Sunday, May 02, 2004

Hrikalega er ég sammála henni Ingu Rós um hvað það virðist alltaf vera gott veður þegar maður er í prófum. Ég þarf nú reyndar ekki að fara í próf en les nú engu að síður fyrir tímana svona aðeins til að undirbúa sjálfa mig og það er svo gott veður að það liggur við að manni langi til að vera 10 ára, áhyggjulaus úti að leika sér.
Annars er allt gott héðan að frétta, Valborgarmessan fór að mestu friðsamlega fram, það var dúndur veður og rosalega notalegt að sitja úti og grilla (AHJ, fréttaritari mbl í Karlskrona). Hélt reyndar að ég yrði ekki eldri nú í vikunni, var úti að labba þegar lítill hópur af litlum hermönnum í grænum frumskógarfelugöllum, málaðir grænir í framan, með alvæpni þrömmuðu framhjá mér í einhverri æfingu. Þeir fóru náttúrulega EKKI framhjá neinum þannig að felubúningurinn virkaði ekki alveg, minnti mig bara á eitthvað boot camp úr amerískri bíómynd en dugði ágætlega sem brandari dagsins.
Kveðjur úr herbænum Karlskrona
Anna Dóra

No comments: