Saturday, May 29, 2004

Jæja þá er ég komin frá höfuðstaðnum, ferðin hófst eldsnemma á fimmtudagsmorgni og eftir stutt flug og enn styttri lestarferð komum við (ég og Guðrún) á áætlaðan lendingarstað Huddinge. Þegar þangað var komið tók þessi líka svaðalega kú á móti okkur og gaf okkur drykkjarjógúrt sem hún var kynna, ylvolgt úr spenanum, við sem búum í skútubænum Karlskrona áttum nú ekki von á svona móttökum og rákum því upp frekar stór augu þegar við sáum þetta fyrirbæri. Við vorum nú frekar sáttar eftir kynninguna og sáum að við vorum greinilega komin í stórborg, því gjörgæslan sem við skoðuðum (er reyndar nýuppgerð) tekur á móti 16 sjúklingum og hefur hver sjúklingur 25 fermetra til umráða- við vorum frekar impaðar yfir því hversu fínt og flott allt var og erum verulega farnar að íhuga að bæta gjörgæslunáminu við okkar svæfingarnám. Þegar við vorum búnar að fá nóg af Huddinge héldum við yfir til Uppsala og fengum að gista 2 nætur hjá Jóu, Gísla og gaurunum og hér með þakka ég þeim enn og aftur fyrir góðar móttökur. Við erum alla vega búnar að hafa það rosalega gott, verst hvað Guðrún telur mig hafa slæm áhrif á sig því hún hafi verslað svo mikið=( en ég var nú fljót að snúa því við og segja henni að þetta þyrftum við nú bara að gera oftar, yfirgefa skútubæinn og fara í eitthvert stærra þorp og eyða aðeins peningum það væri bara hollt fyrir okkur.
Annars eru bara 4 dagar þar til ég kem heim í sumarfrí
Hlakka til að sjá sem flesta
Anna Dóra

Monday, May 24, 2004

Hæ hæ gleymi aðalfréttunum, Ágústa og Kosta eignuðust strák síðastliðinn föstudag sem heitir Nikulás Árni TIL HAMINGJU. Þetta er gallinn við að búa í útlöndum, maður vill vera alls staðar í einu en átti annars mjög skemmtilegt kvöld með vinkonum mínum, við elduðum saman og horfðum svo á Love Actually klassamynd fyrir klassadömur.
Jæja er að hugsa um að skella mér í háttinn, á að mæta í skólann í fyrramálið, næst síðasti skóladagurinn.
B.B.Í.B. (bless bless í bili)
Anna Dóra

Sunday, May 23, 2004

Þá er maður kominn heim eftir Parísarferðina sem var bara frábær í alla staði. Gott veður, fjölskyldan saman, gæti ekki verið mikið betra. Ótrúlegt en satt var ekkert verslað í þessarri ferð, við nutum þess bara að vera túrhestar og skoðuðum það sem París hafði uppá að bjóða. Ég er meira að segja með strengi í kálfunum eftir að hafa gengið upp í Eiffelturninn í gær en hetjurnar Anna Dóra, Rúna, Maggi og Eiríkur gengu upp fyrstu 2 hæðirnar rúmlega 600 þrep og tóku svo lyftu eins og hinir upp á topp og eins og þið sjáið þá lifði ég þetta af, þó svo að maður sé haldinn svona nettri lofthræðslu þá var þetta algerlega þess virði, þvílíkt útsýni.
Annars var mér frekar brugðið þegar ég kom heim og sá í fréttum að þak í flugstöðvarbyggingu í París hefði hrunið í morgun um sjöleytið, terminal 2E, ég flaug frá terminal 2D kl 7:15 í morgun terminalinum við hliðina á.
Kveðja Anna Dóra sem er örlítið shaky í dag og feeling a little bit lucky c",)

Monday, May 17, 2004

Ég er þokkalega eftirsótt þessa dagana og er frekar leið á þessrri athygli. Ég fer varla út úr húsi án þess að fá nýtt flugnabit, haldiði að það sé munur að vera svona desirable, væri reyndar mun betra ef athyglin kæmi frá einhverjum öðrum ;-) þið vitið hvað ég meina.....
Annars er allt það besta að frétta héðan, skemmti mér hrikalega vel í eurovisionpartýinu (reyndar ekki jafnvel daginn eftir)og sænsku stelpurnar urðu alveg hrikalega skotnar í Jónsa, ég reyndi að kjósa Ísland en náði ekki í gegn =(
Það bara gengur betur næst
Anna Dóra, doppótta c",)

Saturday, May 15, 2004

Til hamingju með daginn Halldór Óskar, tíminn er ekkert smá fljótur að líða og litli púkinn er 2ja ára í dag.
Annars er ég á leiðinni í sænskt schlager EM partý (eurovisionpartý) og til að slá út vinkonu mína sem ætlar að mæta í tre kronor bolnum sínum (sænska hokkílandsliðstreyjan) mæti ég að sjálfsögðu í stuttermabolnum með íslenska skjáldarmerkinu =)
Svo er það stóra spurningin verður það Heaven í kvöld eða does it hurt?
Schlagerkveðjur frá SchlagerSverige
Anna Dóra c",)

Friday, May 14, 2004

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag tralalalalalal lalalallaaaa.
Jú ég á eins árs sjálfstæðisbúaeiníútlöndum afmæli í dag. Ótrúlegt að það sé heilt ár liðið frá því að ég kom hingað út, tíminn er ekkert smá fljótur að líða.
Nú styttist í öll ferðalögin mín, bara 5 dagar þar til ég fer til Parísar að hitta fjölskylduna, ég er nú barasta farin að hlakka þokkalega til. Eina sem er ákveðið að eigi að gera í ferðinni er að pabbi ætlar með Halldór Óskar í Eurodisney og við fylgjum sjálfsagt með, annars ef ég þekki okkur rétt verður bara ákveðið hvað á að gera hverju sinni á staðnum, ekkert vera að skipuleggja of mikið.
Þar til næst.....
Anna Dóra

Tuesday, May 11, 2004

Ég hélt ég yrði vitlaus í nótt, mýið er farið að gera vart við sig og farið að bíta. Vaknaði í nótt við það að ég var að klóra mér í höfðinu og viti menn, ég uppgötvaði mýbit ekki eitt heldur 3 stk. Nú verð ég að fara og kaupa flugnanet í gluggana hjá mér, gengur ekki að sofa við opinn glugga lengur. Ætla að deila með ykkur smá vísu sem mér finnst viðeigandi við þetta tækifæri:
He came to me one night...
explored me body.....
licked, sucked, swallowed & had his fill....
satisfied he left....
I was hurt....
F~~~ing mosquito
Anna Dóra, í sárum
P.s. Til hamingju með daginn Ásdís

Sunday, May 09, 2004

Ótrúlegt en satt. Í dag var algert dúndurveður, heiðskýrt og 25°C, það er 10. maí og ég er sólbrennd eftir daginn, þarf greinilega að fara að fjárfesta í sólarvörn =) og ekki nóg með það en þá var ég boðin í grill í kvöld og í eftirrétt var rabbabarapaj með glænýjum rabbabara úr garðinum, can you belief it!! Ég er ekkert smá fegin að þurfa ekki að fara í próf því ef manni fannst alltaf dúndur veður heima í maí meðan maður sat í próflestri þá var maður ekki búinn að reyna þetta.
Sólbrenndar kveðjur
Anna Dóra

Saturday, May 08, 2004

Hæ hæ, sá kynninguna á framlagi Íslendinga til Eurovision í gærkvöldi, er reyndar ekki búin að gera upp við mig hvað mér fannst en finnst þó Jónsi mun betri en mörg lög sem ég hef séð verð ég að segja. Það var búið að safna þarna einhverjum eurovisionspekúlöntum (einn frá hverju norðurlandi, Eiki Hauks þar fremstur í flokki, gæti svo sem verið að þetta hafi verið sýnt heima þar sem þetta var eitthvað samstarfsverkefni sjónvarpsstöðvanna) Any how voru þau frekar hrifin af honum Jónsa okkar (verða ekki allir sem taka þátt í einhverjum keppnum okkar eign? Strákarnir okkar, Birgitta okkar......) Svo er bara að sjá hvernig strákurinn stendur sig á sviðinu í Istanbúl.
Heja Jónsi
Anna Dóra

Wednesday, May 05, 2004

Getur þetta verið betra. Samkvæmt nýjustu fréttum er sumarið komið, sól blíða og hiti millil 15-20°C framyfir helgi. Veit svosem að þetta er ekkert sem þið heima viljið vita en ég verð nú bara að deila þessu með ykkur eins og öllu öðru.
Sólarkveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra sólarsystir

Tuesday, May 04, 2004

Þá er allt að skríða saman, ég er búin með eina önn í náminu. Nýbúin að fá tölvupóst um að ég hafi náð fyrri kúrsinum (sem ég vissi svo sem en alltaf gaman að fá staðfestingu á því) og svo fengum við að vita í dag að allt væri frágengið með lífeðlisfræðina og við fáum hana metna, sem betur fer því ég efast um að ég myndi treysta mér í prófið, þar sem kennarinn er svolítið hér og þar, samt aðallega þar.
Þar til næst.....
Anna Dóra =)

Sunday, May 02, 2004

Hrikalega er ég sammála henni Ingu Rós um hvað það virðist alltaf vera gott veður þegar maður er í prófum. Ég þarf nú reyndar ekki að fara í próf en les nú engu að síður fyrir tímana svona aðeins til að undirbúa sjálfa mig og það er svo gott veður að það liggur við að manni langi til að vera 10 ára, áhyggjulaus úti að leika sér.
Annars er allt gott héðan að frétta, Valborgarmessan fór að mestu friðsamlega fram, það var dúndur veður og rosalega notalegt að sitja úti og grilla (AHJ, fréttaritari mbl í Karlskrona). Hélt reyndar að ég yrði ekki eldri nú í vikunni, var úti að labba þegar lítill hópur af litlum hermönnum í grænum frumskógarfelugöllum, málaðir grænir í framan, með alvæpni þrömmuðu framhjá mér í einhverri æfingu. Þeir fóru náttúrulega EKKI framhjá neinum þannig að felubúningurinn virkaði ekki alveg, minnti mig bara á eitthvað boot camp úr amerískri bíómynd en dugði ágætlega sem brandari dagsins.
Kveðjur úr herbænum Karlskrona
Anna Dóra