snjórinn sé farinn nokkrum klst eftir að honum hefur kyngt niður. Ég held að enginn sé ánægðari en ég og kannski börnin, maður verður að hafa svolítinn snjó, hann lýsir líka upp skammdegið.
Kveðja, Anna Dóra

Thursday, January 29, 2004

Halló halló, lenti í ekkert smá neyðarlegu atviki í ríkinu um daginn, hér er ég spurð um skilríki í hvert einasta skipti sem ég ætla að versla eitthvað áfengt og svo var það nú einnig þetta skiptið, ég er greinilega svona ungleg. Svo þegar ég ætla að borga virkar ekki kortið mitt hvorki að draga það né að stimpla inn númerið af því, ég var send út í hraðbankann sem hafnaði kortinu mínu en VÍSA sér um sína og brást mér ekki þarna frekar en fyrri daginn. Bankinn skildi ekki neitt í neinu en ákváðu samt að panta fyrir mig nýtt kort.
Bið að heilsa í bili, Anna Dóra

Monday, January 26, 2004

Úff ég var búin að gleyma hvað það er mikið puð að vera í skóla, ég er gjörsamlega tóm í hausnum þegar ég kem heim en kosturinn við þetta er svosem að mér finnst þá ágætt að fara út labba og tæma hugann áður en ég byrja að læra þannig að það er svosem ágætis heilsurækt sem fylgir náminu. Erfiðast finnst mér þó að sitja svona lengi, þetta er eitthvað sem maður hefur ekki gert lengi en ég vona að það venjast.
Þá er að halda áfram að læra, reyna að byrja að setja saman hugmyndir fyrir ritgerðina mína.
Anna Dóra

Saturday, January 24, 2004

Hæ hó jibbí jei og jibbíkæ jei það eru húsgögn út um allt :-)
Það hlaut að koma að því að ég myndi yfirgefa tyrknesku tjaldbúðirnar og færa mig yfir í menningarlegri híbýli hahahahaaaa, það er hægt að orða það þannig að það sé fólki inn bjóðandi orðið í heimsókn, ég get boðið ykkur sæti, gefið ykkur að borða og svo er meira að segja hægt að gista!!! Annars gekk IKEA-ferðin mjög vel, ég fékk held ég bara meirilhlutann af því sem ég var að leita að og er búin að setja allt saman (náttúrulega ekki að spyrja að smiðsdótturinni) og koma mér barasta þokkalega fyrir. Núna vantar mig bara svona smáhluti sem er hægt að kaupa í rólegheitunum, reyndar ætla ég að kaupa mér skrifborð fljótlega þar sem maður er nú orðinn frekar aktífur námsmaður.
Puss og kram, Anna Dóra

Thursday, January 22, 2004

Manstu ekki eftir mér, mikið líturðu vel út bebí frábært hár...... ég var í starfsmannapartýi í dag og var beðin um að troða upp á íslensku, Stína frænka sendi mér texta við þekkt sænsk lög og svo sungum við á íslensku og sænsku og svo söng ég hið frábæra stuðmannalag manstu ekki eftir mér við undirspil stuðmanna. Þeim leist nú svo vel á lagið að það var ákveðið að ég ætti að kenna þeim þetta lag og við sem vorum þarna myndum troða upp í næsta starfsmannapartýi, þannig að hróður stuðmanna berst víða. Nú ætla ég að fara að sofa því það er stór dagur á morgun IKEAferðin mikla þar sem lagerinn verður tæmdur og fluttur inn á snapphaneväg.
Kveðja, Anna Dóra

Wednesday, January 21, 2004

Halló halló, nú er námið aðeins farið að skýrast og mér líst bara vel á þetta allt saman. Svolítið erfitt að byrja að setjast niður og sitja kyrr í svona langan tíma en ég er yfirleitt í skólanum 3 daga vikunnar frá 9 til 15-16 á alltaf 5 daga helgi!!:-)
Annars er alveg hrikalega kalt í dag, -10°C og höfnin ísilögð. Annars sá ég alveg hrikalega fyndið um daginn, ég var úti að ganga og sé að það er svolítið krap yfir vatninu og fullt af fuglum að spóka sig á ísnum, kemur þá ekki einn svanur og klýfur sig í gegnum ísinn líkt og ísbrjótur, ég hef aldrei séð annað eins.
jæja bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Tuesday, January 20, 2004

Halló halló á ekki að hleypa inn, mér var sagt að það væri show, jú jú mér var hleypt inn í skólann og þvílíka showið sem það var fyrsta daginn, ég var farinn að halda að ég skildi varla stakt orð í sænsku það var eitthvað svo flókið sem kennararnir voru að reyna að segja en mér létti töluvert þegar sænsku nemendurnir kvörtuðu undan því sama en allt leit nú mun betur út í dag. Annars er allt gott af mér að frétta, mér finnst náttúrulega mikið gott að vera komin með nettengingu heim aftur þannig að nú verður hægt að byrja að fylgjast með mér. Jæja þá er að snúa sér aftur að heimanáminu sem var sett fyrir morgundaginn,

Friday, January 09, 2004

Halló halló, thad er rólegt í vinnunni og ég ákvad ad segja ykkur adeins hvad hefur gerst í mínu lífi núna sídustu dagana. Ég er sem sagt flutt og er ódum ad verda búin ad koma mér fyrir, vantar reyndar enn svolítid af húsgögnum en thad stendur allt til bóta, fer fljótlega í Ikea og verd snögg ad eyda einhverju thar. Svo er ég komin inn í skólann, fékk bréfid á midvikudaginn, thannig ad thad er endalaus gledi í Karlskrona.
Bid ad heilsa í bili, Anna Dóra

Friday, January 02, 2004

Hæ hæ
Núna verður smá hlé á blogginu þar sem ég er að flytja á morgun og verð ábyggilega mjög upptekin næstu daga af því að koma mér fyrir, skoða húsgögn og jafnvel kaupa húsgögn.
Jæja ætla að fara að koma mér í að pakka saman dótinu mínu bið að heilsa ykkur í bili
Anna Dóra