Wednesday, May 25, 2005

Tæpur sólarhringur í innrásina frá Karlskrona.....

Ótrúlegt en satt þá er ferðin að bresta á, við erum búnar að tala um þessa ferð frá því í janúar og á morgun er hún orðin að raunveruleika. Það verður svo gaman, er að hugsa um að gefa ykkur forskot á sæluna með smá preview af því sem við ætlum að gera
  • Bláa lónið
  • Djamm í Reykjavík
  • Hvalaskoðun, líklegast frá Reykjavíkurhöfn
  • Snjósleðaferð á Snæfellsjökli
  • Riverrafting niður Hvítá
Keyra hringinn í kringum landið og ég ætla að reyna að standa mig sem leiðsögumaður að sjálfsögðu með góðri hjálp frá vegahandbókinni. Ef þið eruð með einhverjar hugmyndir ekki vera feimin að fleygja þeim fram.
Sjáumst á morgun
Anna Dóra

Sunday, May 22, 2005

Eurovision lokið og Grikkir stóðu uppi sem sigurvegarar með hinni sænsku Helenu í fararbroddi. Sem þýðir að ég hafði rétt fyrir mér, ég spáði henni sigri =) Við hittumst nokkrar skvísur hjá Jessicu í gær og horfðum á keppnina saman og OMG nágranni hennar er í bókstaflegri merkingu UGLY NAKED DUDE nákvæmlega eins og í vinum, einni okkar varð litið út um gluggann og sér þá beint í botninn á eldri kalli sem bara gekk um nakinn og liggur við pósaði fyrir opnum tjöldum ekki fögur sjón.
Viljiði svarið við gátunni? Í raun er ekkert svar til, þetta er spurning sem meðal annars FBI leggur þegar þeir eru að yfirheyra geðsjúka einstaklinga grunaða um morð eða jafnvel fjöldamorð til að sjá hversu sjúkir þeir eru í höfðinu. Þeir sem svara eins og Maggi að fyrst maðurinn kom í jarðaför móðurinnar hljóti að vera einhver tengsl og því allar líkur á að hún hitti hann aftur í jarðaför systur sinnar lenda mjög hátt á lista yfir grunaða.
Maggi minn heldurðu að það sé loksins kominn tími til að leita sér aðstoðar?
4 dagar í innrásina
Anna Dóra

Friday, May 20, 2005

Eurovision á næstu grösum og við ekki með :( Selma stóð sig reyndar mjög vel, það er eins og hún segir landslagið í þessarri keppni er að breytast, hverjum hefði til dæmis dottið í hug að Moldavía hefði komist áfram á ömmu gömlu? Annars horfði ég á keppnina í gær með Jessicu og við höfðum rétt fyrir okkur um 6 af lögunum sem komust áfram, ekki svo slæmt. Nú er bara Heja Sverige á morgun, annars er ég nú barasta frekar hrifin af gríska laginu Number one mikið spilað á útvarpsbylgjunum hér.
Hér er smá gáta!!
Ung kona er við jarðarför móðir sinnar og sér þar myndarlegan mann, augu þeirra mætast og hún finnur fyrir einhverjum straumum. Áður en hún fær tækifæri til þess að gefa sig á tal við manninn er hann horfinn. 2 dögum síðar myrðir þessi sama kona systir sína. Hver var ástæða morðsins?
Jæja skellið nú fram morðástæðu ég skal svo segja ykkur svarið í næstu færslu.
Heja Sverige
Anna Dóra

Saturday, May 14, 2005

Á þessum degi fyrir 2 árum hélt ung Reykjavíkurmær út í óvissuna með móðir sinni. Förinni var heitið í skútustaðinn Karlskrona þar sem snótin huggðist vinna í hálft ár. Núna 2 árum síðar er sama Reykjavíkurmær ennþá stödd í Karlskrona og ekkert á leiðinni heim. Einmitt búin að eyða deginum í bænum með Jessicu og svo ætlum við að kíkja út á lífið í kvöld, aðeins að hita upp fyrir Eurovision næstu helgi.
Hérna kemur smá hugleiðing.
Hvað er þetta með óléttar konur og vorin? Þær virðast barasta springa út eins og blómin. Alveg sama hvert ég lít mér finnst ég ofsótt af óléttum konum. Eða eru þær bara sýnilegri á sumrin?
Hvað haldið þið?
Kveðja
Anna Dóra, sem ætlar að hafa það blixterkul í kvöld

Wednesday, May 11, 2005

Njóli eða......

Varð fyrir því "skemmtilega" óhappi í morgun að sofa yfir mig, vaknaði 10 mín í sjö í morgun og á að vera mætt í vinnunna kl 7:30. Í stresskasti henti ég mér inn í sturtuna, og svo í föt og út. Þar sem ég var nú á frekar mikilli hraðferð greip ég veskið mitt og svo út á hjólið. Hugsaði svo þegar ég hjólaði á milljón í vinnuna hvað ég hlyti að líta skemmtilega út svona á fjallahjóli með handveski!!! Þegar kom svo að hádegismatnum uppgötvaði ég að peningaveskið varð eftir heima á stofuborðinu, en ég var nú svo heppin að Caroline var að vinna og gat bjargað mér um aur fyrir hádegismat.
Jæja er að fara í endurlífgun barna á morgun þannig að best að fara að kíkja aðeins í bók.

Kveðja
Anna Dóra
P.s. Til hamingju með daginn Ásdís

Friday, May 06, 2005

3 vikur í heimkomu!!!
Styttist óðfluga í að við komum og gerum innrás á Íslandi, erum farnar að hlakka ekkert smá mikið til og varla talað um annað en djamm í Reykjavík og hversu ótrúlega skemmtileg þessi ferð eigi eftir að vera.
Fór að hugsa í gær hvort við gætum ekki grætt á túristum eins og Svíarnir gera, ekki það að við græðum ekki á þeim eins og er. Var að frétta af því að Þjóðverjar eru vitlausir í skartgripi unna úr elghægðum jú góðir vinir þið lásuð rétt elghægðum. Spurning um að fara að nýta aðrar afurðir íslenska hestsins sem allir eru svo hrifnir af =) Nei takk ojbjakk, ég hélt það væri verið að gera grín að mér en raunin er að þetta er staðreynd, getiði ímyndað ykkur að vera með hálsmen unnið úr hægðum flaksandi um hálsinn.......
Er annars bara að njóta þess að vera í fríi, 4 daga lúxuslíf á minni.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

Sunday, May 01, 2005

Jæja er fólk búið að skella sér í kröfugöngu?
Í gær var komu vorsins fagnað að sænskum sið. Á Valborgarmessu hittast Svíar, grilla og fara síðan á brennu. Ég grillaði með Huldu, Steina, Guðrúnu og gormunun þeirra í gær og svo löbbuðum við á brennu og hittum Hrafnhildi með sína gorma. Mér finnst þetta svolítið skemmtilegur siður að fagna vorinu. Við "misstum" reyndar af ræðunni og kórnum en bálið var fínt engu að síður. Kíktum svo aðeins til Hrafnhildar á eftir.
Vann í dag fyrstu helgarvaktina mína á svæfingunni og það var barasta ekkert að gera og tíminn þar með frekar lengi að líða en það leið nú samt.
Ætla að fara og kíkja á ræmu, framlag Svía til Óskarsverðlaunanna í fyrra
Síðar
Anna Dóra