Þá er maður kominn heim eftir Parísarferðina sem var bara frábær í alla staði. Gott veður, fjölskyldan saman, gæti ekki verið mikið betra. Ótrúlegt en satt var ekkert verslað í þessarri ferð, við nutum þess bara að vera túrhestar og skoðuðum það sem París hafði uppá að bjóða. Ég er meira að segja með strengi í kálfunum eftir að hafa gengið upp í Eiffelturninn í gær en hetjurnar Anna Dóra, Rúna, Maggi og Eiríkur gengu upp fyrstu 2 hæðirnar rúmlega 600 þrep og tóku svo lyftu eins og hinir upp á topp og eins og þið sjáið þá lifði ég þetta af, þó svo að maður sé haldinn svona nettri lofthræðslu þá var þetta algerlega þess virði, þvílíkt útsýni.
Annars var mér frekar brugðið þegar ég kom heim og sá í fréttum að þak í flugstöðvarbyggingu í París hefði hrunið í morgun um sjöleytið, terminal 2E, ég flaug frá terminal 2D kl 7:15 í morgun terminalinum við hliðina á.
Kveðja Anna Dóra sem er örlítið shaky í dag og feeling a little bit lucky c",)
No comments:
Post a Comment