Það er fullkomið vetrarveður úti, hitinn við frostmark, logn og sól, gæti það verið betra á þessum árstíma? Ég held ekki. Ég er viss um að ef ég ætti skauta (og þyrfti ekki að vera að læra) þá væri ég úti á skautum núna. Öll vötn hér í kringum mig eru frosin og það er fullkomið skautaveður, það er reyndar frekar þykkt snjólag yfir öllu og fólk er mjög hissa yfir því að snjórinn sé búinn að haldast í rúma viku því hér í Karlskrona er fólk vant því að snjórinn sé farinn nokkrum klst eftir að honum hefur kyngt niður. Ég held að enginn sé ánægðari en ég og kannski börnin, maður verður að hafa svolítinn snjó, hann lýsir líka upp skammdegið.
Kveðja, Anna Dóra
No comments:
Post a Comment