Friday, May 20, 2005

Eurovision á næstu grösum og við ekki með :( Selma stóð sig reyndar mjög vel, það er eins og hún segir landslagið í þessarri keppni er að breytast, hverjum hefði til dæmis dottið í hug að Moldavía hefði komist áfram á ömmu gömlu? Annars horfði ég á keppnina í gær með Jessicu og við höfðum rétt fyrir okkur um 6 af lögunum sem komust áfram, ekki svo slæmt. Nú er bara Heja Sverige á morgun, annars er ég nú barasta frekar hrifin af gríska laginu Number one mikið spilað á útvarpsbylgjunum hér.
Hér er smá gáta!!
Ung kona er við jarðarför móðir sinnar og sér þar myndarlegan mann, augu þeirra mætast og hún finnur fyrir einhverjum straumum. Áður en hún fær tækifæri til þess að gefa sig á tal við manninn er hann horfinn. 2 dögum síðar myrðir þessi sama kona systir sína. Hver var ástæða morðsins?
Jæja skellið nú fram morðástæðu ég skal svo segja ykkur svarið í næstu færslu.
Heja Sverige
Anna Dóra

No comments: