Jæja er fólk búið að skella sér í kröfugöngu?
Í gær var komu vorsins fagnað að sænskum sið. Á Valborgarmessu hittast Svíar, grilla og fara síðan á brennu. Ég grillaði með Huldu, Steina, Guðrúnu og gormunun þeirra í gær og svo löbbuðum við á brennu og hittum Hrafnhildi með sína gorma. Mér finnst þetta svolítið skemmtilegur siður að fagna vorinu. Við "misstum" reyndar af ræðunni og kórnum en bálið var fínt engu að síður. Kíktum svo aðeins til Hrafnhildar á eftir.
Vann í dag fyrstu helgarvaktina mína á svæfingunni og það var barasta ekkert að gera og tíminn þar með frekar lengi að líða en það leið nú samt.
Ætla að fara og kíkja á ræmu, framlag Svía til Óskarsverðlaunanna í fyrra
Síðar
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment