Á þessum degi fyrir 2 árum hélt ung Reykjavíkurmær út í óvissuna með móðir sinni. Förinni var heitið í skútustaðinn Karlskrona þar sem snótin huggðist vinna í hálft ár. Núna 2 árum síðar er sama Reykjavíkurmær ennþá stödd í Karlskrona og ekkert á leiðinni heim. Einmitt búin að eyða deginum í bænum með Jessicu og svo ætlum við að kíkja út á lífið í kvöld, aðeins að hita upp fyrir Eurovision næstu helgi.
Hérna kemur smá hugleiðing.
Hvað er þetta með óléttar konur og vorin? Þær virðast barasta springa út eins og blómin. Alveg sama hvert ég lít mér finnst ég ofsótt af óléttum konum. Eða eru þær bara sýnilegri á sumrin?
Hvað haldið þið?
Kveðja
Anna Dóra, sem ætlar að hafa það blixterkul í kvöld
No comments:
Post a Comment