Thursday, December 27, 2007

Skelfilegt hvað tíminn er stundum fljótur að líða. Ég stillti klukku í morgun, slökkti svo samviskusamlega á henni og fannst ég bara hafa legið í nokkrar mínútur og fílósóferað um lífið og tilveruna þegar ég opna augun og lít á klukkuna og viti menn, þessar nokkru mínútur voru klukkutími=)

Kem heim á morgun, búið að skipuleggja smá vinnu á slysó, laugardagskvöld og nótt og morgunvakt á gamlárs.

Annars hef ég haft það hrikalega gott um jólin. Var á aðfangadag heima hjá Jessicu í Ör, hélt í fyrsta skipti upp á sænsk jól. Við borðuðum á okkur gat, drukkum mikið, spiluðum, þetta var eins og heima. Á jóladag fór ég heim til Hrafnhildar þar borðuðum við tvíreykt hangikjöt, sem var svo gott að ég fæ vatn í munninn af að hugsa um það. Um kvöldið hitti ég svo nokkra vinnufélaga og við skelltum okkur út á lífið. Það var suddalega gaman, alltof mikið drukkið, en mikið skemmtum við okkur vel. Það var frekar þreytt Doris sem mætti á kvöldvaktina í gær, þakklát fyrir að vera á sjúkrabílnum og geta fleygt sér í sófann í vinnunni;-)

Nei ætla að fara að hætta þessu bulli, ætla að fara og kaupa síðustu hlutina sem ég ætla að taka með mér heim og svo beint í vinnunna.
Hafið það gott, vonandi næ ég að hitta sem flesta þessa viku sem ég er heima.
kveðja
Anna Dóra

Friday, December 21, 2007

Hérna kemur smá jólaglaðningur fyrir þá sem eru haldnir sömu jólanostalgíu og ég. Ég elska þessa auglýsingu og var með secret chrush í kúrekanum.

Aðeins 3 næturvaktir til jóla.

Jólakveðja
Anna Dóra

Saturday, December 15, 2007

Styttist til jóla, hvernig gengur jólaundirbúningurinn þarna úti? Ég bakaði christmas cupcakes áðan, þær eru ótrúlega jólalega góðar, ætli það sé piparkökukryddið? Ætla að taka þær með mér til vinkonu minnar. Við erum 10 sem ætlum að hittast og búa til pínu jólakonfekt í kvöld. Ég er að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar, á bara eftir að setja upp jólatréið mitt. Það verður verkefni morgundagsins. Ég ætla að eyða aðfangadagskvöldi með Jessicu minni og fjölskyldunni hennar í Ör, fyrir utan Växjö. Á jóladag ætla ég að hitta Hrafnhildi mína í hangikjöti og svo ætlum við nokkrar singel pæjur úr vinnunni að kíkja út á lífið (ef við fáum miða þ.e.a.s).

Ætla að skella mér aðeins í bæinn, er að leita mér að skóm, hverjum kom þetta á óvart?

Jólakveðja
Anna Dóra

Monday, December 10, 2007

Vá við vorum með Jólapartý í vinnunni síðasta laugardag sem heppnaðist alveg suddalega vel. Skemmtinefndinni var þakkað fyrir vel unnin störf og allir eru farnir að hlakka til eftir næsta partýi. Þetta er eini gallinn við að halda skemmtileg partý, fólk treystir á að þú haldir áfram að skipuleggja partý handa þeim.

Annars fékk ég að vita fyrir helgi að ég fæ að fara til Stokkhólms á námskeið núna í lok janúar. Ætla að reyna að heimsækja Uppsalafólkið mitt í leiðinni, á bara eftir að hringja og sníkja gistingu einhversstaðar. Námskeiðið er fimmtudag og föstudag, ætlaði þá að reyna að vera í helgarheimsókn í Uppsala. Orðið langt síðan ég hef hitt Uppsalafólkið. Jóhanna og Guðrún þið kannski fattið hintið;-) ég hringi við tækifæri.

Verð að fara að taka mig til fyrir vinnuna.
Við heyrumst
Anna Dóra

Monday, December 03, 2007

Var aðeins að leika mér, setti inn smá videóklipp hér til hliðar.
2 eru tónlistarmyndbönd sem mér finnst flott, á ábyggilega eftir að setja fleiri þegar ég finn þau. Vinnan mín er stutt lag sem lýsir því hvað ég geri í vinnunni svo vel að ég gæti ekki lýst því betur sjálf.

21 dagur til jóla, ég ætla að byrja að skreyta á eftir.
Ha det
Anna Dóra